Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 35 Rannsóknarlögreglan: 5 í haldí vegna fíkniefnamáls KOMIST var til botns í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur kom- ið á Akureyri nú um helgina. Fimm aðilar eru i haldi, einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og lögð hefur verið fram krafa um gæsluvarðhald yfir hinum fjórum. Allt að þrjátíu manns tengj- ast þessu fíkniefnamáli og hefur verið lagt hald á tugi gramma af hassi í kjölfar þess. Daníel Snorrason, lögreglufull- trúi hjá Rannsóknarlögreglunni á Akureyri, sagði að þetta umsvifa- mikla fíkniefnamál hefði komið upp um helgina, en rannsóknar- lögreglan hefði áður fylgst með aðilum og undirbúið málið. Á föstudag fékk rannsóknarlögregl- an upplýsingar sem leiddu til þess að látið var til skrarar skríða. Á milli tuttugu og þijátíu aðilar á Akureyri á aldrinum sautján til fjörutíu ára tengjast fíkniefnamál- inu. Fimm eru í haldi hjá lögregl- unni og hefur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, en lögð hefur verið fram krafa um gæsluvarðhald hinna íjögurra. Rannsóknarlögrelan hefur lagt hald á nokkra tugi gramma af hassi og fyrir liggja játningar á neyslu á mun meira magni, að sögn Daníels. Daníel sagði þetta mál það stærsta sem upp hefði komið hér á Akureyri af þessu tagi. Hann sagði fíkniefnaneyslu fara vaxandi í bænum, vandinn yrði æ meiri, málum fjölgaði jafnframt því sem þau yrðu umfangsmeiri og í kjölf- arið fylgdu auðgunarbrot. Fíkni- efnamál sem komu til kasta Rrannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri á síðasta ári voru meira en helmingi fleiri en á árinu á undan. Besta veður var á Akureyri í gær, sól og blíða eftir mikla úrhellisrigningu á sunnudag. Þeir sem tæki- færi höfðu til notuðu blíðuna til útivistar, eins og þetta fólk sem brá sér á hestbak. Á fákum fráum Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvíkur: Verkalýðsfélög standa í vegi fyrir aukinni atvinnu Kristinn Björnsson. Kristinn Björnsson íþrótta- maður 01- afsfjarðar Ólafsfírði. KRISTINN Björnsson skíða- maður hefur verið kjörinn íþróttamaður Ólafsfjarðar, en úrslit í kjöri um íþrótta- menn Ólafsfjarðar voru ný- lega kunngerð. í flokki 17. ára og eldri varð Kristinn Björnsson í fyrsta sæti, Sigurgeir Svavarsson skíðamað- ur í öðru, Sigurbjörn Jakobsson knattspymumaður í þriðja, Matthías Sigvaldason golfspilari í fjórða og Ólafur Björnsson skíðamaður í fímmta sæti. í flokki 13 til 16 ára varð Kristján Hauksson skíðamaður í fyrsta sæti, Bergur Bjömsson skíðamaður og golfspilari í öðru, Albert Arason skíðamaður í þriðja, Tryggvi Sigurðsson skíðamaður í fjórða og Hólmf- ríður Svavarsdóttir skíðamaður í firnmta sæti. í flokki 12 ára og yngri varð Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson skíðamaður í fyrsta sæti, Svan- borg A. Jóhannsdóttir skíða- maður í öðru, Þorvaldur Þor- steinsson, boltaíþrótta- og skíðamaður, í þriðja sæti, Will- iam Geir Þorsteinsson, bolta- íþrótta- og skíðamaður, í fjórða sæti og Arni Gunnar Gunnars- son skíðamaður í fimmta sæti. SB „ÉG TEL það ábyrgðarleysi af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að ætla fiskvinnslunni allt önnur kjör en öðrum atvinnugreinum. Ef þetta er afstaða verkalýðsfé- laganna og henni verði ekki breytt, þá er ljóst að samkeppnis- staða fiskvinnslunnar i landi gagn- vart vinnslu erlendis eða úti á sjó verður mjög bágborin. Með þess- ari afstöðu sinni stuðlar verka- lýðshreyfingin að því að vinnslan flytjist í enn auknum mæli úr landi. Sú umræða sem á sér stað í dag um sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækja stendur og fellur með því að betri nýting fáist á atvinnutækjum,“ segir Finnbogi Baldvinsson framkvæmdasljóri Söltunarfélags Dalvíkur, SFD. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við Verkalýðsfélagið Einingu að gerður verði samningur um vakta- vinnu við fiskverkafólk sambæri- legur samningum ýmissa annarra stétta, en þeirri ósk hefur verið hafnað. Á bæjarstjómarfundi á Dalvík í síðustu viku voru atvinnumál til umfjöllunar. Þar kom fram það álit bæjarfulltrúa að þörf væri að leita allra leiða til að tryggja aukna at- vinnu í bænum, þrátt fyrir allgott atvinnuástand um þessar mundir. Með betri nýtingu á atvinnutækjum stærstu fiskvinnslufyrirtækjanna mætti auka atvinnutækifæri í bæn- um. Á fundinum gerði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri grein fyrir bréfí til bæjarstjómar frá SFD þar sem greint var frá því að félagið hefði óskað eftir viðræðum við Einingu um Björn Snæbjörnsson varaformaður Einingar: SFD fer fram á að fólk fái lægri laun en það BJÖRN Snæbjörnsson varaformaður Verkalýðsfélagsins Einingar segir að með hugmyndum um að taka upp vaktavinnukerfi hjá Sölt- unarfélagi Dalvíkur, sé framkvæmdastjóri þess að fara fram á að greiða starfsfólki sínu lægri laun en áður hafi verið greidd. Starfs- fólkið hafi ekki tekið þessum hugmyndum vel auk þess sem óeðli- legt sé að Eining geri samninga um vaktavinnu í fiskvinnslu sem ekki tíðkist annars staðar, en þetta mál sé nú komið á borðið í við- ræðum um kjarasamninga. Björn segir að fulltrúar Söltunar- félags Dalvíkur hafi óskað eftir við- ræðum við Einingu og þær viðræð- ur hafí farið fram, en auk hans tóku þátt í þeim formaður Dalvíkur- deildar Einingar og trúnaðarmaður starfsfólks. Farið var yfir stöðuna og síðan haldinn fundur með starfs- fólki SFD þar sem málið var kynnt. Að sögn Björns er í gildi vaktavinn- usamningur hjá rækjuvinnslunni á Húsavík og bauðst verkalýðsfélagið til að ganga inn í þann samning, en Söltunarfélagsmenn hafi neit- að að ræða Húsavíkursamning- inn. „Málið er það að undanfarið hafa tvær og stundum þtjár vaktir verið í gangi hjá Söltunarfélaginu og borgað hefur verið eftir klukk- unni, sem kallað er, þ.e. á dagvinnu- tímabili eru greidd dagvinnulaun og yfírvinnulaun þegar unnin er yfirvinna. Það sem Finnbogi er að fara fram á er að fólk fái minna fyrir sína vinnu en það hefur feng- ið, þannig yrði t.d. tímabilið frá kl. 4 á morgnana til kl. 8 borgað með dagvinnutaxta auk álags, en ekki sem yfirvinna eins og gert hefur verið,“ sagði Björn. „Starfsfólkið tók ekki vel í þetta og taldi að um launalækkun væri að ræða,“ sagði Björn. Hann kveðst hafa sagt framkvæmda- stjóra SFD frá þessari niðurstöðu áréttá auk þess sem óeðlilegt væri að Ein- iríg væri að gera samninga um vaktavinnu í fiskvinnslu sem bryti í bága við það sem almennt tíðkað- ist á Iandinu. Eðlilegast væri að Fiskvinnsludeild Verkamannasam- bandsins tæki þetta mál til umfjöll- unar og um það yrði gerður ramma- samningur. Að sögn Bjöms er þetta mál nú komið á borðið í kjara- samningaviðræðum. „Framkvæmdastjóri SFD sagði okkur frá því að launaþátturinn í fyrirtækinu væri um 20% og ef laun um 20% af veltu eru að drepa fyrir- tækið hvað er þá að? Spumingin er hvort ekki er þá hægt að ná eitt- hvað niður kostnaði við hin 80% þannig að fólkið hafi sambærileg laun og áður,“ sagði Björn. „Ég fyrirbýð mér alfarið að ég sé áhuga- laus um atvinnuástandið á Eyja- fjarðarsvæðinu, eins og Finnbogi segir, en ég læt engan atvinnurek- anda segja mér fyrir verkum." kjarasamning þar sem tekið væri mið af vaktavinnutöxtum í öðrum atvinnugreinum. Samningar þessir hefðu það að markmiði að ná betri nýtingu á verksmiðju félagsins og jafnframt að auka atvinnu í bænum. Fram kom að SFD væri reiðubúið að setja á morgunvaktir til lengri tíma sem skapa mundi fjölda nýrra atvinnutækifæra. Með því að setja á að auki kvöld- og næturvaktir gæti SFD tekið á móti meirihluta þess skólafólks sem koma mun út á vinnu- markaðinn á Dalvík með vorinu. í framhaldi af þessari umræðu sam- þykkti bæjarstjóm ályktun þess efn- is að óska eftir viðræðum við Einingu um atvinnumál á Dalvík. I samtaii við Morgunblaðið kvað Finnbogi Baldvinsson framkvæmda- stjóri SFD að við uppbyggingu fyrir- tækisins hefði verið unnið að því að tryggja hráefnisöflun þess með kvótakaupum og samstarfi við aðal- eiganda þess, Samheija hf. á Akur- eyri. Staðan væri þannig nú, að fyrir- tækið hefði getu til að nýta betur rækjuverksmiðju sína með lengri vinnutíma, en talsmaður Einingar hefði ekki verið til viðræðu um fyrir- komulag vaktavinnu í takt við samn- inga sem félagið hefur gert við aðrar starfsstéttir. „í sjávarútvegi á íslandi eru ekki til neinir samningar um vaktavinnu starfsfólks eins og-tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Hér vil ég vitna í samninga iðnverkafólks, samninga opinberra starfsmanna og svo mætti áfram telja. Öll sú vinna sem unnin er utan hins hefðbundna dagvinnu- tíma er greidd með næturvinnutaxta í stað vinnuálags. Það er með öllu útilokað að verkalýðshreyfingin geri allt aðrar kröfur til fískvinnslunnar en annarra atvinnugreina. Algert áhugaleysi fulltrúa verkalýðsfélags- ins, Björns Snæbjömssonar, olli mér vonbrigðum ekki síst í Ijósi þeirrar umræðu sem á sér stað um atvinnu- mál á Eyjafjarðarsvæðinu,“ sagði Finnbogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.