Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 56
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 601100, FAX 691181, PÓSTllÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Forsætisráðherra ræddi við Jórdaníukonung: Island biðst ekki undan að hýsa friðarviðræður í VIÐRÆÐUM sínum við Hussein Jórdaníukonung og ráðherra hans sögðust Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ekki mundu biðjast undan því að Jórdanir nefndu ísland sem eitt þeirra landa sem til greina kæmu sem gestgjafaland fyrir næstu umferð friðarviðræðna fyrir botni Miðjarðarhafs. Að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra var ekki um tilboð af hálfu Islend- inga að ræða heldur kom þetta fram sem svar við fyrirspurn Jórdaníu- manna um hvort þeir mættu nefna ísland í þessu sambandi. „Þetta bar þannig að að Jórdan- imir spurðu hvort Island væri einn af þeim stöðum sem nefna mætti í þessu sambandi. Báðir aðilar nefna nokkra staði sem þeir telja að til greina komi. Israelsmenn hafa þegar nefnt nokkra staði og ísland er ekki þeirra á meðal, að ég hygg,“ sagði Davíð Oddsson. „Við mundum ekki biðjast undan hlutverki gestgjafa ef sú yrði niðurstaðan en það eru svo sem ekki miklar líkur á því.“ Um viðræðurnar við Jórdani að öðru leyti sagði forsætisráðherra að farið hefði verið yfir stöðu mála fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Hann sagði að fróðlegt hefði verið að heyra kon- ung lýsa afstöðu Jórdaníumanna og annarra viðsemjenda Israels. „Það er enginn vafi á að konungur leggur mikla áherslu á að þessar friðarvið- ræður gangi en hann telur að vísu að ísraelsmenn sýni mjög litla samn- ingalipurð og lítinn samningsvilja og hefur áhyggjur af því,“ sagði forsætisráðherra. „Hann bendir á að hann hafi gengið í gegnum mjög harkalega hluti 1967 og aftur 1990 og vildi ógjaman ganga í gegnum slíkt á nýjan leik. Hann segist von- ast til að öfgamenn hvomgu megin frá ráði ferðinni í þessum efnum, þá fari illa.“ Þá sagði forsætisráðherra að komið hefði fram hjá forsætis- og utanríkisráðherra Jórdaníu að þeir telji mikilvægt að forystumenn frá íslandi, eins og annars staðar úr Evrópu, sæki ísraelsmenn heim. „Þeir telja æskilegt að ísraelsmenn heyri viðhorf Evrópumanna til ástandsins og voru ánægðir með það að af okkar hálfu hefðu menn tekið tíma í að sækja það land heim,“ sagði Davíð Oddsson. Þá sagði forsætisráðherra að kon- ungur hefði boðið sér í opinbera heimsókn til Jórdaníu ef tími og tækifæri gæfist. Sjá miðopnu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur á móti Hussein Jórdaníukonungi við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík í gær. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri: Stöðugleikinn gefur tilefni til lækkunar raunvaxta nú Forsenda að breytingar raski ekki jafnvægi á fjármagnsmarkaði BIRGIR ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir Seðlabanka ís- lands telja að sá stöðugleiki sem að undanförnu hafi ríkt í efnahags- málum gefi tilefni til lækkunar raunvaxta. Bankinn sé því fyrir sitt leyti reiðubúinn til að stuðla að því með þeim ráðum sem hann býr yfir, þ. á m. með lækkun á vöxtum spariskírteina í samvinnu við ríkissjóð, eins og rætt hafi verið um. „Forsendur þess að slíkir raun- vextir haldist til lengdar eru að ekki verði einhveijar þær breyting- ar í okkar efnahagsmálum, sem raski verulega jafnvægi á fjár- magnsmarkaðnum," sagði Birgir ísleifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að íslenski fjár- magnsmarkaðurinn væri að verða æ frjálsari og tengdist æ meir er- lendum fjármagnsmörkuðum með fastgengisstefnunni og frjálsari fjármagnsflutningum milli landa. „Okkar íjármagnsmarkaður er ASÍ óskar eftir aðild BSRB að samningaviðræðunum Formannafundur BSRB ræðir málið í dag SAMNINGANEFND Alþýðusambandsins samþykkti í gær að fresta viðræðum við atvinnurekendur til miðvikudags eða fram yfir fund sljórnar og formanna aðildarfélaga BSRB í dag til að fá úr því skor- ið hvort BSRB sé reiðubúið að koma inn í viðræður samhliða samn- inganefnd ASI og samræma kröfur. Forystumenn ASÍ áttu fund með formanni BSRB í gærmorgun og í kjölfar þess lagði Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, til við samn- inganefndina að viðræðunum yrði frestað og var það samþykkt. „Ástandið í dag gerir það brýnna en oft áður að breið samstaða ná- ist,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að eftir sem áður væri gert ráð fyrir samningi til eins árs. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að á bandalagsráð- stefnu í fyrri viku hafi komið fram að samtökin væru tilbúin til að ræða forsendur fyrir sameiginleg- um aðgerðum samtaka launafólks og samræma kröfur vegna skamm- tímasamnings. „Staðan verður nú skoðuð í nýju ljósi og formenn félag- anna taka ákvörðun sína á fundin- um í dag um framhaldið," sagði Ögmundur. Forystumenn ASÍ og samtaka vinnuveitenda hittu forsætisráð- herra og utanríkisráðherra á laug- ardag. Þar kom fram að ríkisstjórn- in er reiðubúin að grípa til aðgerða til að stuðla að gerð kjarasamninga sem m.a. felast í að stuðla að lækk- un raunvaxta að sögn Ásmundar og Þórarins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSI. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi vildi Davíð Oddsson for- sætisráðherra ekki tjá sig efnislega um fundi sína með aðilum vinnu- markaðarins. „Við gerðum grein fyrir því með hvaða hætti við horfð- um á málið og með hvaða hætti væri hægt að koma inn í það af ríkisstjórnarinnar hálfu. Sú staða er þröng, eins og við höfum bent á,“ sagði forsætisráðherra. Stjórn Dagsbrúnar samþykkti á laugardag að hætta þátttöku í samninganefnd ASÍ að sinni, að sögn Guðmundar J. Guðmundsson- ar formanns Dagsbrúnar. Guð- mundur átti fund með forsætisráð- herra á sunnudag og sagði eftir fundinn að viðræður þeirra hefðu verið til bóta fyrir framhald kjara- samninganna. Sjá frásögn af viðræðum aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórn- ar um helgina á bls. 25 því mjög viðkvæmur fyrir aukinni ásókn ríkisins og annarra opin- berra sjóða í lánsfé. Bætt afkoma ríkissjóðs og minni ásókn hús- næðiskerfísins í lánsfé skiptir hér miklu máli. Ýmsar aðstæður geta og aukið eftirspum eftir lánsfé," sagði Birgir ísleifur, „og þar með valdið auknum viðskiptahalla og gjaldeyrisútstreymi. Má þar nefna breytingar á ytri skilyrðum efna- hagslífsins, skyndilegar verðbólgu- væntingar almennings og fyrir- tækja og breytingar á afkomuskil- yrðum atvinnuveganna." Birgir ísleifur sagði að það væri því mjög mikilvægt að samfara raunvaxtalækkun yrðu engar ákvarðanir teknar sem röskuðu stöðugleika efnahagslífsins. Þann- ig væri aðeins verið að tjalda til einnar nætur. Birgir ísleifur var spurður hveiju Seðlabankinn svaraði gagn- rýni viðskiptabankanna á Seðla- bankann vegna bindiskyldunnar: „Bindiskylda innlánsstofíiana hjá Seðlabankanum er mjög mikilvægt tæki til að hafa áhrif á útstreymi lánsfjár og þar með jafnvægið á fjármagnsmarkaðnum," sagði Birgir ísleifur. „Innlánsbindingin er nú 7% af ráðstöfunarfé. Inn- stæðurnar hjá Seðlabankanum eru verðtryggðar og bera 2% vexti. Bankinn hefur reynt að hafa vissan sveigjanleika, eins og t.d. síðari hluta síðasta árs, þegar innláns- bindingin var lækkuð í 6% vegna árstíðabundins lausafjárvanda innlánsstofnana. Hið bundna fé er og mjög mikilvægt mótvægi við gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Seðlabankinn hefur reynt að stuðla að því að hér þróaðist verðbréfa- markaður sem bankinn gæti tekið þátt í og á þann hátt haft aukin áhrif á stjórn peningamála. Ekki er líklegt að bankinn breyti afstöðu sinni til bindiskyldunnar fyrr en sá markaður hefur náð ákveðnum þroska.“ Pernilla Wiberg. Olympíu- meistari Svía keppir á Islandi PERNILLA Wiberg frá Sví- þjóð, sem er ólympíu- og heimsmeistari í stórsvigi kvenna, verður á meðal kepp- enda á alþjóðlegu Visa;bikar- móti Skíðasambands íslands sem haldið verður hér á landi í næsta mánuði. Wiberg er 21 árs og vann einu gullverðlaun Svía á Ólympíúleik- unum í Albertville og varð jafn- framt fyrst sænskra kvenna til að vinna til gullverðlauna í alpa- greinum á Olympíuleikum. Alþjóðlega Visa-bikarmótið fer fram hér á landi dagana 11. til 18. apríl og verður keppt á Akureyri, ísafirði og í Reykjavík. Sjá íþróttir bls. B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.