Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 41 þær vinkonur saman. Mér er minn- isstæð dvöl sem ég átti með þeim á bamsárum í sumarbústað í Þing- vallasveit. Mamma kom í rútunni með sín börn og Gígí kom að taka á móti henni með halarófuna sína og báðar voru með keisana út í loft- ið. Gott ef það var ekki upplit á túristunum þegar þeir sáu fylking- um ljósta saman. Þær hlógu, grétu og töluðu í einhverju fítonsveldi og aldrei hef ég séð kakó sjóða jafn oft upp úr og þá. Táknræn var hinsta ferðin sem þær fóru saman til Rómar haustið 1988 og eftirminnilegt að sjá þær koma blaðskellandi til baka og misstu aldrei niður orð alla leiðina frá Keflavík til Reykjavíkur. Rúm- um mánuði síðar var móðir mín öll. Anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið, sagði skáldið, þótt blað skilji bakka og egg. Og það er ekki erfitt að hugsa sér að þess- ar tvær hafi náð saman að nýju — og ganga í gleði sinni suður Laufás- veginn. Pétur Gunnarsson. Gerður Magnúsdóttir er látin, Iífsloginn slokknaður, sem brann skært til hins síðasta og lýsti upp umhverfið, hvar sem Gerður var. Hún var ein þeirra sem þeim er henni kynntust, reynist erfitt að vera án. Ber margt til þess, lífs- gleði hennar, góðvild og umburðar- lyndi, en ekki síst hinn lifandi áhugi fyrir mannlífínu í allri þess fjöl- breytni. Við Gerður vorum bræðradætur. Leiðir okkar lágu um tíma saman í skóla, og þá myndaðist með okkur vinátta, sem hélst til æviloka henn- ar. Hún var óvenju víðsýn og miðl- aði óspart hugðarefnum, bjartsýni og kímni. Gerður fæddist á Guðrúnarstöð- um í Vatnsdal. Hún var fyrsta barn og einkadóttir foreldra sinna, Magnúsar Magnússonar ritstjóra og Sigríðar Helgadóttur. Gerður ólst upp í Reykjavík, en þegar hún stálpaðist, var hún oft á sumrin á Guðrúnarstöðum hjá Guðmundi Magnússyni, föðurbróður sínum, og Guðrúnu Jónsdóttur konu hans. Þau áttu fjögur börn á sama reki og Gerður. Á Guðrúnarstöðum kynntist Gerður bændamenningunni. Börnin tóku þátt í önn dagsins, smala- mennsku, mjöltum og heyskap. Líf bændanna, sem áttu allt undir sól og regni, eins og hún hafði lesið um í bókum, varð raunveruleiki. Hin gáfaða telpa komst í bein tengsl við náttúruna, sem var inntak flestra ljóðanna, sem hún las og lærði í barnaskólanum í Reykjavík. Bemskuminningarnar úr Vatns- dalnum yljuðu henni alla ævi, og hún naut þess í ríkum mæli að ferð- ast um þessar slóðir fyrir tveim árum með Maríu systur sinni. Gerður var fjórtán ára, þegar Fagra veröld eftir Tómas Guð- mundsson kom út. Hún varð hug- fangin. Ég var alin upp í sveit, sakn- aði frjálsræðisins úti í náttúrunni og þótti lítið til borgarlífsins koma. Ég held að það hafi verið Gerður frænka mín ekki síður en Tómas Guðmundsson, sem opnaði augu mín fyrir töfrum Reykjavíkur. Margt fleira á ég Gerði að þakka. Heimili hennar og mannsins henn- ar, Tómasar Gíslasonar, stóð mér alltaf opið. Það var gott að koma og glatt á hjalla í stórum barna- hópi. Magnús faðir Gerðar bjó hjá þeim. í herbergi hans var mikið af bókum, sem hann var fús að ræða bæði þær, sem voru nýkomnar út og hinn sígilda bókmenntaarf. Magnús var sagnasjór, sem hann jós af fyrir alla, sem vildu þiggja. Oft var rætt um íslenskt mál, og kom það sér vel ekki síst meðan orðabækur voru fáar og ófullnægj- andi. Magnús var svo vel að sér í íslensku máli að mér fannst hann eins og lifandi orðabók. Islenskar sagnir, skáldskapur og þjóðmenn- ing var óþijótandi umræðuefni, og í þessu öllu var Gerður lífíð og sálin. Á heimilinu var hin gamla ís- lenska gestrisni í heiðri höfð. Marg- ir litu inn og öllum fagnað. Þar ríkti einnig frelsi. Börnin voru óþvinguð enda öll kát og skemmtileg. Gerður og Tómas áttu sumarbú- stað á Þingvöllum. Tómas byggði húsið, meðan börnin voru í bernsku. Þau stunduðu þama trjárækt og hafði Gerður orð á því, að það veitti sér mikla ánægju að sjá, hvemig trén stækkuðu. Ég heimsótti þau þangað, gisti stundum eða var nokkra daga, sem lýsir af í minning- unni. Börnin voru ekki há í loftinu, þegar þau þekktu ljöllin umhverfis með nafni og blómin í haganum. Gerður átti gott bókasafn og las mikið. Hún var vel að sér í íslensk- um bókmenntum bæði fornum og nýjum enda bókmenntakennari. Hún talaði oft um Einar Benedikts- son skáld, sem hún dáði mjög, og hafði hún góðan viðmælanda, þar sem faðir hennar var. Þegar við vomm stelpur, lofaði hann okkur að heyra Kvöld í Róm eftir Einar. Ég naut einnig góðs af, þegar hann fór með kvæðið Kristján Jóhannes- son feijumann eftir Guðmund Frið- jónsson, en Magnús og Guðmundur vom vinir. Þegar við Gerður vomm að alast upp, var meira menningarsamband en nú er milli íslands og hinna Norðurlandanna. Við lásum skáld- verk eftir Ibsen, Sigrid Undset, Hamsun og fleiri höfunda af mikl- um áhuga. Einn íslenskukennarinn í menntaskólanum sagði við okkur nemendur sína, að við gætum ekki talið okkur í hópi menntaðs fólks, ef við læsum ekki Gróður jarðar eftir Hamsun. Gerður staðnaði aldrei. Til síð- asta dags var hún síung, vakandi og opin fyrir nýjum stefnum og straumum. Hún sótti fyrirlestra, las ljóð og sögur ungu höfundanna, um leið og þeir komu fram á sviðið, og var jákvæð í dómum um þá. Aðrar listgreinar töluðu einnig til hennar. Hún skoðaði myndlistarsýningar og fór á hljómleika. Gerður hleypti heimdraganum, hvenær sem færi gafst, því ferðalög heilluðu hana. Hún fór víða, bæði innanlands og utan, og þegar hún var komin af stað, vildi hún sjá og skoða sem flest. Dætur hennar, sem fóru stundum með henni, sögðust eiga fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Ég undraðist oft, hve miklum áhuga, orku og ósérhlífni Gerður bjó yfir, eftir að heilsan tók að bila. „Meðan nóttin líður“ endar á orðum Nínu:. „Hvað verður nú um mig?“ Hefur Fríða Á. Sigurðardótt- ir ekki tjáð í fimm orðum tilfinning- una, sem grípur okkur, þegar náinn vinur hverfur og við stöndum eftir? Ég kveð Gerði frænku mína með þökk fyrir vináttuna og samfylgd- ina og votta manni hennar, börnum og barnabörnum samúð. Sigurlaug Björnsdóttir. Góð vinkona mín og bekkjarsyst- ir, Gerður Magnúsdóttir, lést 26. febrúar sl. fyrir tveimur mánuðum fylgdum við stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík 1938 kærum bekkjar- bróður til grafar og nú er enn höggvið skarð í hópinn. Gerður var fædd 12. desember 1919. Foreldrar hennar voru Magn- ús Magnússon ritstjóri Storms og kona hans Sigríður Helgadóttir. Synir þeirra Ásgeir og Helgi eru báðir látnir, en hálfsystir Gerðar, María Magnúsdóttir hjúkrunar- kona, er búsett í London og var alltaf náið samband milli þeirra systra. Haustið 1932 hófum við nám í 1. bekk í MR og tókst strax góð vinátta með okkur Gerði. Hún var víðlesin og fróð og unni bókmennt- um og listum. Einnig var hún mjög ritfær og hafa margar greinar birst eftir hana og erindi hefur hún flutt í útvarpi og víðar. Það var alltaf ánægjulegt að hitta hana og ræða við hana. Hún var skemmtileg og jákvæð og mikill persónuleiki. Ég mun sakna hennar mjög. Eftir gagnfræðapróf settumst við í 4. bekk máladeildar. I þrjú ár höfðum við tuttugu og sex nemend- ur haldið hópinn, en nú tvístraðist liðið og nýir nemendur komu í bekk- inn, aðallega úr Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Það tók dálítinn tíma að hristast saman. Við, sem fyrir vorum litum hina hornauga. Þetta átti allt eftir að breytast og held ég að ekki síst 5-bekkjar ferðin hafi gert sitt til að góð kynni hóf- ust og hafa haldist æ síðan. En það var um vorið 1937 að farið var í Skagafjörð og var Páimi Hannesson rektor fararstjóri og Valdimar Sveinbjörnsson leikfimikennari honum til aðstoðar. Auk þess var dr. Ólafur Dan Daníelsson með í för að vitja æskuslóða sinna. Sú ferð er okkur öllum ógleymanleg — alltaf gott veður og hápunkturinn var er við klifum upp í Drangey og Pálmi rektor las fyrir okkur upp úr Grettis sögu. Við vorum tuttugu stúlkur sem tókum stúdentspróf 1938, allar í máladeild. Höfðu aldrei fleiri stúlk- ur útskrifast í einu og var bekkur- inn almennt kallaður „stelpubekk- urinn" en auk þess voru í bekk með okkur sex piltar og í stærðfræði- deild sextán piltar; Á þessum árum þótti ekki eins sjálfsagt og nú að fara í háskólanám, flestar létu stúd- entsprófið nægja. En Gerður dreif sig í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi og varð kennsla hannar ævi- starf. Hún kenndi aðallega íslensku og íslenskar bókmenntir og þótti hún frábær kennari. Þegar við héldum upp á tuttugu og fimm ára stúdentsafmælið var Gerður valin úr okkar hópi til að flytja ávarp og hélt hún bráðsnjalla r3Gðu á sal Árið 1940 giftist Gerður eftirlif- andi eiginmanni sínum Tómasi Gísl- asyni rafvirkja. Þau eignuðust sjö börn, öll mjög vel gefin og vel gerð. Þau urðu fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína Jóhönnu sextán ára gamla. Magnús faðir Gerðar bjó hjá þeim Tómasi um áratuga skeið og andað- ist á heimili þeirra 1978. Eg dáðist að dugnaði Gerðar að stunda fulla kennslu og jafnframt að sinna hús- móðurstörfum á mannmörgu heimili. Nú ríkir sorg og söknuður hjá fjölskyldu og vinum að sjá bak mik- ilhæfri eiginkonu og móður. Við bekkjarsystkin sendum Tómasi og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við erum öll ríkari að hafa þekkt Gerði og notið vin- áttu hennar. Blessuð sé minning hennar. Ólöf Bjarnadóttir. Fleiri greinar um Gerði Magnús- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Frostvari í rúöu- sprautu, 1,5 I kr. 320 (Blandist 1:3 = 6 lítrar. Þolir allt að -15° C) Topplyklasett 52 stykki á kr. 3.450 Arinviður, lurkar 20 kg á kr. 590 ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA Sjónaukar frá kr. 2.273 Fjölnota stigi úr áli 3 stæröir (stigi-trappa-vinnupallur) frá kr. 7.380 Olíufélagið hf - ávallt í alfaraleið (% JtíU SINNUM ^ FUÓTARI? 09 skemmto þér við þod? Málaskólinn Mímir kynnir í fyrsta sinn á íslandi: HRADNAMST/EKNI I TUNGUMALUM Þerto llnurlf byggir á rannsóknum Dr. Robcsok I Ðudopesr 1979 og S.N. Smimovo I Moskvu 1973. Seinni ronnsóknlr bendo fil oð hroónámsfæknin ouki nómshroöo ollf oö 2 fil 10 slnnum. Engin ronnsókn bendir fll minni órongurs en fvöföldunor frá heföbundnu málanámi. tgf Fjöldi alþjóðafyrirtækja og stofnana, eins og IBM, Shell, Unesco, Delta og Hilton hótelin, hafa tekið upp hraðnámstækniaðferðir við tungumálakennslu. Enska, þýska, Franska, ítalska, Spænska og Íslenska fyrir útlendinga bjóðast með hraðnámstækninni - aðeins hjá Mími. Skráning er hafin - takmarkaður þátttakendafjöldi. Síðasti möguleiki til að skrá sig í Cambridge-prófin er 18. mars. SÍMINN ER 10004 Málaskólinn Mímir er í eigu StjórnunQrfélQgs íslands AUKhf k15d11-248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.