Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 23
haldið sé opinni leið til skilnings á fornmálum og þeim geysilegu áhrifum sem fornmenning hefur haft á fjölmörgum sviðum, þó ekki væri nema í þeirri von að einhveij- ir nemendur slæddust inn á þá braut. Ef fornmálabraut er aflögð í MH verða nefnilega miklu færri til að leggja stund á þessar mikil- vægu greinar, jafnvel þótt henni sé haldið uppi af reisn í MR, miklu fámennari skóla. Allir í strætó? Eðlisfræðibraut MH er einnig mjög fámenn og líklega verður henni næst vísað í strætó niður í MR. Kannski verður MH á endan- um ein allshetjar félagsfræðibraut með valmöguleika einskorðaða við byijunaráfanga í hinu og þessu misjafnlega skrýtnu. Það yrði illur endir áfangakerfis MH. Mér þykir rétt að birta hér sam- þykkt yfirgnæfandi meirihluta skólafundar 20. janúar sl. Skóla- fundur er æðsta vald í málefnum Nemendafélags MH og hafa þar allir nemendur dagskóla MH at- kvæðis- og tillögurétt auk mál- frelsis. Samþykktin hljóðar svo: „Skólafundur mótmælir harðlega gerræðislegum vinnubrögðum stjórnenda Menntaskólans við Hamrahlíð við afnám fornmála- brautar skólans. Skólafundur krefst þess að skólinn verði skil- greindur sem menningarstofnun og að fornmálabraut verði skilyrð- islaust og þegar í stað búinn varan- legur staður í brautakerfi skólans að nýju.“ í MH hafa menn löngum stært sig af því valfrelsi sem þar ríkir og gerir nemendum kleift að haga námi sínu að vissu marki eftir eig- in hugðarefnum. Það lýsir því undarlegu metnaðarleysi að vísa frá skólanum þeim sem hafa áhuga á að nema fornmál undir því yfir- skini að þau séu kennd við annan skóla sem komast megi í með strætisvagni. A sama tíma er verið að kenna alls konar óþarfa við skólann og stórfé ausið í náms- ráðgjöf sem er rannsóknarefni út af fyrir sig. Um þann grundvallar- mun sem felst í því hvort náms- á það sem aflaga fer í þjóðfélag- inu. Það fólk sem býður sig fram og tekur að sér leiðtogastörf, ver- aldleg og andleg, axlar um leið þá ábyrgð að vera okkur óbreyttra fyrirmynd. Þeir leiðtogar okkar og stjórnendur sem geta ekki haldið sínu einkalífi í sæmilegu lagi eru einfaldlega vanhæfir og eiga því að draga sig í hlé. Ég hafna því alfarið að við almenningur eigum að hlíta því að láta stjórnast af þeim aðilum sem kunna ekki fótum sínum forráð í siðferðilegu tilliti. Það mælir ekkert á móti því að fólk hafi nóg fyrir sig og sína af efnislegum gæðum. Jesús Kristur sagði „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis þá mun allt annað veitast yður að auki.“ En við ættum ekki að einblína á bara efnalega hag- sæld. Við verðum að láta okkur skiljast að blind sókn einstaklings- ins til ytri lífsgæða, verður hans örbirgð. Nú líður að hinu merka afmæli kristninnar og ég held að tíma- bært sé fyrir þjóðina að taka sín trúmál til alvarlegrar umhugsun- ar, að ef við sleppum trú okkar þá munum við missa fleira, sem okkur kann að þykja miður þægi- legt. Ef við ætlum að snúa vörn í sókn í okkar evangelísku lúthers- trú, verður almenningur að leggja hönd á plóginn, því það verkefni geta fastráðnir starfsmenn þjóð- kirkjunnar ekki. Á þessum árum til aldamóta munu rísa hér margar fagrar kirkjur, allt gott um það að segja. En við verðum að rækta trú okkar líka í öðru formi, en með stáli og steinsteypu. Kirkjur eru vettvang- ur, en hin eiginlega kirkja Krists er fólkið. Höfundur er bóndi á Laxamýri I í Reykjahreppi, S-Þingcyjarsýslu. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 . , . •—■ i , r———rrr':1.' :•'•■ ~i7T~.T~,,"~n:,,ry—■ i >', ■ > ’■ •. < ,— Söngkeppni fram- haldsskólanema grein er í brautarkjarna eða vali hef ég áður ijallað. Ég þykist vita að Örnólfur Thorlacius sé bæði víðsýnn maður og velviljaður. Mér þykir líka vænt um þann skilning á nauðsyn latínu- menntunar sem kemur fram í loka- orðum hans. En ég hlýt að minna á að ekki verður gengið að þeirri menntun vísri í sérskólum eins og t.d. tónlistarmenntun. Því spyr ég: Hvar eiga nemendur að búa sig undir háskólanám sem tengist klassískum fræðum ef menntaskól- arnir telja sér ekki lengur skylt að sinna kennslu fárra nemenda í latínu og grísku? Og hvar eiga nemendur MH yfirleitt að frétta af þessum námsmöguleika þegar þessum greinum hefur verið úthýst þar? Höfundur er nemi á fornmálabraut og tónlistarbraut MH. HIN árlega söngkeppni fram- haldsskólanna verður haldin á Hótel íslandi 19. mars nk. Keppni þessi hefur notið sívaxandi vin- sælda einkum eftir að Sjónvarpið hóf að sýna frá henni. Fram- haldsskólarnir sem að keppninni standa eru nú sem óðast að velja fulltrúa slna á keppnina. Reglur keppninnar eru einkum fólgnar í því að lögin verða að vera með íslenskum söngtextum. Ein slík keppni var haldin á dögunum í há- tíðarsal Menntaskólans við Hamra- hlíð. Fjölmargir nemendur notuðu tækifærið til að spreyta sig í söng- listinni og flestir með allgóðum ár- angri. Troðfullt var að venju á keppninni, svo þeir sem mættu seint urðu að standa við innganginn. Eftir harða keppni kvað dóm- nefndin, sem í var landsþekkt fólk víða úr þjóðfélaginu, upp úrskurð sinn. Sigurvegari varð ung stúlka, Edda Björg Olafsdóttir, sem söng lagið „Við stóran stein“. í öðru sæti varð Pálín Helgadóttir og í þriðja sæti Sveinbjörg Þórhallsdótt- ir. Má sjá af þessu að hlutur kvenna í keppninni var stór en annað var hægt að segja um hljómsveitina sem lék undir því í hennir voru sex pilt- ar og engin stúlka. Edda Björg Ólafsdóttir sigraði með laginu Við stóran stein. Þú getur valiö úr þúsundum titla af geisladiskum Yfir 30 gerðir geislaspilara Yfir lO gerðir myndbandstcekja í takt vfí> nújcn tinta JAPIS3 BRAUTARHOLTI / KRINGLUNNI ^^625200 ATH. REGLAN ER: EINN A MÓTI EINUM T.D. EIN HLIÓME’LATA Á MÓTI EINUM CEISLADISK, 2 HL]ÖME>LÖTUR Á MÓTI 2 DISKUM O.SFR. NEIEKKIALDEIUS Nú getur þú komið til okkar í Japis með gömlu slitnu hljómplötuna, úrsérgengna myndbandstækið og plötuspilarann, og við tökum þessar vörur sem greiðslu upp í nýjar vörur þ.e. plötu upp í geisladisk, myndbandstæki upp í nýtt myndbandstæki og plötuspilara upp í geislaspilara. Ástand hlutanna og tegund skiptir engu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.