Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 27
Georgía MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 27 Shevardnadze óskar eftir aðstoð frá Vesturlöndum Tbilisi. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, fyrr- verandi utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, fór um helgina til heimalands slns, Georgíu, til að aðstoða við að leysa stjórnmála- kreppuna í landinu. Hann hvatti Vesturlönd til að veita Georgíu- mönnum fjárhagsaðstoð. Shevardnadze var leiðtogi kommúnistaflokks Georgíu í þrett- án ár þar til hann varð utanríkisráð-. herra Sovétríkjanna árið 1985. Margir Georgíumenn líta nú svo á að hann einn geti reist efnahag landsins við og bundið enda á stjórnmálakreppuna í landinu. Um 100 stuðningsmenn Zviads Gams- akhurdia, sem var steypt af stóli eftir blóðuga valdabaráttu í janúar, efndu til mótmæla vegna heimkomu Shevardnadze. Þeir sögðu hann hafa staðið á bak við uppreisnina gegn Gamsakhurdia, sem var kjör- Shevardnadze inn forseti með yfírgnæfandi meiri- hluta atkvæða í kosningum í maí í fyrra. Teimuraz Sumbatashvili, leiðtogi Sósíal-demókrataflokksins, varaði við of mikilli bjartsýni vegna heimkomu Shevardnadze. „Sem leiðtoga kommúnistaflokksins í Georgíu urðu honum á mörg ófyrir- gefanleg mistök og stjórn hans ein- kenndist fyrst og fremst af ein- ræði,“ bætti hann við. Shevardnadze sagði eftir viðræð- ur við nýju valdhafana í Georgíu að efnahagsástandið í landinu væri mun verra en hann hefði búist við. Hann kvaðst vilja nota þá virðingu sem hann nýtur á alþjóðavettvangi í þágu Georgíu Og leiða landsmenn sína út úr ógöngunum. „Það er hagsmunamál fyrir Vesturlönd að koma okkur til aðstoðar eins og þau hafa hjálpað Rússlandi og Ukra- ínu,“ sagði hann. „Frekari spenna í Georgíu gæti skapað mörg vanda- mál á Vesturlöndum." Shevardnadze hefur sagt að hann muni að öllum líkindum sækjast eftir kjöri í næstu þingkosingum í lýðveldinu og útilokar ekki framboð í forsetakosningum. Menachem Begin fyrrum forsætisráðherra ísraels látinn: Umdeildur harðlínumaður sem gerði eina friðarsam- komulag Israela við araba Jerúsalem. Reuter. MENACHEM Begin, fyrrum forsætisráðherra Israels, lést á sjúkrahúsi í Tel Aviv aðfara- nótt mánudagsins 78 ára að aldri. Begin, sem gegndi for- sætisráðherraembætti á árun- um 1977-1983, var fluttur með- vitundarlaus á sjúkrahús í síð- ustu viku eftir að hann fékk hjartaáfall á heimili sínu. Útför Begins fór fram síðdegis í gær og var hann jarðsettur i graf- reit gyðinga við Ólívufjallið í austurhluta Jerúsalem, en ísra- elar náðu því svæði á sitt vald í sexdagastríðinu árið 1967. Menachem Wolfowitch Begin fæddist árið 1913 í borginni Brest-Litovsk sem þá var hluti af Rússlandi en tilheyrði Póllandi á árunum milli fyrri og síðari heims- styijaldarinnar. Begin, sem lauk prófi í lögfræði frá Varsjáháskóla á fjórða áratugnum, gekk ungur til fylgis við hreyfingu Síonista^ og einungis fimmtán ára gamall hóf hann störf í ungliðahreyfingu þeirra, Betar. Við upphaf síðari heimsstyij- aldarinnar var hann handtekinn af Sovétmönnum og fluttur í fangabúðir í Síberíu. Honum var hins vegar sleppt eftir að Þjóðveij- ar réðust inní Sovétríkin árið 1941 og hélt árið 1942 til Palestínu. Þangað kominn hóf hann baráttu gegn yfirráðum Breta og varð yfirmaður neðanjarðarhreyfingar- innar Irgun Zvai Leumi. Skipulagði hann m.a. sprengju- tilræði á King David-hótelinu í Jerúsalem, þar sem breski herinn var með höfuðstöðvar sínar, en um hundrað manns létu lífið í því. Þá réðst Irgun ásamt Stern- hópnum á arabaþorpið Deir Yass- in í útjaðri Jerúsalem árið 1948 og felldu þar 250 óbreytta borg- ara. Settu Bretar tfu þúsund sterl- ingspund til höfuðs Begin. Ónnur hreyfing, sem barðist fyrir stofnun ríkis gyðinga, Hag- anah-hópurinn, var í andstöðu við vinnubrögð Begins en forystu- menn Haganah urður síðar að uppistöðunni í Verkamanna- flokknum. Var þar í foiystu David Ben Gurion, fyrsti forsætisráð- herra ísraels. Lýsti hann Begin Begm, sem er lengst til hægri á myndinni, fagnar hér nýundirrit- uðum friðarsamningi Israela og Egypta í mars 1979, ásamt þeim Jimmy Carter Bandaríkjaforseta og Anwar Sadat, forseta Egypta- lands. eitt sinn sem bijáluðum leiðtoga ofbeldisseggja. Verkamannaflokkurinn fór með stjórn ísraels fyrstu áratug- ina eftir að ríkið var stofnað en Begin myndaði stjórnarandstöðu- flokkinn Herut. í kjölfar sexdaga- stríðsins varð hann ráðherra án ráðuneytis í samsteypustjórn allra flokka sem þá var mynduð. Veitti hann Gahal-hreyfingunni, sem varð til við samruna Herut og Fijálslynda flokksins, forstöðu, en hún sagði sig úr stjórnarsamstarf- inuárið 1970. Árið 1973 sameinaðist Gahal nokkrum smáflokkum og myndaði Likud-bandalagið. Sá flokkur vann 45 þingsæti af 120 í kosn- ingum árið 1977 og tókst að mynda samsteypustjórn, undir forsæti Begins. Það sama ár kom Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, í sögulega heimsókn til Jerúsalem og bauð ísraelum frið- arsamkomulag ef þeir drægju herlið sitt til baka frá Sinai. Eftir langar samningaviðræður og mik- inn þrýsting frá Bandaríkjastjórn var Camp David-samkomulagið undirritað í september 1978 og friðarsamningur milli Israels og Egyptalands í mars 1979. Illutu Begin og Sadat. friðarverðlaun Nóbels í kjölfarið. Vinsældir Begins fóru hins veg- ar dvínandi á næstu árum en skömmu fyrir kosningarnar 1981 tókst honum að endurheimta tap- að fylgi og halda völdum með því að láta flugherinn gera loftárás á íraskt kjamorkuver. Árið 1982 fyrirskipaði hann ásamt Ariel Sharon varnarmála- ráðherra innrás í Líbanon til að bijóta Frelsishreyfingu Palestínu- manna á bak aftur. Sætti innrásin mikilli gagnrýni jafnt í ísrael sem á alþjóðavettvangi. Eiginkona Begins, Aliza, sem hafði verið nánasti trúnaðarvinur hans í fjóra áratugi lést síðla árs 1982 og sökk Begin í kjölfar þess í þunglyndi og sást æ minna á opinberum vettvangi. í september 1983 sagði Begin af sér embætti og tók Yitzhak Shamir við af honum sem forsætisráðherra. Hann gaf aldrei upp neina ástæðu opinberlega fyrir afsögn sinni en aðstoðarmenn hans sögðu ástæð- una vera þunglyndi vegna missis eiginkonunnar og mikils mann- falls I innrásinni í Líbanon. Eftir að hann lét af embætti dró hann sig í hlé og nánast einu skiptin er sást til hans opinberlega var er hann heimsótti gröf konu sinn- ar á Ólívuíjalli á dánardegi henn- ar. læstu námskeið verða haldin í þessum mánuði, 12. til 15. mars Skráningar eru í símum: 20010 620700 og 21618 Áhugafólk um almenna dansþátttöku á íslandi LÆRÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUM! með færanlegum rimhim HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.