Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Hermann Guð- mundsson, Hafnar- firði - Minning Hermann Guðmundsson fæddist 15. júní 1914 og lést á Borgarspítal- anum 27. febrúar sl. Með Hermanni er fallinn frá einna af merkustu sonum Hafnar- fjarðar á þessari öld. Starfsvett- vangur hans var í þágu mestu fjöldahreyfinga þessa lands, þ.e. verkalýðshreyfingarinnar og íþróttahreyfingarinnar. Innan verkalýðshreyfingarinnar gegndi hann formennsku í Vmf. Hlíf í 36 ár, ásamt fjölmörgum öðrum trún- aðarstörfum á þeim vettvangi allt til forseta Alþýðusambands íslands. Innan íþróttahreyfmgarinnar gegndi Hermann formennsku í Knattspyrnufélaginu Haukum 1933 til 1938. Hann sat í íþróttaráði og var þar einn af frumkvöðlum að stofnun íþróttabandalags Hafnar- fjarðar og sat í stjórn frá stofnun þess 1945 til 1959 og hefur látið málefni bandalagsins sig miklu skipta alla tíð. Hermann Guðmundsson var framkvæmdastjóri ÍSÍ 1951 til 1985, og sinnti síðan sérverkefnum fyri ÍSÍ eins og t.d. lögum og reglu- gerðum íþróttahreyfíngarinnar al- veg til síðasta dags. Sem framkvæmdastjóri ÍSÍ lagði hann alla tíð ríka áherslu á að fram- kvæmdastjómin rækti samskipti við héraðssamböndin út um allt land, og það væri ófrávíkjanlegt að ein- hveijir úr framkvæmdastjórn sætu ársþing héraðssambandanna, á hvaða árstíma sem var, þetta finnst mér lýsa vel félagsmálafrömuðinum Hermanni Guðmundssyni. Samtök innan íþróttahreyfingar- innar sóttust eftir að fá Hermann sem þingforseta á þingum sínum vegna hans yfirgripsmiklu þekking- ar á lögum hreyfingarinnar og starfsháttum og síðast en ekki síst fyrir röggsemi hans og kraft. Ætíð ef búist var við átökum um menn eða málefni svo og flóknum laga- breytingum vissu menn að þingið var í góðum höndum Hermanns. Það var mér mikils virði að njóta hvatningar frá Hermanni er ég tók við formennsku í ÍBH og ómetan- legt svo í gegnum tíðina að geta leitað í smiðju til Hermanns um hin ýmsu mál er varða íþróttamál og verkalýðsmál en á þessum tveim vettvöngum lágu leiðir okkar sam- an. Hermanni hefur verið margvís- legur sómi sýndur, m.a. var hann sæmdur æðstu viðurkenningu ÍBH. Við í stjórn ÍBH drjúpum höfði og þökkum af heilum hug fyrir allt. Kvaddur er mætur maður. Ég færi eiginkonu Hermanns, Guðrúnu Ragnheiði Erlendsdóttur, börnum, tengdabörnum og barna- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Gylfi Ingvarsson, formaður ÍBH. Bjartur dagur endar með nótt, sumar með vetri og líf með dauða. Þannig er gangur náttúrunnar. Nú hefur okkar elskulegi afi, Hermann Guðmundsson, kvatt þetta líf. Okk- ur langar til að heiðra minningu hans og þakka allt það sem hann var okkur. Elsku amma Heiða, megi almátt- ugur guð og allt góða í heimi þess- um styrkja þig í þessum mikla missi. Barnabörn. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Óþekktur höf., Neistar frá sömu sól). Mummi. Verðugur verkamaður launa sinna. Hermann afi kunni að sá í sinn akur góðum sáðkomum, enda þótti flestum mjög vænt um hann og þar var ég engin undantekning. Hann sáði á mjög stórum akri og var uppskeran eftir því. Þegar ég sá hann í sínum hressu göngutúrum um bæinn gladdist ég mjög að sjá svona mikið líf og sannleika í afa mínum. Konan mín lét þau orð falla að hann væri samkvæmur sjálfum sér og fannst mér það mikill sann- leikur og kostur sem fleiri ættu að rækta í sínu fari. Það er mikill missir þegar hann kveður okkur svona skyndilega og óvænt og við stöndum eftir hissa en með allskyns góðar minningar um stríðinn, barngóðan mann, afa minn, sem hafði vingjamlegt augnaráð sem gladdi hjarta okkar. Hann vildi vel og gerði vel öllum sem vildu þiggja hans góðu sáð- korn. Blessuð sé minning hans. Ég vil biðja Guð um að vera með ömmu minni og Mumma og gæta þeirra vel í framtíðinni. Baldvin Þór Baldvinsson og fjölskylda. Maður verður máttvana og hjálp- arlaus, fínnur svo áþreifanlega fyr- ir smæð sinni gagnvart gangi lífs- ins. Örfá orð og allt er breytt. Örfá orð og maður veit, það sem manni síst grunaði, afi Hermann er dáinn. Maður á ekki _að syrgja. Hann naut langrar ævi. Átti góða konu, börn, bamaböm og bamabamaböm. Hann var virtur og dáður. Meira NGK rafkerti en margur nær út úr þessu stutta lífi. En sorgin er þarna samt. Sorg yfir því sem hér eftir aldrei verður. Ég ætla ekki að deila út mínum minningum um afa. Það er of erf- itt. En ég geri mér grein fyrir hversu mikil gæfa er að hafa átt hann sem afa. Hafa alla tíð notið mikillar samvem með honum. Fyrir það er ég þakklátur. Gestur. Augu mín geta ljómað varir mínar brosað en sorgina í hjarta mínu getur enginn séð. (Höf. ók.) Ragnheiður. Allir dagar eiga. kvöld um síðir Allir dagar strangir eða blíðir Nokkur dagur ei svo langur er að ekki hafi kvöld í fór með sér. (Óþekktur höfundur). Elsku afí er látinn. Það er svo margt sem aldrei var sagt og aldrei var gert. í huga mínum koma upp aftur og aftur orð dóttur minnar: „Af hvetju var langafi látinn deyja?“ Afí sem var alltaf til staðar reiðubúinn til hjálpar, ungur og fjörmikill og að mér fannst óbreyt- anlegur. En skyndilega, án fyrir- vara er hann farinn frá okkur. En þó afí sé farinn lifír minningin áfram með okkur. Það eru margar skemmtilegar stundir sem rifjast upp þegar litið er til baka. Alltaf jafn gott að koma í hlýjuna hjá ömmu og afa, fá eitthvað í svanginn og þegar best lét hlusta á afa segja sögur. Við biðjum algóðan Guð að geyma Hermann afa og styrkja ömmu á erfíðum stundum. Laufey og fjölskylda, Andri og Alfons. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Heiða. Hinsta kveðja frá Öldrunar- samtökunum Höfn Hermajm Guðmundsson í Hlíf er látinn. Hafnarfjörður stendur hníp- inn í sorg sinni. Einn af bestu son- um hans hefur kvatt og haldið yfír landamærin miklu. Eftir stendur skarð, sem vandfyllt verður. Það kom okkur stjórnarmönnum í Öldrunarsamtökunum Höfn í opna skjöldu, þegar okkur barst sú frétt, að félagi okkar og samstarfsmaður Hermann Guðmundsson hefði látist á Borgarspítalanum fímmtudaginn 27. febrúar sl. á 78. aldursári. Bara daginn áður hafði hann verið hjá okkur að fjalla um verk- efni félagsins fullur áhuga og starfsgleði, glaður og reifur að vanda. Stundum dregur óvænt ský fyrir sólu. Hermann Guðmundsson átti heit- an hug og hreint hjarta. Það birtist bæði í orðum hans og gerðum. Tungutakið var hiklaust og eldur hugsjóna, mannúðar og manngildis logaði glatt að baki orða hans og athafna. Þannig þekktum við fé- lagsmála- og baráttumanninn Her- mann Guðmundsson. Hafnarfjörður, íslensk verkalýðs- og íþróttahreyfíng eiga honum mik- ið að þakka. Hafnfírðingar, eldri sem yngri, horfa á eftir Hermanni Guðmundssyni með söknuði í þakk- látum hug og með mikilli virðingu. Margir munu verða til þess að minnast Hermanns Guðmundssonar og rekja æviferil hans, fjölþætt störf og mannkosti. Hér verður ekki um slíka minningargrein að ræða. Að- eins hinsta kveðja og þökk frá Öldr- unarsamtökunum Höfn í Hafnar- fírði. Við þökkum honum ágætan hlut hans í bemskuskrefum félagsins í viðleitninni að búa öldruðum góða framtíð í upprísandi húsnæði fé- lagsins á Sólvangssvæðinu. Þar sem annars staðar reyndist Hermann röskur og ráðhollur, áhugasamur og úræðagóður, — félagi sem seint gleymist. Við kveðjum Hermann Guð- mundsson með mikilli virðingu og þökk. Minningin um góðan dreng lifír og lýsir fram á veginn. Við geymum hana með sjálfum okkur. Og í hvert eitt sinn sem við minn- umst Hermanns Guðmundssonar, orða hans og verka, verðum við betri menn en áður. Slíkra manna er gott að minnast. Ekkju hans, Guðrúnu Ragnheiði Erlendsdóttur, svo og ástvinum hans og vandamönnum öðrum, sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Hafnar, Hörður Zóphaníasson, Haukur Helgason, Kristján Guðmunds- son, Skarphéðinn Guðmundsson og Þorbjörg Samúelsdóttir. Kveðja frá ungmennafélags- hreyfingunni Ég var mjög sleginn þegar mér voru færð þau tíðindi á fímmtu- dagsmorgun að vinur minn Her- mann Guðmundssn hefði látist um nóttina. Ég hafði hitt Hermann fyr- ir örstuttu, hressan að vanda. Her- mann hafði auðvitað elst að árum, var komin á 78. árið, en sá sem ekki vissi um aldurinn og þekkti ekki til, hefði í ágiskunum ekki farið mikið yfír 60 árin. Þannig var útlitið, krafturinn og andinn. Kynni okkar Hermanns urðu býsha löng, og efldust eftir að ég tók við formennsku hjá UMFÍ árið 1979. Þá var Hermann fram- kvæmdastjóri ISI og hélt því áfram næstu 6 árin og eftir það vann hann að ýmsum verkefnum fyrir ÍSÍ. Þetta leiddi til þess að vegir okkar lágu víða saman, á ýmsum fundum, þingum og ráðstefnum. Það tókst með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Við fórum ýmsar fundarferðir saman út á land, oft tveir saman í bíl. Það var gam- an að ferðast með Hermanni, hann var hafsjór af fróðleik og kunni þá list best að segja frá þannig að atburðir urðu h'flegir og skemmti- legir. Það var rætt um íþrótta- og félagsstarfíð, þar sem 30 ára reynsla sem framkvæmdastjóri ÍSÍ, auk annarra félagsstarfa, hafði fært honum meiri þekkingu á þessu sviði en nokkrum öðrum manni sem ég hef kynnst. Hermann sagði oft frá baráttu sinni í verkalýðshreyf- ingunni, frá pólitískri reynslu sinni. Þar var þekkingin mikil, enda hafði hann bæði verið þingmaður og í forystu öflugs verkalýðsfélags. Ég minnist þess aðdrei að mér hafí leiðst í ferðum með Hermanni og hlakkaði ætíð til þeirra ferða þar sem við vorum ferðafélagar. Á þingum héraðssambanda var Hermann aufúsugestur enda vel þekktur og kynntur meðal ung- mennafélaga. Það báru allir virð- ingu fyrir Hermanni, hann var ólat- ur að mæta hvar sem hans var þörf. Hann ræddi málefni ÍSÍ og störfín í héruðunum af mikilli þekk- ingu og var óspar að grípa inn í ef honum þótti einhver mál ætla að lenda í ógöngum. Hann var mik- ið spurður og átti ætíð svör. Það kom fyrir að Hermann hækkaði róminn örlítið og fann að þegar honum sýndist rangt að farið. En slík persóna var Hermann að aldrei fyrtist neinn við, heldur lögðu menn við hlustir og tóku mark á því sem sagt var. Það er stundum sagt að menn eigi ekki að vera of lengi í sama starfi eða vera of lengi í fé- lagslegri forystu. Hermann var gott dæmi um að slíkar vangaveltur eiga ekki alltaf rétt á sér. Það dró aldr- ei úr áhuganum, víðsýninni og dugnaðinum. Það eina sem breyttist var að það bættist í stóran reynslu- sjóð. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast Her- manni Guðmundssyni, hugsjónum hans og áhugamálum, hann var maður sem hægt var að dá og þykja vænt um. Á þessari stundu vil ég flytja þakkir frá ungmennafélags- hreyfíngunni fyrir starfíð og fórn- fýsina. Það geri ég fyrir hönd þús- unda ungmennafélaga um allt land, sem kynntust Hermanni á löngum starfsferli. Ég sendi fjölskyldunni samúðar- kveðjur frá ungmennafélögum. Megi minningin um góðan dreng verða vinum og vandamönnum styrkur við skyndilegt og ótíma- bært fráfall. Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ. Kveðja frá samstarfsfólki Óneitanlega kom okkur á óvart fregnin um fráfall vinar okkar og samstarfsmanns til margra ára, svo brátt sem það bar að. Hann kom á skrifstofuna til okkar daginn áður, að mér virtist jafn hress og venju- lega. Nóttina eftir var hann allur. En mér varð einnig hugsað til þess, að líka hlýtur það að vera gott að kveðja þennan heim án þess að þurfa að þola langvarandi veikindi og vera öðrum háður árum saman svo fremi að viðkomandi- sé tilbúinn til þess gagnvart sér og sínum. Hermann Guðmundsson átti langan starfsdag að baki hjá ÍSÍ og lifði mikla umbrotatíma. Hann naut sín vel að vera þar sem líf var í tuskunum, ekki síst á hinum fé- lagslega vettvangi, þingum og fundum. Við samstarfsfólk hans hjá ÍSÍ, og ég tel mig einnig mæla fyrir munn þeirra sem starfa hér í íþrótt- amiðstöðinni í Laugardal hjá hinum ýmsu samtökum, minnumst Her- manns með miklum hlýhug. Hann var afar velviljaður, léttur í spori og lund, naut félagsskaparins og þess að ræða landsins gagn og nauðsynjar í víðasta skilningi. íþróttahreyfíngin, verkalýðsmál og stjórnmál voru honum í raun jafn kærkomin umræðuefni, ekki síst þegar sest var niður sameiginlega yfir kaffíbolla. Eftir að Hermann hætti störfum sem framkvæmdastjóri átti ég við hann margvísleg persónuleg sam- skipti og er það skoðun mín, að í þeim efnum hafí sá sem fór og hinn sem kom, fengið tækifæri til að styðja hvor annan. Hans indælu konu, Heiðu, og fjöl- skyldu, sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. samstarfsfólks, Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Þann 27. febrúar sl. lést Her- mann Guðmundsson á Borgar- spítalanum í Reykjavík á 78. aldurs- ári. Hann fæddist 15. júní 1914 í Reykjavík sonur hjónanna Guð- mundar Guðlaugssonar, vélstjóra og Marsibil Eyleifsdóttur. Ekki verður æviferli Hermanns Guðmundssonar gerð skil hér en gengið út frá því að aðrir verði til þess. Aðeins verður leitast við að senda nokkur kveðjuorð, nú er leið- ir skilja um sinn, frá þeim sem áttu með honum samleið innan íþrótta- hreyfíngarinnar. Hermann Guðmundsson ól allan sinn manndómsaldur í Hafnarfírði og varð snemma virkur þátttakandi og um sex áratuga skeið einn af forystumönnum knattspyrnufélags- ins „Hauka“ og formaður þess 1933-1938. Áhuga Hermanns á íþrótta- og félagsmálum má marka af því að hann sýndi sínu gamla félagi alltaf mikinn áhuga og var alltaf reiðubúinn að sinna kalli þess og að hans aðalstarf var sem fram- kvæmdastjóri íþróttasambands ís- lands í tæplega hálfan fjórða ára- tug. Segja má að hann hafí helgað félagsmálastörfum allt sitt líf þar eð hann var einnig um árabil einn af helstu forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar hér á landi. Fyrstu kynni mín af Hermanni voru er hann starfaði sem formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.