Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 vinir. Var það hvort tveggja, að persónuleiki hans var afar sérstæð- ur og skemmtilegur en auk þess áttum við ýmis sameiginleg áhuga- mál. Siguijón var mjög trúr starfs- maður, en mestan hluta æfi sinnar var hann starfsmaður hjá Reykja- víkurhöfn. Viðbrugðið var lipur- mennsku Siguijóns og dugnaði þeg- ar á þurfti að halda. í stríðinu var Sigurjón kyndari á dráttarbátnum Magna og reyndi það mjög á heilsu hans. Var þá iðulega að þessi bátur þurfti að fara upp í Hvalfjörð og jafnvel víðar í misjöfnum veðrum. Enginn var þá til að kynda með Siguijóni og var þetta því mikil þrekraun, oft í vondum veðrum. Hjónaband Siguijóns og Elínborgu Tómasdóttur var ávallt mjög ástríkt. Þau hjón eiga nú sex börn á lífi, en þau eru: Sigríður, gift undirrituðum, Dýrfinna, gift Sig- urði Jónssyni ættuðum úr Aðalvík, Ingibjörg, ógift og býr með móður sinni, Jörgen, kvæntur Önnu Ing- ólfsdóttur, Magnús, kvæntur Sig- rúnu Ingimarsdóttur og Jón Oddur, kvæntur Helgu Snorradóttur. Nú er skarð fyrir skildi í fjöl- skyldu okkar. Eg sakna sárt tengdaföður míns, félaga og vinar. Meiri harmur er þó kveðinn að eig- inkonu hans, börnum og öðrum nánum ættingjum. Drengskapar- Velferð á varanlegum grunni Kynningarfundir heilbrigðis- og try ggingamálaráðherra, Sighvats Björgvinssonar á Austurlandi. Seyðisfjörður - miðvikudaginn 11. mars. Viðtöl fyrir almenning á heilsugæslustöðinni kl. 11-12. Tímapantanir hjá skrifstofu heilsugæslunnar í síma 21406. Egilsstaðir - miðvikudaginn 11. mars. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 17-19. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 11166. Almennur fundur á Hótel Valaskjálf kl. 20.30. Eskifjörður - fimmtudaginn 12. mars. Heimsókn í heilbrigðisstofnanir. Norðfjörður - fimmtudaginn 12. mars. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 17-19. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 71700. Almennur fundur á Hótel Egilsbúð kl. 20.30. Vopnafjörður föstudaginn 13. mars. Heimsókn í heilbrigðisstofnanir. Höfn í Hornaflrði - föstudaginn 13. mars. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 16-18. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 81222. Almennur fundur á Hótel Höfn kl. 20.30. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Minning: Sigmjón Jónsson frá Seljalandi Fæddur 6. ágúst 1907 Dáinn 29. febrúar 1992 Tengdafaðir minn Siguijón Jóns- son, er látinn. Hann lést á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna í Reykja- vík eftir langt sjúkdómastríð. Siguijón var fæddur í Reykjavík, en ólst að mestu leyti upp á Galtar- holti á Mýrum. Siguijón var af traustum alþýðuættum, en ekki verða ættir hans raktar í þessum fáu kveðjuorðum. Leiðir okkar Siguijóns lágu fyrst saman fyrir rúmum 43 árum. Þá kvæntist ég dóttur Siguijóns, Sig- ríði, sem er elst barna Siguijóns og konu hans, Elínborgar Tómas- dóttur. Siguijón var mjög óvenjulegur maður um margt. Hann var afar dulur í skapi og flíkaði sjaldan til- finningum sínum eða skoðunum. Þau mál voru þó fá í þjóðlífí íslend- inga sem Siguijón ekki kynnti sér. Við er brugðið hversu Siguijón var reikningsglöggur maður. Hann lék sér gjarnan að því að reikna út rúmmál skipa. Mér er sagt af mönn- um sem eru stærðfræðingar, að slíkt liggi ekki fyrir nema afar fáum lítt menntuðum mönnum. Meira vert var þó hve góðar per- sónuleiki Siguijón var. Aldrei hall- aði hann orði á nokkurn mann svo ég vissi til. Siguijón bar sérstaklega með sér hversu hrekklaus maður hann var og vildi engan mann styggja. Því er við brugðið, að á heimili Siguijóns og Elínborgar var jafnan gestkvæmt. Þangað leituðu þeir oft, sem minna máttu sín í lífinu og báru skarðan hlut frá borði. Öllum var vel tekið á því heimili og engum var vísað á dyr. Jafnan var borið fram það besta sem til var á heimilinu fyrir gesti og gang- andi. Við Siguijón urðum fljótt góðir maðurinn Siguijón Jónsson, sem allir virtu og dáðu sem hann þekktu, er nú fallinn í valinn. Ég bið góðan Guð að varðveita tengdaföður minn ög blessa. Við munum hittast á lándi heiðríkjunn- ar, Guð blessi minningu góðs drengs. Björn Önundarson. Látinn er í Reykjavík, hinn 29. febrúar 1992, afi minn, Siguijón Jónsson frá Seljalandi. Það eru tæp fjörutíu ár síðan samferð okkar afa hófst. Þá bjuggu afi og amma á Seljalandi við Seljalandsveg. Selja- land var staðsett þar sem nú mæt- ast Ármúli og Háaleitisbraut I miðri Reykjavík. Á þessum tíma var þetta svæði aðal kartöfluland Reykjavík- ur. Þarna heima hjá afa og ömmu er ég fædd og þarna eyddi ég fyrstu fjórum árum ævinnar. Árið 1958 flytjast foreldrar mínir vestur á firði. Tveimur árum síðar fæðist litla systir mín. Þar með var boltan- um kastað. Önnur stelpa var komin í fjölskylduna. Ég sem öllu hafði ráðið. Ég flutti bara að heiman til afa og ömmu auðvitað. Þar var mér tekið opnum örmum. Þar fékk ég að ráða. Gat valið úr hveijir fengju að skoða dýrin „okkar“ af krökkun- um úr blokkunum I Álftamýrinni og Safamýrinni. Og það fengu sko alls ekki allir. Þegar að kveðjustund sem þess- ari kemur streyma upp í hugann fullt af minningarbrotum og mynd- um. Myndir sem bara við afi áttum saman. Myndir af körlunum við höfnina I kofanum með kolaofnin- um niður við gamla kolakranann. Það var gott að koma og ylja sér. Það nýtti maður sér óspart. Myndir af afa mínum þegar hann beið fyrir utan ísaksskóla, á gamla svarta R-159 á hveijum degi klukk- an hálfsex, að loknum skóladegi. Mynd af afa leitandi í blindbyl um alla kartöflugarðana að stelpunni, sem hafði rokið af stað þegar afi kom of seint að sækja hana, að hennar mati. Mynd af ferð okkar saman til Flateyrar þegar mótorbáturinn Hin- rik Guðmundsson fór jómfrúrferð sína. Mynd af afa í vaðmálsbrókum standandi klukkan sex að morgni í dyrunum á Seljalandi, þegar fjöl- skyldan kom í höfuðborgina með Guðríður Egilsdóttir frá Hliði - Minning í dag fylgjum við til moldar Guð- ríði Egilsdóttur, er lést í hárri elli hinn 1. mars sl. á Borgarspítalan- um. Guðríður var fædd 27. september 1897 í Hliði á Vatnsleysuströnd, en þar bjuggu þá foreldrar hennar, Ástríður Egilsdóttir og Egill Hall- dórsson. Hlið var næsti bær sunnan kirkjustaðarins Kálfatjarnar og kúrði við götuna, sem þá lá eftir ströndinni. Var því oft gestkvæmt í Hliði, ekki sísti á messudögum. Stóð húsmóðirin, Ástríður, þá gjarnan uppábúin úti á hlaði og bauð gestum og gangandi í bæinn að þiggja beina. Þótt húsakynni væru þröng var hjartarými húsráð- enda nóg og heimilið annálað fyrir hreinlæti og gestrisni. Egill, faðir Guðríðar, var sonur Guðríðar Jónsdóttur og Halldórs, bónda í Norðurkoti, Egiissonar, bónda og hreppstjóra á Þórustöð- um, Guðmundssonar, prests á Kálfatjörn. Egill var dugandi sjó- maður, en dó ungur. Ástríður, móðir Guðríðar, var Eyjólfsdóttir, Björnssonar, bónda á Læk I Hraungerðishreppi í Flóa og Sigríðar Egilsdóttur, konu hans. Ástríður var, sem áður er getið, mikil húsmóðir og gestrisin, en sinnig ræðin og spurði gjarna nargs um menn og málefni. Er Guðríður var 8 ára lést faðir íennar (langt um aldur fram), en iær mæðgur bjuggu áfram í Hliði. 'íokkrum árum seinna hóf Ástríður iambúð með Kristjáni Jóhannssyni »g eignaðist með honum soninn ígji, er Guðríður var 12 ára. I bok sinni „1919 — Árið eftir pönsku veikina“ segir höfundur- nn, Jón Dan, frá „Gyðu, góðu stúlk- inni í Götu“. Þarna á höfundur við . Juðríði í Hliði, því hann breytir íöfnum á fólki og bæjum í sög- inni, sem er bernskusaga hans sjálfs til 5 ára aldurs, er hann flyt- ur burt af ströndinni, búinn að missa báða foreldra sína. Svo minn- isstæð er Guðríður honum, þá ung stúlka, að hann kallar hana „góðu stúlkuna í Götu“. Guðríður mun oft hafa komið á heimili drengsins, þar sem hún Iærði að spila á orgel hjá föður hans, Jóni Einarssyni, kenn- ara, sem var einnig orgelleikari í Kálfatjarnarkirkju. Jón Einarsson Iést í bytjun árs 1920, og mun Guðríður í fyrsta sinn hafa leikið undir söng við útför hans. Hún gerðist þá um leið organisti við kirkjuna og hélt því starfi nokkur ár eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Það mun hafa verið 1923 sem fjölskyldan í Hliði flytur til Reykja- víkur að Grundarstíg 5. Egill stundaði verslunar- og skrifstofustörf, lengst af hjá toll- stjóra, uns hann gerðist stórkaup- maður í Reykjavík. Guðríður vann við pijónaskap fyrstu árin, en síðan ýmis störf utan heimilis. Hún var alla tíð mikil handavinnukona og eru ýmsar hannyrðir hennar sannkölluð lista- verk. Árin liðu og heimilið á Grundar- stíg tók breytingum hið ytra. Krist- ján féll frá árið 1931 og Egill kvæntist og flutti burtu. Mæðgurn- ar héldu heimili áfram og alltaf var gestrisnin í hávegum höfð. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á Grundarstíginn og nutu hlýju og góðs atlætis. Þess megum við syst- kinin minnast, því þangað var ávallt farið fyrst, er komið var í bæinn og sest þar upp meðan erindað var. Bræður mínir voru þar jafnvel til langdvala vegna náms eða læknis- aðgerða. Eigum við sannarlega ógoldna skuld en á borgun mátti aldrei minnast, slíkur var skilning- urinn á litlum auraráðum ungling- anna á þeim árum. Egill kvæntist 1936 Margréti Briem, dóttur Önnu og Olafs Briems. Var það góður ráðahagur og reyndist Margrét tendamóður sinni og mágkonu vel. Var ávallt mjög kært með þeim. Eftir lát Ástríðar 1952 voru tengsl Guðríðar við tengdafólkið enn nánari. Marjgrét og Egill eignuðust tvo syni, Olaf, sendiherra, og Kristján, flugstjóra. Þeir bræður voru föður- systur sinni mjög kærir og lét hún sér annt um þá. Ólafur er kvæntur Rögnu Ragnars og eiga þau 2 börn. Kristján er kvæntur Margréti Sig- ursteinsdóttur, kennara, og eiga þau 2 dætur. Báðar þessar fjöl- skyldur reyndust Guðríði mjög vel, enda voru börnin henni hjartfólgin, eins og ömmubörn væru. Guðríður og Egill unnu æsku- stöðvum sínum og kunnu vel að meta friðinn og þá fegurð, sem finna má á ströndinni, þrátt fyrir hijóstrugt umhverfi. Fjallahringur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.