Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSHPn/AIVINNULÍF ÞRÍÐJUDÁGUR 10. MARZ 1992 $3 Fyrirtæki Ráðgjafarverkefninu Frum- kvæði-framkvæmd hleypt af stokkunum að nýju IÐNTÆKNISTOFNUN og Iðn- lánasjóður hafa nú hleypt af stokkunum verkefninu Frum- kvæði-framkvæmd að nýju en það hófst fyrst fyrir rúmu ári síðan. í verkefninu er iðnfyrir- tækjum gefinn kostur á ráðgjöf við stefnumótun, fjárhagslega endurskipulagningu og fjármála- stjórnun, vöruþróun og markaðs- aðferðir, framleiðsluskipulagn- ingu og gæðastjórnun. Þau fyrir- tæki sem fá aðgang að verkefn- inu meta þarfir sínar í samráði við verkefnisstjóra en hann velur síðan ráðgjafa sem hentar við- komandi sérsviði. Iðntæknistof- un og Iðnlánasjóður greiða helm- ing kostnaðarins við ráðgjöfina á móti hveiju fyrirtæki. Verkefnið Frumkvæði-fram- kvæmd er sniðið að breskri fyrir- mynd. Þar í landi heitir það Enter- prise Initisiative og er eina ráðgjaf- arverkefnið sem bresk stjómvöld styrkja. Alls tóku 14 fyrirtækþþátt í verkefninu á sl. ári lögðu þau flest áherslu á stefnumótun og gæða- stjómun en þar á eftir koma verk- efni á sviði vöruþróunar og mark- aðsaðgerða. Fyrirtækin sem þátt tóku voru Össur, Leðuriðjan, Fjöðr- in, Opal, Álfasteinn, Glerborg, Jám- steypan, GKS, Alpan, Set, Brauð, Málningarverksmiðjan Harpa, Þör- ungaverksmiðjan og Bakarí Frið- riks Haraldssonar. Nokkrar breytingar verða gerðar á framkvæmdinni í þeim áfanga sem nú er að hefjast. Þannig verður umsóknarfrestur opinn svo lengi sem fjármagn er til að taka inn ný fyrirtæki. Þetta þýðir að fyrirtæki geta sótt um þátttöku á þeim tíma sem aðkallandi ráðgjöf er nauðsyn- leg. Auk þess geta fyrirtæki nú aðeins valið tvö ráðgjafarsvið í stað þriggja áður. Við val fyrirtækja Bankamál Hagnaður Reiknistofu bankanna 45 m.kr. HAGNAÐUR af rekstri Reikni- stofu bankanna voru rúmlega 45 milljónir króna á síðastliðnu ári samanborið við 16 milljóna tap árið 1990. Á aðalfundi Reiknistof- unnar í sl. viku kom fram að að rekstrartekjur voru 988,8 milljón- ir króna á sl. ári og jukust um 11,9% á árinu. Morgunblaðið/Emilía RÁÐGJAFARVERKEFIMI — Fjöðrin var eitt þeirra fyrir- tækja sem tóku þátt í ráðgjafarverkefninu Fmmkvæði-framkvæmd. Á myndinni eru f.v. Reynir Kristinsson, ráðgjafi hjá Hagvangi, Ragn- ar Leví Jónsson, verkstjóri, Hrafn Árnason, starfsmaður hjá Fjöðrinni og Karl Friðriksson, verkefnisstjóri. starfar sérstök verkefnisstjórn en hanan skipa Þórður Valdimarsson og Kristján Guðmundsson frá Iðn- lánasjóði og Ingvar Kristinsson frá Iðntæknistofnun. Verkefnisstjóri er Karl Friðrikssson. Verkefnið hefur skilað verulegum árangri Fjöðrin hf. var eitt þeirra fyrir- tækja sem þátt tóku í verkefninu á sl. ári og var lögð sérstök áhersla á markaðssetningu, gæðastjórnun, framleiðslustýringu og stefnumót- un. Fyrirtækið framleiðir pústkerfi og flytur inn „boddíhluti“ fyrir bíla. „Meginmarkmið fyrirtækisins með því að fara í gegnum stefnumótun- arvinnuna var að marka því fram- leiðslustefnu og stefnu í vöruþróun, vöruvali, þjónustu, gæðum, fjármál- um og stjórnun,“ segir Sigríður Sig-' urbergsdóttir, framkvæmdastjóri. Nokkrir starfsmenn voru valdir til að vinna með ráðgjafa frá Hag- vangi m.a. að því að finna leiðir til að bæta samkeppnisstöðu, auka markaðshlutdeild og ná arðbærri framleiðslu. „Það er ofmælt að sal- an hafi aukist strax eftir verkefnið en það er búið að finna leiðirnar og þetta lofar góðu. Eg er mjög ánægð með verkefnið." „Aðdragandinn að þessu var sá að við höfum mætt síaukinni sam- keppni í framleiðslu á hitaveiturör- um síðustu þijú árin ekki eingöngu hvað snertir verð heldur einnig gæðasamanburð,“ segir Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets hf. á Selfossi en fyrirtækið fékk ráðgjöf á sviði gæðastjórnunar í verkefninu. „Þar sem erlendir fram- leiðendur höfðu hafið undirbúning að þróun gæðakerfa ákváðum við að verða ekki eftirbátar þeirra. Við ákváðum því að taka þátt í verkefn- inu Frumkvæði-framkvæmd á sviði gæðastjórnunar. Verkefnið hefur verið unnið mest hér í fyrirtækinu sjálfu en síðan hafa ákveðnir þætt- ir verið hjá Iðntæknistofnun. Þetta er á lokastigi og við erum að ljúka gerð handbókar um framleiðsluna. Verkefnið hefur skilað verulegum árangri og við merkjum mikinn mun bæði á vinnubrögðum og útliti framleiðslunnar á sl. ári. Umfangið á verkefninu hefur verið gífurlegt og leitt af sér hugarfarsbreytingu í fyrirtækinu en um svipað leyti fjár- festum við í vélum og húsnæði. Við erum mjög sáttir við niðurstöðuna og eigum sjálfsagt eftir að nýta okkur þessa reynslu á fleiri sviðum í okkar framieiðslu en framleiðsla á hitaveiturörum er aðeins um helmingur af starfsemi fyrirtækis- ins. Núna teljum við okkur standa jafnfætis keppninautum okkar í Evrópu í framleiðslunni.“ Á aðalfundiuum kom fram að aukning beinlínunotkunar var um 20%. Fj'öldi beinlínuaðgerða varð 124,5 millj. 1991 á móti 103,9 millj. 1990. Færslumagnið í runuvinnslu var 83,5 millj. árið 1991 og en 80,7 millj. árið áður. Frá árinu 1987 hefur rekstrar- kostnaður Reiknistofunnar aukist um 15,3% að raungildi en hann nam 922 milljónum á sl. ári. Á sama tíma hefur runuvinnsla aukist úr 62 millj- ón færslum í 83,5 milljón færslur og beinlínuvinnsla úr 31,8 milljón að- gerðum í 124,5 milljónir sem er nærri fjórföldun. Þannig hefur kostn- aður á hveija færslu lækkað verulega á tímabilinu. Mikil aukning hefur orðið í símaþjón- ustu banka og sparisjóða og voru hringingar árið 1991 verið 1074 þús- und sem er 47,6% aukning frá árinu 1990. „Við konur þurfum kalsíum.“ TÍSKUSÝNINGAR-, FRAMSÖGN OG FRAMKOMA Athuglð! Eldri nemendur geta nú farið í nýja tískuljósmyndun og komistinn áskrá. Akranes — Helga, simi 12485 Mosfellsbær—simi 677070 Afhending skírteina í Kringlunni laugardaginn 14. mars kl. 14-16. Kalciumkarbonat ACO fiillnægir auðveldlega daglegri kalsíumþörf! Nú hafa vísindalegar rannsóknir víðs vegar um heiminn sýnt fram á nauðsyn þess að konur bæti sér upp það magn kalsíums sem þær fá ekki með fæðunni. Með því minnka líkurnar á bein- þynningu þegar líða tekur á ævina. í Bandaríkjunum halda vísindamenn því fram að konur þurft 1500 mg af kalsíum á dag frá og með 45 ára aldri til þess að beinagrindin haldi sínu rétta kalkinnihaldi og styrk- leika. Á meðgöngu og þegar bam er haft á brjósti þurfa konur einnig á meira kalki að halda en venjulega. Kalciumkarbonat ACO eru bragðgóðar tuggutöflur með frísk- legu sítrónubragði. Stundum getur fram- sýni verið hyggileg. Kalciumkarbonat ACO Fæst í apótekinu. Vnr 17 19 34 Kalciumkarbonat 250 mg Ca’’ ACO ' vaom Góðan daginn! Athugið! Síðast komust færri að en vildu. Innritun stendur yfir í síma 677799, 677070 fyrir Reykjavík og Mosfellsbæ. Akranes hjá Helgu í síma 12485. Stig I byrjendur Stig II framhald og fyrirlengra komna _________Stig III tískuljósmyndun______
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.