Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 34 Frumvarp um vemd, fríðmi og veiðar á villtum dýmm Ópólitískt ágreiningsefni UMHVERFISRÁÐHERRA, Eiður Guðnason, mælti í gær fyrir frum- varpi um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spen- dýrum, öðrum en hvölum. Umhverfisráðherra telur löngu tíma- bært að bæta og samræma löggjöf á þessu sviði. Þingmenn tóku undir það en fannst ýmislegt orka tvímælis. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra gerði í ræðu sinni grein fyr- nr helstu efnisatriðum og nýmælum frumvarpsins. Hér væri um það að ræða að setja rammalög um vernd og eftirlit með villtum dýrum og veiðum á þeim. Hins vegar væri ráð fyrir því gert að setja með reglugerðum nánari reglur um einstakar dýrategundir. Veiðigjald Meðal helstu nýmæla sem frum- varpið kveður á um eru ákvæði 11. greinar um veiðikort og hæfn- ispróf veiðimanna: „Umhverfisráð- herra ákveður með reglugerð að allir þeir sem stunda veiðar á villt- um dýrum, öðrum en rottum og músum, skuli afla sér veiðikorts gegn gjaldi sem umhverfísráðherra ákveður. Á veiðikorti skal getið nafns handhafa, svæðis sem kortið gildir á, gildistímabils, tegunda og fjölda dýra af hverri tegund sem viðkomandi hefur leyfi til að veiða. Korthafi skal ætíð bera kortið á sér á veiðum svo og á leið til og frá veiðum. Hann skal framvísa því ef þess er óskað. Korthafi skal árlega skila skýrslu um veiðar sín- ar á gildistíma korts áður en nýtt kort er gefið út. Gjald þetta skal renna í sjóð er notaður verði til rannsókna og stýringar á stofnum villtra dýra. Umhverfisráðherra er heimilt að ákveða í reglugerð um veiðikort að þeir sem stundi veiðar á villtum dýrum skuli hafa lokið sérstöku prófi um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða.“ Umhverfisráðherra sagði ís- lendinga vera langt að eftir ná- grannaþjóðum hvað varðaði eftirlit með stofnum dýra sem veiðar væru stundaðar á. Umhverfisráðherra benti á að .erlendis væri eftirlit m.a. fólgið í því að þeim sem vildu stunda veiðar væri skyldugt að afla sér árlega veiðikorts sem sönnun sem væri skilyrt og um leið sönnun þess að þeir hefðu skilað skýrslu um veiðar síðasta árs og greitt gjald í veiðisjóð. Veiði- skýrslur veittu upplýsingar um heildarveiði og breytingar á veiði milli ára. Ráðherra taldi líklegt að ýmsir myndu líta á veiðigjald sem skatt á hlunnindi og þar að auki kæmi það engum við hve mikið þeir veiddu á eigin landi. Eiður Guðna- son umhverfisráðherra vildi svara þessu með því, að niðurstöður þeirra rannsókna sem stundaðar yrðu fyrir tekjur af þessu veiði- gjaldi kæmu öllum veiðimönnum til góða, landeigendum sem öðrum. Auk þessa væri eðlilegt að veiði Árni Johnsen Eiður Guðnason landeigenda yrði skráð eins og öll önnur veiði, enda væri um að ræða veiði úr sameiginlegum stofni villtra dýra. Landeigandi ætti ekki villt dýr á sínu landi, þótt hann ætti nytjaréttinn. Að endingu lagði framsögumað- ur frumvarpsins til að málinu yrði vísað til umhverfisnefndar. Lundaveiðar og miðstýring Pálmi Jónsson (S-Nv) taldi að það yrði seint pólitískur ágreining- ur um þetta mál. En það voru ýmis atriði í frumvarpinu sem hann var ekki sammála. Hann tók undir með umhverfisráðherra að það væri eðlilegt að hafa heildarlöggjöf um þessi efni en honum sýndist stefnt að „ærið miklu miðstýring- arkerfi" og einnig gagnrýndi hann, hve ráðherra væri ætlað mikið ákvörðunarvald með setningu regl- ugerða. Árna Johnsen (S-Sl) þótti ljóst að þetta frumvarp yrði að stokka verulega upp. Ljóst væri að hér hefðu sérfræðingarnir vélað um en ekki þeir kallaðir til sem reynsluna hefðu. Og árangurinn var ekki í öllum atriðum þingmanninum skapfelldur. T.d. þótti Árna Jo- hnsen reitt hátt til höggs og nærri sér höggvið. Frumvarpið bannaði lundaveiði. Ámi vitnaði til þeirra ákvæða þar sem þessi fuglategund er nefnd. í 4. tölulið 9. greinar væri að vísu heimilt að nota háf til lundaveiða. Og í átjándu grein væri ráðherra heimilað að aflétta friðun ýmissa fuglategunda. - En Ámi taldi að Vestmanneyingum gagnaðist lítið 3. töluliður 18. greinar: „Frá 2. september til 1. maí: Álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.“ Lundveiðitíminn væri^ ekki þessi heldur um sumar- ið. Árni sagði það misskilning ef einhver héldi að ákvæði í 19. grein um nýtingu hlunninda bættu hér úr, því það ákvæði væri um kópa- veiði og eggja- eða ungatöku nokk- urra fuglategunda þ.m.t. lunda. Þetta ákvæði heimilaði ekki veiði á fullorðnum fugli. Aðrir þingmenn urðu til að gagnrýna ýmislegt í frumvarpinu s.s. um ákvæði um eggjatöku, veið- irétt á hreindýrum, skerðingu á eignarétti jarðeigenda og fleiri atriði. En þingmenn sáu líka kosti jafnt sem lesti á framvarpinu. T.d. sagðist Steingrímur Hermanns- son (F-Rn) ekki síta það að greiða nokkra upphæð til rannsókna og eftirlits. Steingrímur var í mörgum atriðum afar hlynntur t.d. ákvæð- um 14. greinar sem varðar hvað óheimilt væri að nota við veiðar, enda hefði hann í félagi við góða þingmenn beitt sér fyrir því að ýmis ákvæði um þetta væru nú þegar í gildandi lögum. Steingrím- ur dró enga dul á gremju sína yfir að menn hefðu átölulítið komist upp með að vanvirða þá lagasetn- ingu. Og vildi hann þess vegna fara þess á leit við umhverfisráð- herrann að hann gerði betri grein fyrir því hvernig hann ætlaði sér að framfylgja ákvæðum frum- varpsins þegar að lögum yrði? Fleiri þingmenn tóku til máls: Elín R. Líndal (F-Nv), Gunnlaug- ur Stefánsson (A-Al), Tómas Ingi Olrich (S-Ne) og Hrafnkell A. Jónsson (S-Al). Ekki tókst að ljúka þessari fyrstu umræðu um frumvarpið í gær en þá voru nokkr- ir þingmenn enn á mælendaskrá. Ólafur Þ. Þórðarson: Skattfrelsi forseta tímaskekkja ÓLAFUR Þ. Þórðasson hefur mælt fyrir frumvarpi sínu til laga um að skattfrelsi forseta Islands skyldi afnumið frá og með 1. ágúst 1992. Þeir þingmenn sem tóku til máls voru sammála megin- hugsun frumvarpsins en þeir töldu að kjör forsetans væru síst of góð. Þingmenn greindi einna helst á um hvort vísa skyldi málinu til allsheijarnefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar. niMnci Flutningsmaður, Ólafur Þ. Þórðarson, (F-Vf) sagði í sinni framsöguræðu síðastliðinn föstu- dag að ekki þyrfti að hafa langt mál um þetta frumvarp sem væri ekki mikið í sniðum. Gerð væri til- laga um breytingu á annarri grein laganna um laun forseta íslands, á eftir orðunum „Forseti hefur ókeypis bústað og ljós og hita“ féllu á brott orðin „og er undanþeg- inn öllum opinberum gjöldum og sköttum“. Ólafur Þ. Þórðarson sagði ákvæði um skattfrelsi forseta vera úr horfinni fortíð og vera inn í ís- lenskum lögum fyrir misskilning. Flutningsmaður taldi að með til- lögu sinni væri verið að samræma launakjör forsetans þeim viðhorf- um sem ríkjandi væru í okkar samtíð um hvernig standa ætti að launagreiðslum til forseta. Þessi lagabreyting hefði engin áhrif á það hver laun forsetans kynnu að verða í framtíðinni: þau yrðu ákveðin af kjaradómi eins og þing- mönnum væri kunnugt. Flutning- maður vildi taka skýrt fram að gert væri ráð fyrir að lögin tækju gildi 1. ágúst 1992 vegna þess að fremur ætti að ræða þetta mál þegar drægi að lokum kjörtíma- bils. En það væri óeðlilegt að breyta högum forseta eftir að hann hefði verið kjörinn. Ibúðaverð hrynur úti á landi Efla verður almenna íbúðamarkaðinn EINAR K. Guðfinnsson (S-Vf) hefur lagt fram ásamt þremur þing- mönnum stjórnarandstöðu þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa nefnd er leiti leiða til þess að efla almennan íbúðamarkað á landsbyggðinni. Nefndinni verði sérstaklega gert að skoða hver áhrif lög og reglur um félagslegt íbúðarhúsnæði hafi á stöðu íbúðarmarkaðarins. Meðflutningsmenn með Einari eru Halldór Ásgrímsson (F-Al), Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) og Mar- grét Frímannsdóttir (Ab-Sl). Flutningsmönnum tillögunnar er þróun íbúðaverðs á landsbyggðinni mikið áhyggjuefni. „Fyrir margt löngu er orðið ljóst að markaðsverð íbúðarhúsnæðis er langt undir framreiknuðum stofnkostnaði þess. Verðmæti þessa húsnæðis hefur þannig brunnið upp og skert eignir fólks á landsbyggðinni svo að nem- ur gríðarlegum fjárhæðum,“ segja flutningsmenn í greinargerð með tillögunni. Flutningsmenn segja það kald- ranalegar aðstæður sem blasa við fólki á landsbyggðinni þegar af- rakstur lífsstarfs þess yrði að engu. Sums staðar væri svo komið að erfitt væri fyrir fólk að selja hús- næði sitt. Til viðbótar við hið al- menna fjárhagstjón sem fólk yrði fyrir vegna hruns íbúðarverðs, væri ljóst að þetta ástand skapaði örygg- isleysi hjá íbúum dreifbýlisins og það hefði orðið til þess að girða fyrir allar íbúðabyggingar á al- mennum fasteignamarkaði á lands- byggðinni. Þessu til viðbótar segir í greinargerð: „Á sama tíma og auknar þrengingar hafa orðið á al- menna íbúðamarkaðnum á lands- byggðinni hefur hlutur félagslegs íbúðarhúsnæðis aukist. Það gefur augaleið að sú þróun hlýtur að hafa sitt að segja um stöðu hins almenna íbúðamarkaðar á landsbyggðinni. Víða um land háttar nefnilega svo að íbúum fjölgar ekki, jafnvel fækk- ar, á sama tíma og íbúðum innan hins félagslega íbúðakerfis fjölgar. Því er augljóst að þar þrengir mjög að hinum almenna íbúðamarkaði." Afleiðingar þessa verða þær, að þar sem fólk á Iandsbyggðinni á einhveija völ í þessu efni kjósi það frekar að kaupa íbúðir í félagslega kerfinu. Á sveitarfélögunum hvíli sú kvöð að leysa til sín slíkar íbúð- ir á verðbættu stofnverði. Fólk sem á þann kost að eignast húsnæði með þessum hætti, búi við öryggi sem eigendur almenns íbúðarhús- næðis gætu ekki iátið sig dreyma um. „Við þær aðstæður sem nú ríkja á landsbyggðinni, er það því ofur skiljanlegt að fólk kjósi fremur ör- yggi hins félagslega íbúðakerfis en hið fullkomna öryggisleysi almenna íbúðamarkaðarins." I greinargerðinni er bent á það að árið 1990 var meðalverð á fer- metra í félagslega íbúðakerfinu 63.000 kr. á Vestfjörðum en hins vegar var söluverð hvers fermetra notaðs húsnæðis á almennum mark- aði á Vestfjörðum 37.010 kr. Ólafur taldi að mörgum væri ekki ljóst hvað fælist í skattfrelsi forsetans. Forsetinn væri undan- þeginn þeim öllum gjöldum sem ríkið leggði á og þegnarnir yrðu að greiða, þ.m.t. tollum og neyslu- sköttum og virðisaukaskatti. En þessi lagabreyting gerði það mögu- legt að upphæð launanna og kaup- máttur yrði hveijum manni ljós og skýr. Að endingu lagði flutningsmað- ur til að fmmvarpi sinu yrði vísað til allsheijarnefndar, en einnig kæmi til greina efnahags- og við- skiptanefnd ef Salome Þorkelsdótt- ur forseta Alþingis sýndist það skynsamlegra. Ólafur kvaðst Iúta leiðbeiningum og dómi forseta hvað þetta varðaði. Ólafur Þ. Þórð- arsson sagði að þessi tillaga snerti grundvallaratriði og vænti þessi að Aþingi tæki afstöðu til frum- varpins. Að það kæmist til nefndar og úr nefnd og greidd yrði um það atkvæði svo ljóst yrði hvort meiri- hluti þingmanna væri hlyntur þess- ari breytingu sem hér væri lögð til. Sammála um hugsun en ekkinefnd Björn Bjarnason (S- Rv) sagði hér hreyft við mikilvægu máli en jafnframt viðkvæmu vegna frið- helgi forseta íslands. Um þetta mál yrði að fjalla án tillits til þess hver því embætti gegndi. Taka yrði afstöðu til málsins á efnisleg- um forsemdum. Björn Bjarnason taldi að þótt frumvarpið varðaði skatta væri það eðli málsins sam- kvæmt réttast að allsheijamefnd fjallaði um það, þar ætti það heima. Ef ástæða þætti til væri sjálfsagt fyrir nefndina að leita álits efna- hags- og viðskiptanefndar. Björn Bjarnason var ekki fyllilega sam- mála ákveðum lögfræðilegum rök- semdum sem fram kæmu í greinar- gerð fmmvarpsins varðandi túlkun á 78. grein stjórnarskrárinnar. Bjöm Bjarnsson var hins vegar sammála því að þetta skattfrelsi væri tímaskekkja. Hann hvatti til þess að allheijarnefnd kannaði það rækilega hvernig þessum málum væri háttað annarsstaðar. Ræðumaður taldi engum blöðum um það að fletta að kjör og laun æðstu embættismanna ríkisins væru mjög undir smásjá almenn- ings. Meðal annars vegna þess og einnig vegna þess hvernig málum væri háttað í okkar þjóðfélagi, væri það ótvírætt að þessi laun hefðu dregist aftur úr ef miðað væri við sambærileg ábyrgðarstörf hjá einkaaðilum. Á því vandamáli yrði að taka. Þótt það væri ekki gert beint í tengslum við þessa till- lögu, þá yrðu menn að hafa í huga að laun ög kjör forseta íslands væru tæplega samboðin því háa embætti. En um það mál ætti ekki að fjalla með skattfrelsi í huga heldur ætti forsetinn að njóta sama réttar og aðrir og vera undir sömu skyldur settur og aðrir. Krístin Ástgeirsdóttir (SK-Rv) sagðist sammála þeirri meginhugs- un frumvarpsins að allir væra jafn- ir fyrir lögum. En hún lagði áherslu á að ekki ætti á neinn hátt að rýra launakjör forsetaembættisins. Hún tók undir með síðasta ræðu- manni um að launakjör forsetans þyrfti að endurskoða. Hins vegar var hún ekki sammála Birni Bjarn- asyni um hvaða nefnd ætti að fá þetta mál til umfjöllunar. Hún taldi eðlilegast að efnahags- og við- skiptanefnd ijallaði um málið þar sem hér væri um skattamál að ræða. Ólafur Þ. Þórðasson (F-Vf) ítrekaði að hann legði það undir dóm forseta til hvaða nefndar málinu yrði vísað. Hann treysti forseta fullkomlega. Ingi Björn Albertsson (S-Rv) var Kristínu Ástgeirsdóttur sammála í því að vísa bæri málinu til efnahags- og viðskiptanefndar. Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis greindi frá því að hún hefði talið eðlilegast að frumvarpið væri til allsheijarnefndar, en hins vegar hefðu menn nokkuð til síns máls, í því að hér væri um skatta- mál að ræða sem færu til efnhags og viðskiptanefndar. Þingforseti benti á það að ekki yrðu neinar atkvæðagreiðslur þennan daginn, gæfi það henni tíma til að íhuga málið og komast að niðurstöðu í góðu samkomulagi við flutnings- mann frumvarpsins, þannig að þetta atriði lægi ljóst fyrir þegar málið yrði aftur tekið á dagskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.