Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 17 síðan kippti hann í spottana. Þama var fundinn flötur á málinu til að fara með það niður í Alþingi og margfalda þar með völd sjávarút- vegsráðherrans. Pólitík snýst um völd, ekkert nema völd og meiri völd. Halldór var ennfremur kom- inn í ákjósanlega stöðu til að launa sínum mönnum vel, sem hann og gerði. Halldór Ásgrímsson hélt orðið á * fjöreggi þjóðarinnar og var ekki höndum seinni að setja á fót lög- reglusveit (eftir'litsmenn sjávarút- vegsráðuneytisins) til að varðveita það. Allir miklir foringjar setja á fót sveitir manna við fyrsta tæki- færi til að verja völd sín fyrir lýðn- um. Mikið varð hann víst hissa, þegar sú stund kom að hann þurfti að yfirgefa sviðið og afhenda öðr- um þessi völd. Völd sem hann einn hafði byggt upp. En Halldór þarf ekki að örvænta, eftirmaðurinn fylgir dyggilega í fotspor hans. Alit er þetta sama framsóknar- mennskan ennþá. Nokkrum dögum á eftir fiski- þingi kemur LÍU-þingið saman og þá sjáum við aftur mörg sömu and- iitin og voru á fiskiþingi. Á þessu þingi eru menn í essinu sínu. Ekki ber þar mikið á háværum deilum. Boðskapurinn kemst til skila eins og til er ætlast og er skilmerkilega tíundaður í blöðum landsmanna. Síðasti boðskapurinn var að „stopp- að yrði í götin“ á kvótakerfinu, sem þýðir á mannamáli að krókaleyfi trillubáta undir 6 tonnum verður afnumið og ennfremur kvótatvö- földunin á línuveiðum í svartasta skammdeginu. Þrælatökin skulu hert til hins ýtrasta. Allir þeir sem haft hafa aðrar skoðanir en kvóta- eigendurnir og dirfst að birta þær opinberlega eru teknir til hirtingar og tuktunar eins og hveijir aðrir nöldrarar og öfundarseggir. Auðhringar Evrópu eða sægreifar stundu ekki vera tilbúin til að ganga í EB, aðallega vegna þess að menn vilja ekki hleypa útlend- ingum í landhelgina. Hér yddir fyr- ir sömu tilfinningunum og gerðu vart við sig í hinum sigursælu þorskastríðum okkar við Tjallann. Öllum að óvörum er að koma í ljós enn ein hliðin á þessum óskapn- aði sem kvótakerfið er. Það blasir við, ef núverandi kvótakerfi festist í sessi, að þjóðin verður að fara að gera það upp við sig hvor kostur- inn sé betri, að nokkrir tugir íslend- inga eigi fiskinn sem á landgrunn- inu lifir, eða auðhringar Evrópu, sem örugglega myndu gleypa kvót- ann í einum bita þegar tækifæri gæfist. Ef við göngum í EB, ætti að verða auðveldara að fá atvinnu og blandast mannlífinu á megin- landinu. Margur landinn hefur plumað sig allbærilega þar um slóð- ir s.s. við að skenkja vín á börum Miðjarðarhafsins. Ef á hinn bóginn, ísland stendur utan EB og fáir sægreifar eiga allan fiskinn í sjón- um, er ekki í fljótu bragði auðvelt að átta sig á hvað verður okkur hinum tii bjargar, utan að segja sig til sveitar á gamla móðinn. Séu menn svo einfaldir að halda að sátt náist með þjóðinni um kvótalögin eins og þau eru fram sett í dag, eru þeir illa heima og hafa ekki mikla tilfmningu fyrir þeim straumum sem um landsmenn leika. Menn eru víða í fulri alvöru farnir að ræða um fæðingararétt sinn og/eða búseturétt. Til þess að ná frarh þessum ímyndaða eða raunverulega rétti sínum ætla menn að beita neyðarvörn. Menn geta svo gert sér í hugarlund ör- væntinguna sem að baki þessum þankagangi býr. Og dansinn í kringum kvóta- braskið er stiginn af vaxandi þunga. Höfundur er fyrrverandi fiskverkandi og núverandi trillukarl. íslenska þjóðin virðist á þessari „Á ljóðatónleikum Gerðubergs 11“ ÚT ER kominn annar geisiadiskurinn í útgáfuröðinni „Á Ijóðatónleik- um Gerðubergs". Á þessum geisladiski flytja söngvararnir Guðbjörn Guðbjörnsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, John Speight og Sólrún Bragadóttir sönglög frá ýmsum löndum ásamt Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara. Ljóðatónleikar Gerðubergs er röð tónleika með sérstæðu sniði sem hófst haustið 1988 á vegum Gerðu- bergs, menningarmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tónleika með íslenskum söngvurum sem flytja ljóð og söngva með píanó- leik. Þetta form tónlistar er ríkt og byggir á langri hefð. I fyrstu var um tilraun að ræða en tónleikarnir féllu í góðan jarðveg og nú er fjórða starfsárið langt komið. Síðustu ljóðatónleikar voru tónleikar Sverris Guðjónssonar kontratenórs og næstur í röðinni er Kristinn Sig- mundsson en þeir tónleikar verða haldnir í samstarfi við Tónlistarfé- lag Reykjavíkur í íslensku óperunni laugardaginn 21. mars. Hveijum tónleikum fylgir efnis- skrá þar sem alla texta er að finna á frummálinu og í vönduðum ís- lenskum þýðingum Reynis Axels- sonar. Frá upphafi hefur Ríkisút- varpið hljóðritað ljóðatónleika Gerðubergs. Á öðru ári kom upp sú hugmynd að gefa út á geisla- diski sýnishom af tónleikunum og fyrir rúmu ári kom út geisladiskur- inn „Á ljóðatónleikum Gerðubergs 1“ með söng þeirra Gunnars Guð- björnssonar, Sigríðar Gröndal, Fríðu Bragadóttur og Kristins Sig- mundssonar. Sá geisladiskur er nánast uppseldur. Efnið á geisladiskunum er mjög fjölbreytt og gefur góða mynd af því efni sem flutt er á ljóðatónleik- unum og varðveitir augnablik í list flytjenda. Tónmeistari útgáfunnar er Bjarni Rúnar Bjarnason en tæknimenn Þórir Steingrímsson og Grétar Ævarsson. (Fréttatilkynning) Hinn þekkti húðfrœðingur, MICHELLE AMBERNI kynnir og veitir persónulega róðgjöf varðandi notkun ó nýju áhrifaríku kremlínunni RM2 frá STENDHAL. Miðvikudaginn 11. mars kl. 13-17. Snyrtistofan DANA, Keflavík. O .i r\ l/i -i I [551 Stendhalfrœðingur veitir förðunarráðgjöf, OI1Ulld i O með litalínunni frá STENDHAL. FLUGLEIDIR ^0 Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 1992 í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillöbur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð frá og með 12. mars kl. 14.00. Dagana 13. til 18. mars verða gögn afgreidd frá kl. 9.00 til 17.00 og á fundardag til kl. 12.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. STJÓRN FLUGLEIÐA HF. FRÁBÆPTI ■ RJHkEPH • Fyrir þá sem gera kröfur! Funahöfða 19, Reykjavík, sími 685680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.