Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 = ©RAFVERHF= Skdfin3 * lOSReykjovt • Sbke 91-81 2415 og 81 2117 eftir Bjarna Th. Rögnvaldsson Miðvikudaginn 11. mars 1992 standa útvarps- og sjónvarpsstöðv- ar í landinu að sk. heilbrigðisdegi ljósvakamiðlanna. Samkvæmt til- mælum Áfengisvarnaráðs, Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu og Vímulausrar æsku - foreldra- samtaka, er viðfangsefni dagsins í ár: Áfengi og þjóðfélag. Á þessum degi vilja ljósvakamiðlarnir upp- lýsa landsmenn um ýmsar hliðar áfengismála og áhrif áfengisneyslu á íslenskt þjóðfélag og þegna þess. Góðtemplarareglan hefur hér- lendis starfað allar götur frá árinu 1884 og unnið markvisst að bind- indisfræðslu. Markmið reglunnar hefur verið að gera sem flestum grein fyrir hinum fjölþættu nei- kvæðu áhrifum áfengisdrykkju. „Niðurstöður þessarar könnunarsýna að áfengissala ríkisins er ekki sú tekjulind sem stundum er haldið fram, þvert á móti. Kostnaður þjóðfélags- ins vegna áfengisneyslu er meiri en tekjur af áfengissölu og eru þá ekki meðtaldar þær mannlegu þjáningar sem áfengið veldur ein- staklingum og fjöl- skyldum.“ og starfsemin í Galtalækjarskógi og víðar ber vott um. í hinni nýju templarahöll á horni Barónsstígs og Eiríksgötu eru haldnir reglulegri fundir. Rétt og skylt er að benda landsmönnum á það að allir sem stuðla vilja að bindindismálum eru velkomnir í Góðtemplarregluna. Reglan heldur opna fundi öðru hveiju og þeir sem vilja kynna sér starfsemi reglunnar eru hvattir til að koma á slíka fundi. Einnig er sjálfsagt að geta þess, að reglan hefur öðru hverju stuðlað að áfengislausum dans- samkomum og spilakvöldum og danskennsla er nú í gangi fyrir félagsmenn reglunnar. Á síðastliðnu ári fór fram ítarleg könnun á kostnaði og tekjum þjóð- félagsins vegna áfengisneyslu fýrir \ýll skrifslofntækmnám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Ql Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 Höfundur er í frædsluráði góðlcmplnru. Reglan hefur allt frá árinu 1884 stuðlað%ð áfengislausu samfélagi, og bent á það að án neyslu áfeng- is og annarra vímuefna er unnt að lifa enn heilbrigðara og auðugra lífi. Góð samviska og góður félags- andi eru aðalsmerki þess bindindis- fólks sem þar starfar. Félagseiningar (stúkur) regl- unnar hafa að vonum lagt áherslu á fordæmisgildi áfengislauss félagsstarfs og samkomuhalds fyr- ir hina ungu. Þessu til staðfestu eru starfræktar margar barna- og unglingastúkur víða um landið, og þar fer víða fram gróskumikið starf þó víða mætti vissulega gera betur. Góðtemplarareglan er fyrsti stéttlausi félagsskapurinn hérlend- is og þar hefur fólk af báðum kynj- um haft jafnan rétt allt frá upp- hafsári reglunnar 1884. Reglan hefur lagt áherslu á úti- veru, gróðurvemd og tijárækt eins Bjarni Th. Rögnvaldsson árin 1985 til og með 1989. Þessi könnun var gerð af Hagfræðistofn- un Háskóla íslands. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að áfengissala ríkisins er ekki sú tekjulind sem stundum er haldið fram, þvert á móti. Kostnaður þjóðfélagsins vegna áfengisneyslu er meiri en tekjur af áfengissölu og eru þá ekki meðtaldar þær mannlegu þjáningar sem áfengið veldur einstaklingum og fjölskyld- um. Enda verða mælitölur hag- fræðinnar ekki notaðar á hlið þess málsins, sem hér er um fjallað. Blekkingaleikir mið- stýringarmanna BRÚÐKAUPSVEISLUR Perlan á Öskjuhlíð ?rrrrs sími 620200 3 ÓDÝRASTIR Nú er hver að verða síðastur að panta fermingarmyndatöku Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 FEIN skrúfvélin sem er sérhönnuð fyrir gifsveggi eftir Birgi Hermannsson Það er staðreynd, hversu ank- annalega sem það hljómar, að það stendur heilbrigðum fyrirtækjum í sjávarútvegi fyrir þrifum, ef þau þurfa ekki á fyrirgreiðslu að halda. Dauð krumla miðstýringarmanna heldur um alla þræði íslensks land- búnaðar og sjávarútvegs. Þeir sem þessar undirstöðuatvinnugreinar stunda, geta hvorki hrært legg né lið, án þess að hafa fyrst fengið bréf upp á það. Það stendur í lögum, þó mark- leysa sé eins og að er staðið í dag, að að íslenska þjóðin eigi auðlindir hafsins. Núverandi kvótakerfi er meingallað og hindrar að hægt sé að framfylgja þeim lögum. Eftir því sem gallar þess kerfis koma betur í ljós og hrannast upp, bein- ist athygli manna æ meir að því að taka upp annaðhvort veiðileyfa- gjald eða sóknarmark í þess stað. Það sem mælir eindregið gegn veiðileyfagjaldinu og menn óttast mest, er að hinir valdagráðugu stjómmálamenn okkar, sem vilja vera með nefið ofan í hvers manns koppi, myndu setja þar allt í skötu- líki og gera úr því skrípaleik. Það skiptir ekki máli hveijir fara með stjórn landsins, öll samkeppni er gerð að athlægi með stöðugum afskiptum og styrkjum ríkisvalds- ins. Til að veiðileyfagjaldið geti kom- ið í stað núverandi kvótakerfis, yrði að ganga þannig frá hlutunum að allir þeir er nýttu sér auðlindina yrðu undanbragðalaust látnir greiða gjaldið í raun. En það er óskhyggja ein og borin von. Al- menningsálitið hér á landi er orðið það dofið fyrir siðleysi stjórnmála- mannanna og fyrirgreiðsluforstjór- anna hjá ríkinu að fátt eitt vekur orðið hneykslan manna og veitir þeim herrum aðhald. Ráðamenn þjóðarinnar myndu úthluta sumum fyrirtækjum og kjósendum sínum víkjandi láni eða þorskígildum (þ.e. gæfu þeim fé). Veiðileyfagjaldið væri fyrirfram dauðadæmt. Af sóknarmarkinu höfum við nokkra reynslu og ætti það að auð- velda okkur að sníða vankantana af því kerfi. Ef sóknarmarkið verð- ur tekið upp, þarf að skipta árinu niður í veiðitímabil, eins mörg og verkast vill. Sóknarmarkinu hafa menn helst fundið til foráttu, að flotinn myndi ryðjast á hafið í byijun hvers tíma- bils og fiska upp á skömmum tíma þann kvóta sem leyfður væri. Þar með hefði vinnslan í landi ekki undan, en yrði verkefnalaus þess á milli. Þessu þyrfti aldrei að verða svo varið og miklu minna mál að stýra því en núverandi kerfi. Nær undantekningarlaust hefur togaraflotinn stundað veiðar hvern einasta dag ársins og ekki stoppað einum klukkutíma lengur í landi en samningar segja til um. Þarna yrði frekar að finna lausn á sóknar- mynstri bátaflotans og þá lausn á alls ekki að vera erfitt að fínna, ef menn á annað bdrð snéru sér að því í alvöru og einlægni. Sviðsetning sjónhverfinganna Á þessum tímamótum er ekki úr vegi að rifja aðeins upp tildrög þess að kvótakerfið var tekið upp og hvernig það stökk alskapað út úr höfði Halldórs Ásgrímssonar. Á hveiju hausti hefjast leiksýn- ingar hagsmunaaðila sjávarútvegs- ins. Fyrst ríður Fiskifélag íslands (þ.e. ríkið) á vaðið með sitt fiski- þing. Hveijir skyldu nú sitja þetta þing og í umboði hverra? Það er sagt að fiskideildir um land allt kjósi fulltrúana sem þar birtast. Hvaða fiskideildir og hveijir starfa í þeim? Á einu fiskiþingi bar Reyk- vískur þungaviktarfulltrúi fram þá tillögu að fiskideildirnar um land allt stæðu undir kostnaði fulltrúa sinna við að sækja þingið og þar með létt þessum útgjöldum af rík- inu. Hann gerði þetta af skömm sinni, því hann vissi betur. Enda fór það eftir. Flestallir fulltrúanna urðu að viðurkenna, að í þeirra heimahögum væri enginn slíkur félagsskapur til að kosta þá. Þegar líður að hausti, hringja þessir fulltrúar hver í annan, oftar en ekki til að grennslast um hvort viðkomandi sé enn ofar moldu, og síðan mæta þeir á þetta þing hver af öðrum. Sumir þeirra líta hýru auga til þingfararkaupsins, sem ekki er skonð við nögl. Halldór Ásgrímsson var nokkuð fljótur að átta sig á að hafa mætti gagn af Fiskifélagi íslands til eigin framdráttar. Þarna var haldin sam- koma einu sinni á ári, sem stóð í viku. Hvað var upplagðara en að notfæra sér þá aðstöðu sem það hafði upp á að bjóða sem tengiliður við ijölmiðla og þar með í áróðurs- skyni fyrir sín hjartfólgnustu mál. Svo vel vildi til að Halldór Ásgríms- Birgir Hermannsson „Séu menn svo einfaldir að halda að sátt náist með þjóðinni um kvóta- lögin eins og þau eru fram sett í dag, eru f þeir illa heima og hafa ekki mikla tilfinningu | fyrir þeim straumum sem um landsmenn , leika.“ ' son átti þar einnig trausta fylgi- sveina og framsóknarmenn sem voru og eru mjög áhrifamiklir á meðal þingfulltrúanna. Eins og menn muna, var kvótafyrirkomu- lagið fyrst samþykkt á fiskiþingi. Og hveijir halda menn að hafi þar stjórnað handauppréttingunni og hvaðan halda menn að frumdrögin að kvótalögunum hafi komið? Því er auðsvarað. Mestallt var þetta vissulega samið í sjávarútvegsráðu- neytinu að undirlagi Halldórs og Bindindishreyfingin og heil- brigðisdagar ljósvakamiðlanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.