Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 115.tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 22. JVIAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rætt um stofnun Evrópuhers Reuter Francois Mitterrand, forseti Frakklands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, heilsa hér upp á fólk í frönsku borginni La Rochelle, en í dag hefst þar fundur þeirra um 35.000 manna sameiginlegt herlið, sem á að verða kjarninn í „Evrópuhernum" á vegum Vestur-Evrópusambandsins. Um stofnun þessa hers eru skiptar skoðanir og hafa Bandaríkjamenn gagnrýnt hana. Óttast þeir, að hún verði til að reka fleyg í raðir NATO-ríkjanna. Krím heyrði undir Rússland þar til árið 1954, er ákveðið var að gefa Úkraínu skagann til að minnast 300 ára sambands ríkjanna. Þingið, sem ræddi þetta mál fyrir luktum dyrum, samþykkti ályktun þar sem því er lýst yfir að ákvörðunin frá 1954 bijóti í bága við rússnesku stjómar- skrána og hafi því ekki lagagildi. Rússar geri ekki landakröfur á hend- ur Úkraínu en hins vegar beri að leysa deiluna um Krím með samning- um. Viðbúið er að yfirlýsing þingsins valdi^ enn meiri spennu milli Rússa og Úkraínumanna, sem hafa deilt hart undanfarna mánuði, meðal ann- ars um framtíð sovéthersins fyrrver- andi. íbúar Krímar eru 2,5 milljónir og flestir af rússneskum uppruna. Skag- inn er mikill ferðamannastaður og þar eru einnig höfuðstöðvar Svarta- hafsflotans, sem Rússar og Úkraínu- menn hafa hvorirtveggju gert tilkall til. í flotanum eru 380 herskip. Þingið á Krím afturkallaði í gær sjálfstæðisyfirlýsingu, sem það sam- þykkti í síðasta mánuði. Þingið ákvað einnig að fresta því að taka ákvörðun um hvort efna skyldi til þjóðarat- kvæðagreiðslu um viðskilnað við Úkraínu. NATO er reiðubúið að taka að sér friðargæslu í Evrópu Getur orðið undanfari mikiila breytinga á hlutverki bandalagsins Brussel. Reuter. AÐILDARRIKI Atlantshafsbanda- henni til friðargæslulið að því marki, lagsins, NATO, hafa ákveðið að sem okkur er unnt,“ sagði Wörner á taka að sér aukna _ friðargæslu í Evrópu í umboði RÖSE, Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, en hún er skipuð fulltrú- um 52 ríkja. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO, skýrði frá þessu í gær en ákvörðunin getur leitt til mikilla breytinga á hlutverki bandalagsins. „Um þetta er samstaða innan NATO í meginatriðum. Við erum reiðubúin að styðja RÖSE og leggja Stefnu EB í landbúnaði bylt Brussel. Reuter. NÁÐST hefur samkomulag inn- an Evrópubandalagsins, EB, um róttækar breytingar á landbún- aðarstefnunni og verulega lækk- un niðurgreiðslna. Niðurgreiðslukerfið var upphaf- lega ákveðið til að bægja hungur- vofunni frá dyrum Evrópubúa eftir stríð en John Gummer, landbúnað- arráðherra Bretlands, sagði, að nú væri verið að ákveða stefnu, sem ætti við á tímum offramleiðslu en ekki skorts. Gummer og aðrir sögðu, að samkomulagið myndi greiða fyrir GATT-samningum en þeir hafa verið í uppnámi vegna óánægju Bandaríkjamanna með evrópska niðurgreiðslukerfið. blaðamannafundi í aðalstöðvum Atl- antshafsbandalagsins í Brussel í gær. Sagði hann, að ákvörðunin hefði verið tekin fyrr í vikunni og yrði formlega samþykkt á utanríkisráð- herrafundinum í Ósló 4. júní næst- komandi. Með þessu er verið að ryðja braut fyrir meiriháttar breytingum á starf- semi og hlutverki bandalagsins en stríðið í Júgóslavíu, Nagorno-Kara- bak og átök og upplausn í sumum sovétlýðveidanna fyrrverandi hafa stuðlað að þessari stefnubreytingu. Hollendingar með stuðningi Bandaríkjamanna beittu sér mest fyrir því, að hemaðarleg uppbygging NATO og jafnvel herdeildir, yrðu nýttar við friðargæslu og var þá ekki átt við bein hernaðarleg af- skipti eins og í Persaflóastríðinu. Frakkland og nokkur önnur ríki voru þó dálítið hikandi við að ætla banda- laginu annað hlutverk en veija sína eigin þegna en samkvæmt yfirlýs- ingu Wörners hafa nú öll aðildarríki NATO fallist á að bandalagið geti tekið að sér friðargæslu utan landa- mæra ríkjanna. Haft er eftir heimildum, að ákvörðunin muni auðvelda Banda- ríkjastjórn að sannfæra þing og þjóð um, að nauðsynlegt sé að hafa áfram herlið í Evrópu en ýmis NATO-ríki, til dæmis Bretar og Hollendingar, hafa óttast, að tengslin við Bandarík- in færu minnkandi. Er búist við, að utanríkisráðherrafundurinn í Ösló gefi út þá yfirlýsingu, að NATO muni taka til athugunar beiðni frá RÖSE um friðargæslu. Mörg Austur-Evrópuríkjanna, þar á meðal Ungveijaland, Tékkóslóvak- ía og Pólland, vilja, að NATO taki að sér stærra hlutverk en hingað til en þau eru óánægð með að fá ekki fulla aðild að bandalaginu. Þá er einnig talið, að NATO geti með þessu létt undir með Sameinuðu þjóðunum, sem stynja undir kostnaðinum við friðargæsluna í Júgóslavíu og Kambódíu. Reuter Hákarl á þaki William Heine, sem býr í Oxford á Englandi, fagnaði sætum sigri í gær en þá kvað breska um- hverfismálaráðuneytið upp þann úrskurð, að leyfílegt væri að láta risastóran hákarl úr trefjagleri standa á haus upp úr húsþakinu. í úrekurði ráðu- neytisins sagði að það væri ekki tilgangur skipulagslaga að steypa allt í sama smásálarlega mótið. Breska læknablaðið Lancet. Tóbaksreykingar eru miklu hættulegri en áður var talið Lomlon. Daily Telegrapli. MEIRA en fimmtungur allra íbúa í þróuðu ríkjunum mun deyja af völdum reykinga. Kemur þetta fram í nýrri rannsóknaskýrslu, sem birtist í breska læknablaðinu Lancet í dag, en þar segir, að líkurnar á að reykingafólk deyi úr lungnakrabba eða öðrum sjúkdómum séu miklu meiri en áður var talið. í skýrelunni segir, að af 1,25 milljörðum manna í þróuðu ríkjun- um muni 250 milljónir, næstum íbúatala Bandaríkjanna, deyja af völdum reykinga. Er sú niðuretaða fengin með rannsóknum á einni milljón manna í sex ár. „Flestir vita að reykingar eru skaðlegar en fáa hefur órað fyrir hve stórhættulegar þær eru,“ segir Richard Peto prófessor og einn af skýrsluhöfundunum. „Margir halda, að reykingar séu eitthvað, sem geti hugsanlega leitt til dauða á gamalsaldri, en svo er ekki. Helmingurinn mun deyja á miðjum aldri, tapa 23 eða 24 árum af ævinni, og þeir, sem deyja aldrað- ir, hefðu ella lifað átta árum leng- ur.“ Dr. Alan Lopez, sem starfar hjá WHO, segir, að þriðjungur og jafnvel helmingur reykingamanna, þeirra, sem hafa reykt árum og áratugum saman, muni láta lífið af völdum tóbaksins. Krabbamein, sem reykingar geta valdið, er meðal annare krabbamein í lungum, munni, koki, vélinda, nýrum og þvagblöðru, en auk þess valda þær hjarta-, heila- og æðasjúkdómum og sjúkdómum í lungum og öndunarvegi. í skýrsl- unni er sýnt fram á, að nú þegar deyi tvær milljónir manna árlega í þróuðu löndunum vegna reykinga og mannfallið á þessum áratug er áætlað 21 milljón. Richard Peto sagði, að óttinn við krabbamein af öðrum ástæðum hefði dregið athygli manna frá þvi hve tóbaksnautnin væri hættuleg. „Það skiptir öllu, að fólk átti sig á þessum tölum. Það, sem við stöndum frammi fyrir nú, er barna- leikur hjá því, sem verður ef engin breyting verður á lífsháttum reyk- ingamannanna. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, að hætti menn að reykja, jafnar líkaminn sig furðu fljótt. Sá, sem hefur verið hættur í 10 ár, hefur næstum eðlilegar líf- slíkur," sagði Peto. Rússland: Þingið segir fram- salið á Krím ólöglegt Moskvu. Reuter. ÞING Rússlands lýsti því yfir í gær að sú ákvörðun að færa Krím- skaga undir Úkraínu hefði verið ólögleg. Búist er við að yfirlýsingin veki hörð viðbrögð í Úkraínu og verki sem olía á eld í deilum nágranna- rikjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.