Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 15 ísland og- Evrópa - Við sama borð? •• Onnur grein eftir Þorvald Gylfason I. Ær og kýr til eilífðar? Aðild Islands að Evrópubandaiag- inu hefði ýmsa kosti, einkum á vett- vangi efnahagsmála, en hún hefði líka ýmsar hættur í för með sér fyr- ir okkur. Þær þurfum við að vega og meta af skynsamlegri varfærni af sjónarhóli þjóðarbúskaparins og þjóðlífsins í landinu í heild. Að gefnu tilefni skulum við var- ast að fjalla um kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands að Evr- ópubandalaginu af sjónarhóli sjáv- arútvegsins eins. Okkur Islendingum hefur hætt til að hugsa um sjávarút- veg eins og Bandaríkjamenn hugs- uðu um bílaiðnaðinn heima hjá sér lengi vel. „Það, sem er gott fyrir General Motors, er gott fyrir hag- kerfið í heild,“ var viðkvæði þar vestra árum saman, en ekki lengur. Bílaiðnaður Bandaríkjamanna hefur dvínað verulega á undanförnum árum, ekki aðeins vegna harðnandi samkeppni frá Japan og Evrópu, heldur líka vegna þess, að bandarísk- ir bílaframleiðendur sofnuðu á verð- inum og eru ekki almennilega vakn- aðir enn. Við þurfum ekki annað en að litast um í Reykjavík og ná- grenni: hér voru göturnar krökkar af bandarískum bílum fyrir 20 árum, en nú sjást þeir varla. Þetta er eins víða annars staðar. Atvinnuvegir eru eins og öldur hafsins: þeir rísa og hníga á víxl. Við skulum varast sömu mistök. Við skulum ekki miða ákvarðanir okkar langt fram í tímann við það, að sjávarútvegur verði okkar ær og kýr um eilífan aldur. Við skulum horfast í augu við það, að fiskimið okkar eru fullnýtt nú þegar. Hlut- deild sjávarútvegs í þjóðarbúskap okkar mun þess vegna minnka smám saman á næstu árum miðað við eðli- legan hagvöxt. Sjávarútvegurinn skilar okkur nú um helmingi útflutn- ingstekna og um sjöttungi þjóðar- tekna. Eftir tuttugu ár eða svo verða þessi hlutföll líklega komin niður t' fjórðung og tólfta part, ef þjóðar- tekjurnar tvöfaldast og sjávarútveg- urinn stendur í stað, eins og vænta má. Skerfur sjávarútvegs til þjóðar- búsins getur minnkað enn meira, ef fiskstofnarnir umhverfts landið halda áfram að skreppa saman á næstu árum. Það er ekki hyggilegt að miða ákvarðanir um brýn framfaramál heillar þjóðar við hagsmuni einnar atvinnugreinar, sem mun afla minna en tíunda hluta þjóðarteknanna eftir tuttugu ár, ef að líkum lætur. Við eigum ekki að einblína á fortíðina. Við eigum að hugsa um framtíðina. Með þessu er ekki verið að gefa það í skyn, að sjávarútvegur sé dvínandi atvinnuvegur á Islandi. Hér er að- eins verið að benda á þá einföldu og óumflýjanlegu staðreynd, að fisk- urinn í sjónum er takmörkuð auðlind og þjóðin þarf því að byggja afkomu sína á öðrum atvinnuvegum í aukn- um mæli eins og aðrar þjóðir um allan heim, einkum iðnaði, verzlun og þjónustu. Eftir hverju sækjumst við í sjávar- útvegi? Við sækjumst eftir sem mestum tekjum af fískinum í sjónum til frambúðar. Þetta er stefna stjórn- valda í orði kveðnu að minnsta kosti. Við sækjumst ekki eftir því, að sem flestir vinni við sjávarútveg. At- vinnubótavinna á engan rétt á sér, allra sízt í sjávarútvegi, þar sem ofveiði er alvarlegt vandamál. Við eigum þvert á móti að fagna því, að ný tækni leysir vinnandi hendur af hólmi til sjós og lands smám sam- an. Og við skulum reyna að draga réttar ályktanir af þessu. Við eigum fiskimiðin umhverfis landið. Aðrar þjóðir viðurkenna þennan eignarrétt. Ef við getum aukið hagsæld okkar með því að leyfa öðrum að veiða ásamt okkur, þá eigum við að gera það að öðru jöfnu og innan hóflegra marka, eins og við höfum reyndar gert um árabil, annars ekki. Ef við höfum hug á að ganga í Evrópu- bandalagið að athuguðu máli og ef við getum greitt götu okkar þangað inn með því að selja Evrópuþjóðum einhvetjar veiðiheimildir, þá eigum við að taka þann möguleika til vand- legrar umhugsunar, enda væri það í fullu samræmi við þá stefnu ís- lenzkra stjórnvalda að reyna að afla þjóðinni sem mestra tekna af fiski- miðunum umhverfis landið í bráð og lengd. II. Evrópskt efnahagssvæði: Er það nóg? Margir helztu kostir aðildar að Evrópubandalaginu munu skila sér með samþykkt samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði (EES eða EEA). Það er ef til vill ekki fjarri lagi að telja aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu jafngilda hálfri aðild að Evrópubandalaginu sjálfu eða meira. Hér munar mest um það, að aðild að efnahagssvæðinu tryggir almenningi í Evrópu aðgang að ódýr- ari og betri vörum og þjónustu í skjóli aukinnar sámkeppni og greiðir jafnframt fyrir fjármagns- og búferl- aflutningum á svæðinu til hagsbóta fyrir fólk og fyrirtæki. Álfan verður í raun og veru landamæralaus. Engu að síður telja Svíar, Finnar og væntanlega Norðmenn líka, þeg- ar á reynir, að efnahagssvæðið sé þeim ekki nóg: þessar þjóðir ætla sér að fara alla leið inn í Evrópu- bandalagið. Við, sem erum á báðum áttum, þurfum að velta því fyrir okkur, hvers vegna sænsk, finnsk og norsk stjórnvöld hafa tekið þessa ákvörðun. Höfuðástæðan er sú, að ríkisstjórnir þessara landa vilja hafa áhrif á gang mála innan Evrópu- bandalagsins. Þeim hrýs hugur við því að standa utan við bandalagið og fá því engu ráðið um þær ákvarðanir, sem þar eru teknar. Hugsunin er öðrum þræði þessi: Norðurlönd geta haft góð áhrif á þróun mála innan Evrópubandalags- ins, og þau eiga að beita þessum áhrifum. Tökum dæmi. Eitt. þeirra álita- mála, sem eru uppi innan Evrópu- bandalagsins nú, varðar skipan gjaldeyrismála í álfunni. Eiga þjóð- imar að leggja núverandi gjaldmiðla — þýzk mörk, franska franka, ítalsk- ar lírur, danskar krónur — niður og taka upp sameiginlegan evrópskan gjaldmiðil í staðinn? Ýmis hag- kvæmnisrök mæla með þessu. Með þessu móti væri öll fyrirhöfn vegna gjaldeyrisyfirfærslna á milli landa úr sögunni, og núverandi fastgengis- stefna bandalagsþjóðanna væri inn- sigluð. En fleira skiptir máli en hag- kvæmnin ein. Það er eðlilegt, að þjóðir bandalagsins hugsi sig tvisvar um, áður en þær kveðja gjaldmiðla, sem hafa fylgt þeim öldum saman sumir hveijir. Þjóðmynt er að nokkru leyti eins og þjóðtunga. Engin hag- kvæmnisrök gætu sannfært skyni borið fólk um það, að alheimstungu- mál, til dæmis enska (eða esper- antó), ætti að leysa þjóðtungurnar af hólmi til að greiða fyrir samskipt- um þjóða og draga úr skjalaþýðing- arkostnaði. Slík hugmynd er augljós- lega fráleit. En þetta er ekki allt. Hugsum Þorvaldur Gylfason „Við íslendingar þurf- um að spyrja sjálfa okk- ur að því, hvort við vilj- um una því að vera áhorfendur að þróun mála í Evrópu úr fjarska við þessar að- stæður eða hvort við viljum heldur sitja við sama borð og hinar N orðurlandaþjóðirnar og aðrar Evrópuþjóðir yfirleitt, þannig að rödd okkar heyrist í vistarverum bandalags- ins.“ okkur eitt andartak, að Evrópuþjóð- unum væri engin eftirsjá í eigin gjaldmiðlum. Með því að taka upp sameiginlega Evrópumynt væru þær að skjóta loku fyrir gengisbreytingar í eitt skipti fyrir öll. Væri það skyn- samlegt? Ég held ekki. Ég lít svo á, að maður eigi aldrei að skjota loku fyrir eitt né neitt í eitt skipti fyrir öll. Maður á yfirhöfuð aldrei að segja aldrei. Ástæðan er auðvitað sú, að tímarnir breytast: nýjar kringumstæður geta kailað á ný við- brögð og viðhorf. Víst hefur fastgengisstefna Evr- ópubandalagsþjóðanna reynzt þeim ágætlega að eigin dómi undanfarinn áratug. Það er því skiljanlegt, að þeim sé umhugað um aukna gengis- festu. Hinu mega menn þó ekki horfa fram hjá, að sagan geymir fjölmörg dæmi um heil hagkerfi, sem hafa verið reist úr rústum eða því sem næst með gengisfellingu meðal ann- ars. Nýlegt dæmi um það er Víet- nam, af öllum plássum: nú flytja Víetnamar út hrísgijón til annarra landa í stórum stíl í kjölfar vel heppnaðrar gengisbreytingar, en búskapur víetnamskra bænda dugði ekki til að fæða þjóðina fram að því. Gengisbreytingar er hægt að nota bæði til góðs og ills eins og önnur verkfæri. Það væri ekki skynsamlegt að minni hyggju að fjarlægja þetta tæki úr verkfærakistu evrópskra stjórnvalda fyrir fullt og allt. Þess, vegna lít ég svo á, að það gæti kom- ið þjóðum álfunnar í koll að taka upp sameiginlega Evrópumynt í stað núverandi gjaldmiðla. Norðurlanda- þjóðirnar geta hugsanlega komið í veg fyrir þetta innan bandalagsins, ef þær vilja, en utan bandalagsins hafa þær engin áhrif. III. Við sama borð? Þessi röksemd varðar ekki aðeins skipan gengismála í Evrópu. Útvíkk- að Evrópubandalag með Norður- landaþjóðirnar innan borðs mun væntanlega ekki vilja ganga eins langt í sameiningarátt og bandalag- ið gæti gert í núverandi mynd, því að í víðfeðmara bandalagi koma fleiri og fjölbreyttari sjónarmið til álita. Þannig geta Norðurlandaþjóð- irnar haft umtalsverð áhrif á gang mála í Evrópu, ef þær vilja. Þær geta veitt stórþjóðum bandalagsins æskilegt aðhald og styrkt stöðu smærri þjóða í bandalaginu með því móti. Þess vegna meðal annars hafa Danir mikinn hug á því að fá hinar Norðurlandaþjóðirnar inn í band- alagið. Við íslendingar þurfum að spyija sjálfa okkur að því, hvort við viljum una því að vera áhorfendur að þróun mála í Evrópu úr fjarska við þessar aðstæður eða hvort við viljum heldur sitja við sama borð og hinar Norður- landaþjóðirnar og aðrar Evrópuþjóð- ir yfirleitt, þannig að rödd okkar heyrist í vistarverum bandalagsins. Við eigum ekki að spyija að því einu, hvað við getum haft upp úr hugsan- legri aðild að Evrópubandalaginu. Við eigum líka að spyija að því, hvað við getum lagt af mörkum í Evrópu morgundagsins. Evrópubandalagið er samt engin paradís. Aðild að því er enginn dans á rósum. Reglur bandalagsins eru margar og flóknar. Skrifstofubáknið í bækistöðvum bandalagsins í Bruss- el er skelfilegt. Landbúnaðarstefna bandalagsins er ijúkandi rúst, þótt hún leggi að vísu ekki líkt því jafn- þungar byrðar á evrópskan almenn- ing og landbúnaðarstefna íslenzkra stjórnvalda leggur á neytendur og skattgreiðendur hér heima. Sjáv- arútvegsstefna Evrópubandalagsins þarfnast líka róttækrar endurskoð- unar. í þeim efnum búum við íslend- ingar yfir dýrmætri reynslu og sér- þekkingu, sem getur komið að góð- um notum við það verk. Við höfum sitthvað fram að færa, sem band- alagsþjóðunum þætti fengur í. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands. Hrafn sparkar í mann Þrjár stuttar athugasemdir við skrif Hrafns Gunnlaugssonar eftir Þráin Bertelsson í Morgunblaðinu fimmtudaginn 21. maí birtist grein eftir Hrafn Gunnlaugsson sem er skrifuð til að reyna að draga upp mynd af undirrit- uðum sem öfundsjúkum, tapsárum og valdagírugum einstaklingi. Nú er það ekki á mínu valdi að hjálpa Hrafni Gunnlaugssyni að öðl- ast jákvæðari mynd af raunveruleik- anum, enda ætla ég ekki að reyna það. Hins vegar langar mig til að gera þijár stuttar athugasemdir við skrif hans. 1. Hrafn fullyrðir að frami Frið- riks Þórs Friðrikssonar hafi löngum farið í taugamar á mér. Ég er nú ekki svo merkileg persóna að það ætti að vera tilefni til blaðaskrifa að velta vöngum yfir því hvort einhveij- ar manneskjur fari í taugarnar á mér eða ekki. En vissulega eru til örfáir einstaklingar sem þreyta mig meira en aðrir. Þetta á þó ekki við uin Friðrik Þór Friðriksson. Síðustu afskipti mín af honum eru þau að ég átti sæti í dómnefnd þeirri sem einróma veitti myndinni „Börn nátt- úrunnar" menningarverðlaun DV, en einmitt um það leyti hafði ég sam- band við Menntamálaráðuneytið og lagði áherslu á það fyrir hönd Félags kvikmyndastjóra að Friðrik Þór fengi myndarlegan styrk til að koma mynd sinni á framfæri í Bandaríkjunum eftir að hún hafði verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Friðrik Þór fékk 6 milljóna króna styrk til þeirra hluta og mér fannst hann vel að því kom- inn. I öllu falli get ég með góðri samvisku fullyrt að ég gleðst yfir velgengni allra íslenskra kvikmynda og harma það þegar iila gengur, svo að Hrafn á alla samúð mína um þess- ar mundir. 2. Hrafn segir að Félag kvik- myndastjóra hafi verið stofnað vegna þess að ég hafi ekki getað sætt mig við lýðræðislega niðurstöðu á fundi hjá Samtökum kvikmyndaleikstjóra. Þetta er ekki rétt. Ágúst Guðmunds- son, Lárus Ýmir Öskarsson, Þor- steinn Jónsson og ég sögðum okkur úr þessum félagsskap og stofnuð- um Félag kvikmyndastjóra, vegna þess að við vildum að íslenskir kvikmyndastjórar ættu lýðræðis- legt félag sem stæði öllum opið, stjórnendum heimildarmynda og stuttmynda ekki síður en stjórnend- um leikinna mynda. Og þar fyrir utan vildum við ekki vera í félagi þar sem kvikmyndastjórar eins og Guðný Halldórsdóttir, Kristín Páls- dóttir o.fl. töldust ekki uppfylla inn- tökuskilyrði. í Félagi kvikmynda- stjóra eru nú 18 félagar en 8 sitja eftir í Samtökum kvikmyndaleik- stjóra. 3. Hrafn segir að ég sé formaður í Félagi kvikmyndastjóra. Þetta er sjálfsagt gert til að vara félaga í Rithöfundasambandi Islands við mér í formannskjöri sem þar stendur fyr- ir dyrum og hefur valdið miklum greinaskrifum í Morgunblaðinu. Þetta er ekki rétt. Mér finnst ekki við hæfi að vera formaður í einu félagi og gefa jafnframt kost á mér Þráinn Bertelsson. „Mér finnst ekki við hæfi að vera formaður í einu félagi og gefa jafnframt kost á mér til formennsku í öðru. Slíkt gæti valdið hags- munaárekstrum.“ til formennsku í öðru. Slíkt gæti valdið hagsmunaárekstrum. Þegar ég ákvað framboð mitt í Rithöfundasambandinu kallaði ég saman fund í stjórn Félags kvik- myndastjóra og sagði af mér for- mennsku af fyrrgreindum ástæðum. Ég geri ekki ráð fyrir því að ég sé þess umkominn að kenna Hrafni Gunnlaugssyni eitt eða neitt, en meðan hann situr sem fastast sem dagskrárstjóri Sjónvarpsins, formað- ur Menningarsjóðs útvarpsstöðva, formaður Sambands íslenskra kvik- myndaframleiðenda, varaformaður og ritari Samtaka kvikmyndaleik- stjóra og fulltrúi í stjórn Kvikmynda- sjóðs Islands, allt í senn, finnst mér að hann ætti að hlífa mér og öðrum við mórölskum prédikunum. Augljóslega er Hrafn að reyna að sparka í mig til að sýna stuðning sinn við Sigurð Pálsson formanns- frambjóðanda stjórnar Rithöfunda- sambands íslands. Mér finnst það ekki ámælisvert þótt Hrafn vilji hjálpa upp á vin sinn og stuðnings- mann, en ég vona að Sigurður verði ekki látinn gjalda þessarar greinar. Því ég þekki hann ekki að öðru en mikilli kurteisi. Og sjálfur erégjafn- góður þrátt fyrir sparkið. Höfundur er rithöfundur og kvikmyndagcrðarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.