Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 45 Framkvæmdir við Laugardalsvöll Frá Ómari Einarssyni: ÁGÆTI Víkverji. í grein þinni í Morgunblaðinu 15. maí sl. um framkvæmdir á Laugardalsvelli í sumar óskapast þú yfir því af hveiju framkvæmd þessi fari ekki fram að vetri til þannig að hún trufli ekki íslands- mótið í knattspyrnu, sérstaklega vegna heimaleikja Fram og Vík- ings. Því er til að svara að yfir vetrar- mánuðina á íslandi getur oft á tíð- um orðið „vetur“ og útlagning á malbiki og gerviefnum kallar á ákveðin veðurskilyrði sem ekki nást hér á landi nema að sumri og verður það gert í sumar en sl. vetur var skipt um jarðveg og framkvæmdin undirbúin að öðru leyti t.d. með útboðum. Eins og Víkveija er kunnugt um þá eiga Víkingar heimavöll í Stjörnugróf ásamt glæsilegu fé- lagsheimili og íþróttahúsi. Þar hafa þeir spilað undanfarin ár með þeim stórkostlega árangri að þeir eru nú íslandsmeistarar. í vetur óskuðu þeir hins vegar eftir því að fá að spila heimaleiki Frá June Keyte: ÉG ER nýkomin heim frá íslandi, þar sem ég eyddi tíu dásamlegum dögum í fersku loftinu og stórkost- legu landslagi á Suð-Vesturlandi. Þetta var gagnheimsókn til að hitta vini, sem höfðu verið gestgjafar mínir er ég ferðaðist með barnakór minn fyrir átta árum síðan. Hlýjar móttökur og yndisleg gestrisni mættu mér við komu og meðan ég dvaldi — og hversu gaman var að sjá Geysi og Gullfoss, Hallgríms- kirkju og listasöfnin og nýopnað ráðhúsið. Það sem gleymist þó aldrei er hin nýja, spennandi Perla. Hún sker sig sannarlega úr í víðátt- unni, og sést úr lofti, af landi og sjó. Hvílíkt ímyndunarafl og hug- rekki að byggja slíkt kennileiti, sérstaklega í stað gömlu hitaveit- ugeymanna, sem ég man svo vel eftir.-Útsýnið úr Perlunni er alveg sína í Laugardal og þegar sú um- sókn lá fyrir af þeirra hálfu vissu þeir um þær framkvæmdir sem nú standa yfir á Laugardalsvellinum þótt framkvæmdirnar verði e.t.v. með öðrum hætti en upphaflega var reiknað með. í grein þinni koma einnig fram efasemdir um réttmæti þeirrar ákvörðunar að leggja vandaðar hlaupabrautir á aðalleikvöllinn í Laugardal. Borgaryfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að byggja Laugardal- svöllinn upp sem glæsilegan þjóðaríþróttavöll. Þess vegna var tekin sú ákvörðun að byggja fijáls- íþróttaaðstöðuna á Laugardalsvell- inum þar sem er stúka, aðstaða fyrir starfsmenn og keppendur. Þá var einnig tekin ákvörðun snemma á þessu ári að setja upp flóðljós á Laugardalsvöll fyrir knattspyrnu- leiki og fijálsar íþróttir. Borgaryf- irvöld ákváðu einnig að í þessar miklu framkvæmdir, sem kosta á annað hundrað milljónir króna, yrði ráðist í sumar og í einu átaki og að framkvæmdum yrði hraðað þannig að ekki yrði um röskun að stórfenglegt. Nú mætti ætla að allt hafi verið með ágætum í heim- sókn minni. En ég verð að koma á framfæri smágagnrýni: Hví í ósköpunum þurfti ég að hlýða á Lloyd Webber útsetningar og ótal sýnishorn af amerískum „slögur- um“ í hljómflutningskerfinu!? Það hlýtur að vera nóg um dásamlega íslenska tónlist, sígilda, létta, þjóð- lög - flutta af hljómsveitum og einleikurum og söngvurum bæði atvinnu- og áhugamönnum. Ég bið forsvarsmann Perlunnar að láta íslenska tónlist hljóma bróðurpart- inn af flutningstímanum í Perlunni. Perlan er glæsilegt sjónarspil fyrir gesti. Leyfið okkur bara að heyra íslenska tónlist í öllum sínum fjölbreytileika og látið stórmörkuð- unum eftir hina tónlistina. JUNE KEYTE, Eagle House Sandhurst, Cámberley Surrey, Englandi. ræða í mörg ár á vellinum. Næsta stóra átak á sviði framkvæmda á Laugardalsvelli er bygging nýrrar stúku austan vallarins. Þegar þeirri framkvæmd verður lokið verður Laugardalsvöllurinn orðinn sam- bærilegur erlendum völlum í öllum stórmótum á alþjóðlegum mæli- kvarða í fijálsíþróttum og knatt- spymu. Allar þessar framkvæmdir koma íþróttamönnum og íþróttaáhuga- mönnum til góða í náinni framtíð og því er óánægja og gremja íþrótt- amanna og íþróttaáhugamanna í garð þessara framkvæmda og á hvern hátt staðið er að þeim illskilj- anleg. Því vel skal vanda til þeirra mannvirkja sem lengi eiga að standa og við búum í þannig veðri hér á landi að sumarið er aðalfram- kvæmdatíminn og það hittir bara því miður svo illa á að þá er einn- ig aðalknattspyrnutíminn. Betra hlýtur að vera fyrir alla aðila að hraða þessum fram- kvæmdum sem mest og ljúka þeim á sem skemmstum tíma. Með þetta að leiðarljósi var tekin sú ákvörðun að ljúka þessum framkvæmdum nú í sumar. ÓMAR EINARSSON, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavikur Fríkirkjuvegi 11, Reykjavík Pennavinir Franskur frímerkja- og vídeó- myndasafnari, 23 ára, skrifar á ensku: Patriek Pastor, 53 rue de la Gantiere, 63000 Clermont Ferrand, France. Frá Englandi skrifar einmanna fatlaður maður sem getur ekki um aldur eða eftirnafn: Alexander, 86 Ridgefield Road, Oxford 0X4 3DA, England. 21 ÁRS GÖMUL japönsk stúlka vill skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 19-29 ára. Áhugamál hennar eru popp- og rokktónlist, ferðalög, kvikmyndir, lestur góðra bóka og bréfaskriftir. Heimilisfang hennar er: Ryoko Fukuda C70 435 Royal Hotel Ibalaki Domi 1-9-27 Sho, Ibaraki-Shi Osaka 567, Japan Sautján ára finnsk stúlka sem nemur píanóleik og hefur einnig áhuga á ferðalögum og íþróttum: Maija Voutila, Matinpolku 7, 43900 Kinnula, Finland. Leikið íslenzka tónlist í Perlunni! REIÐNÁMSKEIÐ í Mosfellsbæ Námskeiðin eru ætluð börnum og standa yfir í viku (5 daga) í senn, 3 tíma á dag. Góðir hestar. Ferðirfrá Grensásvegi. Verð kr. 7000. Upplýsingar og skráning í síma 668093. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Opnir sumarskór Stærðir: 36-41 Litir: svartur og rauður kr. 995,- Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Toppskórinn, Domus Medica, Kringlunni, Veltusundi, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, sími 21212 sími 18519 simi 689212 Ljósmyndastofumar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677- 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 3 ÓDÝRASTIR STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Strigaskór Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. kr. 995,- Stærðir: 24-45 Ýmsir litir. V Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212 Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.