Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 23 Fidel Ramos Svik í tafli á Filippseyjum ÓHÁÐUR hópur sem fylgist með kosningaúrslitunum í fílippeysku forsetakosningunum ýjaði að því í gær að svik hafi verið í tafli við talningu at- kvæða. Hópurinn hefur farið fram á við formann opinberrar kosninganefndar að hún rann- saki tafir á talningu atkvæða í nokkrum bæjum og borgum. Aðeins 45% af 25 milljónum atkvæða í kosningunum 11. maí sl. hafa verið talin. Fidel Ram- os, fyrrverandi varnarmálaráð- herra landsins, hefur 663 þús- und atkvæða forskot á helsta keppinaut sinn um forsetaemb- ættið, Miriam Santiago. Kjarnorkutil- raunir í Kína SÆNSKA eftirlitsstofnunin FOA skýrði frá því í gær að á tækjum stofnunarinnar hefðu komið fram skjálftar vegna kjarnorkusprengingar neða.n- jarðar í Kína, þeirrar öflugustu sem mælst hefur frá 1976. Skjálftarnir benda til að um 1.000 kílótonna sprengingu hafí verið að ræða í tilraunaskyni við kjarnorkurannsóknarstöðina í Lop-nor í vesturhluta Kína. Samkvæmt samkomulagi sem Bandaríkjamenn og Sovétríkin fyrrverandi gerðu er bannað að sprengja öflugari kjranorku- sprengju en 150 kílótonn, en Kínveijar eru ekki aðilar að því samkomulagi. Bush sigur- stranglegur GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti bæri sigurorð af milljarða- mæringnum Ross Perot og Bill Clinton, líklegum frambjóðanda demókrata, í bandarísku for- setakosningunum ef kosið yrði nú. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sjónvarpstöðv- arinnar NBC og dagblaðsins Wall Street Journal. Samkvæmt skoðanakönnuninni kysu 35% kjósenda Bush, 30% Perot og 27% Bill Clinton. Fastlega er búist við því að Perot tilkynni um sjálfstætt framboð sitt til forsetaembættis í næsta mánuði. * Urslit ókunn hjá Kúrdum TAFIR geta orðið á því að úr- slit í kosningum um leiðtoga og til þings Kúrda liggi fyrir og á sumum svæðum gætu Kúrdar orðið að kjósa á ný, að sögn embættismanna. Leiðtogar Kúrda hittust á miðvikudag en komust ekki að samkomulagi um hvort kjósa þurfi á ný vegna ásakana um kosningasvindl. Fyrstu tölur benda til þess' að Massoud Barzani, leiðtogi kúr- díska lýðræðisflokksins, og Jalal Talabani, leiðtogi Þjóðernisein- ingar Kúrdistan, fengju meiri- hluta atkvæða. Ásakanir um kosningasvindl hafa einkum komið frá fulltrúum smærri flokka. Robert Gates ver mat CIA á Sovétríkjunum New York. Reuter. ROBERT Gates, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, reyndi í gær að hreinsa stofnunina af ásökunum um að hún hefði ekki séð hrun Sovét- ríkjanna fyrir. Gates sagði að CIA hefði frá árinu 1989 skýrt bandarískum stjórnvöldum frá því að Sovétríkin væru að hrynja og að búast mætti við valdaráni, sem gæti mistekist. Hann viðurkenndi þó að CIA hefði orðið á mistök, einkum hvað varðar matið á efnahagsástandinu í Sovétríkjunum. Stofnunin hefði ennfremur van- metið áhrif gífur- legra útgjalda til hermála á sov- éska efnahaginn. Hann bætti hins vegar við að á heildina litið hefði CIA staðið sig með ágætum. Gates var sérfræðingur í málefn- um Sovétríkjanna og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa veitt þingi og forsetum Bandaríkjanna rangar upplýsingar um þá hættu sem stafaði af Sovétríkjunum og að hafa ýtt undir dýrt vígbúnaðar- kapphlaup við þau. Gates sagði ennfremur að banda- ríska leyniþjónustan hefði ekki orð- ið vör við miklar breytingar á starf- semi rússnesku leyniþjónustunnar KGB í Bandaríkjunum frá valda- ránstilrauninni 1991. „Bandaríkin eru enn helsta viðfangsefni hennar, einkum bandarísk tækni. Það kann að vera að rússneska stjórnin viti ekki um þessa starfsemi,“ sagði hann. FLÍSAR Ódýrar flísar á gólf og veggi * Verð frá kr. íorm^a.1'990’' Skeifunni 8, Reykjavík S682466 %lboð AE Þilofnar, 5 stærðir. Verð frá 5.995 kr. stgr. Kæhskápur, 136 lítra kælir og 8 lítra frystir Hæð 85 sm, breidd 50 sm, dýpt 60 sm. Verð 24.925 kr. stgr. Ofn með hellum. Hæð 32 sm, breidd 58 sm dýpt 34 sm. Verð 17.812 kr. stgr. Oll tækin eru gerð fyrir 220 volta spennu. ALVEG EINSTOK GÆÐI I SUMARBUSTAÐINN! Hja Bræðrunum Ormsson bjóðast þér góð og örugg tæki í sumarbústaðinn á sérstöku tilboði sem gildir í allt sumar. Eigum einnig fyrirliggjandi mikið úrval af rofa- og tenglaefni Umboðsmenn um allt land. Umboðsmenn Reykjavik og nágrenni Bvaat oa búiö. Revkiavík Vestfirðir: Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfiröi Bjarnabúö, Tálknafirði Edinborg, Bíldudal Verslun Gunnars Sigurðssonar. Þingeyri Einar Guöfinnsson, Bolungarvík Straumur, Isafirði Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði Stál, Seyöisfirði Sveinn O. Elíasson, Neskaupstað Hjalti Sigurðsson, Eskifiröi Rafnet, Reyöarfirði Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði KASK, Höfn Byggt og búið, Reykjavfk BYKO, Hringbraut BYKO, Kópavogi BYKO, Hafnarfiröi Gos, Reykjavík Hagkaup, Reykjavlk Brúnás innréttingar, Reykjavfk Fit, Hafnarfirði Þorsteinn Bergmann, Reykiavlk H.G. Guðjónsson, Reykjavlk Rafbúðin, Kópavogi Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavlk Kf. V-Hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Rafsjá, Sauöárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvík Bókabúö Rannveigar, Laugum Sel, Mývatnssveit Kf. Þingeyinga, Húsavlk Urð. Rautarhöfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Málnmgarþjónustan, Akranesi Kf. Borafirðinaa. Boraarnesi Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guöni Hallqrlmsson, Grundarfiröi Ásubúö. Buðarda! Reykjanes: Stapafell, Keflavik Rafborg, Grindavll DJORMSSONHF Lágmúla 8. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.