Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 31 Raðganga FÍ, 3. ferð: Hvalfjarðareyri - Maríuhöfn Séð yfir Meðalfellsvatn inn í Flekkudal í Kjós. eftir Eirík Þormóðsson Öðrum áfanga raðgöngu Ferð- afélagsins frá Kjalarnesi upp í Borgarnes lauk á Hvalfjarðareyri og þar hefst þriðji áfanginn á sunnudaginn kemur. Verður þá gengið með ströndinni inn fyrir Laxvog og út með honum aftur að Hálshólum handan vogsins. Á þeiiTÍ göngu er ýmislegt sem hugandi er að, sumt sögulegt og e.t.v. gleymt eða ókunnugt þorra núlifandi manna og því kjörið að rifja upp. Helstu útlínur í lands- lagi eru að sunnanverðu Eyrar- fjall og norðurhlíðar Esju með sínum djúpu dölum en að sunnan- verðu Reynivallaháls. Á milli er Kjósin langt inn til lands og skipt- ir Meðalfell (345 m) miðbiki henn- ar í tvær álmur. Sunnan undir Meðalfelli er Meðalfellsvatn og er í því nokkur silungs- og jafn- vel laxveiði. Hvalfjarðareyri gengur löng og flöt út í Hvalfjörð að sunnan- verðu, vestan Laxvogs. Margt skemmtilegra steina er þar að finna, einkum baggalúta. Frá eyrinni liggur sæsími yfir að Hvalfjarðarströnd. Þar var höfn og einhver verslun á síðari helm- ingi 17. aldar. Á öldinni sem leið (milli 1870 og 1880 og raunar lengur) var feijað á milli Hval- fjarðareyrar og Kataness á Hval- fjarðarströnd en þar er einna stystur sjóvegur yfir fjörðinn, u.þ.b. þrír km. Síðar, eða laust fyrir 1930, var komið á feiju yfir Hvalfjörð, og gekk sú á milli Kalastaðakots á Hvalfjarðar- strönd og Laxvogs að sunnan- verðu, lenti nokkru austan Hval- fjarðareyrar. Var í fyrstu notaður opinn vélbátur, en hann þótti ekki uppfylla þær kröfur sem gera varð til fólksflutningaskips, og var þá keyptur nokkru stærri bátur, fyrrum lystisnekkja auð- manna, með yfirklæddum sætum og yfirbyggingu með góðum gluggum. Ögn austar heita Mið- búðir og enn austar Harðbali, litl- ir tangar sem ganga út í voginn, báðir gamlir lendingarstaðir fyrir vöruflutningabáta. Á Harðbala stóðu tómthúsmannabýli, en ver- búðir kunna að hafa verið í Mið- búðum. Búðarhöfuð heitir grasi vaxinn hólmi út og vestur af Miðbúðum, stutt frá landi. Leið okkar liggur nú sem áður segir inn með voginum og eru þar ýmis örnefni sem hér verða fæst talin, en við skiljum að baki okkar fyrrnefndar Miðbúðir og Harðbala, Naustamýri og Vetrar- mýri, höldum yfír Skorá sem kemur úr Eyrarfjalli og fellur í Skorárvík. Við förum hjá garði á bænum Laxárnesi, þar heitir frammi á nesinu Laxámestangi til norðurs en vestur af bænum er Suðurnes. Við sjáum ofan veg- ar til félagsheimilis sveitarinnar, Félagsgarðs, og göngum yfir brúna á Laxá. Hún er kunn lax- veiðiá, sem kemur upp í Stíflis- dalsvatni, rennur um Laxárdal og fellur til sjávar í Laxvogi. í henni eru nokkrir fossar, neðstur Sjávarfoss, Kvíslarfoss skammt ofan við brúna, þá Laxfoss og Pokafoss, en hæstur er Þórufoss uppi í Kjósarskarði. Vorið 1556 drukknaði í Laxá Oddur Gott- skálksson lögmaður norðan og vestan, sá er fyrstur þýddi á ís- lensku Nýja testamentið (pr. í Hróarskeldu 1540). Þegar komið er yfir Laxá sveigir leið okkar út með voginum að norðanverðu. Er þá rétt að líta á klett einn sem kallaður er Klöppin og er skammt frá Sjávar- fossi. Áður en bílum varð við komið til fólks- og vöruflutninga á þessum slóðum lögðust bátar upp að Klöppinni. Má í því við- fangi nefna feiju sem gekk á milli Reykjavíkur og Laxvogs og flutti ýmsan vaming frá Reykja- vík en til baka m.a. smjör og ijóma. En ijómabú var í Kára- nesi, bæ neðarlega í Laxárdal Á slóöum Feröafélags íslands sunnan ár, og þar unnin þessi matvara. Sagt er að í eina tíð hafi verið þar skilvinda svo stór að tveir hestar hafi verið hafðir til að snúa henni. Við höldum nú áfram út með voginum og styttist óðum til Hálshóla, lágra hamraborga á Hálsnesi, en þangað er för okkar heitið í þessum áfanga eins og áður getur. Þar undan er Búða- sandur og á honum Maríuhöfn, næst Hálshólum, e.t.v. mesti kaupstaður landsins á ofanverðri 14. öld. Kannski kom Einar Her- jólfsson, sá er flutti svarta dauða til landsins 1402, að landi í Mar- íuhöfn. Vert er að vekja athygli á að útfiri mikið er í Laxvogi, lífríki er fjölskrúðugt og þykir t.d. kræklingur þar einkar feitur og hreinn og góður til beitu, enda sóttu sjómenn af Suðurnesjum og víðar að beitu þangað, og raunar til fleiri staða í Hvalfirði, langt fram á þessa öld. Gönguleið sú sem hér hefur verið stiklað eftir er um 8-9 kíló- metra löng. Þeir sem vilja komast hærra og reyna ögn meira á sig ganga á Eyrarfjall (476 m). Það- an sér vel yfir Kjósina og til fjalla nær og fjær. En sjón er sögu rík- ari og nú er að drífa sig af stað á sunnudaginn kemur í heilnæma og skemmtilega göngu með Ferð- afélaginu. Báðar ferðirnar hefjast kl. 13.00 og er brottför bæði frá Umferðarmiðstöðinni að austan- verðu og frá nýju húsi félagsins í Mörkinni 6. Þeim sem nánar vilja kynna sér göngusvæðið og nágrenni þess skal t.d. bent á þátt sr. Gunnars Kristjánssonar um Kjós- ina í árbók FÍ 1985, íslandshand- bókina (fyrra bindi), Á fomum slóðum og nýjum (afmælisrit Björns Þorsteinssonar), Borgf- irska blöndu (IV) og Kjósarmenn, en til þessara rita hefur m.a. ver- ið leitað fanga við samantekt þessa. Höfundur er handritafræðingur. Jesúganga á laugardag HALDIN verður í Reykjavík laugardaginn 23. maí svokölluð Jesúganga eða „March for Jes- us“, eins og hún nefnist á ensku. Gangan er samkirkjuleg og fer fram á sama tima í um 30 löndum víðs vegar um Evrópu. Einnig er gengið í mörgum borgum Bandaríkjanna. Tilgangur göngunnar er að lyfta upp nafni Jesú Krists og kynna hann sem lifandi frelsara. Mæting verður á Lækjartorgi kl. 13.30 og hefst sjalf gangan með bæn kl. 14.00. Áætlað er að gangan taki 50 mínútur og er gönguhraðinn miðaður við alla aldurshópa. Að lokinni göngunni verður létt sam- vera með miklum söng og vitnis- burðum. Ræðumaður samverunnar verður Hafliði Kristinsson. (Fréttatilkynning) ------» -------- ■ SAMBAND ungra framsókn- armanna gengst fyrir ráðstefnu j um sjávarútvegsmál laugardaginn 23. maí kl. 13.00 í Borgartúni 6. Framsögumenn á ráðstefnunni hafa verið valdir með hliðsjón af því sem flest sjónarmið fái umfjöll- un. Ráðstefnan er öllum opin. ------»"■» ..... ■ SKRIÐJÖKLAR frá Akur- eyri munu á föstudagskvöldið halda tónleika á Tveimur vinum í Reykjavík. Þetta verða fyrstu tónleikar Jöklanna í höfuðborginni í tæp þijú ár. Á laugardagskvöldið heldur hljómsveitin síðan sveita- ball á Hvoli á Hvolsvelli. Dansleik- urinn hefst kl. 23 og stendur til kl. 3. UIJ ■ iw luyuuui u KIMBERLY-tógasófi ( grænn ): Kr. 21.555.- stgr. KIMBERLY-tágnstóll ( grænn ): Kr. 9.215.- stgr. ( Sófi og tveir stólar: Kr. 39.985.- stgr. ) ÓKEYPIS BÍLASTÆÐI! Við greiðum 2ja klukku- stunda bílageymslu á Bergstöðum, á Horni Skólavörðustígs og Berg- staðastrætis, fyrir þá sem versla í HABITAT. habitat LAUGAVEGI 13-SINll (91) 625870 BISTRÓ-tágastóll: Kr. 6.935.- stgr. Opið virka daga frá kl.10.00 til 18.00 Opið á morgun laugardag frakl. 11.00 til 15.00 ATHUGIÐ! OPIÐ Á SUNNUDAG FRÁ KL.13.00 TIL 16.00 NÝJUjyi FULLB GLÆSILEGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.