Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 Börn og tóbaksreykur eftir Lilju Eyþórsdóttur Á undanförnum árum hefur þekk- ing fólks á skaðsemi reykinga stór- aukist. Auknar rannsóknir og ný tækni koma sífellt fram með ítar- legri upplýsingar sem skýra frá skaðleguum efnum í tóbaksteyk. í andrúmsloftinu eru eiturefni tób- aksreyks sem fólk andar að sér, meira eða minna gegn sínum vilja. Nú vita flestir eða allir um þessi efni, sem eru m.a. nikótín, kolsýr- ingur, ammoníak, blásýra og form- aldehýð auk tóbakstjörunnar. Áhrif þessara efna á heilsufar fólks þekkja eflaust allflestir í dag og er óþarfí að fara nákvæmlega út í það í þess- ari grein. í lögum um tóbaksvamir frá 1984 eru ákvæði til að vemda fólk gegn „Það er á engan hátt hægt að réttlæta að börn séu í tóbaksreyk og því er skylda allra að hindra slíkt og vekja athygli þeirra sem mis- bjóða barni á rétti þess til heilbrigðs lífs.“ tóbaksreyk á vissum stöðum. Til dæmis er bannað að reykja þar sem almenningur sækir afgreiðslu og skylt er að hafa reyklausa fundi óski einn eða fleiri fundarmenn þess. Með þessum lögum geta fullorðnir sótt rétt sinn tii reyklausra svæða. Börn eiga hins vegar erfítt uppdrátt- ar á þessu sviði. Þó svo að bannað sé að reyka á stöðum þar sem börn em til uppeldis, s.s. í skólastofum, leikskólum og íþróttamiðstöðvum, sjáum við alltof mörg dæmi þess að börn séu beinlínis þvinguð til þess að vera í tóbaksreyk. þau em alls ekki spurð og ekki er tekið mark á athugasemdun þeirra um óþægindi sem þau verða fyrir af tóbaksreyknum. Má þar t.d. nefna börn í bíl þar sem reykt er, böm í heimahúsum þar sem reykt er, börn á kaffihúsum og matsölustöðum þar sem reykt er, barn í móðurkviði hjá reykjandi móður, bam á bijósti hjá reykjandi móður og svo mætti lengi telja. Fullorðnir reykja yfir börnum næstum því hvar sem er og hvenær sem er nema kannski helst í svefn- herbergjum þeirra. Börnum líður illa í tóbaksreyk, þau svíður í augun, þeim verður óglatt, og einnig má Hamborgari með brauði Komi flatbrauð 300 gr. Vínber blá ^S* Kjörís heimitíspaktó Sorppokaf/ stóríj^iÖ,?^ Sjampó 0.5I* 2 JgS 3 KAUPSTADUR MIÐVANGI HAFNARFIRÐI § VESTUR í BÆ (JL- HÚSINU) I MJÓDD :_____________________________________________________________________3______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________J Lilja Eyþórsdóttir rekja margvísleg veikindi, sérstak- lega yngri bama, til óbeinna reyk- inga s.s. síendurteknar eymabólgur og öndunarfærasjúkdóma (kvef, asma, lungnabólgu). Ábyrgð mæðra Ut er kominn bæklingur um börn og óbeinar reykingar, sem Tóbaks- vamanefnd og Krabbameinsfélag Reykjavíkur gefa út. Megintilgang- ur með útgáfu bæklingsins er að vekja fólk til alvarlegrar umhugs- unar um skaðleg áhrif tóbaksreyks á börn, bæði fyrir og eftir fæðingu þeirra. Þessi bæklingur hefur fengið þá gagnrýni að hann kalli eingöngu konur til ábyrgðar og ráðist sé á kvenímyndina í myndmáli. Meðal þess sem fundið hefur verið að er t.d. mynd af bijósti með sígarettu í stað geirvörtu. Staðreyndin er ein- mitt sú að kona sem reykir og gef- ur bami bijóst er að gefa því níkót- ín. Er hægt að mæla með því? Þurr- mjólk með nikótíni væri auðvitað ekki gefín börnum. Einnig má nefna mynd af „afkáralegri ófrískri konu með 4 ára krakka í maganum“ (kon- an er einnig reykjandi). Hvað er afkáralegra en reykjandi ófrísk kona? Snuð með logandi sígarettu er ein af þessum myndum. Eftir fæðingu hafa sum börn verið með fráhvarfseinkenni, þjáðst af ni- kótínskorti og verið mjög óróleg þar til þau fá að anda að sér tóbaks- reyk. Á baksíðunni er mynd af barni með gasgrímu til verndar gegn eit- urefnum. Tóbaksreykur er þrunginh eiturefnum. Það er eingöngu á ábyrgð hinna fullorðnu að vernda börn gegn tó- baksreyk og ég tel að mæður hljóti að fara þar fremstar í flokki. Stað- reyndin er sú að í þjóðfélagi okkar bera konur hitann og þungann af uppeldi og umönnun barnanna. Mæður fara oftast með börnin sín til læknis þegar þau eru veik, mæð- ur eru oftast heima þegar börnin eru veik, mæður aðlaga oftast sína vinnu að þörfum barnanna, mæður gefa bijóst, mæður ganga með barn. Auðvitað eru til feður sem axla þessa ábyrgð, en staðreyndin er sú að þeir eru mjög fáir og vonandi fer þeim fjölgandi. Skiptar skoðanir eru um það hvemig koma skuli upplýsingum til þeirra er málin varða, þ.e. áróðri í texta og myndmáli, hörðum eða mjúkum. Þegar velferð barna er annars vegar, held ég að leyfilegt sé að taka djúpt í árinni í upplýs- ingamiðluninni. Skrifaðar hafa verið greinar og gefnir úr bæklingar um böm og skaðsemi reykinga. Þar má t.d. nefna bæklinginn „Foreldrar og reykingar". Myndmálið í þeim bækl- ingi er teikningar eftir börn og beint ákall til foreldra um að taka tillit til þeirra. Gera foreldrar það? Bamið segir nei Foreldrar eru sterkar fýrirmyndir í uppeldi bama sinna og það er því þeirra ábyrgð að vernda börn sín gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er. það gera þeir með því að segja nei við öllu þvS sem skaðar barnið. Einn- ig er mikilvægt að börnum sé kennt að segja nei við óþægindum og að þau fái að reyna að tekið sé mark á þeim. Barn sem segir „ekki reykja nálægt mér, mér fínnst það óþægi- legt“, og upplifír að það sé tekið mark á því (fær stuðning foreldra sinna), er betur undir lífíð búið en barn sem getur ekki sagt „ekki gera þetta, mér fínnst það vont“ og þarf að búa við þá þvingun að vera í óþægilegum aðstæðum. Það er á engan hátt hægt að réttlæta að börn séu í tóbaksreyk og því er skylda allra að hindra slíkt og vekja athygli þeirra sem mis- bjóða barni á rétti þess til heilbrigðs lífs. Tökum höndum saman, kennum börnum að hafna öllum eiturefnum. Byijum í okkar nánasta umhverfi. Segjum nei við tóbaksreyk. Höfundur er fóstra og á sæti í Tóbaksvarnanefnd. Reiðhj ólaskoðun lög- reglunnar við skólana Á VEGUM lögreglunnar í Reykjavík er hjólaskoðun við grunn- skóla borgarinnar dagana 29. maí til 4. júní. Tímasetning hefur verið auglýst í öllum skólum. Lögreglan telur mjög mikilvægt að ná til flestra hjólreiðabarna, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Nú fer í hönd sá tími sem slys á fólki á reiðhjólum eru hvað algeng- ust. Lögreglan leggur áherslu á að sem flest böm mæti með hjól sín til skoðunar og að foreldrar hafi eftirlit með yngstu börnunum þegar þau byija að hjóla og veiti þeim tilsögn í umferðinni. Einnig vill lögreglan minna á að börnum yngri en sjö ára er óheim- ilt að vera á reiðhjólum á almanna- færi. -Börn yngri en tíu ára ættu ekki að hjóla á akbrautum. Heimilt er að hjóla á gangbrautum og gang- stígum þar sem það er hægt án hættu eða óþæginda fyrir gangandi vegfarendur. Reiðhjólaskoðun lögreglunnar 1992: Föstudaginn 29. maí: Klébergsskóli kl. 11.00-12.00 Varmárskóli kl. 13.30-15.00 Mýrarhúsaskóli kl. 10.00-11.30 Mánudaginn 1. júní: Hlíðarskóli kl. 10.00-11.30 Austurbæjarskóli kl. 10.00-11.30 Grandaskóli kl. 10.00-11.30 Melaskóli kl. 13.30-15.00 Vesturbæjarskóli kl. 13.30-15.00 Hvassaleitisskóli kl. 13.00-15.00 Þriðjudaginn 2. júní: Fossvogsskóli Laugarnesskóli Langholtsskóli Vogaskóu kl. 10.00-11.30 kl. 10.00-11.30 kl. 10.00-11.30 kl. 13.30-15.00 Breiðagerðisskóli kl. 13.30-15.00 Álftamýrarskóli kl. 13.30-15.00 Miðvikudaginn 3. júní: Breiðholtsskóli kl. 10.00-11.30 Fellaskóli kl. 10.00-11.30 Ölduselsskóli kl. 10.00-11.30 Hólabrekkuskóli kl. 13.30-15.00 Seljaskóli kl. 13.30-15.00 Selásskóli kl. 13.30-15.00 Fimmtudaginn 4. júní: Foldaskóli kl. 10.00-11.30 Árbæjarskóli kl. 10.00-11.30 Ártúnsskóli kl. 10.00-11.30 Æfíngaskóli KHÍ kl. 13.30-15.00 Landakotsskóli kl. 13.30-15.00 ------» ♦ ♦----- Sirkus til Keflavíkur JÖRUNDUR Guðmundsson hef- ur óskað eftir leyfi bæjarráðs Keflavíkur, til að setja upp sirkus í bænum í sumar. Er óskað eftir heimild til að setja upp sirkus á malarvellinum við Hringbraut dagan 16. til 19. júlí í sumar. Bæjarráð tekur jákvætt í umsóknina og felur knattspyrnu- ráði til afgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.