Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 17 Sameining rithöfunda og eftirköst hennar Seinni grein eftir Sigurð A. Magnússon Síðasta verkefni Rithöfundasam- bandsins gamla, áðuren það leystist upp um leið og Rithöfundafélag ís- lands hvarf af vettvangi, var að efna til rithöfundaþings sem haldið var í Norræna húsinu dagana 9.-11. maí 1974 að viðstöddum fulltrúum rithöf- undasamtaka á Norðurlöndum. Nor- rænu gestirnir voru: Ebba Haslund frá Noregi, Karsten Hoydal frá Fær- eyjum, Márten Ringbom frá Finn- landi, Per Olof Sundman frá Svíþjóð og Poul Vad frá Danmörku. í setningarræðu gat ég þess sérstak- lega að útgefendur hefðu til þessa þvemeitað að semja við rithöfunda, en samningur við Ríkisútvarpið verið óbreyttur í sex ár og laus undan- gengin tvö ár. Hinir erlendu gestir tóku allir til máls og Per Olof Sund- man kvaðst hafa meðferðis stórt safn bóka sem honum hefði verið falið að færa nýju samtökunum að gjöf frá sænskum rithöfundum. Gunnar skáld Gunnarsson flutti einn- ig stutt ávarp og kvaðst hafa beðið eftir stofnun hinna nýju samtaka áratugum saman. Lagði hann fram formlega beiðni um upptöku í þau jafnskjótt og gengið hefði verið frá stofnuninni. Segja má að með þeirri gerð hafi hann fyrstur manna geng- ið í Rithöfundasambandið og með táknrænum hætti fírrt sig ábyrgð á klofningnum 1945, enda var aldrei ætlun hans_ að úrsögnin úr Rithöf- undafélagi íslands hefði þær örlaga- ríku afleiðingar. Sjálft rithöfundaþingið stóð frá fímmtudegi fram á laugardagskvöld, en sunnudagurinn 12. maí var eigin- lega stofndagur Rithöfundasam- bands íslands. Sameiningarnefndin hafði lagt mikla vinnu í undirbúning fundarins og samið stofnskrá fyrir samtökin, en rétt áðuren ég átti að flytja skýrslu nefndarinnar, kom alls óvænt babb í bátinn. Varpað var inná fundinn úrslitakostum þess efn- is, að hópur í Félagi íslenskra rithöf- unda tæki ekki þátt í stofnun sam- bandsins nema fallist væri á tillögu þess efnis, að sett yrði á laggirnar sérstakt rithöfundaráð sem starfaði innan sambandsins, en hefði sjálf- stætt verksvið og ætti að gæta menningarlegra hagsmuna rithöf- unda. í ráðinu skyldu sitja 12 menn, kosnir á rithöfundaþingi, og vera fulltrúar allra bókmenntagreina. Síð- ar var ákveðið að rithöfundaþing skyldi haldið fjórða hvert ár. Gert var hlé á fundarstörfum til að ræða þessa úrslitakosti, og niðurstaðan varð sú að happasælast væri að setja ráðið á laggirnar. Var undinn bráður bugur að því að semja drög að lögum fyrir það. Voru þau þvínæst borin undir fundarmenn og samþykkt. Þá loks var hægt að byija á eiginlegum störfum stofnfundar sem gengu greiðlega. Kosið var 12 manna rit- höfundaráð og heiðursfélagar sam- bandsins kjörnir þeir Guðmundur G. Hagalín, Gunnar Gunnarsson, Hall- dór Laxness, Sigurður Nordal, Tóm- as Guðmundsson og Þórbergur Þórð- arson. Með mér í fyrstu stjórn sam- bandsins voru kosnir þeir Ingimar Erlendur Sigurðsson, Ólafur Haukur Símonarson, Stefán Júlíusson og Vésteinn Lúðvíksson, en í varastjórn þær Asa Sólveig og Jenna Jensdóttir. Bráðum kemur betri tíð? Þriggja áratuga klofningur rithöf- unda var í orði kveðnu úr sögunni, og gera mátti ráð fyrir betri tíð. Eða hvað? Óneitanlega voru ýmsar blikur á lofti. Félag íslenskra rithöfunda neitaði að leggja sjálft sig niður og hefur skrimt frammá þennan dag. Þannig má svo til orða taka, að helm- ingur gamla Rithöfundasambandsins tóri enn, og því sé rangt að líta á Rithöfundasamband íslands sem arf- taka þess. Samböndin tvö eiga ekk- ert sammerkt nema nafnið, enda var gamla sambandið allt annars eðlis. Fyrstu merki um tilraun til nýs klofn- ings komu fram seint á árinu 1974. Þá skrifaði Jónas Guðmundsson, sem orðinn var formaður Félags íslenskra rithöfunda, greinarkorn í Alþýðu- blaðið og mótmælti þeim orðum mín- um að félagið væri einungis bók- menntaklúbbur: „Allt tal um að Fé- lag íslenskra rithöfunda sé bara klúbbur er út í hött. — í Félagi ís- lenskra rithöfunda eru um 140 félag- ar og hafa fullan hug á að beijast fyrir bættum kjörum rithöfunda og munu ekki breyta um stefnu, þótt stjórn rithöfundasambandins hag- ræði nátthúfunni stöku sinnum." í október 1974 kaliaði ég rithöf- undaráð saman til fyrsta fundar, og var Indriði G. Þorsteinsson kjörinn formaður þess, en með honum í stjórn þeir Einar Bragi og Matthías Johann- essen. Því miður fór það svo, að ráð- ið reyndist ákaflega athafnalítið, enda má segja að það hafi liðið fyrir varfærni og hræðslu við viðkvæm mál. Þegar Einar Bragi var ákærður og sóttur til saka af „Vörðu landi“ fjallaði ráðið ekki um það mál, held- ur sneri Einar Bragi sér beint til stjórnar Rithöfundasambandsins og bað um að skipuð yrði nefnd 12 rit- höfunda til að leggja mat á málatil- búnað. í nefndinni sátu auk mín þeir Gunnar skáld Gunnarsson, Snorri Hjartarson, Ólafur Jóhann Sigurðs- son, Jón úr Vör, Thor Vilhjálmsson, Jón Óskar, Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Júlíusson, Andrés Kristjáns- son, Björn Bjarman og Hilmar Jóns- son. Einróma niðurstaða nefndarinn- ar var þessi: „Kærumál og fjárheimt- ur af þessu tagi eru árás á tjáningar- frelsi manna og stefna að þess konar tálmunum fyrir prentfrelsi, sem stjórnarskráin kveður svo skýrt á um, að aldrei megi í lög leiða.“ Norræna rithöfundaráðið fékk áhuga á málinu og fól mér að kynna það á ársfundinum sem haldinn var í Noregi sumarið 1975, og varð þá annar mikill hvellur með dyggum stuðningi Morgunblaðsins sem dög- um saman birti margar opnur með greinum og viðtölum við „réttþenkj- andi" höfunda um afglöp mín og þjóðhættulegar hneigðir. Þar kom meðal annars fram að afskipti Nor- ræna rithöfundaráðsins af mála- rekstri „Varins lands“ jafngiltu íhlut- un í hérlend innanríkismái, og var skondin röksemd með hliðsjón af skrifum sama blaðs um ritskoðun og ofsóknir á hendur rithöfundum í austantjaldslöndum. Skal sú saga ekki rakin frekar hér, en mitt per- sónulega mat er að rithöfundaráðið íslenska hafi verið haldið uppdrátt- arsýki, enda veslaðist það upp hljóða- laust áðuren mörg ár voru liðin. Kannski var meinsemdin í því fólgin, að sterk öfl í ráðinu litu á tjáningar- frelsi sem pólitískt mál en ekki menningarlegt, og þá hljóta menn að spyija, í hveiju menningarlegir hagsmunir rithöfunda séu eiginlega fólgnir. Fyrsta áratug Rithöfundasam- bandins voru öðruhveiju hafðir í frammi klofningstilburðir og þá eink- um af hálfu Félags íslenskra rithöf- unda, en þeir báru sem betur fer lít- inn sem engan árangur. Árið 1982 sendi félagið frá sér dreifibréf þar- sem segir að félagar „eru nú þegar orðnir á níunda tug“. Þar segir enn- fremur: „Félag íslenskra rithöfunda mun gæta hagsmuna félaga sinna eftir bestu getu. Stjórn Rithöfunda- sambandsins gumar mjög af samn- ingum við útgefendur, leikhús og Námsgagnastofnun. Félag ísl. rithöf- unda mun fara sínar eigin leiðir í samningum við þessa aðila og fleiri, og gæta þess að rithöfundafé verði ekki notað til eyðslu og risnu handa þeim, sem telja sig nú ráða yfir öllum rétti rithöfunda ... Meðlimir FÍR lita réttilega svo á, að það samkomulag Sigurður A. Magnússon „Þetta átti ekki að vera saga Rithöfundasam- bands íslands, heldur einungis nokkur minn- ingabrot úr eigin reynslu og árétting þess, að forustuhlut- verk í samtökum rithöf- unda hefur aldrei verið og verður sennilega aldrei neitt sældar- brauð, öðru nær, enda eru höfundar einatt næmgeðja, hörundsárir og skapheitir.“ sem gert var um sameiningu rithöf- unda hafi verið svikið í öllum grein- um, og þess vegna sé sameiningin sjálfkrafa úr sögunni.“ Á síðustu árum hefur lítið heyrst úr þessari átt, enda fara engar sögur af hagsmunagæslu eða samnings- gerð FÍR. Fyrrum félagar í FÍR eru enn sem fyrr langsamlega flestir inn- an vébanda Rithöfundasambands Ís- lands. Eftirköst sameiningar Má þá ekki benda á neitt sem til heilla horfði eftir sameininguna? Vissulega, og það heldur fleira en færra. Strax í árslok 1974 hafði Rit- höfundasambandið fengið því fram- gengt að Ríkisútvarpið fékkst til að semja eftir áralanga undanfærslu, og nam hækkun á taxta rithöfunda einum litlum 100%! Eftir mikið og langvinnt þjark við útgefendur feng- ust þeir um síðir til að setjast að samningaborði, og 16. desember 1975 var fyrsti samningur við útgef- endur undirritaður, sem vissulega var sögulegur áfangi. Tveimur vikum síðar var í fyrsta sinn undirritaður samningur milli leikhúsanna í Reykjavík og Ieikritahöfunda um greiðslu og flutning á íslenskum leik- ritum. Fyrir hönd leikhúsanna undir- rituðu samninginn þau Sveinn Ein- arsson og Vigdís Finnbogadóttir, en fyrir hönd _ rithöfunda við Ömólfur Árnason. Á þessu skeiði var líka gerður fyrsti samningur við Náms- gagnastofnun, en ég hef ekki við höndina heimildir um hvenær það var. Stórmerkur áfangi, sem reyndar átti sér aðdraganda fyrir sameiningu rithöfunda en var lögfestur í árslok 1975, var stofnun Launasjóðs rithöf- unda að frumkvæði Svövu Jakobs- dóttur sem þá sat á Alþingi og naut fulltingis Gunnars Thoroddsens við undirbúning máisins. Þar var orðið við kröfu frá rithöfundaþingi 1969 þess efnis, að hluta fjármagnsins, sem ríkið tók í söluskatt af bókum og nam hærri upphæð en samanlögð- um ritlaunum höfunda, skyldi varið til að stuðla að bókmenntasköpun í landinu. Én sá langþráði áfangi átti líka • eftir að draga dilk á eftir sér. Þegar dró nær aðalfundi Rithöfundasam- bandsins vorið 1976 urðu miklar sviptingar, og þá kvað við nákvæm- lega sama tón og heyrst hefur uppá síðkastið. Að lokinni þeirri orrahríð skrifaði Jóhannes Helgi í Morgun- blaðið 3. júní: „Það var fyrst og fremst kosið um það, hvort samtök rithöfunda ættu í framtíðinni að vera rekin fyrir fáa útvalda, einhvers kon- ar sjálfskipaðan aðal innan samtak- anna — eða sem stéttarfélag í orðs- ins fyllstu merkingu.“ Eftir þá hildi vorum við Njörður P. Njarðvík — fulltrúar „aðalsins" — í minnihluta í stjórninni, en ég sleppti samt ekki hendi af stjórnvelinum, og einhvem- veginn sigldum við farsællega í rétta höfn þráttfyrir ágjafir og dumbung- skafla. Jóhannes Helgi lauk grein sinni með þessum orðum: „Ný fræðigrein, sjóðafræði, þ.e. hvernig sömu mönn- um auðnast að hljóta úthlutun úr ýmsum sjóðum ár eftir ár, sú fræði- grein ber tæpast sitt barr eftir það afl til andófs sem á fundinum birtist ... Rithöfundasamtökin eru ekki söm eftir þessar sviptingar, þau eru virk- ari — og ekki eins flokkspólitísk. Það eitt er út af fyrir sig góðra gjalda vert og til þrifa.“ Ekki má skiljast svo við þessa snubbóttu upprifjun, að ógetið sé starfsmanna Rithöfundasambands- ins. Fyrsta árið var skrifstofan í Þverholti við hliðina á Þórskaffi og starfsmenn hvort á eftir öðru þau Ási í Bæ og Olga Guðrún Árnadótt- ir, bæði í hlutastarfi. Þegar umsvif jukust var flutt á Skólavörðustíg 12 og Rannveig Ágústsdóttir ráðin skrifstofustjóri 1975 að ábendingu þeirra hjóna Vilborgar Dagbjarts- dóttur og Þorgeirs Þorgeirssonar. Var það sambandinu sannkallað happ, enda hefur Rannveig staðið einsog klettur í öllum boðaföllum lið- inna 17 ára og engan bilbug á henni að finna. Sömu aðilar bentu okkur á að fela Ragnari Aðalsteinssyni á hendur lögfæðilega hagsmunagæslu sambandsins, og er á engan haliað þó staðhæft sé að það hafi verið eitt- hvert mesta heillaspor sem við stig- um. Hefur sambandið notið víðtækr- ar reynslu hans, glöggskyggni og yfirburðaþekkingar öll þessi ár, og hefur ekki skipt litlu máli við hvers- konar samningagerð. Án atbeina Ragnars væri Rithöfundasamband Islands varla það höfuðvígi ritlistar- manna sem raun er á orðin. Ég skal ekki rekja þessa sögu öliu lengra, enda hvarf ég úr stjórn sam- bandsins vorið 1978. Við embætti formanns tók Njörður P. Njarðvík og gegndi því af miklum myndugleik og dugnaði næstu sex ár. Undir for- ustu hans voru samningar við útgef- endur í þrígang og samningar við leikhúsin í tvígang endurbættir. Samningur við Námsgagnastofnun var endurskoðaður og gerður fyrsti þýðingasamningur sem olli þáttaskil- um í starfi þýðenda. í honum var í fyrsta sinn viðurkenndur höfundar- réttur þýðenda og fyrsti ráðstöfunar- réttur útgefenda takmarkaður við 3.000 eintök. -Mesta afrekið var þó kannski samningurinn við ríkisvaldið um gjald fyrir ijölföldun texta í skól- um, sem hafði verið stunduð ólöglega ailt síðan höfundalög gengu í gildi árið 1972. Má segja að með þeim samningi hafí öll samningamál rit- höfunda verið komin í höfn, þó vitan- lega verði látlaust að endurskoða og endurbæta þá samninga sem gerðir hafa verið. Rithöfundasambandið hafði forgöngu um þessa samnings- gerð, en síðan komu tónskáld og aðrir rétthafar til skjalanna. Þessu máli öllu var lokið með heiidarsamn- ingi áðuren Njörður lagði niður for- mennsku árið 1984, en þá var eftir að semja um skiptingu fjárins milli rétthafa. Það hlutverk féll til Sigurð- ar Pálssonar sem tók við stjóm- artaumum og hélt um þá í fjögur ár. Reyndist hann frábærlega slyng- ur samningamaður og mikill mann- asættir. I hans tíð eignaðist sam- bandið loks þak yfír höfuðið. Einar Kárason tók við af honum árið 1988 og er nú að kveðja eftir feril sem hann getur verið stoltur af ekki síður en þeir sem lögðu honum ábyrgðina á herðar. Og enn eru kaflaskipti í vændum sem vonandi boða áfram- hald á þeirri viðleitni að þétta fylkinguna. Þetta átti ekki að vera saga Rit- höfundasambands Islands, heldur einungis nokkur minningabrot úr eigin reynslu og árétting þess, að forustuhlutverk í samtökum rithöf- unda hefur aldrei verið og verður sennilega aldrei neitt sældarbrauð, öðru nær, enda eni höfundar einatt næmgeðja, hörundsárir og skapheit- ir. Það er í senn styrkur þeirra og veikleiki, og ekkert nema gott um það að segja meðan þeir bera gæfu til að halda hópinn og beita samtaka- mættinum til að veija kjör sín og sækja fram til nýrra áfangasigra. Höfundur er rithöfundur. úthverfi Potsdam. „Stolpe brást mjög vel við og fól embættismönn- um sínum þegar að kanna, hvernig hægt væri að heiðra minningu Jóns Leifs,“ sagði Jón. „Hvort sem tekst að bjarga húsinu eða ekki þá er nær víst, að annað hvort gatan, þar sem það stendur, eða torg í nágrenninu, verður skírð í höfuðið á Jóni. Torg- ið er kannski líklegra núna, enda ber það ekkert heiti. Gatan er hins vegar heitin eftir konu, sem áhöld eru nú um hvort var þjóðhetja eða slæmur kommúnisti. Ef Þjóðveijar komast að þeirri niðurstöðu, að hún hafi ekki verið þjóðhetja, þá er lík- legt að skipt verði um nafn á göt- unni og hún heitin eftir Jóni.“ Hús Jóns Leifs í Þýskalandi: Ekki gert ráð fyrir fjárveitingn „ÞAÐ liggur ekkert fyrir um hugsanlegar skuldbindingar íslenska ríkisins vegna húss Jóns Leifs í Þýskalandi. Það er ekki gert ráð fyr- ir neinni slíkri fjárveitingu á þessu ári,“ sagði Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytissljóri í utanríkisráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa þýsk yfirvöld áhuga á að varðveita hús það í Rehbriicke, sem Jón Leifs bjó í um tólf ára skeið, eða fram til ársins 1944. Sá möguleiki hefur verið ræddur, að íslensk stjórnvöld taki á einhvern hátt þátt í endurbygg- ingu hússins, sem er mjög illa far- ið. Þorsteinn Ingólfsson benti á, að á fjárlögum þessa árs væri ekki gert ráð fyrir slíkum útgjöldum. „Áhugi þýskra yfirvalda á þessu hefur verið að koma í ljós á síðustu vikum. Húsið er afar illa farið og stenst ekki nútímakröfur. Viðgerð yrði því umfangsmikil, en ég veit ekki um hve háar upphæðir yrði ræða,“ sagði Þorsteinn. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði rætt málið við Manfred Stolpe, forsætisráðherra Branden- burg, fyrir tæpum mánuði. Reh- briicke, þar sem húsið stendur, er lítill bær í Brandenburg og í raun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.