Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 32 Minning: Jóhann Einarsson, blikksmíðameistari Fæddur 15. september 1927 Dáinn 15. maí 1992 Fuglinn litli flýpr létt fijáls um himingeiminn. Lífið allt er línum sett ljósrák gegnum heiminn. (Guðmundur Hannesson) Okkur systurnar langar tii að kveðja elskulegan frænda okkar, Jóhann Einarsson, í örfáum orðum og þakka honum fyrir allar góðu samverustundirnar síðastliðin 30 ár. Okkur eru minnisstæðastar stundimar er við áttum saman yfir kaffibolla og kökum í sumarbú- staðnum á Þingvöllum með Jóa frænda og eiginkonu hans, Jennýju. Þar vom oft skemmtilegar samræður um ferðalög og óbyggð- ir íslands. En það var líf og yndi þeirra hjóna að ferðast um Island á ijallabílnum og kanna ótroðnar slóðir. Við minnumst Jóa frænda með hlýju og okkur verður alltaf hugsað til þess þegar hann blés út aðra kinnina og sagði: „Fæ ég ekki einn koss?“ Hafi elsku frændi þökk fyrir allt og allt og megi hann hvíla í Guðs- ríki. Yfrum þegar ertu kominn, yndisleg þér birta skín. Heilög rætist hjartans vonin. Herrann segin Kom til mín. (Guðmundur Hannesson) Elsku Jenný, frænkur okkar og frændur, Guð styrki ykkur og varð- veiti. Anna María og Guðfinna Inga Sverrisdætur. Mig langar til að minnast vinar og félaga og veit að ég mæli hér fyrir hönd margra fyrram lærlinga í blikksmíði frá Nýju blikksmiðj- unni, þar sem hann var einn af eigendum og verkstjóri um margra ára skeið eða þar til hann lét af störfum fyrir einu og hálfu ári. Jóhann var fæddur í Reykjavík. Foreldrar hans vora Guðfínna frá Sandvík í Sandvíkurhreppi í Arnes- sýslu og Einar Ingvar, forstjóri og stofnandi Nýju blikksmiðjunnar. Jóhann lærði blikksmíði hjá föður sínum 1953-1957 og var jafnframt í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi 1957 og meistara- bréf fékk hann 1960. Jóhann kvæntist 28. september 1946 Björgu ísaksdóttur, en þau slitu samvistir. Börn þeirra era Helga Sigríður, fædd 4. mars 1946, gift Guðjóni Helgasyni og eiga þau fjögur börn; Guðfínna, fædd 18. október 1948, gift Henk Hoogland og búa þau í Hollandi, hún á þijú böm af fyrra hjónabandi; Jóhanna, fædd 6. nóvember 1950, gift Ingm- ar Furavik og eiga þau tvö börn og búa í Svíþjóð; Einar Ingvar, fæddur 23. september 1955, kvæntur Helgu Leifsdóttur og eiga þau tvö börn; Isak Vilhjálmur, fæddur 29. október 1958, sambýlis- kona Inga Siguijónsdóttir og eiga þau 1 barn. Seinni kona Jóhanns er Jenný Sigrún Sigfúsdóttir, fædd 13. júlí 1933. Þau vora barnlaus en hún á 3 dætur af fyrra hjónabandi. Þær eru margar skemmtilegar minningar frá lærlingsárunum undir verkstjóm Jóhanns. Hans kostur var hve hann sýndi okkur mikið traust við störf okkar og nám. Eg man þegar við voram að vinna fyrir Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi og það kom tveggja metra tréfjöl með mjólkurbfl í bæ- inn með teikningu frá flokksstjóra okkar að austan. Jóhann skoðaði spýtuna með tveimur sveinum en áttaði sig ekki á teikningunni og kom þá til mín og spurði hvort ég skildi þetta en ég hafði þá haft pata af þessari spýtu sem var með teikningu af stórri þakrennu við skyggni móttökupalls mjólkurbús- ins og svaraði ég því já. Jóhann sagði þá: „Smíðaðu þetta, drengur, og taktu sveinana með þér.“ Þetta þótti mér mikið traust, lærlingi á öðru ári. Jóhann vinur minn átti við sinn vanda að glíma þó hann hafí verið búinn að ná nokkrum tökum á honum seinni ár en þá kom bara annar en það var hjartasjúkdómur- inn. Ég minnist samtals okkar eft- ir að hann hætti störfum í Nýju blikksmiðjunni að hann hafði nóg að gera í sælustaðnum sínum á Þingvöllum og svo vora það barna- börnin. Um heilsufarið sagði hann að hann vildi einhvern tíma fá að sofna þegar að kæmi og vakna ekki meir. Þessi orð komu upp í huga mér þegar ég frétti andlát hans því honum varð þar að ósk sinni. Ég kveð hér góðan vin og fé- laga. Vil ég votta fjölskyldu hans samúð mína og bið góðan Guð að styrkja þau. Garðar Erlendsson. Með fáum orðum langar mig til að minnast tengdaföður míns, Jó- hanns Einarssonar, blikksmíða- meistara, sem lést á heimili sínu 15. maí síðastliðinn. Jóhann var sonur hjónanna Guð- finnu Jóhannsdóttur og Einars I. Pálssonar, forstjóra, sem rak sitt eigið fyrirtæki, Nýju blikksmiðjuna í Reykjavík. Jóhann nam blikksmíði í fyrirtæki föður síns og starfaði við þá iðn að mestu alla tíð. Tveir yngri bræður Jóhanns, Jónas Hauk- ur, sem lést fyrir fáum árum, og Sverrir, námu einnig blikksmíði og unnu þeir bræður lengi saman hjá Nýju blikksmiðjunni, sem var virt fyrirtæki hér í borg. Nýja blikk- smiðjan bryddaði upp á ýmsum nýjungum í sinni grein undir stjórn þeirra bræðra á sínum tíma. Jóhann kvæntist Björgu ísaks- dóttur frá Bjargi, Seltjarnarnesi, árið 1946. Eignuðust þau fimm börn saman; Helgu Sigríði, hár- greiðslumeistara, gifta Guðjóni Helgasyni, sölustjóra; Guðfínnu, hárgreiðslumeistara, gifta Henk Hoogland, veitingamanni. Þau búa í Hollandi. Guðfínna var áður gift Guðmundi Eiríkssyni, starfsmanna- stjóra og áttu þau þijú börn sam- an; Jóhönnu, sem er kaupmaður, gift Ingimar Furuvík, kaupmanni. Eiga þau tvö börn og búa í Sví- þjóð; Einar Yngva, blikksmið, kvæntan Helgu Eiðsdóttur, skrif- stofumanni. Eiga þau tvö börn. Yngstur er ísak Vilhjálmur, tré- smiður. Sambýliskona hans er Inga Siguijónsdóttir, arkitekt. ísak á einn son. Barnabörnin eru því orðin tólf sem kveðja nú afa Jóa. Jóhann og Björg slitum samvistir en voru alla tíð góðir vinir sem var börnum þeirra mikils virði. Jóhann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Jenný Sigf- úsdóttur, skrifstofumanni, árið 1971. Þau eignuðust ekki börn sam- an en Jenný átti þijár dætur frá fyrra hjónabandi. Þær era Sigrún, Þorgerður og Aldís Einarsdætur. Barnabörn Jennýjar eru orðin níu og eitt langömmubarn. Fyrir tæpum þrjátíu árum kynnt- ist ég Jóhanni fyrst þegar ég kom með Helgu á heili hans. Alla tíð síðan fór vel á með okkur og oft slegið á létta strengi enda eins gott því konan mín hefur allaf verið mikil pabbastelpa. Jóhann hafði mikið yndi af ferðalögum og ferðað- ist hann mikið um landið sitt. Átti hann sérútbúinn bfl til þessara ferða. Ferðalögin gáfu Jóa og Jenný mikið og höfðu þau frá miklu að segja þegar hist var. Seinni ár, þegar þrekið fór að minnka, var frekar farið í sælureit fjölskyldunnar á Þingvöllum, en þar má sjá mörg hagleiksverk Jóhanns, bæði utan sem innan dyra. í sumar- bústaðnum undi hann sér vel seinni ár. Ekki verður hjá því komist að minnast á snyrtimennsku Jóa. Var hún alveg einstök. Mátti sjá það hvort sem um var að ræða bílana, heimilið eða hann sjálfan. Um leið og við kveðjum Jóhann bið ég Guð um að gefa eiginkonu og ástvinum styrk á þessari stundu. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þökk. Megi hann hvíla í friði. Guðjón Helgason. Það er erfítt að trúa að afi Jói sé dáinn. Hann var alltaf svo hress og kátur hvenær sem maður hitti hann. Við hittum afa oft síðastliðin ár uppi í sumarbústað á Þingvöllum þar sem afí og Jenný eyddu mörg- um góðum stundum saman. Alltaf þegar maður kom austur á Þing- völl fékk maður góðar og hlýjar viðtökur. Það var svo gott að hafa afa nálægt og var hann alltaf tilbú- inn að hjálpa okkur að koma okkur vel fyrir. Áfí naut þess vel að vera uppi í bústað og leyndi því ekkert hversu vænt honum þótti um sum- arbústaðinn sem hann var búinn að gera svo fallegan og hlýlegan. Afí sá um að þar yrði gengið vel um og öllu haldið vel við þvi hann var einstakt snyrtimenni. Það verð- ur skrítið að fara upp í bústað og hafa engan afa til að taka á móti sér. En þó svo hann verði ekki leng- ur í sjón verður hann alltaf með okkur í huganum. Við höfum líka svo skemmtilegar minningar um stóra bílinn hans afa sem var alltaf eins og nýr, þó svo hann sé 20 ára gamall. Þegar öll ættin fór í ferðalag á sumrin var aðalsportið hjá okkur krökkunum að fá að vera í bílnum hjá afa og Jenný og vorum við allt upp í 10 stykki aftur í og sátum við nú ekki alltaf alveg kyrr en þau gátu nú stillt okkur á milli með skemmtileg- um frásögnum um staðina sem við ókum framjá því þau voru búin að ferðast um allt landið og þekktu hveija þúfu hvert sem farið var. Með þessum orðum kveðjum við systkinin elsku afa okkar með mikl- um söknuði. Elsku Jenný, megi Guð styrkja þig og vera með þér í þess- ari miklu sorg. Rakel Ýr, Björg Ýr og Eiríkur. Kveðja til afa Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Svanborg. Þegar líða tekur á ævina þurfum við iðulega að sjá á bak samferða- fólki, sem okkur er kært, kunningj- um, vinum eða ættingjum, yfir móðuna miklu. Sjaldnast erum við sátt við að hlíta þeim dómi, að sá burtkallaði sé horfinn okkur, enda þótt það sé það eina, sem við öll eigum alveg víst. Þannig var því svo sannarlega farið, þegar ég frétti lát frænda míns, Jóhanns Einarssonar, 15. maí síðastliðinn. Hann var að undirbúa helgarferð þeirra hjóna í sumarbústaðinn við Þingvallavatn og ætluðu þau að fara, þegar vinnudegi konu hans væri lokið. Sú ferð var aldrei farin því æðri máttarvöld gripu í taum- ana og hann var látinn áður en lagt skyldi af stað. Jóhann hafði kennt sér meins fyrir allmörgum árum en virtist hafa komist yfír það að mestu og gat lifað eðlilegu lífi. Hann var glaður og jákvæður og lét vel af heilsu sinni, þegar við hittumst, svo skyndilegt fráfall hans kom sem reiðarslag. Jóhann Einarsson fæddist í Reykjavík 15. september 1927, sonur hjónanna Guðfinnu Jóhanns- dóttur og Einars Pálssonar blikk- smíðameistara. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt fjórum systkinum, gekk i Iðnskólann í Reykjavík og lærði blikksmíði hjá föður sínum í Nýju blikksmiðjunni og vann í því fyrirtæki allan sinn vinnudag. Jóhann var afburða verklaginn, vandvirkur og velvirkur og alveg einstakt snyrtimenni við öll sín störf, hvort heldur var í smiðjunni, á heimilinu, í sumarbú- staðnum eða við umhirðu á bílnum. Hann fór nærfærnum höndum um allt, sem hann handlék. Hann var ljúfmenni og drengur góður. Ég þekkti hann frá því ég man fyrst eftir mér og á margar góðar minn- ingar, sem tengjast honum, alveg frá bamæsku, þegar við vorum áhyggjulaus í foreldrahúsum og undum okkur við alls kyns leiki og spil á hátíðis- og tyllidögum þegar fjölskyldur okkar komu saman. Állir höfðu nægan tíma til að gleðj- ast og vera saman. Þetta voru ynd- isleg ár og fyrir þau ber að þakka. Síðan tóku fullorðinsárin við með öllu sínu amstri og annríki og leið þá lengra milli samfunda eins og títt er. En þegar við urðum nágrannar í Sólheimum 23 var gott að taka þráðinn upp á ný og endurnýja vin- áttuböndin milli fjölskyldna okkar. Voru þau hjón einkar samhent að fagna gestum og gangandi og var alltaf elskulegt og gott að koma til þeirra, hvort heldur var á heim- ili þeirra í Reykjavík eða í sveitinni. Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er Björg ísaksdóttir, mikil hæfileikakona, og eignuðust þau fímm mannvænleg böm, þau Helgu, Guðfínnu, Jóhönnu, Einar Ingvar og ísak, sem öll hafa stofn- að eigin heimili og eignast börn. Barnabörnin eru orðin 12 talsins. Þau Björg og Jóhann skildu. Seinni kona Jóhanns er Jenný Sigfúsdóttir, mikil mannkosta kona, sem tókst að sameina stór- fjölskylduna meistaralega vel, en hún á þijár dætur frá fyrra hjóna- bandi, þær Sigrúnu, Þorgerði og Aldísi Éinarsdætur, sem allar eru búsettar í Svíþjóð um þessar mund- ir. Þær komu allar heim til íslands ásamt tveimur dætrum Jóhanns, sem búa erlendis, til að sameinast fjölskyldunni og fylgja stjúpföður sínum til hinstu hvíldar. Það segir sína sögu. Þeim Jóa og Jennýju auðnaðist að búa saman í um 25 ár. Þau höfðu mikið yndi af að ferðast um landið sitt og voru orðin því þaul- kunnug, bæði til sjávar og sveita. Hálendið og óbyggðirnar heilluðu þau á fyrri árum og ófáar voru Þórsmerkurferðirnar þeirra á öllum árstímum. Síðustu jólahátíð dvöldu þau hjá dætrunum í Sviþjóð. Þau voru afar samtaka og lagin við að ferðbúast, hvort sem þau voru ein á ferð eða með stóra bílinn sinn fullan af fólki voru engin vandamál með í för. Og að lokum lagði Jói í sína síð- ustu ferð, án nokkurs óþarfa um- stangs. Hann lagði sig eftir hádeg- ismatinn, eins og hann gerði oft, og sofnaði svefninum langa. Ég bið algóðan Guð að fylgja honum og leiða á þeirri vegferð, sem hann er lagður út á. Jennýju og ástvinum hans öllum bið ég blessunar Guðs í nútíð og framtíð. Sigríður G. Jóhannsdóttir. Og svo er hann allt í einu dáinn, þessi stóri sterklegi maður sem hefur verið svo fyrirferðarmikill þáttur í lífi manns frá því maður var krakki. í miðju kafí að und- irbúa ferðina austur í sumarbústað þegar hann gekk á vit hinnar löngu hvíldar. Óforvarendis og þó, hver trúði í raun að í þessum hrausta líkama slægi veikt hjarta? Ég ætla að minnast stjúpa míns í nokkram iínum. Sem ég hef, bók- staflega, deilt með súru og sætu í tvo og hálfan áratug. Hann var þá bara lítið eitt eldri en við systur erum núna. Stæltur, myndarlegur, lítið eitt framandi í útliti, geislandi af orku og karlmennsku. Við vorum þvermóðskufull stúlknasveit, sem setti stút á munninn og sagði inn- rásaraðilanum stríð á hendur. Ótt- uðumst samkeppni um konuna í lífí okkar. Sú hin sama var hins vegar ástfangin upp fyrir haus, með torræðan svip og fjarrænt tindrandi blik í auga. Stundum var því spjótum beint að þeim báðum, stundum mynduð bandalög við þau á víxl. En smám saman fjaraði skæruhernaðurinn út og vopnin voru slíðruð. Það var ekki fyrr en ég eignaðist unnusta og seinna eiginmann að ég skildi þetta lög- mál lífsins, þennan sterka en við- kvæma þráð sem tengir karl og konu. Að sumt er einfaldlega öðru sterkara hér í heimi og að börn geta ekki lagt eignarhald á foreldra sína frekar en foreldrarnir börnin. Það væri synd að segja að sam- búðin hafí orðið vana og hversdags- leika að bráð. Það voru tvær skap- heitar manneskjur sem rugluðu saman reytum sínum, hvort með sinn litríka barnaskara, ótal flókin tengsl á báða bóga og marga þræði að halda saman. Og þegar hin hlið- in sneri upp, skuggahliðin sem hvert mannsbarn fær sinn skammt af í lífinu, gat mótlætið verið yfír- þyrmandi og stutt í særindi sem ristu dýpra en orð fá lýst. Þess á milli var ástríki og umhyggja meiri en fólk í hægviðrishjónaböndum getur einu sinni látið sig dreyma um. Þannig fléttuðust örlög okkar saman. Okkar systra og þessa blikksmiðs með blá djúp augu, ákveðið en traust augnaráð. Já, blikksmiður var hann, strangt til tekið, en samtímis svo ótal margt annað. Feiknagóður verkstjóri eftir því sem við stjúpdæturnar fengum að heyra um Jóa í Nýju blikk, áreið- anlegur og góður að eiga viðskipti við. Heiðarlegur og lipur í sam- skiptum, eins við alla. Öruggur og fylginn sér, án þess að gera nokkum tíma mannamun. Og ekki vantaði vit í þessar blikksmiðshend- ur, útsjónarsemi, verklag og smekkvísi. Það var ósjaldan að heimilisfaðirinn á mínu heimili sá ástæðu til að skreppa niður í smiðju; best að spyija Jóa ráða. Og það var ekki oft sem stjúp/tengdasonur kom ráðalaus frá Jóa. Og stundum var farið bara til að spjalla, því hann var svo voða skemmtilegur og fínn kall hann Jói. „Hann var svo nýtinn hann pabbi, sjáðu til,“ segir Jói með sín- um sérstöku áherslum. Mér er minnisstæð notaleg rabbstund. Jói situr í morgunkaffi hjá okkur Pálma og segir frá pabba sínum. í vöruskorti og einangrun stríðsár- anna hafði hann í framsýni sinni keypt gamla bragga af borginni, var með marga menn í vinnu við að rífa þá niður, mið mikla forundr- an annarra. Lét síðan valta yfir járnið og hafði alltaf næg verkefni og vinnu fyrir alla sína starfsmenn meðan aðrir blikkarar liðu hráefn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.