Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 14
w 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 Á skal að ósi stemma Ráðstefna um ríkissjóðsvandann Laugardaginn 23. maí á Hótel íslandi Irá kl. 12.00 til 16.30. Efnistök: 1. Markmið ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum: Friðrik Sóphusson, fjármálaráðherra. 2. Samræmd skattlagning eigna og eignatekna: Yngvi Harðarson, hagfræðingur F.í.l. 3. Bætt skattheimta: Einar Hálfdánarson, lögg. endurskoðandi. 4. Sala ríkisfyrirtækja: Ari Edwald, varaformaður S.U.S. 5. Starfsmannamál og launakerfi ríkisins: Benedikt Jóhannesson, tölfræðingur. 6. Útboð og hagræðing: Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. 7. Mikilvægi hallalausra fjárlaga: Steingrímur Ari Arason, hagfræðingur. 8. Samantekt og niðurstöður: Geir FT. Haarde, alþingismaður. Ráðstefnustjóri: Ólafur Örn Klemensson, formaður Varðar. Ráðstefnan verður haldin í norðursal Hótels íslands og hefst kl. 12.00 með hádegisverði og slit verða ekki síðar en kl. 16.30. Ráðstefnugjald með hádegisverði er kr. 2500,- Að ráðstefnunni lokinni er boðið til síðdegismóttöku í Valhöll. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR SKATTANEFND SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA 1 1 jsrfpwl jl | Metsölublað á hverjum degi! Hvers á gift barna fólk að gjalda? eftir Margréti Thoroddsen Nýlega var þrem ráðherrum afhentur undirskriftalisti, þar sem fullyrt var og því mótmælt að stór hópur sambýlisfólks skrái sig sitt á hvorum stað til að há hærri barnabætur og eiga greiðari að- gang að barnaheimilum. Ráðherr- ar viðurkenndu að um vandamál væri að ræða, en þeir stæðu ráð- þrota gagnvart því. í Morgunblaðinu nokkrum dög- um síðar var viðtal við biskup Is- lands, séra Ólaf Skúlason, sem segir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka misnotkun sé að þjóðfélagið reyni að höfða til þess- ara einstaklinga um að allir eigi að standa jafnt að vígi. En standa allir jafnt að vígi? Það er eitthvað bogið við það þjóð- félag, þar sem borgar sig að hafa slík brögð í tafli. Heyrt hefur maður jafnvel dæmi þess að fólk skilji af þessum ástæðum. Hjóna- bandið, sem átti að vera horn- steinn þjóðfélagsins, er farið að riða til falls. Það er alkunna að útilokað er fyrir venjulegan launamann að sjá fyrir fjölskyldu á eigin launum. Konan neyðist því til að vinna utan heimilis, hvort sem henni líkar betur eða verr. En hve mikið ber hún úr býtum? Tökum fjölskyldu með tvö ung börn. Um dagheimilispláss er ekki að ræða fyrir gift fólk eða í sam- búð, svo það þarf að koma börnun- um fyrir hjá dagmömmu, þar sem gjaldið er a.m.k. 25 þúsund á mánuði fyrir hvort þeirra. Maður getur rétt ímyndað sér hve mikið verður eftir af lágum launum. Akveði hjónin hins vegar - áð hagkvæmara sé að konan sé heima og annist börnin en maðurinn taki á sig eins mikla aukavinnu og honum er unnt, þá fær hann ekki að nýta nema 80% af skattkorti konunnar, 20% fara til spillis. Það er eins og heimavinnandi foreldri sé annars flokks þjóðfélagsþegn. í Morgunblaðinu 1. maí var við- tal við nokkra launþega, þ. á m. verkakonu, sem er gift og á tvö ung börn. Hún segir orðrétt: „Erf- iðast er að geta ekki verið heima hjá börnunum. Ég hef nokkrum sinnum gert tilraun til að vera heima, en það hefur einfaldlega ekki gengið upp og ég hef orðið að fara út að vinna aftur.“ Er þetta ekki átakanlegt í okkar allsnægtaþjóðfélagi, að mæður, sem þrá að annast börnin sín geti ekki veitt sér það? Fyrirheit fyrrv. borgarstjóra fyrir síðustu kosning- ar um að greiða heimavinnandi húsmæðrum laun var mikið fagn- aðarefni, en því miður hefur það ekki komið til framkvæmda, hvað sem veldur. Ég álít mjög aðkallandi að bæta hag þeirra barnaijölskyldna, sem beijast í bökkum, t.d. með því að hækka barnabætur þeirra og miða ekki eingöngu við hvort sé um hjón að ræða eða einstæða for- eldra. Þá er ekki síður mikilvægt að meta hlutverk heimavinnandi mæðra meira en verið hefur, þann- ig að þær sem það kjósa geti dval- ið heima hjá börnum sínum. í þvf sambandi mætti benda á ýmislegt misræmi, sem vert væri að taka til athugunar, eins og t.d. að heimavinnandi húsmóðir fær aðeins greiddan fæðingarstyrk í fæðingarorlofi, þó hún sé með fullt hús af börnum, en ef hún tekur að sér gæslu annarra barna gegn Margrét Thoroddsen „Þá er ekki síður mikil- vægt að meta hlutverk heimavinnandi mæðra meira en verið hefur, þannig að þær sem það kjósa geti dvalið heima hjá börnum sínum.“ greiðslu getur hún einnig fengið greidda fæðingardagpeninga, sem meira en tvöfalda upphæðina. Margt fleira mætti nefna. Það má ekki skilja orð mín svo, að ég sé að veija þessa misnotkun á kerfinu, en ág álít að það mætti stuðla að því að hún yrði fátíðari með því að hlúa betur að barna- fólki í hjónabandi eða sambúð og koma þannig í veg fyrir upplausn fjölskyldunnar, sem nú er orðin svo áberandi í okkar þjóðfélagi og hefur ekki síst slæm áhrif á hina upprennandi kynslóð, börnin okk- ar, sem eru það dýrmætasta, sem við eigum. Höfundur er viðskiptafræðingur ■ Nú um helgina verður stórsýning á Nissan bílum frá kl. 14 - 17 á Betri bílasölunni Selfossi og að Sævarhöfða 2 Reykjavík. Úrval góðra bíla svo allir ættu að geta fundið bíl við sitt hæfi. Notaðir bílar metnir á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.