Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Aukin fjölbreytni á hlutabréfamarkaði Eitt stærsta innflutnings- og þjónustufyrirtæki landsins, Globus hf., bauð fyrir skömmu út nýtt hlutafé að nafnverði 72 milljónir króna í lokuðu útboði sem er um fimmtungur af heildar- hlutafé fyrirtækisins. Er út- boðinu sérstaklega beint til . stærri lífeyrissjóða, trygging- arfélaga og annarra stærri fjárfesta. Hlutabréfin hafa fengið góðar undirtektir á markaðnum og þegar hafa selst bréf fyrir tæpar 100 milljónir króna en heildar- söluverðmæti er alls rúmar 150 milljónir. Enda þótt útboðið sé lokað markar það viss þáttaskil í íslenskri verslunarsögu því hér er á ferðinni fyrsta inn- flutningsfyrirtækið sem býð- ur hlutabréf sín til sölu á hlutabréfamarkaði. Raunar hefur verið næsta fátítt hér á landi að fyrirtækjum sem hafa um árabil verið í eigu sömu fjölskyldunnar sé breytt í almenningshlutafélög eða skref stigin í þá átt eins og á við um Globus. Dæmi um slík fyrirtæki eru sjávarút- vegsfyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi og byggingafyrirtækið Ar- mannsfell hf. Um tilgang hlutafjárút- boðs Globus segir m.a. í út- boðslýsingu: „Það sem vinnst við þá breytingu að bjóða hlutabréf á almennum mark- aði er m.a. að með sölu slíkra hlutabréfa skapast fjármagn til lengri tíma í stað notkunar dýrs skammtímafjármagns. Af þessu mun leiða verulega aukin arðsemi félagsins hlut- höfum til hagsbóta. Almennt er einnig talið að opin hlutafélög hafi sterkari stöðu á markaðnum, þau höfða til fleiri, bæði eigin hluthafa og annarra. Nýir hluthafar veita einnig aukið aðhald og styrkja því félagið á þann hátt. Kostirnir við þá leið sem hefur verið valin til styrktar félaginu felast auk þess sem að framan greinir m.a. í sterkari ímynd félagsins út á við og traustari eiginfjár- stöðu, sem aftur leiðir til þess að samningsstaða félagsins verður sterkari. Allt þetta mun skapa grundvöll að auk- inni arðsemi í framtíðinni.“ Til staðfestingar stefnu- breytingu eigendanna hefur ný stjórn tekið við af fjöl- skyldu Árna Gestssonar, sem áður skipaði stjórnina. Tveir af þremur stjórnarmönnum eru sjálfstæðir og óháðir. Jafnframt hafa eigendur Globus lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir að stefna að því að 33% af hlutafé félags- ins geti verið í eigu annarra en þeirra. Það skref sem nú hafi verið stigið sé fyrsta aðgerðin í þá átt að opna fyrirtækið. Það er fagnaðarefni. að rótgróið fjölskyldufyrirtæki eins og Globus skuli nú stíga sín fyrstu skref inn á hluta- bréfamarkaðinn. Það þarf hugrekki og framsýni til að birta opinberlega jafnítarleg- ar upplýsingar um málefni fjölskyldufyrirtækis og gert er í útboðslýsingu en þar koma m.a. fram upplýsingar um afkomu sl. fimm ára og rekstraráætlun fyrir yfir- standandi ár. En um leið út- vegar fyrirtækið sér aukið rekstrarfjármagn vegna frek- ari umsvifa sem ráðstafað verður til fjárfestinga, endur- bóta o.fl. I þessu efni getur Globus orðið öðrum fyrir- tækjum svipaðrar tegundar nokkur vegvísir, þegar og ef stjórnendur þeirra og eigend- ur telja sér hag í því að gera breytingar á fyrirkomulagi eignarhalds þeirra. Enginn skyldi þó ætla að með hluta- fjárútboði sé unnt að útvega ódýrt fjármagn til fjárfest- inga því meiri kröfur um arð- semi eru að jafnaði gerðar til hlutabréfa en skuldabréfa enda eru þau almennt áhættusamari fjárfesting. Hlutabréfaútboð Globus og áform um að breyta fyrirtæk- inu í almenningshlutafélag er enn eitt merkið um já- kvæða þróun hlutabréfa- markaðarins. Það er mikils um vert að á hlutabréfamark- aði séu fyrirtæki úr öllum helstu greinum atvinnulífs- ins. Tilkoma innflutningsfyr- irtækja á þessum markaði eykur tvímælalaust fjöl- breytnina og auðveldar fjár- festum að byggja upp samval hlutabréfa í því skyni að dreifa áhættu. - “w Hvers vegna K-bygg- ing á Landspítala? eftir Jónas Magnússon og Pál Gíslason Að undanförnu hafa málefni heil- brigðisþjónustunnar verið í brenni- depli. Stjórnvöld hafa gert þessari þjónustu að spara mjög mikið á mjög skömmum tíma. Handlækningasvið Landspítala hefur ekki farið varhluta af þessum þrengingum. Nægir þar að minna á tilfærslu á starfsemi lýta- lækningadeildarinnar, sem er mið- stöð fyrir brunasjúklinga. Sú færsla hefur valdið nokkurri gagnrýni. Einnig hefur stjórnarnefnd ákveðið að lokanir í sumar verði með mesta móti þannig að miklir erfiðleikar eru fyrirsjáanlegir á rekstri sviðsins í sumar. Mjög erfitt verður um vik, þegar ekki er hægt að fá starfslið til afleysinga vegna fjárskorts. Öll starfsemi mun snúast um bráðaþjón- ustu og annað mun sitja á hakanum. Við getum gert þetta í sumar en endurtökum það ekki oft. Þessir hlut- ir eru vissulega mikið áhyggjuefni stjórnendum sviðsins, en þeir þurfa einnig að horfa fram á við til næstu ára. Staða handlækninga í dag Undanfarin ár hefur starfsemi handlækninga verið að breytast hægt og bítandi. Hér er um að ræða þróun sem hefur orðið með tilkomu nýrrar sérhæfni og tækja til grein- ingar og meðferðar á sjúkdómum. Enginn hefur farið varhluta af þess- ari þróun og nægir að nefna hluti eins og tölvur, vídeó, laser og margt margt fleira. Sameiginlegt mark þessarar þróunar er að aðgerðir sem áður voru óframkvæmaniegar án innlagnar og opinnar aðgerðar með tilheyrandi sjúkrahúslegu og veik- indum eru nú framkvæmanlegar með minni eða „lokuðum" aðgerðum með stuttum innlögnum og léttari veik- indum. Þessi þróun hefur orðið til mikillar blessunar fyrir fjölda fólks hér á landi og nægir að nefna sem dæmi að nú er sárasjaldan skorið til steina í þvagfærum, hægt er að fjar- lægja liðþófa úr hné með speglunar- tæki og gallsteinar eru afgreiddir með kviðsjá. Þessi listi verður lengri og lengri með hverjum deginum sem líður. Hérlendis er þessi þróun hafin, en spá okkar er sú að á næstu árum verði allt að því gjörbylting í með- ferð á flestum sviðum handlækninga vegna þeirrar tæknibyltingar sem er nú staðreynd. Þetta hefur aftur orðið til þess að skurðaðgerðir safn- ast á stærri spítalana, sem geta full- nægt þessum kröfum um sérhæfni, en verkefni minni sjúkrahúsanna breytast í umönnun. Aukin umsvif skurðlækna Allir eru meðvitaðir um þá þróun skurðlækninga að fleiri og fleiri að- gerðir koma fram og sífellt er verið að leysa vandamál. Starfsemi skurð- lækninga hefur því þróast gríðarlega á síðustu árum. I dag eru gerðar mun stærri aðgerðir á mun eldra fólki en var hugsanlegt fyrir fáum árum. Hlutfall gamals fólks af heild- inni er einnig vaxandi þannig að sí- felld þörf er á auknum umsvifum. Hérlendis hafa' einnig verið teknar „Handlækningar eru að þróast mjög mikið núna og ef við ætlum að vera með í þeirri þróun verð- um við að skapa betri aðstöðu fyrir skurðstof- ur.“ upp aðgerðir sem áður voru fram- kvæmdar ertendis (td. heilaaðgerðir á Bsp. og hjartaaðgerðir á Lsp.) og sérgreinar sem áður hafa skotið rót- um þróast einnig. Allt þetta krefst meira húsnæðis og tækjabúnaðar. Þrátt fyrir meiri umsvif á skurðdeild- um hefur legutími eftir aðgerðir styst á undanförnum árum. Niður- staðan verður sú að legurými verður sennilega nægjanlegt, en skurðstof- upláss er alltof lítið eða vanbúið. Þær tegundir aðgerða, sem framkvæmd- ar eru, krefjast sífellt flóknari tækja og tæknibúnaðar. Þær skurðstofur sem nú eru í notkun í Reykjavík eru þannig þegar orðnar úreltar eða verða það á næstu árum. Skurðstofur Landspítalinn er stærsti spítali landsins og þar eru sex skurðstofur á aðalskurðgangi. Að auki eru þijár stofur á kvennadeild sem eru nýttar til þeirrar starfsemi. Skurðstofurnar sex eru þannig að ein er sérhönnuð fyrir vandamál í þvagfærum, ein er afar lítil og aðeins nothæf fyrir smá- aðgerðir. Ein er þröng með gömlu lélegu ljósi og er varla forsvaranlegt að nota hana en þó er það gert. Aðeins þtjár stofur eru boðlegar und- ir aðgerðir sem við þurfum að gera. Þá verður að koma fram, að ekki er nein undirbúningsaðstaða fyrir hendi við þessar stofur og eru þær staðsett- ar á gangi sem var hannaður fyrir skurðstofur fyrir 3 áratugum. Öli þjónusta við þessar stofur er því mjög slæm og geymsluaðstaða og aðstaða fyrir starfsfólk er mjög bágborin. Það liggur því fyrir að sú starfsemi sem fer fram á þessum skurðgangi hefur sprengt hann af sér fyrir löngu. Til þess að handlækningar á Landspítala fái að þróast verður að koma til við- bót og algjör endurskipulagning á þessari starfsemi. Líkan af K-byggingu á Landspítalalóðinni eins og hún mun líta út séð frá Barónsstíg. Sláturfélagið vill auka svínaslátrun vegna skorts á kindakjöti; Bændur biðja Landssamtök slát- urleyfishafa að leita samninga Afstaða SS óábyrg, segir aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra SLÁTURFÉLAG Suðurlands segist vanta kindakjöt til sölu og að félagið verði að bæta sér það upp með aukinni áherslu á sölu svína- og nautgripakjöts. Félagið stefnir að því að auka svínaslátrun um að minnsta kosti 30% og er að kanna áhuga svínaræktenda á fram- leiðsluaukningu. Nóg er til af kindakjöti í landinu en meginhluti birgðanna er hjá sláturleyfishöfum sem standa að Goða hf. Undanfar- in ár hefur SS og Goða gengið erfiðlega að ná samningum um við- skipti með kindakjöt sína á milli. Formaður Landssambands sauðfjár- bænda segist vera óánægður með bréf Sláturfélagsins. Hann hefur óskað eftir því að Landssamtök sláturleyfishafa beiti sér fyrir samn- ingum á milli fyrirtækjanna. Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra segir að SS sé að hvetja til framleiðslu á öðrum kjöttegundum til að ýta kindakjöti út af markaði. „Þetta er óábyrg afstaða þar sem ennþá er offramleiðsla á kjöti í landinu," segir Sigurgeir Þorgeirs- son aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. í bréfí sem Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sendi félagsmönnum fyrr í mánuðinum segir að á nýleg- um aðalfundi félagsins hafi verið ítarlega rætt um þá staðreynd að félagið skorti kindakjöt til sölu. Fram hafi komið að félagið verði áð Bæía* seFJjáh’n skorT'með'’áuk- inni áherslu á sölu svína- og nau- takjöts sem leiða rnuni til enn frek- ari minnkunar í sölu kindakjöts á landsvísu. Þá segir að þessi stað- reynd sé eðlileg afleiðing af skipu- lagi sauðfjárræktarinnar í landinu. í bréfinu er rætt um aðgerðir til sölú haútgripakjöts og síðan segir: Félagið stefnir að því að auka svína- slátrun sína um að minnsta kosti 30% til að vega upp á móti fyrir- séðri minnkun í kindaslátrun. Form- leg könnun um áhuga á framleiðslu- aukningu á meðal núverandi svína- innleggjenda er í gangi en aðrir félagsmenn sem áhuga hafa á að leggja inn svín hjá félaginu eru beðnir um að hafa samband við framleiðslustjóra. „Stefnuyfirlýsing til framtíðar“ Steinþór Skúlason er erlendis og ekki var hægt að ná sambandi við hann í gær. Páll Lýðsson formaður stjórnar Sláturfélagsins sagði þegar leitað var skýringa hans á bréfi forstjórans að þetta væri stefnuyfir- lýsing til framtíðar. Til þessa kæmi ef ekki tækist að halda uppi sauðfjárræktinni í landinu. „Við erum búnir að byggja upp kjöt- vinnslu á Hvolsvelli. Það gengur ekki að láta það dæmi fara illa og ef sauðfjárræktin lamast frekar en orðið er þurfum við að fá annað hráefni,“ sagði Páll. Hann sagði að SS hefði verið í góðu sambandi við Goða hf.'og vonaðist til að gott samkomulag næðist um að miðla kjötinu á milli landshluta. Á síðasta ári hefðu tekist góð viðskipti á milli fyrirtækjanna. „Stærsta málið er að selja sem mest af kindakjötinu hér innanlands þannig að ríkið þurfi sem minnst að flytja út með út- flutningsbótum," sagði Páll. „Óábyrg afstaða" „Þetta gengur ekki,“ sagði Sig- urgeir Þorgeirsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra þegar leitað var álits hans. „Þetta bréf Slátur- félagsins gengur út að félagið ætli ekki að selja meira kindakjöt en það fær út úr eigin sláturhúsum og j annað kjöt komi í staðinn. Það þýð- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAI 1992 25 Með því að fá byggða upp skurð- stofuaðstöðu sem er öflugri en við höfum í dag er hægt að gera þar fleiri aðgerðir. Fjölgun aðgerða með hámarksnýtingu á aðstöðu leiðir til lækkunar kostnaðar á aðgerð. (Þetta hefur þegar komið í Ijós með opnu hjartaaðgerðirnar.) Endurbygging skurðstofuaðstöðu er einnig for- senda þess að við getum tekið að okkur verkefni erlendis frá. Með aukinni sérhæfni fæst betri nýting starfskrafta og tækja. K-bygging Þessi bygging er þegar til á teikn- ingum og hefur verið byggð að hluta. Tæknilegur undirbúningur hefur þannig þegar farið fram. Þar er ráð- gert að hýsa skurðstofur, gjörgæslu- deild og vöknunardeild Landspítal- ans ásamt með öðru, t.d. röntgen- deild. Byggingin hefur þegar verið hönnuð og mun hún leysa úr bráð- asta vanda handlækninga og alls spítalans. Ef þessi bygging kemur ekki til á næstu árum þarf þegar að fara að gera áætlanir um nýjan spítala og byija að byggja hann! Landspítalinn hefur verið skipulagð- ur með það fyrir augum að K-bygg- ingin komi i gagnið og er hún for- senda þess að einhver þróun verði á honum. Landspítalinn er einnig há- skólaspítali og sem slíkur verður hann að geta þróað handlækningar ef hann á að rísa undir nafni. Það hníga því mörg læknisfræðileg rök að því að ráðast þurfi í að ljúka K-byggingu sem allra fyrst. Bygg- ingin er þegar á áætlun en henni má flýta og leysa þar með fjölþættan vanda, sem fyrirsjáanlega verður ekki leystur öðruvísi. Jónas Magnússon Þróun handlækninga Það er skoðun okkar að sú breyt- ing sem er að verða á starfsemi handlækna hér á landi komi til með að verða gríðarleg á næstu árum. Forsenda breytinganna er sú að okk- ur takist að fá ný og flóknari tæki til notkunar. Hver vill láta skera í sig þegar völ er á aðferðum sem ekki krefjast opinnar skurðaðgerðar (t.d. meðferð á nýmasteinum)? Nú er svo komið að við sendum fjölda manns utan í svokallaðan steinbijót (vél sem brýtur nýrnasteina með hljóðbylgjum) og Tryggingastofnun borgar meðferðina. Islendingar eru mjög kröfuharðir um öll lífsgæði og Páll Gíslason góð heilsa, sem vel er gætt, er stærsti hluti þeirra. Landsmenn gera kröfur um að fá góða ef ekki bestu þjón- ustu sem hugsanleg er á sem flestum sviðum. Lækningar eru þar engin undantekning. Þegar í dag erum við að notast við tæki sem eru orðin úrelt og líftími tækja okkar er lengri en góðu hófi gegnir. Ef ekki verður gerð bragarbót á og það sem fyrst, verða lækningar hér ekki sambæri- legar við staðal nágrannaþjóðanna. Þjóðinni er þetta í sjálfsvald sett. Hún setur okkur skorður með þeim ijárveitingum sem við fáum til þess að endurnýja og kaupa ný tæki fyr- ir. Læknisþjónusta hérlendis, amk. handlækningar, verða ekki sambæri- legar við það sem best gerist nema okkur sé sköpuð betri aðstaða. Mikil menntun, þekking og metnaður er til í landinu til þess að gera sem allra best en án tækja og tóla drög- umst við afturúr. Við erum þess full- vissir að landsmenn vilja ekki úna sliku. Vandamál atvinnulífsins Atvinnuleysi er nú almennt og hætt er við að slakt áátand í bygging- ariðnaði sé orðið og verði í ár. Bygg- ing á borð við K-byggingu væri mik- il lyftistöng fyrir þann geira atvinn- ulífsins og er skoðun okkar sú að með því að ráðast í þetta mann- virki, jafnvel þó að það þurfi lán til, væri stigið heillaspor fyrir alþjóð. Þetta er bygging sem er hvort sem er á áætlun að reisa og því væri ráð að slá tvær flugur í einu höggi með byggingu hennar. Tryggt væri að sjúklingar fengju fyrr fullnægjandi lækningu og byggingarframkvæmd, sem er mannfrek, veiti mörgum at- vinnu, þegar lægð er á vinnumark- aði, ekki síst í byggingarvinnu. Slík- ar byggingar krefjast tiltölulega mikils mannafla, svo fjármagnið fer mikið í kaup byggingarmanna frekar en framkvæmdir, svo sem vegagerð ofl., þar sem vélar vinna mikinn hluta verksins og taka því stóran hluta fjái-magnsins. K-bygging á Landspít- ala er dæmigerð framkvæmd þar sem kaup byggingarmanna verður stærsti hluti kostnaðarins. Nú er svo komið að til tals hefur komið að við tökum að okkur sér- hæfðar skurðaðgerðir á útlending- um. Er augljóst að við íslendingar gætum vel haslað okkur starfsgrund- völl á alþjóðamarkaði fyrir hátækni- skurðaðgerðir, t.d. á sviði hjarta- skurðaðgerða, lýtalækninga, glasa- fijóvgunar og gerviliðaaðgerða. Við eigum, hér heima og erlendis, starfs- krafta sem gætu annast þetta hér- lendis 'ef aðstaða er sköpuð. Þetta gæfi gjaldeyri til landsins — yrði útflutningsgrein á sviði heilbrigðis- mála — sem gæti eflt og stutt ís- lenska velferðarkerfið. Samantekt: 1. Handlækningar eru að þróast mjög mikið núna og ef við ætlum að vera með í þeirri þróun verðum við að skapa betri aðstöðu fyrir skurðstof- ur. 2. Að flýta byggingu K-byggingar , myndi leysa margan vanda atvinnu- lífsins. Jónas Magnússon cr prófessor og PáU Gislason yfirlæknir & Landspítala. Aðeins hluti K-byggingarinnar er risinn. ir með öðrum orðum að framleiðsla á öðru kjöti verður aukin til að ýta kindakjöti út. Þetta er óábyrg af- staða þar sem ennþá er offram- leiðsla á kjöti í landinu,“ sagði Sigurgeir. Arnór Karlsson, bóndi í Arnar- holti í Biskupstungum og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagðist vera afar óánægður með bréf Sláturfélagsins til bænda. „Ég trúi ekki öðru en að SS leiðrétti þetta,“ sagði hann. Nóg er til að af kindakjöti í land- inu. Um síðustu mánaðarmót voru til rúmlega 3.900 tonn af dilkakjöti og 205 tonn af ærkjöti. Gísli Karls- son framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins sagði að í bú- vörusamningum hefði verið stefnt að 500 tonna birgðum við upphaf sláturtiðar í haust en útlit væri fyr- ir að þær yrðu að minnsta kosti 200 tonnum meiri ef ekkert sérstakt yrði aðhafst í sölumálunum í sum- ar. Hann sagði augljóst að nóg væri til af dilkakjöti en ærkjötið rnyndi varla duga fyrir vinnsluna fram á haustið en nóg væri til af B-flokks dilkakjöti sem hægt væri að nota í staðinn. Meginhluti birgða kindakjöts eru hjá Goða hf. og kaupfélögunum inn- an vébanda þess. Undanfarin ár hafa birgðir SS alltaf verið farnar að rninnka á þessum árstíma en fyrirtækjunum tveimur hefur geng- ið illa að ná samkomulagi um við- skipti með kjöt sín á milli. Einkum hefur verið ágreiningur um við- skiptakjör. Sláturfélagið hefur ekki fengið þá afslætti frá heildsöluverði sem fyrirtækið hefur talið sig þurfa. Síðasta sumar náðist samkomulag, meðal annars vegna þrýsting frá aðstoðarmanni landbúnaðarráð- herra. SS fékk afslátt af kjöti sem átti að fara í sölu en ekki af vinnslu- kjöti, einnig varð að samkomulagi að fyrirtækin skiptu á kjöti af ákveðnum hlutum dilkaskrokka. Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri á Húsavík og formaður Landssam- taka sláturleyfishafa, segir að Goði og kaupfélögin selji sínurn kjöt- vinnslum kjöt á heildsöluverði og geti ekki veitt. öðram kjötvinnslum afslátt. „Sláturleyfishafar leysi málið“ Hreiðar sagði að á síðasta ári hefði verið gert meira úr vöntun SS á kjöti og tregðu Goða til að afhenda það en efni stóðu til. Slát- urfélagið hefði til dæmis ekki keypt nærri því allt það kjöt sem það hefði talið sig þurfa þegar samkomulagið var gert síðastliðið sumar. Hreiðar sagði að æskilegast væri að við- skipti á milli afurðastöðva færu fram í sláturtíðinni á haustin, áður en kostnaðurinn félli á kjötið. Þá væri hægt að gera það á hagkvæm- an hátt. Við samningsgerðina í fyr- rasumar hefði verið lagt til að Sláturfélagið birgði sig upp í sláturtíðinni fyrir ái'ið. Það hefði félagið ekki treyst sér til að gera. Sigurgeir Þorgeirsson sagði að vandamál með miðlun kjöts á milli afurðasölufyrirtækjanna þyrftu bændur og sláturleyfishafar að leysa. Ríkið gæti þó ekki látið mál- ið alveg afskiptalaust því það bæri ábyrgð á kjötinu til haustsins. Það yrði ekki gert með tilskipunum en ráðuneytið myndi beita sér fyrir því að samkomulag tækist. Hann sagði að það væri grundvallaratriði að mikið væri til af kindakjöti í landinu og að búa þyrfti svo um hnútana að nóg af því væri á boðstólum alls staðar á landinu. Af því að birgða- staða afurðasölufyrirtækjanna væri misjöfn þyrfti að vera hægt að færa kjöt á milli þeirra á viðunandi kjör- um. Arnór Karlsson sagði að sauðfjár- bændur hefðu ekki fundað um mál- ið enda væri sauðburðurinn ekki besti tíminn til slíkra starfa. Hann sagði að leysa yrði málið með færslu kjöts milli afurðastöðva og myndi félagið reyna að stuðla að því. Hann sagðist ) hafa skrifað formanni Landssamtaka sláturleyfishafa bréf og óskað eftir því að samtökin beittu sér fyrir lausn. Taldi Arnór að sam- komulag ætti að geta tekist ef vilji væri fyrir hendi. „Við byggjum alla okkar afkomu á innanlandssölunni. Því er höfuðatriði að salan gangi greiðlega og á henni verði engar hindranir," sagði Arnór. Samvinna í sölumálum Aðspurður um það hvernig hann teldi best að leysa skipulagsmál kindakjötsframleiðslunnar þannig að ekki komi til skorts einstakra söluaðila á kindakjöti sagði Páll Lýðsson formaður stjórnar Slátur- félagsins að það þyrfti að gerast með nánari samvinnu afurðasölu- fyrirtækjanna og nákvæmari samn- ingum. Hann sagðist ekki hafa trú á sameiningu fyrirtækjanna, það gæti leitt til meiri þrýstings frá inn- flutningi. Hreiðar Karlsson sagði að samtengja þyrfti betur sölukerf- in. Það yrði nauðsynlegt þegar framleiðslan yrði svipuð og innan- landsneyslan til að hægt væri að hafa alla flokka kindakjöts á boð- stólum alls staðar á landinu. Gísli Karlsson sagði að lengi hefði verið rætt um breytt skipulag sölu- málanna. Taldi hann skynsamlegt að afurðasölufyrirtækin settu sam- an upp kjötskurðar- og dreifingar- stöð á höfuðborgarsvæðinu. Mark- aðurinn væri ekki það stór að hægt væri að vera með marga aðila í sölunni. Þá hefði þessi starfsemi verið að breytast ört að undanförnu og kröfurnar aukist. Margar verslanir hafi hætt með kjötborð og þyrftu að fá kjötið tilreitt í kæli- borð. Það kallaði á nákvæmari með- höndlun kjötsins og fullkomnari tækjakost. Sagði Gísli að töluvert hefði verið rætt um nauðsyn skipu- lagsbreytinga en ekkert hefði verið gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.