Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 Kjarasamningar vegna humarbáta: Ekkert ákvæði um fleiri en sex menn í áhöfn Átta eða níu menn á bát ef veitt er með tvíburatrolli HÓLMGEIR Jónsson hagfræðingur Sjómannasambands íslands segist bjartsýnn á að samningar náist á næstunni við VSÍ og LÍÚ um hækkaða prósentu fyrir hvern mann sem bætist við umfram sex manna áhöfn á humarbátum. í gildandi kjarasamningum er ekki gert ráð fyrir fleiri en sex mönnum á bát. Undanfarið hefur skipum hins vegar fjölgað í flotanum sem veiða með svokölluðu tviburatrolli, en það er afkastameira og krefst átta til níu manna áhafnar. Humarvertíðin hófst í fyrrinótt og hafa allmörg skip, búin tví- buratrollum, farið út án þess að samningar hafi náðst um þetta atriði. „í samningum er yfirleitt gert ráð fyrir að prósentan hækki eftir því sem fleiri menn eru um borð þannig að útgerðarmennirnir og sjómennirnir skipti á sig kostnað- inum við að bæta við mönnum. Nú eru menn hins vegar farnir að veiða með afkastameira trolli, svokölluðu tvíburatrolli. Á þeim bátum hefur þurft að fjölga i áhöfninni um tvo eða þijá menn. Um þetta eru ekki til neinir samn- ingar,“ segir Hólmgeir. Hann segir nauðsynlegt að um þetta atriði verði samið sem fyrst þar sem humarvertíðin verði langt komin 1. ágúst þegar samningum við Vinnuveitendasambandið og Landssamband íslenskra útvegs- manna eigi að vera lokið. Hann segir að Sjómannasanv bandið hafi nýlega skrifað VSÍ og LÍÚ og bent á að fara eigi eftir samningi. „Við viljum meina að menn eigi bara að vera sex á bátum þar til búið sé að leysa samning fyrir annað. Mennirnir era auðvitað hundóánægðir að byija veiðar með tvíburatrolli án þess að vita á hvaða kjörum þeir eru,“ segir Hólmgeir. Hann segist bjartsýnn á að samningar um þetta náist á næstu dögum. VEÐUR VEÐURHORFUR IDAG, 22. MAÍ YFIRLIT: Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er 1004 mb lægð sem grynnist, en um 900 km suðsuðvestur í hafi er vaxandi lægðardrag á leið norðnorðaustur. SPÁ: Hæg breytileg átt. Skýjað verður víðast hvar og lítilsháttar rign- ing, einkum þó sunnanlands. Þó verður líklegast lengst af þurrt á Vest- fjörðum og í innsveitum norðaustanlands. Heldur hlýnandi um landið vestanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðaustan- og austanátt, rigning eða súld við suður- og suðausturströndina og hiti þar á bilinu 7 til 9 stig. Annars verður þurrt veður á landinu og víða nokuð bjart. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast vestanlands. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. T Heiöskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * / * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld = Þoka ' FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, undantekning er þó á Norðaust- urvegi (Sandvíkurheiði), þar er mikil aurbleyta og er því aðeins fært fyr- ir jeppa og fjórhjóladrifna bíla. Einstaka vegakaflar eru þó ófærir svo sem Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum, Hólssandur og Öxarfjarðarheiði á norðausturlandi og Mjóafjarðarheiði á Austfjörðum og Lágheiði á Norðurlandi er lokuð vegna aurbleytu. Vegna aurbleytu eru sumstaðar sérstakar öxulþungatakmarkanir á vegum og eru þær tilgreindar með merkjum við viðkomandi vegi. Allir hálendisvegir landsins eru lokaðir vegna aurbleytu og snjóa. Ölfusárbrú við Selfoss var opnuð fyrir umferð léttra ökutækja að kvöldi 20. maí og stefnt er að opnun brúarinnar fyr- ir atla umferð eftir helgi. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 léttskýjaö Reykjavfk 7skýjað Bergen 19 heiðskírt Helsinki 19 skýjað Kaupmannahöfn 23 skýjað Narssarssuaq -1 snjóél Nuuk snjókoma Ósló 22 léttskýjað Stokkhólmur 25 skýjað Algarve 21 þokumóða Amsterdam 24 heiðskírt Barceiona 20 mistur Berlín 25 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar 19 léttskýjað Frankfurt 22 heiðskírt Glasgow 13 rigning Hamborg 24 léttskýjað London 25 mistur Los Angeles 17 léttskýjað Lúxemborg 19 léttskýjað Madrid 24 iéttskýjað Malaga 22 mistur Mallorca 22 skýjað Montreal 17 léttskýjað New York vantar Orlando 21 alskýjað París 21 léttskýjað Madeira 21 léttskýjað Róm 22 skýjað Vín 18 skýjað Washington vantar Winnipeg 17 léttskýjað Lúpínu er sáð í Sólheimasand með raðsáningarvél. Landgræðsla ríkisins; Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sáð gegn sandfoki á Sólheimasandi og Mýrdalssandi Selfossi. LANDGRÆÐSLA ríkisins vinnur að því í samvinnu við Vegagerð ríkisins að hefta sandfok á Sólheimasandi og á Mýrdalssandi, með sáningu lúpínu-, snarrótar- og melfræs meðfram þjóðveginum yfir sandana. Á Sólheimasandi verður til að byrja með sáð í um 50 hektara en á Mýrdalssandi hefur verið sáð í um 200 hektara en sá sandur er alls 80 þúsund hektarar. Landgræðslan áformar að dreifa alls 20 tonnum af melfræi, þremur tonnum af lúpínu- fræi og um 1300 tonnum af áburði. Þetta verður gert með sáning- arvélum og flugvélunum TF TÚN og Páli Sveinssyni en land- græðsluflugið hefst eftir næstu helgi. Verkefni bíða Landgræðsl- unnar á um þremur milljónum hektara af eyðimörkum íslands. Samið hefur verið við landeig- endur Eystri-Skóga um að girða og friða Sólheimasand en þar hefur verið töluvert sandfok í vet- ur. Gert er ráð fyrir að lengd girð- ingarinnar verði um 10 kílómetr- ar. Uppgræðslan á Sólheimasandi er samstarfsverkefni Landgræðsl- unnar og Vegagerðarinnar. Þess- ar stofnanir eru með stórt sam- vinnuverkefni á Mýrdalssandi þar sem kröftum er beint að því að stöðva sandfok á veginn. Fyrst var sáð þar 1987 og þær sáning- ar hafa gefið góða raun. Við verkið eru notaðar raðsán- ingarvelar en landgræðslan á nú fimm slíkar vélar sem nokkrir aðilar hefa gefið. Framleiðnisjóð- ur styrkti kaup einnar, Islands- banki, Hagkaup og Ingvar Helga- son gáfu eina hver og nokkrir tannlæknar skutu saman fyrir einni vél. Lúpínufræið í sandana er feng- ið af lúpínuökrum Landgræðsl- unnar og verkað í fræverkunar- stöðinni í Gunnarsholti eins og melfræið en það er fengið úr frið- uðum landgræðslugirðingum. Sig. Jóns. Landsbanki og Búnaðarbanki lækka vexti: Sparisjóðimir með hæstu útlánsvextina SPARISJÓÐIRNIR eru með hæstu útlánsvexti á verðtryggð- um og óverðtryggðum skulda- bréfum ef miðað er við hæstu vexti í almennri notkun sam- kvæmt yfirliti Seðlabanka ís- lands. Vaxtabreytingardagur var í gær og lækkuðu Landsbanki ís- lands og Búnaðarbanki íslands vexti, en vextir eru óbreyttir lyá íslandsbanka og sparisjóðunum. Vextir á víxillánum eru nú 11,5% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka, 11,55% hjá íslandsbanka og 11,75% hjá sparisjóðunum. Bankaráð Lands- banka íslands tilkynnti um vaxta- breytinguna fyrir viku. Vextir yfir- dráttarlána eru 14,5% í bankanum, þeir sömu og hjá Búnaðarbanka og sparisjóðunum, en þeir eru 14% hjá íslandsbanka. Kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfalána eru 10% í Landsbanka, 10,1% í íslandsbanka og 10,5% í Búnaðarbanka og spari- sjóðunum. Kjörvextir verðtryggðra útlána eru 7% í Landsbanka og ís- landsbanka og 7,25% í Búnaðar- banka og sparisjóðunum. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans er c-flokkur í kjörvaxtakerfi skulda- bréfa orðinn algengasti útlánaflokk- urinn hjá sparisjóðunum eins og hjá Landsbankanum, en b-flokkurinn er algengasti flokkurinn hjá íslands- banka og Búnaðarbanka. Ef bornir eru saman algengustu útlánsvextir óverðtryggðra skuldabréfa þá eru þeir hæstir í sparisjóðunum, 13,0%, í Búnaðarbanka og Landsbanka 12,25% og lægstir hjá íslandsbanka 11,85%. Algengustu vextir verð- tryggðra skuldabréfa eru einnig hæstir hjá sparisjóðunum, 9,75%. Þeir eru 9,25% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka og lægstir hjá ís- landsbanka 8,75%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.