Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 4

Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 Mikil aðsókn að Listahátíð GÓÐ aðsókn hefur verið að Listahátíð, að sögn Hávars Signrjónssonar, biaðafulltrúa Listahátíðar. Uppselt er á tón- leika Ninu Simone, á eina af þremur sýningum á leikritinu Aben, á Hamlet 6. júní, báðar sýningarnar á Súkkulaði-Moz- art og fyrri sýningu á Draum- leik eftir Strindberg. Uppselt var á tónleika James Galway. Miðar eru til á Rigoletto og á Undrabörnin frá Rússlandi, seinni sýningu á Hamlet og loka- tónleika Listahátíðar með Grace Bumbry. Fáir miðar eru eftir á danssýninguna May B og á Mess- ías í flutningi Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra; Fjármagn til að fjölga hjarta- aðgerðum úr 215 í 270 ekki til Stjórnvöld föst í vítahring, segir framkvæmdastjóri íslenska heilsufélagsins hf. SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, segir að ekki séu til fjármunir til að standa undir fjölgun á hjartaaðgerðum úr 215 í 270, eins og prófessor og yfirlæknar handlæknissviðs Landspítalans hafa metið sem lágmarksþörf á slíkum aðgerðum hér á landi. Hann segist telja að mögulegt væri að selja útlendingum hjartaaðgerðir á jaðar- kostnaði á Landspítalanum. Hins vegar komi slíkt ekki til greina á meðan rúmlega 60 manns séu á biðlista eftir aðgerðum hér heima nema staðfestar upplýsingar liggi fyrir um að það geti aftur fjölgað aðgerðum á sjúklingum hér. Grímur Sæmundsen, læknir og fram- kvæmdastjóri Islenska heiisufélagsins hf., segist telja mikla möguleika á að selja hátæknilæknisþjónustu héðan til útlanda. Sighvatur segir að á síðasta ári hafí verið gert ráð fyrir að fram- kvæmdar yrðu 160 hjartaaðgerðir á Landspítalanum en þeim hafi verið fjölgað í 200. „Þetta var gert sam- kvæmt ákvörðun fyrrverandi heil- brigðisráðherra án þess að til væri fé til að standa undir fjölguninni. Það kom því í hlut núverandi ríkis- stjómar að útvega viðbótarfjármagn- ið svo þetta yrði kleift," segir Sig- hvatur. Hver aðgerð kostar 850 þúsund Hann segir að jafnframt hafí verið tryggt fjármagn til að hægt yrði að framkvæma 215 hjartaaðgerðir á yfirstandandi ári. „Um áramótin þeg- ar frá fjárlögum var gengið vora VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimild: Veðurstofa ($land$ {Byggt ó veðurspá kl. 16.15 I gær) VEÐURHORFUR I DAG, 3. JUNI YFIRLIT: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er 1002 mb lægð sem þokast norðvestur. Norðvestur af Skotlandi er heldur vaxandi 999 mb lægð sem hreyfist norðvestur. SPA: Vestlæg átt, víða kaldi. Skúrir um vestanvert landið og 6-9 stiga hiti en austantil léttir til og allt að 14 stiga hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestanátt og skúrir vestantil en bjart veður um austanvert landið. Hiti á bilinu 8-15 stig, hlýjast norðaustan- lands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt, þurrt og víða bjart veður, en undir kvöld fer að rigna suðvestanlands með vaxandi suðaustanátt. Milt áfram, einkum um landið norðaustanvert. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindslefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig y soid = Þoka itig.. 4 FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, utan einstaka vegakafla sem lokaðir eru vegna aurbleytu, svo sem Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum, Hólssandur og Öxarfjarðarheiði á Norð-Austurlandi. Vegna aurbleytu eru sums staðar sérstakar öxulþungatakmarkanir á-vegum á sunnanverð- um Vestfjörðum og austan Þórshafnar á Norðausturlandi og eru þær tiigreindar með merkjum við viðkomandi veg. Allir hálendisvegir landsins •bl eru lokaðir vegna aurbleytu og snjóa. Vegagerðfn. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyrl Reykjavík hiti 13 8 veður akýjað skýjað Bergen vantar Helslnki 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 24 léttskýjað Narssaresuaq 2 snjóél Nuuk +1 snjókoma Ósló vantar Stokkhólmur 24 hálfskýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 20 mistur Barcelona 18 skýjað Berlin 28 léttskýjað Chicago 13 skýjað Feneyjar 24 skýjað Frankfurt 23 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 2B skýjað London 19 skýjað LosAngeles 16 jjokumóða Lúxemborg 19 skruggur Madrfd 21 skýjað Malaga 25 skýjað Mallorca 23 skýjað Montreal 13 þokumóða NewYork 16 skýjað Orlando 24 alskýjað París 16 skýjað Madelra 17 skúr Róm 27 heiðskírt Vin 23 skýjað Washington 18 skýjað Winnipeg 18 atskýjað engar hugmyndir uppi af hálfu Land- spítalans um fjölgun aðgerða. Nú er hins vegar verið að tala um fjölgun á hjartaaðgerðum allt upp í 270. Fjárlög gera ekki ráð fyrir þessum viðbótarfjárveitingum en samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun kostar hver aðgerð 850 þúsund," segir Sighvatur. Hann segist ekki telja að mögu- legt væri að gera einkasjúkrahús, eins og Landakot, út á slíka þjónustu við útlendinga þar sem hver aðgerð yrði of dýr ef greiða þyrfti fjárfest- ingakostnað. Hins vegar segir hann að mögulegt væri að selja aðgerðim- ar á jaðarkostnaði á Landspítalanum þar sem þegar sé þar skurðstofu- pláss og skurðstofuteymi sem ekki sé að fullu nýtt. Fjármagna má aðgerðir með viðbótaraðgerðum Samkvæmt upplýsingum, sem Sighvatur segir að honum hafí bor- ist, má gera ráð fyrir að ef Landspít- alinn tæki að sér viðbótaraðgerðir væri mögulegt að gera eina aðgerð á einstaklingi hérlendis fyrir hveija sem gerð væri á erlendum sjúklingi. Um þetta atriði segist hann vænta nánari upplýsinga innan skamms. „Á meðan rúmlega 60 manns eju á biðlista eftir hjartaaðgerðum á ís- landi finnst mér ekki koma til greina að framkvæma aðgerðir á útlending- um nema að það geti aftur fjölgað aðgerðum á sjúklingum hér,“ segir Sighvatur. Hann segist jafnframt ekki myndi samþykkja að hingað kæmu útlend- ingar í aðgerðir nema að full eining væri um þá ósk hjá hjartalæknum á Landspítalanum. „Sljórnvöld föst í nei- kvæðum vítahring" Grímur Sæmundsen, læknir og framkvæmdastjóri íslenska heilsufé- lagsins hf., segist telja að íslensk stjórnvöld séu föst í neikvæðum víta- hring. Ekki fáist fjárveitingar til að sinna íslenskum hjartasjúklingum og þar af leiðandi sé ekki svigrúm til að sinna hugsanlegri eftirspurn að utan en sú eftirspum gæti skapað tekjur til að sinna innanlandsmark- aðinum betur. „Stjómvöld era því komin í neikvæðan vítahring því hér er aðstaða, tæknibúnaður og þjálfað starfslið til að takast á við aukin verkefni á þessu sviði,“ segir Grímur. Hann segir tvímælalaust mikia möguleika hér á að selja hátækni- læknisþjónustu til útlanda. „Hjá ís- lenska heilsufélaginu hf. höfum við rætt við Grænlendinga um kaup á ýmis konar aðgerðaþjónustu og hafa viðbrögð þeirra verið jákvæð," segir Grímur. Hann nefnir augnlækningar sem dæmi um hátæknilæknisþjónustu með alþjóðlega skírskotun sem kjörið væri að selja út. „Eftir augnlæknis- þjónustu eru ekki biðlistar hér heima en við eram með starfsfólk á heims- mælikvarða og besta tækjabúnað sem völ er á. Slíka þjónustu væri kjörið að selja út,“ segir Grímur. „Breyta þyrfti rekstrarformi á sjúkrahúsum" Hann segir hins vegar að heil- brigðisumræðan hér sé mun skemmra á veg komin heldur en til dæmis í Danmörku og Svíþjóð og þar þurfi að verða breyting á. „Ef menn ætla að huga að þessum málum í einhverri alvöru þá þarf að breyta rekstrarformi á einingum inn- an spítala eða heilum spítölum. Hing- að til hefur það hins vegar verið pólitískt sprengiefni að nefna að til greina komi annað rekstrarform en að ríkið sé eini kaupandinn að þjón- ustu þessara stofnana." Hann bendir á að í Danmörku og Svíþjóð taki fólk fullan þátt í rekstri heilbrigðiskerfisins í gegnum skatta og gjöld en geti samt sem áður keypt sér viðbótartryggingar. „Þá eru tryggingarfélög orðin kaupendur að þjónustu fyrir þessa skjólstæðinga. Ef slíkt fyrirkomulag yrði tekið upp hér og kaupendum á markaðinum fjölgað á þennan hátt væri jafnframt hægt að höfða til tryggingafélaga í öðram löndum sem kaupenda," segir Grimur. Hækkun hjá líkams- ræktarstöðvunum MÁNAÐARKORT hækkuðu um síðustu mánaðamót í flestum llk- amsræktarstöðvum um allt að 11%, en forsvarsmenn stöðvanna neita því að samráð híifi verið haft um hækkanirnar. Engin hækkun varð í Líkamsræktinni í Kjörgarði. Heilsuræktin World Class hækkaði mánaðarkort um tæp 10%, úr 4.450 kr. í 4.890 kr. og þriggja mánaða kort úr 7.000 kr. í 9.000 kr. „Ég hafði ekki samráð við einn eða neinn en aftur á móti hækkar enginn fyrr en ég hækka. Þeir fylgjast með verð- inu hjá mér því ég er með stærstu stöðina og býð upp á mestu fjöl- breytnina. Ég hef haldið niðri verðinu í tvö ár, fyrst og fremst vegna sam- keppni við Mátt,“ sagði Björn Leifs- son, eigandi World Class. Hann sagði að mánaðarkort hefði hækkað um 10% í fyrrasumar en á sama tíma hefði stórum hópum og skólafólki verið gefínn kostur á þriggja mánaða korti á 7.000 kr. og 90% viðskiptavina hefði verið kominn með slík kort. Sama kort kostaði fyrir þremur árum 8.950 kr. Engin hækkun varð í Líkamsrækt- inni Kjörgarði. Þar kostar mánaðar- kort 3.900 kr. og þriggja mánaða kort 8.800 kr. Ræktin sf. í Frosta- skjóli hækkaði mánaðarkort úr 4.450 kr. í 4.950 kr. og þriggja mánaða kort úr 9.990 kr. í 10.990 kr. Líkams- ræktin Hress í Hafnarfírði hækkaði mánaðarkort úr 3.500 kr. í 3.990 kr. Þar kostar þriggja mánaða kort nú 8.990 kr. Nýr stíll, megrunarleik- fími 4 sinnum í viku, lækkaði hins vegar úr 5.980 kr. í 4.500 kr. --------»-"♦ ♦-- Flugslys rannsökuð VINNUFUNDI Slysarannsókna- nefndar Alþjóðasamtaka flug- mannafélaga lýkur á Hótel Loft- leiðum í dag. Tony van Heerden, flugsljóri og formaður nefndar- innar, sagði að til umræðu nú væru einkum tíð slys á Airbus A-320, McDonnell Douglas DC-9 og Fokker 28 farþegaflugvélum. „Sem dæmi um slys, sem við erum að ræða um, er ísingarslysið á DC-9 þotu SAS á Arlandaflugvelli og sam- bærilegt slys í New York,“ sagði van Heerden. Hann kvað fímm slys á DC-9 og fímm á Fokker 28 vera til umfjöllunar á fundinum, en einnig vandamál í eldsneytiskerfi Boeing 747-400. Einnig væra ófullnægjandi kröfur franskra yfirvalda til radíó- siglingabúnaðar Airbus A-320 til umræðu, en 24 fiugfélög nota vélina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.