Morgunblaðið - 03.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 35 Verður Kasparov að skipta um vöm? __________Skák_______________ Margeir Pétursson KÓNGSINDVERSKA vörnin liefur verið uppáhaldsbyrjun heimsmeistarans undanfarin ár og hún reyndist honum lengst af afar vel. Svo vel að tískubylgja fór í kjölfarið, fjöldamargir meistarar heill- uðust af nýjum hugmyndum Kasparovs í þessari vandmeð- förnu byijun. En vandræði hans á stórmótinu í Dortmund um daginn stöfuðu ekki síst af því að kóngsindverska vörn- in brást, andstæðingum hans tókst tvívegis að hagnýta sér veilur í byijuninni og ná væn- legum vígstöðum. Þessi skemmtilega byijun ruddi sér ekki til rúms í skák- heiminum fyrr en nokkru eftir heimsstyijöldina síðari. Hún er afar vandmeðfarin, svartur gefur eftir miðborðið og fær þrengra tafl. Ef gagnfæri hans bregðast situr hann o'ft uppi með gleði- snauða stöðu. Það voru ekki síst David Bron- stein og heimsmeistararnir Tal og Fischer sem hófu vörnina til vegs og virðingar. Fischer lagði þó ekki í að beita henni í heims- meistaraeinvígi sínu gegn Spasskíj. Kasparov fékk ungur dálæti á henni, en lagði hana til hliðar í fyrstu einvígjum sínum við Karpov. Undanfarin 3-4 ár hefur hún þó skipað heiðurssess í vopnabúri heimsmeistarans. Eftir tvö þung áföll heims- meistarans í Dortmund verður fróðlegt að sjá hvernig hann kýs að veijast drottningarpeðsbyijun á Ólynipíuskákmótinu í Manila í næsta mánuði. Ósigrarnir tveir kostuðu hann þó ekki efsta sætið á mótinu Þýskalandi, _ en hann varð að deila því með Ivantsjúk. Við skulum rifja upp úrslitin: 1.-2. Kasparov og Ivantsjúk 6 v. af 9 mögulegum, 3. Barejev 5'A v. 4. Anand 5 v. 5.-6. Kam- sky og Salov 4Ú2 v. 7. Húbner 4 v. 8.-9. Adams og Shirov 3'/2 v. 10. Piket 2'/2 v. Undrabarnið Gata Kamsky teflir á fyrsta borði fyrir Banda- ríkin á Ólympíumótinu. Hann og faðir hans eru afar umdeildir í bandarísku skáklífi og þegar hef- ur ákveðið að engir sameiginleg- ir keppendafundir verði haldnir með liðinu í Manila, til að forð- ast árekstra! Kasparov hefur ruglað Karpov í ríminu með mannfórnum í kóngsindversku vörninni, en Kamsky lét sér fátt um fínnast: Hvítt: Gata Kamsky Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. Rf3 - 0-0 6. Be2 - e5 7. 0-0 - Rc6 8. d5 - Re7 9. Rd2 - a5 10. Hbl - Rd7 11. a3 - f5 12. b4 - Kh8 13. f3 - Rg8 14. Dc2 - Rgf6 15. Rb5 - axb4 16. axb4 - Rh5 17. g3 - Rdf6 18. c5 - Bd7 19. Hb3 - Bh6 Kasparov komst upp með 19. - Rxg3?! 20. hxg3 — Rh5 gegn Karpov í Tilburg í haust. Úrslitin urðu jafntefli í 114 leikjum. 20. Hc3 Nú kemur Kasparov með nýja fórnarhugmynd, en Kamsky læt- ur ekki slá sig út af laginu, verst af ískaldri ró. Aður var hér leikið 20. - fxe4 21. fxe4 - Bh3 22. Hel í skákinni Epishin-Judit Polgar á móti í Vín í haust. 20. — Bf4?! 21. cxd6 — Rxg3 22. hxg3 - Rh5 23. gxf4 - Rxf4 24. Bc4 Kasparov hefur líklega séð þessa stöðu fyrir sér er hann ákvað fórnirnar, e.t.v. var það í undirbúningsvinnunni. Þótt hann sé með drottningu sína og ridd- ara í návígi við hvíta kónginn dugir það ekki. 24. - Rh3+ Tapar, en eftir 24. — Dg5+ 25. Kf2 - Dh4+ 26. Ke3 - Dh6 er hvíta staðan einnig sigurvæn- leg því yfirvofandi fráskák svarts með riddara er þá einnig hættu- laus. 25. Khl - Dh4 26. Rb3! Mögnuð staða. Þótt svarta sóknin virðist ógnandi við fyrstu syn þá veldur fráskák með ridd- aranum hvítum engum usla. Hvítur hefur því tíma til að koma drottningunni í vörnina og með Gary Kasparov tveimur mönnum undir á Ka- sparov enga möguleika. 26. - fxe4 27. Dh2 - Hf5 28. f4 - Hh5 29. Dg3! - Dxg3 30. Hxg3 — exf4 31. Bb2+ — Kg8 32. dxc7 - Bxb5 33. Bxb5 - fxg3 34. Kg2 - Rg5 35. d6 - Hh2+ 36. Kxg3 - Hxb2 37. Bc4+ - Kg7 38. d7 og Ka- sparov gafst upp. Robert Húbner var langelsti keppandinn á mótinu, 44 ára, Kasparov var næstelstur og er þó aðeins 29 ára. „Öldungurinn“ tefldi eftirfarandi skák glæsilega og vann heimsmeistarann í fyrsta skipti: Hvítt: Robert Hiibner Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6 2. c4 — g6 3. g3 — Bg7 4. Bg2 - 0-0 5. Rc3 - d6 6. Rf3 - Rbd7 7. 0-0 - e5 8. e4 - c6 9. h3 - Db6 10. c5!? - dxc5 11. dxe5 — Re8 12. Ra4 - Da6 13. Bg5! Það hefur lengi verið vitað að þessi leið sé betri en 13. Bf4?! sem dugði Júsupov illa gegn heimsmeistaranum í Linares 1990. 13. - b5 14. Rc3 - Rc7 15. Be7 - He8 16. Bd6 - Re6 Kasparov hefur sjálfur metið þessa stöðu sem óljósa. Húbner hlýtur að hafa skoðað hana gaumgæfilega, en Kasparov virð- ist samt fá fullnægjandi mótspil. 17. a4 - b4 18. Re2 - Da5 19. Rd2! - Ba6 20. f4 - c4 21. Kh2 - Had8 22. Dc2 - Rb6 23. Hfdl - Bf8? Hvíti biskupinn á d6 slítur í sundur svörtu stöðuna og Ka- sparov vill reyna að skipta upp á honum. Leikurinn er þó ekki nægilega hvass og Húbner nær nú að sölsa til sín öflugt frum- kvæði. Mun betra virðist 23. — c5! og eftir 24. Rf3 — c3 25. bxc3 — b3! er það svartur sem ræður ferðinni. I næsta leik hefði Kasparov líka átt að leika 24. — c5 24. Rf3 - c3 25. Red4! - Rxd4 26. Rxd4 - cxb2 27. Dxb2 - Rc4 28. Db3 - Db6 Ekki þýddi að drepa á d6 vegna millileiksins 29. Rxc6. 29. a5 - Db7 30. Bxf8 - Kxf8 31. e6! c5 32. e5 - Dc7 33. exf7 - Dxf7 34. Rc6 - Hxdl 35. Hxdl 35. — Rxe5 Það er greinilegt að Kasparov hefur treyst á að þessi leikur myndi bjarga honum og raunar munar aðeins hársbreidd að það gangi eftir. 36. Bd5! - Bc4! 37. Dc2 - Rg4+ Eftir þetta lendir svartur í vonlausu endatafli, en það er ekki að sjá að svörtu stöðunni verði bjargað, þótt litlu megi muna: a) 37. - b3 38. Dc3 - Bxd5 39. Dxc5+ - Kg7 (Eða 39. - Kg8 40. Rxe5 — Hxe5 41. fxe5 — b2 42. Dc2!) 40. Rxe5 - Hxe5 41. fxe5 - b2 42. Hbl! - Df3 43. De7+! - Kg8 44. Dd8+ - Kg7 45. Df6+ og hvítur nær uppskiptum á drottningum og vinnur. b) 37. — Rxc6 38. Dxc4 (Svartur hefur gagnfæri í endataflinu eft- ir 38. Bxf7 - He2+ 39. Dxe2 - Bxe2 vegna frípeðanna á drottn- ingarvæng) 38. — Dc7 39. Dxc5+ — De7 40. Dcl! er gott á hvítt, því 40. — Rxa5? 41. Dal gengur auðvitað ekki. 38. hxg4 — He2+ 39. Dxe2 — Bxe2 40. Bxf7 — Bxdl 41. Bc4 - b3 42. Rxa7 - b2 43. Ba2 - Be2 44. Kg2 - Bd3 45. Kf3 - Ke7 46. Ke3 - bl=D 47. Bxbl - Bxbl 48. Rb5 - Kd7 49. a6 — Kc6 50. f5! og eftir þennan laglega lokahnykk sá heims- meistarinn sitt óvænna og gafst upp. ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 -REYKJAVÍK - SÍMI 687222 -TELEFAX 687205 Málningar- límbönd RAFORKAN þarf ekki aðvera staðbundin EB4500X Rafstöðin frá HONDA er hentug fyrir verktaka, við byggingar sumarbústaða og við almennar húsbygg- ingar. Hún gefur frá sér 220V straum. VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Þú svalar lestrarþörf dagsins KÁILBOD 38 dúkategundir meö 38% meðalafslætti í 38 opnunartíma Hefst á föstudag kl. 11 til miðvikudags kl. 18. DÆMI: Áður kr. 1.730.-.. ..-50% Áður kr. 1.298.-.. ..-35% Opið kl. 9-18 mán. - fös. og 10-14 lau. Teppaland GRENSASVEGI 13, SIMI813577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.