Morgunblaðið - 03.06.1992, Síða 47

Morgunblaðið - 03.06.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. JUNI 1992 47“ KNATTSPYRNA Ásgeir Elíasson: Góð reynsla fyrir fram- tíðina Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari íslands, var eins og aðr- ir ánægður með fyrri hálfleikinn, en sagði að strákarnir hefðu verið mun slappari eftir hlé. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Strákarnir fengu tíma til að athafna sig og þeir nýttu sér það. í seinni hálfleik bökkuðu þeir helst til of mikið, voru óvark- árir og fengu klaufamörk á sig, mörk, sem hefði átt að vera auð- velt að koma í veg fyrir. Menn urðu fyrir áfalli og ekki hjálpaði að mótheijamir gáfu okkur ekki eins mikinn tíma og áður til að byggja upp spil.“ - Nú var vinstri vængurinn frekar óvirkur. Skiptingin lá lengi í loftinu, en hefði ekki verið betra að breyta fyrr? „Jú, það hefði hugsanlega breytt einhveiju, en ég lít fyrst og fremst á þetta sem reynslu fyrir framtíðina. Strákamir sem heild bættu sig mikið frá leiknum gegn Grikkjum og gerðu það sem fyrir þá var lagt. Það tekur tíma að öðiast i-eynslu, en yfírhöfuð er ég ánægður með leikinn." Jöfnunar- markiö vendi- punkturinn löfnunarmark Ungveija kom á • versta tíma og var í raun vendi- punktur leiksins. íslendingar voru í sókn þrír gegn þremur og Bjarki Gunnlaugsson með boltann vinstra megin. Til hægri við hann var Rík- harður Daðason og Arnar Gunn- laugsson aðeins utar, en átti greið- astan aðgang að markinu. Arnar kallaði á bróður sinn, en í stað þess að stinga á hann gaf Bjarki þvert á Ríkharð. Hann náði ekki boltan- um, Ungveijar brunuðu upp og skoruðu. „Mér leið alveg ömurlega þegar þetta gerðist," sagði Bjarki. „Arnar var í opnari stöðu en Rikki, en ég hugsaði sem svo að ef ég næði þrí- hyrningsspili við Rikka yrði allt opið. En í stað þess að komast 2:0 yfir jöfnuðu þeir og það var gífur- lega svekkjandi." Arnar Gunnlaugsson fékk upp- lagt marktækifæri í fyrri hálfleik, en skotið var of laust. Hann bætti fyrir það undir lokin. „í fyrra færinu heyrði ég í Stein- ari fyrir aftan mig, sem ætlaði líka að skjóta. Það truflaði mig og þó ég hafí séð hornið opið náði ég ekki að stýra boltanum rétta leið. Þegar ég gerði markið ætlaði ég að negla fast, en sá að ömggara væri að leggja hann örugglega í hornið. Ég fékk boltann vel á vinstri °g setti hann innanfótar í homið. En lokakaflinn kom of seint og tími gafst ekki til að jafna. Þetta er samt á réttri leið og það hlýtur að koma að sigri.“ NBA Beint eda ekki? Það skýrist á hádegi í dag hvort Stöð tvö sýnir beint frá fyrsta úrslitaleiknum um NBA-titilinn í körfubolta á milli Chicago Bulls og Portland Trail Blazer, en hann hefst fimmtán mínútum fyrir eitt í nótt að ís- lenskum tíma. Ef Stöð tvö sýnir ekki frá leiknum verður hægt að fylgjast með honum á sjónvarps- stöðinni Screen sport. Mörk tvíburanna nægöu ekki gegn Ungveijum Frábærfyrri hálfleikur, en Ung- verjar nýttu færin eftir hlé og náðu að knýja fram sigur ÍSLENSKU strákarnir í U-21 árs iandsliðinu í knatt- spyrnu sýndu hreint frábæra knattspyrnu í fyrri hálfleik gegn Ungverjum í Evrópukeppninni í gær. Mér er til efs að íslenskt landslið hafi fyrr yfirspil- að mótherjana eins og gert var í Vac í Ungverja- landi. En dæmið snerist við eftir hlé, Ungverjar gerðu þrjú mörk á 10 mínútum og tryggðu sér 3:2 sigur. 1-0 I aVF Á 7. mínútu tók Steinar fyrirliði Guð- B%#geirsson innkast frá hægri á móts við vítateigshom Ungveija. Ríkharður Daðason nikk- aði boltanum áfram til Bjarka Gunnlaugssonar, sem skoraði í nærhornið niðri. 1a Ungveijar náðu skyndisókn á 52. mín- ■ | útu, boltinn barst frá eigin vítateig út á vinstri kant og þaðan kom stungusending inn fyrir vöm íslands, sem Horvák nýtti sér. 2a Ijórum mínútum síðar fengu Ungveijar ■ | aukaspyrnu rétt við vinstra vítateigs- horn íslendinga. Boltinn kom á Qærstöng og þar vai- Horvák fyrstur að átta sig. 3a Ungveijar komust enn einu sinni inn ■ I fyrir vörn ísiendinga á 62. mínútu. Gefíð var á Szilveszter, sem var í dauðafæri, en Láras Orri Sigurðsson varði skotið með hendi. Szilveszter skoraði örugglega úr vítinu. 3a ^^Þórður Guðjónsson gaf út á hægri kant mmmÁ Steinar Guðgeirsson á 87. mínútu. Steinar gaf fyrir markið beint á Amar Gunnlaugs- son, sem skoraði í fjærhomið með viðstöðulausu skotí. Steinar Guðgeirsson fyrirliði gaf tóninn þegar liðin biðu þess að ganga inn á völlinn. „Strákar, þeir | skjálfa á beinunum. Steinþór Nú látum við þá finna Guðbjartsson fyrir því, því þeir eru skrifarfrá drulluhræddir við Ungveijalandi okkur.“ Og það var — sem við manninn mælt. Strákarnir byijuðu með boltann og tóku þegar völdin. Þeir létu boltann ganga, ein snerting, tvær snertingar, en alltaf sending á samheija. Spil eins og það gerist best, hreyfanleiki, marktæki- færi, en aðeins eitt mark í hálfleikn- um. Þeir áttu meira skilið og Ungveij- ar hefðu ekki getað skammast sín fyrir að vera þremur mörkum undir í hálfleik. Til marks um yfirburðina kom Ólafur Pétursson markvörður varla við boltann í hálfleiknum og íslensku strákamir unnu boltann alls staðar á vellinum. Kaflaskipti Byijunin í seinni hálfleik var hins ' vegar hroðaleg og var eins og allt annað lið væri inni á vellinum. Spilið var sem hjá byijendum, menn voru staðir og var sem þeir héldu að hlut- imir gerðust sjálfkrafa. Enda var þeim refsað. Hvað eftir annað kom- ust mótheijamir inn fyrir vömina og þakka má Ólafi markverði að mörkin urðu ekki fleiri á þessum tíma, en hann greip oft mjög vel inní á síð- ustu stundu. Síðustu mínútumar urðu strákam- ir aftur þekkjanlegir og uppskeran var eittimark, en það var ekki nóg. Allir stóðu sig frábærlega í fyrri hálfleik. Þá lék liðið sem mjög vel smurð vél. í seinni hálfleik misstu flestir moðinni Erfitt er að gera upp á milli manná, en samt er ástæða til að geta frammistöðu tvíburanna Bjarka og Arnars Gunnlaugssona, sem gerðu mörkin) Steinar Guðgeirs- son barðist eins og ljón, var aftastur 'í vöm í fyrri hálfleik og alltaf fyrstur fram í sókninni. Þetta tók sinn toll eftir hlé og kom það niður á varnar- leiknum. Ríkharður Daðason hélt boltanum vel og aðeins einu sinni lét hann stranga gæslu fara í taugamar á sér. Sígurdur einn frammi igurður Grétarsson fyrirliði verður einn í fremstu vlglínu gegn Ung- veijum í kvöld. „Það er mjög erfitt að leika þetta leikkerfi (4-5-1) og krefst sérstaklega góðrar samvinnu. Það má alveg eins búast við því að vera með mann á hælunum allan tímann og því er mjög mikilvægt að sóknarmiðjumennimir styðji vel og fylgi hverri sókn eftir til að gera mótheijunum erfiðara fyrir." Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson og Kristinn R. Jónsson verða á miðjunni, Baldur Bjamason á vinstri vængnum og Þorvaldur Örlygsson hægra megin. Banni dómarinn Þorvaldi að leika vegna þess áð hann er í gipsi á úlnlið verður Andri Marteinsson á vængnum og Sævar Jónsson í bakverðinum, þar sem Andri á að leika að öllu óbreyttu. Valur Valsson verður vinstri bakvörður, Guðni Bergsson aftasti varnarmaður og Kristján Jónsson fyrir framan hann. Birkir Kristinsson verður í markinu. „Við vomm betri í sjötíu mínútur" - sagði Steinar Guðgeirsson, fyrirliði teinar Guðgeirsson, fyrirliði, var óánægður með úrslitin. „Við voram betri í 70 mínútur, en töpum leiknum á 20 mínútna kafla. Við gerð- um þau mistök eftir hlé að bakka of mikið og reyna að halda fengnum hlut í stað þess að halda áfram að spila okkar leik og bæta við. Þeir pressuðu stífar á okkur í seinni hálfleik og miðjumenn þeirra komu framar, en við áttum að refsa þeim fyrir það. En við gleymdum okkur og fengum fyrir vikið algjör óþarfa mörk á okkur." Verðum að byrja vel segir Sigurður Grétarsson, tyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir Ungverjum SIGURÐUR Grétarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins íknatt- spyrnu, sagði við Morgunblað- ið í gær að ekki væri ástæða til að óttast ungverska liðið, en þau mætast á þjóðarleik- vanginum hér f Búdapest ki. 17.30 að íslenskum tíma. Sigurður sagðist reyndar ekki þekkja ungverska liðið og var sannfærður um að það væri sterkt. „Því er mjög gott fyrir okkur að ná jafntefli að ég tali ekki um sig- ur. En þó erfitt sé að segja hvar við stöndum og gera megi ráð fyrir Ungveijunum sterkari tæknilega eram við öragglega sterkari hvað baráttuna varðar og því getur allt gerst.“ Fyrirliðinn var fyarri góðu gamni í Grikklandi, en horfði á leikinn á myndbandi með hinum strákunum hér í Búdapest. „Fyrstu 30 mínút- urnar voru mjög slæmar," sagði hann um viðureignina. „Grikkir sköpuðu sér samt engin tækifæri, en voru með boltann og náðu að gera heppnismark, sem réð úrslit- um. Við þurfum að leggja áherslu á að koma vörninni betur út, fylgja sókninni eftir í stað þess að liggja of aftarlega. Annars hefur spilið breyst mikið síðan Ásgeir tók við liðinu og við látum boltann ganga. Við verðum að hafa það hugfast gegn Ungveijum og gæta þess að halda liðinu vel saman - vara okk- ur á því að ekki myndist bil á milli varnar og miðju og miðju og sókn- ar.“ ísland er ekki stórt í augum Ungveija og sagði Sigurður að sig- urvissa heimamanna gæti komið þeim í koll. „Ungveijar hafa á und- anförnum árum oft og tíðum leikið ágætis knattspyrnu og náð góðum úrslitum, en dottið niður þess á milli. Stöðugleikann hefur vantað og ef þeir hitta á slæman dag get- um við sigrað og eins getur sigur- vissa þeirra nýst okkur. En við verð- um fyrst og fremst að hugsa um að byija ekki með 1:0 á bakinu. ^ Við verðum að byija á því að halda boltanum og fá þannig smátt og smátt meiri hreyfíngu á menn. Á meðan á þessu stendur er aðalatrið- ið að fá ekki á okkur mark og því verða fyrstu 20 mínúturnar miiril- vægastar - við verðum að byija vel.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.