Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 46

Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 foým FOLK ■ STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, milliríkja- dómarar í handknattleik, voru út- nefndir besta dómarapar 1. deildar á lokahófínu á Hótel íslandi sl. laug- ardag. ■ EINAR Gunnar Sigurðsson, handknattleiksmaðurinn sterki £rá Selfossi, gengst undir speglun á hné vegna meiðsla einhvern næstu daga. Hann verður frá æfingum í tvær vikur. ■ ÓLAFUR B. Schram, sem sæti á í framkvæmdastjórn, verður væntanlega næsti formaður lands- liðsnefndar HSÍ. Hann er tilnefndur af stjóm og með honum Davið B. Sigurðsson, Stefán Carlsson, Gunnar Kvaran og Þorgils Óttar Mathiesen, fyrmm landsliðsfyrir- liði. ■ FUNDUR sambandsstjómar verður 13. júní og þá verður kosið í landsliðsnefnd. ■ TVÆR norskar landsliðskonur í handknattleik em væntanlegar til landsins, verða með á æfíngum ís- lenska kvennalandsliðsins og halda fyrirlestur um það hvernig Norð- menn fóm að því að komast úr hópi C-liða í A-flokk — reyndar nánast allt leið á toppinn — á tiltölu- lega skömmum tíma. ■ BRASILÍA tekur þátt í hand- knattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar. Liðið kemur í stað Kúbu (sem nefnd var í blaðinu í gær) sem hætti við vegna fjárskorts. ÚRSLIT > Ungverjaland - ísland 3:2 Vac i Ungverjalandi, Evrópukeppni U-21 landsliða í knattspyrnu þriðjudaginn 2. júní 1992. Aðstæður: Um 27 stiga hiti, skýjað og hægur andvari. Völlurinn ágætur. Mörk Ungveijalands: Forenc Horvák (52., 56.), Ferenc Szilveszter (vsp. á 63.). Mörk íslands: Bjarki Gunnlaugsson (7.), Amar Gunnlaugsson (87.). Gult spjald: Antal Lórincz (33.), Pétur Marteinsson (89.). Dómari: Jiri Ulrich frá Tékkóslóvakíu. Áhorfendur: Um 1.000. Ungveijaland: Tóth, Lantai, Juhár, Lór- incz, Salacz, Dubecz, Horváth, Halmai (Tie- fenbach vm. á 73.), Hámori, Szilveszter (Puskas vm. á 68.), Szabo. Island: Ólafur Pétursson, Pétur Marteins- son, Gunnar Pétursson (Þórhallur Jóhannes- son vm. á 79.), Lárus Sigurðsson, Ágúst Gylfason, Ásgeir Ásgeirsson (Þórður Guð- jónsson vm. á 79.), Bjarki Gunnlaugsson, Finnur Kolbeinsson, Amar Gunnlaugsson, Steinar Guðgeirsson, Ríkharður Daðason. VINÁTTULANDSLEIKUR: Bremen, Þýskalandi: _ Þýskaland - Norður-lrland........1:1 Manfred Binz (40.) — Michael Hughes (22.). 24.000 Þýskaland: Bodo Ulgner, Manfred Binz, Jurgen Kohier, Guido Buchwald, Stefan Reuter, Stefan Effenberg, Thomas Hassler (Thomas Doll 46.), Matthias Sammer (Andreas Thom 75.), Andreas Brehme, Rudi Völler, Karlheinz Riedle. Norður-írland: Tommy Wright, Mal Do- naghy, Álan McDonald, Gerry Taggart, Nigel Worthington, Gary Fleming, Michaeí Hughes, Jim Magilton, Kevin Wilson, Colin Clarke (Michael O’Neill 87.), Kingsley Black (Stephen Morrow 79.) SKIÐI Wassberg kemur til íslands með Ulvang SÆNSKI skíðagöngukappinn Thomas Wassberg kemur til íslands með norska ólympíu- meistaranum Vegard Ulvang um Jónsmessuna til að skoða fyrirhugað skíðasvæði í Fljót- um. Wassberg er margfaldur heims- og ólympíumeistari í skíðagöngu og er einn f ræg- asti íþróttamaður Svfa. Það er Trausti Sveinsson, fyrr- um skíðagöngukappi frá Bjamargili, sem býður skíða- gönguköppunum hingað til lands til að skoða fyrirhugaða skíðaað- stöðu í Fljótum í Skagafírði. Trausi og kona hans, Sigurbjörg Bjarna- dóttir, hafa undirbúið stofnun ferðaþjónustu að Bjarnargili und- anfarin tvö ár með það að aðal- markmiði að byggja upp skíðaað- stöðu fyrir almenning samtímis góðri þjálfunaraðstöðu fyrir keppnisfólk. Renna fyrir lax í Fljótá „Til að kynna þessa aðstöðu og okkar hugmyndir, höfum við boðið til okkar nokkrum úr norska ólympíulandsliðinu í göngu og Svíanum Thomasi Wassberg í fjögurra daga heimsókn dagana 23. - 27. júní. Þeir koma hingað til að skoða svæðið og segja sitt álit. Annars verður þetta meiri skemmtiferð þar sem þeir renna fyrir lax í Fljótá, fara á hestbak og hlaupa um Tröllaskagann til að halda sér í æfíngu," sagði Trausti. Frægir kappar koma Trausti sagði að nú væri endan- lega ákveðið hveqir kæmu til ís- lands. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá kemur ólympíu- meistarinn Vegard Ulvang. Aðrir úr norska landsliðinu sem koma eru Erling Jame, Pál Gunnar Mik- kelsplads og Martin Hole og göngukonurnar Inger Helen Ny- broten og Maret Vold, sem báðar tóku þátt í ÓL í Albertville. Gamla kempan, Oddvar Brá, sem var um langt árabil besti göngumaður Norðmanna en sér nú um þjálfun norska unglignalandsliðsins, kem- ur einnig og síðan er það Svíinn Thomas Wass- berg kemur til íslands tli að skoða fyrir- hugað skíða- svæði í Fljót- um. Thomas Wassberg. Hann er nú orðinn 36 ára, en varð fyrst ólymp- íumeistari 24 ára gamall í 15 km göngu í Lake Pladid 1980. Konan hans og sonur verða einnig með í ferðinni til íslands. Snjóbyssa fyrir gervisnjó Með í ferðinni verða einnig Lars Oddvar Forskor, framkvæmda- . stjóri skíðasvæðisins í Geilo í Nor- egi og Steinar Forskor sem er sérstakur tæknistjóri skíðasvæðis- ins í Geilo og sér m.a. um gervisnjóinn á svæðinu. Þeir koma til með að meta brekkurnar fyrir ofan Bjarnargil og gefa góð ráð varðandi uppsetningu á lyftum og snjóbyssum fyrir gervisnjó. Thomas Wassberg THOMAS Wassberg er fæddur 1956 og ólst upp í Lennarfors í suðvestur Svíþjóð, nærri norsku landamærunum. Hann steig fyrst á gönguskíði þegar hann var 7 ára og ellefu ára keppti hann í fyrsta skipti. 21 árs gam- all helgaði hann sig þessari íþrótt eingöngu með öllu sem því fylgir. Hann fluttist búferl- um til Asarna, 700 km norðar. Þar eru veturn- ir lengir, snjórinn betri og æfingaskilyrði því hagstæðari. 24 ára varð Wassberg fyrst Ólympíumeistari í Lake Placid 1980. Hann var síðan tvöfaldur ólympíumeistari á ÓL í Sarajevo 1984. Hann er margfaldur heims- meistari og vann m.a. þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á HM í Oberstdorf 1987. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Gíslí Fellx Bjarnason er kominn í landsliðshópinn á ný eftir nokkurra ára fjarveru. TENNIS / OPNA FRANSKA Seles mætir Sabatini Pórir efstu konumar á styrk- leikalista Opna franska meist- aramótsins í einliðaleik tryggðu sér sæti f undanúrslitum í gær. Steffi Graf sigraði Nataliu Zverevu 6-3 6-7 6-3, Gabriela Saþatini sigraði Conchitu Martinez 3-6 6-3 6-2, Monica Seles sigraði Jennifer Capr- iati 6-2 6-2, og Arantxa Sanchez- Vicario sigraði Manon Bollegraf 6-2 6-2. Monica Seles mætir Gabrielu Sabatini í fyrri undanúrslitaleiknum í einliðaleik kvenna, en Steffí Graf og Arantxa Sanchez Vieario berjast um hitt sætið í úrslitunum. Þrír af fímm sterkustu tennisleik- urunum í karlaflokki duttu úr keppni í þriðju umferð sem leikin var um helgina. Svíin Stefan Ed- berg, sem er númer tvö á styrk- leikalista mótsins, Þjóðveijinn Michael Stich, sem er númer fjögur og Bandaríkjamaðurinn Michael Chang, númer fímm, töpuðu allir gegn minni spámönnum og eru því úr leik á mótinu. Chang tapaði á móti Svíanum Niklas Kulti, Edberg tapaði fyrir Andrei Cherkasov, og Frakkinn Henri Leconte lagði Stich að velli. Þorbergurog Einarvelja 21 til æfinga: Fleiri ungir leik- mennverðaað bíða betri tíma ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari íhandknatt- leik, og Einar Þorvarðarson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu ígær21 manns æfingahóp sinn fyrir sumarið. Æfingar liðsins hefjast í dag, með Olympíuleik- ana í Barcelona í huga ef svo færi að íslendingar tækju sæti Júgóslava, en handknattleiks- keppni leikanna hefst 27. júlí. Einu breytingarnar frá hópnum sem Morgunblaðið birti í gær eru þær að Dagur Sigurðsson úr Val gefur ekki kost á sér í sumar og Jón Kristjánsson, Val og Magnús Sigurðsson, Stjörn- unni, bætast við. Dagur Sigurðsson, leikmaðurinn stórefnilegi úr Val, sem valinn var heldur til Bandaríkjanna í dag, þar sem hann hafði ráðið sig í vinnu í sumar. „Hann á því ekki heiman- gengt og það er mjög miður. En Dagur er ungur og við lögðum ekki mjög hart að honum. Hann réð þessu sjálfur. En það er engin spuming að hann er framtíðarmaður í íslenskum handbolta, og því hefði verið gott að hafa hann á æfingum í sumar, því það er aðal vinnutími okkar. Við höf- um ekki mikinn tíma með leikmönn- um á veturna," sagði Þorbergur Aðal- steinsson í gær. Þorbergur sagðist í raun hafa vilj- að gefa fleiri ungum leikmönnum tækifæri til að æfa með í sumar, en það væri erfítt þar sem mögulegt væri að farið yrði á Ólympíuleikana. Stuttur tími væri til stefnu og því óæskilegt að vera með stærri hóp á æfingum. „Ég hefði viljað vera með fleiri yngri leikmenn en það verður að bíða betri tími. Ef við værum bara að stefna á HM í Svíþjóð hefði ég getað verið með fleiri,“ sagði landsl- iðsþjálfarinn, en vildi ekki nefna þá ungu leikmenn sem hann hefur í huga. Aðspurður um Guðjón Árnason, fyrirliða FH, sem kom lék mjög vel í úrslitakeppninni eftir langvarandi meiðsli sagði Þorbergur að hann væri inni í myndinni. Hann hefði hins vegar leikið lítið í vetur, og þyrfti að komast í betri leikæfingu áður en hann yrði valinn í landsliðshópinn. Næstu landsleikir íslands verða gegn Þjóðverjum hér á landi, 21. og 22. þessa mánaðar. Leikimir fara væntanlega fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika, Hafnarfirði. Skv. upplýs- ingum sem fram komu á fundinum í gær leikur ísland allt að 35 leikjum fram að HM í Svíþjóð, sem fram fer í mars á næsta ári. Við þá tölu bæt- ast hugsanlega leikir í Barcelona og sjö í Svíþjóð, þannig að um 50 leiki gæti orðið að ræða til og með HM í Svíþjóð. Reyndar kom fram að færi liðið til Barcelona yrði einu mótanna, sem fyrirhugað er að taka þátt í í haust, líklega sleppt — væntanlega móti í Sviss um mánaðamót október og nóvember. FOLK ■ FRIÐRIK Friðriksson, vara- markvörður landsliðsins, meiddist í baki á æfingu í gærmorgun. Hann fór hreinlega í lás og var farið með hann til sérfræðings, læknis og hnykkjara, hér í borg. Eftir með- ferð um morguninn og síðar í gær var Friðrik stálsleginn, var með á fullu á æfíngu í gærkvöldi og verð- ur á bekknum í kvöld. ■ NEP-þjóðarleikvangurinn í Búdapest tekur um 80 þúsund áhorfendur, en gert er ráð fyrir 10 til 15 þúsuns manns. ■ LEIKURINN verður í beinni útsendingu sjónvarps og dregur það úr aðsókn. Eins slæmt gengi Ung- veija að undanförnu. ■ ÍSLAND leikur í bláum bún- ingum en Ungverjaland í hvítum í kvöld. ■ LEIKURINN verður sýndur í íslenska ríkissjónvarpinu og hefst útsending klukkan 17.30. Gengið var frá samningum í gær og keypti KSÍ réttinn, en á eftir að selja seinni leikinn.^ ■ SJÁLFSTRAUST leikmanna ungverska virðist vera mikið þessa dagana. í blöðum hefur komið fram að þeir hafí helst óttast Júgóslava, en fái þeir ekki að taka þátt í heims- meistarakeppninni, segjast Ung- verjar sigra í riðlinum og Sam- veldi sjálfstæðra ríkja fari einnig áfram í lokakeppnina. ■ DAGBLÖÐIN segja að ísland liafi ekki leikið vel gegn Grikk- landi og Ungveijaland eigi því alla möguleika á að byija vel í keppninni. ■ IMRE Jenei, þjálfari Ung- veija, tilkynnir ekki byijunarliðið fyrr en í dag, en blöðin segja að liðið leiki 3-5-2 leikaðferðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.