Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 38

Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 fclk í fréttum BÖRNIN Leikskóladagur með skrúðgöngu HARKA Kynbomban sýndi föt á hækjum Skrúðgöngrir voru famar frá hverjum leikskóla. LEIKSKÓLABÖRN á Selfossi héldu sameiginlega grillveislu með ýmsum uppákomum og leikjum. Böm, foreldrar og fóstrur fóru í skrúðgöngu frá hveijum leikskóla og síðan mættust þær á tjald- svæði bæjarins þar sem biðu grillaðar pylsur sem runnu ljúflega niður. Svo var farið í ýmsa leiki og dagurinn gerður að hátíðisdegi með góðri stemmningu. Sig. Jóns. hafði lofað Mugler að troða upp og ganga pallinn nokkrum sinnum fram og til baka í útvöldum flíkum úr smiðju meistarans. Nú var illt í efni, Gitte fannst hábölvað að svíkja vin sinn. Hún tók því inn kvalastillandi töflur og var „sprautuð“ í ofanálag eins og það er gjarnan nefnt á íþrótta- máli. Síðan greip hún í arminn á sambýlismanni sínum, Sebastian Copeland, og staulaðist af stað. Og með góðra manna hjálp komst hún á leiðarenda, í flíkumar og pallinn á enda og vakti uppákoman enn meiri athygli fyrir þær sakir að Gitte haltraði þar um garða pínleg á svipinn. SJÓRINN Skip- stjórar framtíð- arinnar Gitte Nielsen, danska söng/leik- konan og kynbomban, kallar ekki allt ömmu sína. Fyrir skömmu ökklabrotnaði hún og var það slæmt brot og kvalafullt. Fram- undan var tískusýning þar sem vinur hennar, hönnuðurinn kunni Thierri Mugler, hugðist sýna nýj- ustu haust- og vetrartískuna. Gitte Gitte er þarna á hækjunni og Sebastian er við hlið hennar. Þessir strákar voru að leika sér við flot- bryggjuna á Bíldudal í góða veðrinu um daginn. Þeir eru allir ákveðnir að verða skipstjórar þegar þeir verða stórir. Strák- amir heita ívar, Ninni og Egill. R. Schmidt. 1. Hjólaskoutar, stæróir 29-39 kt. 3.511 Hjólabretti, lausar skrúfur kf. 3.491 2. Hjólabretti, sverð og slanga lr. 2.811 v Hjólabretti, San Diego kf. 4.9B8 Hjólabrettí, Edips kt. 4.990 Varablntir n viigertir. Vandið valil og verslið í Markinu. 3. Hjólabrettaplata, Speedent kr. 2.301 Hjólabrettahjólmar, verð fró kr. 999 Hné- og olnbogahlífar, verð fró kr. 409 Stór hjólabretti, Skate Rats kr. 1.999 Skate Rais með músík kr. 2.789 luk íiess níkil úrval al hiólabrettum. blífum, dekkium, legum, santfpappír og öllum bjólabrettavarahlatum. Hjólahrettabúðin Símar 35320, 688860 Ármúla 40 D HJÓLABRETTI OG HJÓLASKAUTAR Á FRÁBÆRU VERÐI REYNSLA Vonbiðill fór fiatt á innbroti Leikkonan Barbara Carrera, sem er ef til vill þekktust fyrir hlut- verk sitt sem „Bond-stúlka“ og klækjakvendi síðar meir í Dallas, varð fyrir þeirri lífsreynslu fyrir skömmu, að fmna mannslík í íbúð sinni er hún kom heim frá vinnu kvöld eitt. Henni var illa brugðið sem vonlegt var, en hún herti þó upp hugann og hringdi í lögregluna. Þegar hugað var að líkinu kom í Ijós að á ferðinni var hugsjúkur ná- ungi sem hafði fengið ofurást á leik- konunni og lagt hana í einelti um nokkurt skeið. Hann hringdi stöðugt til hennar, sendi henni bréf og blóm og var alltaf nærstaddur þar sem hún fór erinda sinna. Þetta hafði að sjálfsögðu farið í taugarnar á Bar- böru, en lögreglan hafí b'tið getað aðhafst vegna þess að maðurinn hafði ekki gerst grófur í orðalagi eða haft í hótunum við hana. Rannsókn á láti mannsins leiddi í Ijós að höfuð- högg hafði orðið honum að bana. Höggið hafði hann fengið er hann skreið inn um glugga á íbúð Carr- era, en fallið nokkuð hátt til gólfs og lent á höfðinu. Á gólfínu var marmari. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.