Morgunblaðið - 03.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNl 1992 Mývatnssveit; Ástand gróðurs orðið gott Björk, Mývatnssveit. SÍÐARI hluta maímánaðar hefur verið mjög hagstæð tíð hér í Mý- vatnssveit. í siðustu viku komst hitinn flesta daga í 15-20 stig. Allur gróður hefur tekið vel við sér síðustu daga. Komið er gras á tún og skógur orðinn allaufgaður. Laugardaginn 30. júní var kannað um fjórða hluta af fé sínu og síðan gróðurfar á austurafrétt. Talið er eftir 10 júní. Þetta er á svipuðum að ástand gróðurs sé víða orðið gott. tíma og undanfarin ár. Var því ákveðið að bændur megi - Kristján sleppa 4. júní á fjall sem nemur ein- Dráttarvélanámskeið ætlað fyrir unglinga NÁMSKEIÐ í akstri og meðferð dráttarvéla hefst á Akureyri á föstudag, 5. júní, en það stendur fram á laugardag, 6, júní. Um er að ræða fornámskeið sem er ætlað unglingum sem fæddir eru 1977-1979. Kennsla fer fram í hús- næði ökuskóla Ökukennarafélags Akureyrar í Kaupangi og hefst kl. 18. á föstudaginn. Skráning fer fram hjá Vinnueftirliti ríkisins í Hafnar- stræti 95 á morgun, fimmtudag, frá kl. 13 til 18 og á föstudag frá kl. 8 til 12. Unglingar sem ætla í sveit í sum- ar eru hvattir til að sækja námskeið- in, sem miða að því að auka öryggi unglinga í sveitadvöl. Vinnueftirlit ríkisins, Umferðarráð og Ökukenn- arafélag íslands standa að nám- skeiðinu. RÁÐSTEFNA HEILBRIGÐISDEILDAR HÁSKÖLANS Á AKUREYRI UMÖNNUN KRABBAMEINSSJÚKRA 15. OG 16. JÚNÍ 1992 AKUREYRI DAGSKRÁ: Mánudagur 15. júní: Kl. 11.30 Afhending ráðstefnugagna hefst. Kl. 13.00 Ráðstefnan sett. Ráðstefnustjóri: Sigríður Halldórs- dóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Kl. 13.05 Ávarp verndara ráðstefnunnar: Frú María Pétursdóttir. Kl. 13.15 Dr. SallyThorne, University of British Columbia, Kanada: The Human Dimension of Cancer Care: Patient and Family Perspectives. Kl. 14.10 Dr. Elisabeth Hamrin, prófessor við háskólann í Linköping, Svíþjóð: Comparason between traditiona care and alternative medicine in cancer care. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.15 Arnbjörg Jóhannsdóttir, Hildigunnur Svavarsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir, Hulda Ringsted og Steinborg H. Gísladóttir, hjúkrunarfraeðingar: Að greinast með krabbamein. Kl. 15.45 Bergþóra Reynisdóttir, Inga M. Skúladóttir, Kerstín H. Roloff, Lilja Guðnadóttir og Pia Maud Petersen, hjúkrunarfræðingar: Upplifun foreldra krabbameinsveikra barna á stuðningi og skorti á stuðningi frá hjúkrunarfræðingum. Þriðjudagur 16. júní: Kl. 9.30 Elsa B. Friðfinnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor H.A.: Að missa brjóst vegna krabbameins. Kl. 10.00 Valgerður Sigurðardóttir, krabbameinslæknir: Einkennameðferð krabbameinssjúkra. Kl. 10.30 Kaffihlé. Kl. 11.00 Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðis- deildar H.A.: Upplifun krabbameinssjúkra á umhyggju og umhyggjuleysi. Kl. 11.30 Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur Borgarspítala: Umhyggja fyrir þeim sem umönnun veita. Hádegishlaðborð á Hótel KEA frá kl. 12.00-13.15. Kl. 13.30 Dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor H.Í.: Að fá krabbamein. Kl. 14.00 Sólveig Þórðardóttir, Ijósmóðir og hjúkrunarfræðingur: Að missa maka vegna krabbameins. Kl. 14.30 Þuríður Guðmundsdóttir, húsmóðir: Að eiga barn með krabbamein. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor H.A.: Andleg umönnun sjúkra. Kl. 16.00 Elísabet Hjörleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Heildræn umönnun við lífslok. Kl. 17.00 Móttaka bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Skráning á ráöstefnuna er á skrifstofu Háskólans á Akureyri, sími 96 1 17 70 alla virka daga frá kl. 9-17 fram til 5. júní. Ráðstefnu- gjald er kr. 3.000 fyrir báða ráðstefnudagana, en kr. 2.000 fyrir annan daginn og greiðist það við afhendingu ráðstefnugagna. í tengslum við ráðstefnuna verður sýning á bókum og hjúkrunargögn- um í salarkynnum safnaðarheimilisins. Einnig verður sýningarhópur- inn Trójuhesturinn með myndlistarsýningu á sama tíma. Morgunblaðið/Rúnar Þór. Sumarsýning KA Handknattleiksdeild KA hélt sýningu í íþróttahúsi KA um helgina. Á sýningunni var ýmislegt sem teng- ist sumrinu og var aðsókn góð. Verkmenntaskólinn á Akureyri: Engin íþróttabraut og leiguhúsnæði sagt upp Búast má við öðrum aðgerðum til að draga úr útgjöldum ÍÞRÓTTABRAUT verður ekki í boði við Verkmenntaskólann á Akureyri næsta vetur vegna fjár- skorts. Þá hefur íþróttakennsla verið dregin saman og skólinn hefur sagt upp leiguhúsnæði í íþróttahöliinni, alls fjórum kennslustofum, sem þýðir að nem- endum fækkar um eitt hundrað. er ekki spurt hvort þetta komi nem- endum til góða. Erum við ekki að lengja námstímann og hver hagnast á því, þegar upp verður staðið, nem- endurnir eða samfélagið? Erum við að kasta krónunni og geyma eyr- inn?,“ sagði Bernharð. Hann bætti því við að hægt væri að bæta skólakerfið að mun án mjög aukins kostnaðar, en fyrst þyrfti að breyta hugarfarinu gagnvart skól- unum, ekki líta á þá sem geymslur frá átta til fjögur, eða staði sem hefðu ofan af fyrir fólki, heldur skóla, skóla þar sem menn lærðu fyrir lífið. Bæjarstjórn; Sigríður tekur við forseta embættinu af Sigurði J. „Nú hefur skipast svo um fjárhag okkar, að við verðum að draga veru- lega saman seglin," sagði Bernharð Haraldsson skólameistari í ræðu sinni við skólaslit um helgina. Þegar hefur verið sagt upp leiguhúsnæði, sem skólinn hefur haft í Iþróttahöll- inni, alls fjórum kennslustofum þar sem kenndar voru bóklegar greinar, en það þýðir um eitt hundrað nem- enda fækkun frá síðasta hausti. Við upphaf skólaárs í fyrrahaust voru skráðir 1.100 nemendur við skólann. Þá verður íþróttakennsla dregin saman, m.a. vegna þess að þar eru fleiri kennslustundir bak við eining- una en í öðrum greinum og loks má nefna að íþróttabraut verður ekki í boði næsta vetur vegna fjár- skorts. „Einnig má búast við margvísleg- um öðrum aðgerðum til að draga úr útgjöldum, s.s. að stækka hópa, bóklega sem verklega, kenna alls ekki í fámennum hópum nema brýna nauðsyn beri til. Þetta kostar minna fé á yfirstandandi fjárhagsári og þá SIGRÍÐUR Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, var kjörin forseti bæj- arstjórnar Akureyrar á fundi í gær, en hún tekur aftur til starfa í bæjarstjórn fljótlega eftir árs leyfi frá störfum. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, sem verið hefur forseti bæjar- sljórnar liðið ár, lét af því emb- ætti, en hann mun væntanlegt taka við embætti formanns bæj- arráðs. Björn Jósef Arnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, var kjörin 1. varafor- seti og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Framsóknarflokki, 2. varaforseti. Þær Birna Sigurbjörnsdóttir og Kol- brún Þormóðsdóttir voru kjörnar rit- arar bæjarstjórnar. Aðalmenn í bæjarráð voru kjörin Sigurður J. Sigurðsson og Björn Jósef Arnviðarson frá Sjálfstæðis- flokki, Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandalagi, og frá Framsóknar- flokki þau Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Jakob Björnsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigriður Stefánsdóttir, forseti bæjarsljórnar. Matreiðslumaður Óskum eftir að ráða matreiðslumann, sem hefur áhuga á austurlenskri matargerð. Upplýsingar í síma 96-11617. Bing-Dao, Geislagötu 7, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.