Morgunblaðið - 03.06.1992, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.06.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 29 Enskir og norrænir prestar þinguðu í Reykiavík: Áhugi á samstarfi við kirkju- deildir í Eistlandi og Lettlandi PRESTAR- og guðfræðingar frá Norðurlöndunum og Englandi héldu ráðstefnu hér á landi í síð- ustu viku. Ráðstefnur af þessu tagi hafa verið haldnar reglulega á tveggja ára fresti frá 1978 en íslendingar hófu ekki þátttöku fyrr en 1988. Séra Jón A. Bald- vinsson, sendiráðsprestur í Lund- únum, hefur verið í forsvari fyr- ir íslendinga í þessu samstarfi og segir hann að tilgangurinn með því sé sá, að skapa skilning og velvilja milli kirkjudeildanna í aðildarlöndun- unAð sögn Jóns A. Baldvinssonar voru erlendu gestirnir á ráðstefn- unni alls 20, 8 frá Englandi og 3 frá hvetju Norðurlandanna. Fimm íslenskir prestar og guðfræðingar tóku reglulegan þátt í störfum ráð- stefnunnar en fleiri kornu við sögu í undirbúningi og skipulagningu hennar. Áhugi sé á samstarfi við lútersku kirkjudeildirnar í Eistlandi og Lettlandi en þær hafí ekki getað sent hingað fulltrúa sína. Jón segir að á fyrsta degi ráð- stefnunnar hafi verið fjallað um samskipti ríkis og kirkju og þar hafi flutt erindi þeir Jónas Gíslason vígslubiskup og Ari Edwald, deild- arstjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Á öðrum degi hafí verið rætt um samskipti safnaða og sveit- arstjórna og þar hafí talað Guð- mundur Magnússon, formaður sóknarnefndar Neskirkju, og Mark- ús Örn Antonsson, borgarstjóri. Á þriðja degi hafi verið til umfjöllunar guðfræðimenntun, framhaldsnám presta, málefni prestafélaga og kjör presta. Þar hafí Einar Sigurbjöms- son, forseti guðfræðideildar Há- skóla íslands, og séra Vigfús Þór Árnason, formaður Prestafélags íslands, haft framsögu. Þá hafí ráð- stefnugestir heimsótt Skálholt og hlýtt á fyrirlestur Dr. Gunnars Kristjánssonar um stöðu bók- mennta'i- íslenskri trúarvitund og síðasta dag ráðstefnunnar hafi Dr. Pétur Pétursson lektor flutt erindi um trúarlega strauma í sögu og samtíma og hvernig kirkjan gæti brugðist við þeim. Að sögn Jóns A. Baldvinssonar er ávinningurinn af ráðstefnum af þessu tagi fyrst og fremst sá, að það auðveldi mönnum að átta sig á aðstæðum í öðrum löndum og geti þannig sótt sér þangað fyrir- myndir í ýmsum efnum. Kirkjurnar á Norðurlöndum séu afar líkar og biskupakirkjan í Englandi sé ekki mjög frábmgðin þeim. Innan henn- Hugmyndariss Myndlist Bragi Asgeirsson Það hefur færst í aukana hér í borg á undanförnum árum, sem áður var næsta sjaldgæft og jafn- vel talið mönnum til vansa og álits- hnekkis, að sýna rissmyndir opin- berlega. En þetta er nú, svo sem ég hef endurtekið vísað til, atriði sem iðu- lega er gert erlendis og telst fá- gæti (raritet), því að það skýrir og afhjúpar vinnuaðferðir viðkomandi listamanna og undirbúning að stærri og viðameiri verkum. Fyrir vikið eru slíkar sýningar mjög vin- sælar og listunnendur láta þær helst ekki fram hjá sér fara, ásamt því að hinar yngri kynslóðir fjölmenna á staðinn til að nema af sér eldri og þroskaðri listamönnum. Og hvað hina þekktustu myndlistarmenn áhrærir rata slíkar sýningar jafnvel á virtustu listasöfn. Málarinn Georg Guðni telst til yngstu kynslóðar íslenzkra mynd- listarmanna þó svo að hann hafi þegar haslað sér völl á eftirtektar- verðan hátt. Þrátt fyrir ungari aldur sýnir hann þessa dagana og fram til 3. júní fjölda smámynda, sem í senn má telja formæfingar og for- vinnu að viðameiri verkum. Þetta eru margs konar myndir og margs konar formæfingar, en allt ber þó að einum brunni, að hafa hlutina sem einfaldasta og formin sem skýrust og þannig séð teljast vinnubrögðin vera á línu naumhyggjunnar. Maður tekur fljótlega eftir því að fyrir Georg Guðna eru þetta formæfingar augnabliksins og hann hefur ekki lagt rækt við rökrétt vinnsluferli með tilliti til verkfær- anna sem hann hefur á milli hand- anna né verklagsins. Þannig vinnur hann í vatnslit á teiknipappír og við það bylgjast pappírinn og stund- um svo að það er til lýta. Er þá eina úrræðið að líma skissurnar á harðari pappír með náttúrulími því að slíkar fellingar, sem ganga út frá jaðri hinna máluðu forma veikja þau og heildaráhrifín. En hins veg- ar njóta blýantsteikningarnar sín ljómandi vel og hér nær Georg Guðni verðmætum blæbrigðum á sléttan flöt. Einkum eru það lands- lagsmyndirnar sem hrífa, en ger- andinn upplifír landslagið meira Endurklcebum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. ar séu vissulega ýmsar stefnur uppi, sums staðar standi hún afar nærri kaþólsku kirkjunni en innan hennar megi einnig fínna mótmælendur eins og þeir gerist harðastir. Það sem skipti mestu máli í samstarfi af þessu tagi sé að fólk viðurkenni að mennirnir séu eins misjafnir og þeir eru margir og uppgötvi þá auðlegð sem í mismuninum sé fólg- in. Markmiðið sé ekki að menn séu eins heldur að þeir séu eitt út frá ákveðinni forsendu og sú forsenda sé kristin trú. Morgunblaðið/Júlíus Á fundi enskra og norrænna presta í Reykjavík á dögunum voru flutt erindi um samstarf safnaða og sveitarfélaga. Þá fluttu erindi þeir Guðmundur Magnússon, formaður sóknarnefndar Neskirkju, og Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Á milli þeirra á myndinni situr Björn Björnsson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Islands. Georg Guðni sem lífrænt form en landslag í sjálfu sér. Og einmitt þess vegna rótfestir hann um leið formræna tilfinningu sína, og við það eykst þeim lífs- magn. Hvað hinar sjálfstæðu formtil- raunir snertir hefur Georg Guðni enn sem komið er naumast sömu þroskuðu tilfínningarnar, þó svo að ýmsar þeirra séu býsna áhugaverð- ar. Hann hefur ei heldur nógu lengi verið í návígi við hreinan formræn- an pataldur, en hins vegar haft landið og fjöllin í næsta sjónmáli meginhluta ævi sinnar. Styrkir vegna norrænu umhverfisrannsóknaóætlunarinnar NorFA, Nordisk Forskerutdanningsakademi, gefur norrænum vísindamönnum kost á að sækja um styrki til menntunar vegna norrænu umhverfisrannsókna- áætlunarinnar fyrir árið 1993. Styrkir eru veittir vegna þátttöku í vísindanámskeiðum, vísindaráðstefn- um/vinnuhópum og vegna annarra mála, sem greint er frá í hinum almenna upplýsingabæklingi NorFA frá því í maí 1992. Tengja ber starfsemina við eitthvert af þemum umhverfisrannsóknaáætlunar- innar: ★ Rannsóknir í tengslum við loftslagsbreytingar. ★ Samvinna á sviði umhverfisrannsókna á Eystrasaltssvæðinu. ★ Samfélagslegar forsendur umhverfismálastefnu. Umsóknarfrestur: 1. september 1992 fyrir vísindanámskeið og 1. október 1992 fyrir aðra styrki Upplýsingabækling með umsóknareyðublöðum er hægt að fá hjá skrifstofu NorFA: MmA Nmr Nordisk Forskerutdanningsakademi Sandakerveien 99, N-0483 Oslo. Sími: +47 2 15 70 12. Símbréf: +47 2 22 11 58. Styrkir til norrænnar vísindamenntunar NorFA, Nordisk Forskerutdanningsakademi, gefur norrænum vísindamönnum kost á að sækja um styrki til: ★ vísindanámskeiða ★ vísindaráðstefna og vinnufunda ★ vísindaferða ★ stuttra dvala ★ samskipta ★ norrænnar þátttöku í vísindanámskeiðum ★ norrænna eða ekki norrænna gestakennara/leiðbeinenda ★ skipulagningarfunda Umsóknarfrestir: 1. september 1992 fyrir undirbúning norrænna vísindaráðstefna og 1. október 1992 fyrir aðrar styrkveitingar. Upplýsingabækling með umsóknareyðublöðum má fá í háskólum, rannsókna- stofnunum og rannsóknaráðum á Norðurlöndum eða hjá skrifstofu NorFA, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar. NHiA Nordisk Forskerutdanningsakademi Sandakerveien 99, N-0483 Oslo. Sími: +47 2 15 70 12. Símbréf: +47 2 22 11 58. NorFA var stofnuð 1. janúar 1991 af Norrænu ráðherranefndinni. Á árinu 1993 mun NorFA ráðstafa rúmlega 28 milljónum NOK til styrkja til þjálfunar vísindamanna og til að stuðla að hreyfanleika vísindamanna á Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.