Morgunblaðið - 03.06.1992, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.06.1992, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 STORU SPURNINGARNAR I RIO Rauða brautin, sem byggð var á mettíma, liggur á stórum köflum beinlínis milli húsa í „óæðri“ borgarhlutum Rio. Tveg’gja mínútna þögn MAURICE Strong, framkvæmdastjóri Ríó-ráðstefnunnar, hefur farið þess á leit við fólk um allan heim, að það sameinist í tveggja mínútna táknrænni þögn milli kl. 13.05 og 13.07 í dag til að undir- strika sameiginlega framtíð mannkynsins á jörðinni. Umhverfisráðuneytið og Tóbaksvamamefnd í samvinnu við útvarpsstöðvamar hvetja lands- mann til þess að taka þátt í Heims- ráðstefnunni á þennan hátt og hugleiða hlutverk, tilgang og markmið hennar með tveggja mín- útna þögn. Útvarpsstöðvarnar ætla að ijúfa dagskrá sína á þess- um tíma í dag með þögn. í fréttatilkynningu frá umhverf- isráðuneytinu segir að hugmyndin sé að minna hvert og eitt okkar á þau umhverhverfismál sem fjallað verður um á Heimsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna og tilgang hennar sem sé að tryggja sjálfbæra, rétt- sýna og heilbrigða framtíð á jörð- inni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Þá segir að meginmark- mið Heimsráðstefnunnar verði að koma á heims samvinnu milli þró- unarlandanna og iðnþjóðanna, byggða á gagnkvæmri þörf og sameiginlegum áhuga á að tryggja framtíð jarðar. Ramos lýsir yfir sigri í forsetakosningum á Filippseyjum: UMHVERFISRAÐSTEFNANIRIO Rauða brautin ber ráð- stefnugesti yfir eymdina Andstæðingar ganga út af þingi í mótmælaskyni um ferðamannastraumi. Á síðustu þremur árum hefur ferðamönnum til Rio fækkað um helming. Hin hlið Rio Fækkun ferðamanna má ekki síst rekja til þess slæma orðstírs sem borgin hefur notið á síðustu árum. Ofbeldi, rán, eiturlyf, spill- ing, fátækt og barnamorð eru hugtök sem farin eru að tengjast borginni ískyggilega nánum bönd- um. Kvarta stjórnmálamenn í Rio jafnvel yfir alþjóðlegri rógsherferð gegn borginni til að draga úr ferðamannastraumi. En gestirnir í Riocentro munu líklega ekki verða mjög varir við skuggahliðar borgarinnar. Ráð- stefnumiðstöðin er á einum besta stað borgarinnar, Zona Zul, 'og viðbúnaður hers og lögreglu ætti að tryggja að allt verði með ró- legra móti. Jafnvel er talið að te- kist hafi að ýta til hliðar betlurun- um, sem yfirvöld segja vera „óað- skiljanlegan hluta brasílísks veru- Ieika“, sem væri óheiðarlegt að reyna að fela. Þeir verða líka held- ur eflaust ekki margir ráðstefnu- gestirnir sem munu sjá eitthvað annað af borginni en hið glæsilega umhverfí Riocentro og Rauðu brautina til flugvallarins. Dýr í út- rýmingarhættu Að meðaltali verður ein dýra- eða plöntutegund útdauð á dag, en áður var einni útrýmt á öld. Um aldamótin kann ein að deyja út á klukkustund Súrt regn Rúmlega 150mill- jónir tonna at brenni- steinsdíoxíði fer út í and- rúmsloftið á ári. Náttúran ekki við allt þetta magn sem veldur mengun í and- rúmsloftinu, vötnum og ám REUTER/WWF Maníla. Reuter FIDEL Ramos, fyrrum varnarmálaráðherra Filippseyja, náði í gær öruggu forskoti á keppinauta sína þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin í forsetakosningunum þar í landi og tekur líklega við af Corazon Aquino um næstu mánaðamót. Stuðningsmenn keppi- nauta hans gengu hins vegar út af þingi í mótmælaskyni við meint kosningasvik. Ramos var yfírmaður öryggis- sveita Marcosar einræðisherra, en varði síðan lýðræðislega kjörna stjóm Aquinos gegn sex valda- ránstilraunum hersins. Hann fékk einungis 23,5 prósent af 23 milljón atkvæðum sem greidd voru í kosn- ingunum, sem fram fóru 11. maí síðastliðinn. Það var hins vegar nóg til að sigra helsta andstæðing hans, dómarann Miriam Santiago, sem kölluð hefur verið „járnfrú austursins“. Talsmenn Aquino for- seta sögðust búast við að Ramos yrði svarinn inn í forsetaembættið um næstu mánaðamót, þrátt fyrir mótmælin. Ramos segir stöðugleika í stjórnmálum og efnahagsmálum verða helstu verkefni sín í emb- ætti. Skæruliðasveitir kommúnista halda uppi hernaði í sveitum lands- ins, erlendar skuldir eru gífurlegar og rafmagnsleysi algengt í borg- um. Búist er við að hann bæti samskiptin við Bandaríkin, sem hafa verið slæm eftir að ákveðið var að loka stórri flotastöð Banda- ríkjamanna í Subic Bay. Hinn 64 ára gamli Ramos hefur Fidel Rainos sver nýrri stjórnarskrá hollustueið eftir valdatöku Aquino. eytt mestallri ævinni innan hersins og þykir stinga í stúf við aðra stjórnmálamenn á Filippseyjum. Hann er mótmælendatrúar í landi þar sem fímm af hveijum sex eru kaþólskir og ffann er talinn litlaus persónuleiki í tilfinningaríkri stjórnmálaumræðu Filippseyja, sem er oft líkt við sápuóperu. Hann var yfirmaður öryggis- sveita Marcosar þegar herlög voru sett á árið 1972 og fylgdi þeim eftir með harðfylgi. Sveitirnar myrtu meðal annars Benigno Aquino, helsta andstæðing Marc- osar og eiginmann Corazon, en Ramos var talinn saklaus af því. Eftir kosningasigur Aquinos árið 1986 sneri hann við blaðinu og átti stóran þátt í að hrekja Marcos frá völdum. HAFT er fyrir satt að aldrei hafi jafn margir mikilvægir sljórn- málamenn verið samankomnir á einum stað og á umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Rio de Janeiro í dag. Alls er gert ráð fyrir 25.000 gestum í kringum ráðstefnuna til viðbót- ar 3.500 opinberum ráðstefnugestum, 2.500 blaðamönnum og 128 þjóðarleiðtogum sem sækja munu borgina heim. Auk hinnar form- legpi ráðstefnu hafa ýmsir umhverfisverndunarhópar skipulagt „sjálfstæðar“ ráðstefnur. Öryggisráðstafanir eru gífurlegar enda óar menn við því hvað gæti gerst ef hryðjuverkamönnum tækist að gera árás á ráðstefnuna þessa daga. Þijátíu og fimm þúsund hermenn, vopnaðir vélbyssum, þyrlum og skriðdrekum, eiga að gæta öryggis gestanna og sjá til að ekkert fari úrskeiðis. Jarðrof Á undanförnum 50 árum hefur mannkynið valdið því að svæði á stærð við Indland og Kína hefur orðið fyrir talsverðu eða miklu jarðrofi Eitt mikilvægasta framlag ráð- stefnunnar er talið vera að hún setur umhverfísmálin í brennidepil stjómmálaumræðunnar um allan heim. Riobúar sjálfír eru þó ekk- ert allt of uppnumdir ráðstefnunn- ar vegna að ekki sé minnst á umferðaröngþveitið sem búist er við þegar fjölmörgum götum verð- ur lokað af öryggisástæðum. Hið eina jákvæða sem menn sjá eru þær umbætur sem gerðar hafa verið á borginni til að hún líti bet- ur út í augum gesta. Rauða brautin Ber þar helst að nefna nýja hraðbraut frá flugvellinum til ráð- stefnumiðstöðvarinnar Riocentro. Með hinni 40 kflómetra löngu upp- lýstu hraðbraut, sem kölluð er Lin- ha Vermelha eða Rauða brautin og kostaði 140 milljónir dollara, komast farþegar til Rio hjá því að aka í gegnum hin ömurlegu fátæktrahverfí borgarinnar; brautin er einfaldlega byggð yfír þau. Alls nema ijárfestingar vegna ráðstefnunnar um 300 milljónum dollara og koma 80% þeirrar fjár- festingar frá Brasflíumönnum sjálfum. Þó að ráðstefnugestir verði ekki sparir á eyðsluna þá daga sem fundir standa mun ein- ungis brot þessarar fjárfestingar skila sér strax til baka. Samt hik- aði Fernando Collar forseti ekki við að láta féð af hendi og það þótt ríkissjóður væri tómur og fylkisstjóri Rio, sósíalistinn Cau- dillo Brizola, pólitískur andstæð- ingur hans. Er sagt að Brizola hafí á móti dregið úr harðri stjórn- arandstöðu sinni. Glaðastir Riobúa vegna ráð- stefnunnar eru þó hóteleigendur sem hugsa sér gott til glóðarinn- ar. Ekki nóg með að slegist sé um dýrustu hótelherbergi borgarinnar þessa dagana (sagt er að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hafi boðið best og fengið einu „forset- asvítuna" sem er á Intercontinen- tal-hótelinu) heldur vonast þeir einnig til að sú athygli sem beinist að borginni muni skila sér í aukn- tvísýringsmengun í andrúmslottinu en nokkurt annað land Hitabreytingar Bandaríkin hafa hafnað hvers konar samningum um að draga úr mengun, sem veldur gróðurhúsaáhrifum. Bandaríkin valda meiri kol- Dagskrá ráð- stefnunnar Umhverfis- og þróunar- ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna (UNCED), eins og hún heitir fullu nafni, verður sett í Ríó í dag af Boutros Boutros Ghali, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann mun síðan ávarpa ráðstefnuna og að því loknu verður kjörinn fundarstjóri ráðstefnunnar og teknar ákvarðanir um formlegt skipulag hennar. Síðdegis munu hefjast al- mennar umræður ráðstefn- unnar en ráðgert er að þeim ljúki þann 12. júní. Þó að þjóð- arleiðtogar geti ávarpað ráð- stefnuna hvenær sem er á þessum tíma hefur 12. júní verið tekinn frá sérstaklega fyrir ræður þeirra. Þá má geta þess að þann 5. júní verður haldin sérstök athöfn í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá opnun Stokk- hólms-ráðstefnunnar. Munu formenn allra sendinefnda gróðursetja tré fyrir utan ráð- stefnumiðstöðina undir stjóm forseta Brasilíu og Svíakon- ungs. Þann 13. og 14. júní verður leiðtogafundur ráðstefnunnar undir forsæti Fernandos Coll- ors Brasilíuforseta. Þann 14. júní verður ráð- stefnunni slitið að lokinni und- irritunarathöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.