Morgunblaðið - 03.06.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 03.06.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 Evrópustaðall í áfengismálum eftir Halldór Jónsson í morgunfréttum hinn 29. apríl mátti heyra frásögn af nýjustu til- lögum okkar ágætu ríkisstjórnar, sem mjög hefur brotið heilann um Evrópumálin í seinni tíð. Virðist hún oftast vilja halda því fram, að- íslendingar skuli þola mannjöfnuð við Evrópuþjóðirnar með upptöku Evrópustaðla um flesta hluti og lögtöku sextíuþúsund blaðsíðna af evrópskri þrætubók. En ekki er öllum þönkum stjórnarinnar alevrópskt farið. Þjóðieg einkenni vor skulu varðveitt sem betur fer, eins og heyra mátti í útvarpinu, þar sem greint var frá nýju frumvarpi á vegum stjómskipaðrar nefndar um áfengismál. Það er heiminum kunnugt, að ís- lendingum hefur stundum orðið hált á því að hafa greitt „aðgengi“, eins og það er kallað á stofnanamáli, að áfengi. Sanna þetta ýmis dæmi og hafa sum orðið tilefni til snarpra blaðaskrifa, sér í lagi þegar frammá- menn þjóðarinnar hafa átt í hlut. Um hitt er minna skrafað að íslend- ingar virðast geta fyllt sig hvar og hvenær sem er, bjóði þeim svo við að horfa, jafnvel þó áfengisbann hafí verið í landinu. Ríkissjóður er hinsvegar orðinn alger áfengissjúklingur, háður áfengi við fjárlagagerð. Hann getur ekki lifað án áfengis. Ríkissjóði þjón- ar almenningur þá fyrst nægilega vel, að hann kaupi mikið brennivín af ÁTVR á fimmföldu heimsmark- aðsverði. Hinsvegar má enginn verða fullur af þessu öðruvísi en þá sé um félagslegt vandamál að ræða, sem fellur undir stofnanir og sam- tök, ritstjóra Dagblaðsins, og heil- brigðisráðherra. Samkvæmt hinu nýja frumvarpi má setja menn nauðuga í meðferð ef þarf að kalla á lögguna heim til þeirra vegna drykkjuláta. Bindind- ishreyfingin, bæði þeirra sem aldrei HIOKI Nákvæmir og auðveldir í notkun. Margar gerðir, mæla m.a.: A-V-Ohm ♦ Einangrun Hitastig 4 Snúningsátt 4 Snúningshraða 4 A-tangir 60H VERÐ ! hafa þorað að drekka sig fulla og svo hinna sem drukku sig á skall- ann, munu líka halda áfram að vera áfengissjúklingar eins og ríkissjóður, þar sem þeir setja sig með frumvarp- inu á ríkisspenann með laun og risnu, bæði á lands- og héraðsvísu. Enda frumvarpið samið af „sérfræð- ingum“ í fylleríi, sem allur almenn- ingur ber auðvitað að venju ekki skynbragð á. Þessir sérfræðingar reikna tjón af brennivíni miklu meira en nemur gróðanum af ríkisverzluninni. Sem er auðvitað sönnun þess að leggja eigi niður ÁTVR og allt okur á brennivíni. Já og setja á bann, sem strandar víst bara á kjósendum, sem ekkert vita hvað þeim er fyrir bestu. Verð brennivíns skiptir þannig engu máli fyrir ríkissjóð nettó, segja þeir. Það fer allt í sjálft sig. En hvað um atvinnu sérfræðinganna ef ekkert brennivín fengist? Yfirleitt segja þeir að það sé um að gera að takmarka „aðgengið" og gera brennivínið nógu dýrt til þess að menn kaupi það ekki! Þá minnkar áfengisgróðinn og tjónið um leið. En verður ekki það sem er dýrast oft mest eftirsótt? Það er ósannað mál, að menn drekki miklu meira sé áfengi ódýrt, sbr. íslendingar í útlöndum. Samanburður við Dani hjálpar hér ekki neitt. Röksemdafærsla íslenzkra brennivínssérfræðinga fyrir áfeng- ismálastefnu sinni er þannig bless- unarlega einstök í sinni röð hvað snertir mannvit og rökhyggju. Það ber því brýna nauðsyn til þess að vernda hana og varðveita nú á morgni Evrópualdar. Það er verst að þeir virðast ekki trúa á mátt eig- in boðskapar um skaðsemi áfengis og vilja því grípa til þvingunarað- gerða eins og birtast í framlögðu frumvarpi. Ríkissjóður áætlar nú að hætta að höndla með tóbak þar sem það sé óhollt. En tekjunum ætlar hann að halda með skattlagningu, auðvit- að með því yfirvarpi að dýrara tóbak dragi úr reykingum. En vínið, það verður auðvitað að hafa áfram í sér- hannaðri ríkisstofnun með ábúðar- fullum svip. Það er allt annað en bölvað tóbakið. Sömu lögmálin eiga því að gilda áfram með lögfestingu ÁTVR um alla framtíð, hvað sem líður EES og öllu því. Já, venjulegur maður fellur í stafí fyrir öllu því mannviti sem í þessu stjómarfrum- varpi birtist. Þeir, sem skipuðu þessa nefnd á sínum tíma 1989, virðast hafa séð það fyrir, að það sem er ráðherrum og þingmönnum hættulegt, það hlýt- ur að verða óbreyttum landsmönnum enn háskalegra. Því sé ráðlegt að setja lög um það að hafa ekki áfengi til sölu við alfaraleið. Svo sem í flug- stöðvum, veitingaskálum við þjóð- vegi og svo framvegis. Allt sé þetta gert til að taka freistingar af vegum bílstjóra landsins, sem aka um þá á 4, 6, 10 eða 50 manna bílum. Og þá líklega alltaf án farþega, sem auðvitað hefðu hvort sem er ekkert gott af öðrum hressingum á þessum stöðum en kóki og prinspóló að þjóð- legum íslenzkum hætti. En hver skyldi vera hin duldu rök á bak við framlagt stjórnarfrumvarp um takmörkun aðgengis að áfengi fyrir fólk með bílpróf á íslandi? Við getum reynt að hugsa af fíngrum fram eins og Jón Baldvin. í fyrsta lagi hljótum við íslending- ar að vera alveg einstakir. Þess vegna henti okkur illa að vera og lifa eins og fólkið í löndunum í kring- um okkur. í öðru lagi teljum við okkur hafa sannanir fyrir því, að menn geti drukkið sig fulla af áfengi. Því sé best að veifa þyí ekki framan í ein- staklingana. Á þessari forsendu meðal annars afneitum við þjóðar- búinu hundruðum milljóna í auglýs- ingatekjum frá áfengis- og tóbaks- auðvaldi heimsins en leyfum sölu á erlendum tímaritum með slíku efni. í þriðja lagi ber ávallt að setja hagsmuni samtaka ofar hag ein- staklinga. Bifreiðaskoðun íslands, Sameinaðir Verktakar, IOGT, SÁÁ, LÍÚ og SÍF. Allt er best komið skipu- lagt og í höndum réttra aðila. Ein- staklingurinn, kjósandinn, er ekki spurður. Það er auðvitað miklu betra að Mjólkursamsalan til dæmis ákveði hvort þú færð fernu eða pakka utan um mjólkina þína, þú hefur ekki vit á því sjálfur. Enda ættirðu þá samkvæmt bók- inni að drekka minna af henni eftir því sem umbúðirnar eru þér óað- gengilegri og fara meira í taugarnar á þér. Og auðvitað á hún að vera helmingi dýrari á íslandi en í útlönd- um til þess að takmarka neysluna. Og ekki er Iangt síðan að aðgengið að mjólkinni var takmarkað með sérverzlunum Mjólkursamsölunnar. Óafbrigðilegt fólk, sé það þá ekki afbrigðilegt, verður að horfast í augu við þá staðreynd, að hluti okkar ágætu landsmanna, lítill minnihluti, er afbragð hinna og mikill fyrir sér, fullur eða ófullur. Fullir sveija þess- ir afburða íslendingar sig í ætt við Egil sterka þá er hann fann Ármóð skegg. Ófullir þjösnast þeir áfram Halldór Jónsson „Verðum við ekki að senda frumvarpið til Brussel í þeirri von að það geti orðið að Evr- ópustaðli í áfengismál- um? Það er ekki sann- gjarnt að við höfum þetta útaf fyrir okkur eina.“ gangandi eða akandi og skeyta hvorki um hvað fyrir verður né hvað öðrum finnst. Vegna þessara afburða Islendinga verða hinir hógværari auðvitað að sæta mörgum boðum og bönnum, sem þeir gætu verið án. Enda ber ávallt að tryggja réttindi minnihlut- ans fyrst hér á þessu landi okkar. Meirihlutanum er aldrei vorkunn. Þessvegna verður að miða allt við þessa bestu. Ef þessi minnihluti, sem líka keyrir bíl, getur ekki séð bjórdós án þess að drekka hana, þá er auðvit- að ástæða til þess að búa svo um hnútana að enginn geti séð bjórdós við umferðarmannvirki. Af þessum ástæðum líklega, sjá ráðherrar okkar nauðsyn þess að hafa sem flest reglugerðabundið fyr- ir alla íslendinga þannig að áminnst- ir atorkumenn okkar leiðist ekki í freistni. Vegna þessara bræðra okk- ar verðum við að halda okkar þjóð- legu sérstöðu. Það er því affarasæl- ast fyrir okkur að hafa allt bannað, nema það sem menn neyðast til að leyfa. Það er svo auðvitað spurning, hvernig íslendingum geti leyfst að fara til útlanda, leigja sér þar bíl og taka á hann benzín á benzínstöðv- um, sem eru troðfullar af brennivíni á 600 krónur bokkan og bjór á 50 krónur. Hvernig fer fyrir landanum sem losnar undan hinu velviljaða eftirliti sérfræðinganna íslenzku í áfengismálum? Lendir hann ekki umsvifalaust á skallann? Ég tala nú ekki um að þarna fást líka erlend tímarit með óritskoðuðum brennivíns- og tóbaksauglýsingum. Menn geta sko freistast af öðru eins. Þarf ekki að gera eitthvað í því, að þessi óværa berist ekki hingað til lands og njóti sérstakrar undanþágu skv. 11. gr. 1.? Það má svo velta því fyrir sér, hvort það sé ekki rökrétt framhald þessa frumvarps, að gera það refsi- vert á íslandi og tilefni til ökuleyfis- sviftingar, að áfengisflaska í eigu bílstjóra finnist í bíl. Hann getur fræðilega hafa ætlað sér að drekka hana undir stýri. Eigi leigubílstjóri til dæmis vínflösku í bíl sínum telst það jafngilda því, að hann hafí ætlað það til óleyfílegrar áfengissölu, sem er auðvitað fræðilega mögulegt. Fari menn eftir það aðeins í ríkið á leigubíl eykst þá ekki hagvöxtur í landinu öllum til góðs? Verður ekki að vera samhengi í þessu til þess að menn séu klárir á því að áfengi og akstur fara ekki saman eins og okkur er boðað? Það er vísast jafnlíklegt til að verða bíl- stjóra ofurefli, að hann hafi samtím- is bíl og áfengi undir höndum. Það er sama og að stöðva bíl sinn á veitingastað úti á landi þar sem selt er vín. Freistingin getur fljótlega orðið óbærileg fyrir bílvæddan af- komanda Egils. Margur hyggur mig sig Það er ef til vill svo, að íslenzkir ráðherrar og þingmenn fínni til skyldleikans við Egil gamla, þegar lífsins freistingar eru fyrir framan þá. Því leggja þeir fram frumvarp sem fjallar um þetta hættulega „að- gengi" að áfengi, sem steðjar að bílstjórum landsins ásamt mörgu öðru sem miðar að því að lögfesta áfengisvandamálið og réttindi þeirra sem lifa á því. En hvernig ætla þeir að útrýma freistingum af vegum ferðaglaðra og hrekklausra íslendinga í öðrum löndum? Er þetta ekki mál, sem verður að taka upp í sextíuþúsund blaðsíðurnar um EES? Og svo er það ótætis bruggið. Það verður bannað skv. 31. gr. Hér hafa verið til sölu bruggefni í ein 15 ár, þar sem gera má af þolanlegt vín. Það voru margir að dunda við þetta framan af. En þetta Sjóður til styrktar lang’veikum bömum eftir Öldu Halldórsdóttur Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar langveikum börnum. Stofnfé sjóðsins er ágóði af sölu bókarinnar Rækt, sem Herdís Bene- diktsdóttir hefur ritstýrt. Aðalefni bókarinnar er myndtjáning veikra barna og skýringatextar, brot úr hugarheimi móður, samskipti fag- fólks við böm og foreldra, hugleið- ingar um foreldrahlutverkið, for- eldrar í Ijósi siðfræðinnar, þegar barn veikist - langir dagar og nætur renna saman í eitt. Höfundar bókarinnar eru veik börn, foreldrar og fagfólk. Bókin er hin vandaðasta að gerð og mun nýtast bæði börnum og fullorðnum. Einnig kemur bókin sér vel sem ítarefni í námi heilbrigð- is- og jjppeldisstétta. Sala bókarinnar hófst 24, maí í síðasta sunnudagsþætti Bylgjunnar í Perlunni. Þennan dag var einnig vakin athygli á málefnum lang- veikra bama, í samvinnu við félag- ið Umhyggju, félag til stuðnings sjúkum börnum, og Styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna. Það er hlutverk okkar að styðja börn og unglinga með langvinn veikindi að lifa sem heilbrigðustu lífí í samfélaginu. Heilbrigt líf fyrir- „Markmiðið er að börn og unglingar geti verið sem mest í öryggi heim- ilisins. Og að stuðning- ur og þjónusta færist eins og mögulegt er til þeirra. Jafnframt eigi þau greiðan aðgang að sérhæfðri þjónustu barna- og unglinga- deilda.“ byggir enn frekari veikindi. Börn og unglingar þurfa því að vera sem mest heima hjá sér, í sínu rétta umhverfi, sækja skóla og sinna sín- um áhugamálum. En skilyrði til þess að þetta megi verða er að for- eldrarnir fái nægan stuðning, bæði fjárhagslega og félagslega. Aðstæð- ur foreldra eru mjög mismunandi í íslensku samfélagi. Um leið og við stefnum að því að langveik börn séu sem mest heima, þá þurfa þau og foreldrar þeirra að hafa milliliða- laust aðgang að barna- og unglinga- deild hvenær sem er sólarhringsins í skjóli sérfræðinga sem bera ábyrgð á serhæfðri meðferð þeirra. Á síðasta ári var í fyrsta sinni Alda Halldórsdóttir sett inn í íslenska heilbrigðisáætlun ákvæði um að skoða sérstaklega heilbrigðisþjónustu barna og ung- linga á íslandi. Það er tími til kom- inn að fá heildarsýn yfir stöðu þessa hóps. Á nýafstöðnu þingi voru m.a. samþykkt ný barnalög. Einnig var samþykkt þingsályktunartillaga um velferð barna og unglinga, vegna vaxandi erfiðleika þessa hóps í ís- lensku samfélagi. Kveðið er á um að ríkisstjórnin geri úttekt á orsök- um vandans. Er það vel, væntan- lega verður umrædd úttekt á sem breiðustum grunni, bæði hvað varð- ar félagslegt og líkamlegt heilbrigði barna og unglinga. Breytinga er þörf á viðhorfum manna til þess hveijar skuli vera skyldur þjóðfé- lagsins til uppvaxandi kynslóðar. Verkefni Sjóðs til styrktar lang- veikum börnum eru margvísleg. Markmiðið er að börn og unglingar geti verið sem mest í öryggi heimil- isins. Og að stuðningur og jijónusta færist eins og mögulegt er til þeirra. Jafnframt eigi þau greiðan aðgang að sérhæfðri þjónustu barna- og unglingadeilda. Fjöldi barna og unglinga á i lang- vinnum veikindum, en lifír þó sínu lífi þrátt fyrir það. Þarna er að finna „ h vu n ndagshetj urnar“. Tökum þátt í átaki til stuðnings þessum hópi. Kaupum bókina Rækt. Bókin verður til sölu í Kringlunni þessa viku og kostar kr. 1.500. Hafí Herdís Benediktsdóttir og Guðmundur Guðjónsson þökk fyrir óeigingjarnt starf í þágu velferðar barna á íslandi. Höfundur er biirnalýúkrunnrfræðingur við hcimahjúkrun harna og unglinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.