Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 16

Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 4 Umhverfisþing þjóðanna eftirEið Guðnason „Meginmarkmið Heimsráðstefn- unnar vérður að koma á samvinnu milli þróunarlanda og iðnþjóða heimsins, samvinnu sem byggist á gagnkvæmri þörf og sameiginleg- um áhuga á að tryggja framtíð jarð- ar ... Við þurfum að fínna lífvæn- legt jafnvægi milli umhverfís og þróunar." Maurice Strong, framkvæmda- stjóri Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfí og þróun. Undirbúningur að Heimsráð- -stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í dag, í Rio de Janeiro í Braz- ilíu hófst í rauninni á fyrstu um- hverfísráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Stokkhólmi árið 1972. Þá gerðu menn sér grein fyrir því að flókið og margslungið samband var milli hagþróunar og umhverfís- áhrifa. Því miður var ekki mikið tillit tekið til umhverfis og þróunar í tengslum við skipulag og ákvarð- anatöku fyrr en eftir að skýrsla Brundtland-nefndarinnar „Sameig- inlejg framtíð vor“ kom út árið 1987. A árunum milli 1972 og 1987 náðist vissulega árangur á ýmsum sviðum umhverfismála, en í heildina hélt ástandinu því miður áfram að hraka.. Þynning ósonlagsins, aukin gróðurhúsaáhrif, eyðing skóga og útdauði tegunda, og önnur um- hverfísvandamál urðu meira áber- andi. í desember 1989 ákvað alisheij- arþing Sameinuðu þjóðanna að boða til Heimsráðstefnu á vegum samtakanna, sem fjalla skyldi um umhverfí og þróun. Ráðstefnan skyldi haldin í Rio de Janeiro árið 1992. Hlutverk hennar átti meðal annars að vera að stemma stigu við þeirri óheillaþróun, sem áður greindi, og stuðla að sjálfbærri þró- un lífs á jörðinni við upphaf næstu aldar. Tveggja ára aðdragandi Fyrri ríkisstjóm fól Umhverfís- ráðuneytinu þann 6. júní 1990 að annast undirbúning að þátttöku ís- lands í heimsráðstefnunni. Ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar staðfesti þetta verklag. Þannig höfum við undanfarin tvö ár tekið virkan þátt í undirbúningsstörfunum. Fulltrúar íslands hafa tekið þátt í fundum í Genf og New York.þar sem samdir ' hafa verið textar þeirra samþykkta sem nú verða lagðir fram fram til samþykktar í Rio de Janeiro dagana 3.-14.júní. Þessir undirbúnings- fundir hafa verið langir og strang- ir. Þar hafa nú undir lokin verið á annað þúsund manns fulltrúar hinna tæplega 170 ríkja sem ráð- stefnunar sækja. Á samningfundum tókst ekki að ganga frá öllu því sem ætlunin var að samþykkja á Heims- ráðstefnunni. í ráðstefnuskjölunum eru því enn mörg atriði innan sviga eða í hornklofum — með öðrum orðum óleyst ágreiningsmál. Um margt er þó búið að semja og tek- ist hefur að ljúka sáttmálunum tveimur um verndun andrúmslofts- ins og vemdun og viðhald fjölbreyti- leika líftegunda á jörðinni. Ljóst er þó að vegna tregðu stórvelda eins og til dæmis Bandaríkjanna er árangur þama minni og textinn máttlausari en vonir stóðu til. Stjómmál em list hins mögulega. Hér er langan veg að fara og því verða skrefín mörg. Þótt ekki hafí náðst sá árangur sem margir von- uðust eftir er þó engu að síður um mikilvæga áfanga að ræða og þátt- askil í afstöðunni til umhverfísmála í veröldinni. Áherslur íslendinga Fulltrúar okkar hafa á undirbún- ingsfundum fyrir Heimsráðstefn- una lagt áherslu á málefni sem tengjast atvinnu, umhverfí og þróun og hafa þýðingu ekki aðeins fyrir ísland, heldur einnig í alþjóðlegu samhengi. Megin áhersla hefur ver- ið lögð á þætti sem tengjast hafínu, mengun þess og nýtingu allra lif- andi auðlinda sjávar, verndun and- rúmsloftsins og gmndvallarreglur í samskiptum ríkja í umhverfísmál- um. Margar af tillögum okkar hlutu stuðning á undirbúningsfundunum, þannig að ákveðið er hvemig þær verða lagðar fram til samþykktar á fundunum í Rio de Janeiro. Aðrar tillögur okkar hafa enn ekki hlotið nægan stuðning og verða áfram til umfjöllunar í Rio de Janeiro. Þau mál sem vísað hefur verið til um- ræðu og afgreiðslu þar snerta flest iðnþjóðirnar og kjarnorkuveldin og aðferðir þeirra við förgun úrgangs- efna, nýtingu auðlinda hafsins og fjármögnun úrbóta í umhverfísmál- um heimsins. Verndun hafsins Fyrir þjóð sem á allt sitt undir nýtingu auðlinda sjávar er eðlilegt að leggja höfuðáherslu á málefni er varða hafíð og mengun hafsins. Flestar af tillögum Islendinga á þessu sviði hafa hlotið afgreiðslu og endanlegur texti sem lagður verður fyrir ráðstefnuna til sam- þykktar er tilbúinn. Tillögu okkar um förgun geislavirkra efna undir hafsbotn var hins vegar vísað til frekari umræðna á fundunum í Rio de Janeiro. Á fimm vikna undirbún- ingsfundum í New York frá 2. mars til 3. apríl tókst samkomulag um texta tillögu, en Bandaríkja- menn tilkynntu hins vegar á síðustu stundu að þeir gætu ekki fallist á textann og tillagan fer því ósam- þykkt fyrir Heimsráðstefnuna. Þetta voru okkur veruleg von- brigði. ísland hefur gegnt forystu- hlutverki um ýmsa þætti þessara mála og er það við hæfí. Nýting lifandi auðlinda hafsins Þegar hefur náðst samkomulag um mörg veigamikil atriði er tengj- ast nýtingu lifandi auðlinda hafsins og ber þar fyrst að nefna að viður- kenning fékkst á þeirri meginreglu að nýta beri stofna sjávarspendýra það er að segja seli og hvali, á sama hátt og aðrar lífverur hafsins. í því sambandi var lögð höfuð- áhersla á skynsamlega nýtingu sem byggðist á vísindalegum rannsókn- um og hefði sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Tveimur mikilvægum tillögum, sem gætu haft áhrif á nýtingu stofna hér við land, hefur verið vís- að til ákvörðunar á ráðstefnunni í Rio de Janeiro þar sem ekki hefur náðst samstaða um þær. Þar er annars vegar um að ræða tillögu um að koma í veg fyrir að úthafsveiðar, sér í lagi veiðar á flökkustofnum og fartegundum, hafí neikvæð áhrif á þróun fískvejða innan efnahagslögsögu einstákra ríkja. Hins vegar er svo tillaga um réttindi úthafsveiðiþjóða til aðgangs að vannýttum eða ónýttum físki- stofnum innan efnahagslögsögu annarra ríkja. Báðar þessar tillögur skipta okk- ur íslendinga mjög miklu máli og mikilvægt er að taka þátt í lokaum- ræðum um þær á ráðstefnunni í Rio og hafa þannig hönd í bagga um þær ákvarðanir sem þar verða teknar. Sáttmáli um verndun andrúmsloftsins Við höfum einnig lagt mikla áherslu á verndun andrúmsloftsins í málflutningi okkar á undirbún- ingsfundum ráðstefnunnar og þá fyrst og fremst í tengslum við notk- un ómengandi orkugjafa. Einnig má hafa í huga í þessu sambandi að mikið af loftborinni mengun endar í hafínu. Tillögur okkar hafa í mörgum tilfellum hlotið stuðning og verið teknar inn í lokatexta ráð- stefnuskjalanna. Þannig var til dæmis tillaga okkar um að þjóðir heimsins leggi áherslu á að nýta mengunarlausa og endumýjanlega orkugjafa tekin inn í kaflann um orkumál og var í fréttatilkynningu framkvæmdastjórnar ráðstefnunn- ar nefnd sem annað af tveimur meginatriðum þess kafla. Einnig fengu fulltrúar Islands því fram- gengt að orðalagið „nýir og end- urnýjanlegir orkugjafar" og „ör- uggir og endurnýjanlegir orkugjaf- ar“ verður notað í tillögunum. Sáttmáli um verndun og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika Lögð var áhersla á viðhald líf- fræðilegs fjölbreytileika og sjálf- bæra nýtingu náttúruauðlinda, og voru tillögur þess efnis bomar fram. Nokkur ágreiningur varð um þá tillögu íslands að ekki skyldi ein- göngu rætt um friðun svonefndra fartejpinda, heldur einnig stjórn á Eiður Guðnason „Stjórnmál eru list hins mögulega. Hér er lang- an veg að fara og því verða skrefin mörg. Þótt ekki hafi náðst sá árangur sem margir vonuðust eftir er þó engu að síður um mikil- væga áfanga að ræða og þáttaskil í afstöð- unni til umhverfismála í veröldinni.“ þeim dýrastofnum. Tillagan var samþykkt með þeirri áréttingu að um sé að ræða ýmsar nytjategund- ir og meindýr, ekki síður en dýr í útrýmingarhættu. Umhverfisvernd og hernaðarumsvif Tillögur sem íslenska sendinefnd- in flutti um aðgerðir til að tryggja umhverfísvernd á höfunum gagn- vart hernaðarumsvifum og frá skip- um í eigu eða á vegum ríkisstjórna mættu mikilli andstöðu. Fulltrúar nokkurra ríkja lýstu því yfír á undir- búningsfundunum að þeir teidu ráð- stefnuna ekki réttan vettvang til umræðna um umhverfísvernd að því er varðaði hernaðarumsvif. Um þessi atriði máðist ekki samkomu- lag. Því var ákveðið að vísa öllum tillögum sem tengjast hemaðarum- svifum til almennrar umræðu í alls- heijarnefnd. Við væntum þess, að hægt verði að ná samstöðu á ráð- stefnunni í Rio de Janeiro um al- menn tilmæli í þá veru að ríki láti sömu reglur gilda um hernaðamm- svif gagnvart umhverfísvernd og gilda um aðrar athafnir okkar mannanna. Rio-yfirlýsingin Á ráðstefnunni verður samþykkt sérstök yfírlýsing sem upphaflega átti að kalla Sáttmála jarðar, en mun nefnast Rio yfírlýsingin að beiðni heimamanna. Þar er fjallað um grundvallar- reglur í umhverfísmálum sem gilda eiga fyrir allar þjóðir heims. Þær eiga að vera stuttar og skýrar og fjalla um meginatriði sem máli skipta fyrir framtíð lífs á jörðinni. Þar er fjallað um þætti eins og rétt hvers og eins til hreins og ómeng- aðs umhverfis, ábyrgð ríkja og ein- staklinga gagnvart umhverfinu, greiðslu skaðabóta vegna mengun- ar eða tjóns sem af henni hlýst og síðast en ekki síst að iðnríkin beri meginábyrgð á þeim umhverfís- spjöllum sem átt hafí sér stað á jörðinni og þeim beri að leggja til nýtt ljármagn og tækniþekkingu til hagsbóta fyrir þróunarlöndin. Ekki hefur enn náðst eining um texta þessarar yfírlýsingar. Til að freista þess að ná fram málamiðlun lagði formaður undirbúningsnefndar fram tillögu að texta á fundunum í New York í mars og apríl. Tillag- an er til umfjöllunar í nefnd núna og lokatexti Rio-yfírlýsingarinnar mun ekki liggja fyrir fyrr en á fund- unum í Rio de Janeiro. Margt enn óleyst Hér að framan hefur verið stiklað á stóru og aðeins nefnd nokkur þau atriði sem víð íslendingar höfum lagt áherslu á og varða ísland beint. Nokkrum af áhersluatriðum okkar hefur verið vísað til lokaumfjöllunar í Rio de Janeiro. Megin verkefni íslensku sendinefndarinnar í Rio verður því að fylgja tillögunum eft- ir, afla þeim stuðnings og leitast við að tryggja að þær nái fram að ganga. Samningafundir, aðallega um fjármál og ýmis önnur óleyst mál, hófust mánudaginn 1. júní, og er reiknað með að þeim ljúki ekki fyrr en 12. júní. Árangur Heimsráðstefnunnar veltur því ekki síður á þeim árangri sem næst á fundunum í Rio en árangri undirbúningsfundanna. Það verður síðan í höndum ríkja heims að fylgja niðurstöðum ráðstefnunn- ar eftir og sjá um framkvæmd þeirra samþykkta sem þar verða gerðar. Þótt miklu skipti hvað sam- komulag verður um á þessum mikla þjóða fundi, þá skiptir öllu meira máli hvað gerast mun í kjölfar hans. Fyrsta umhverfísráðstefna Sam- einuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972 markaði tímamót. Þá breiddist út almenn umræða um umhverfísmál í veröldinni og augu manna tóku að opnast fyrir því sem var að ger- ast. í kjölfar Rio-ráðstefnunnar tveimur áratugum síðar þurfa ekki aðeins að koma orð og umræða heldur líka athafnir og þrotlaust starf til að bæta þau umhverfis- spjöll sem maðurinn í krafti sinnar brigðulu greindar hefur unnið jörð- inni. Höfundur er umhverfísráðherra. 650L 163.873.- 12 HP. Án safnara 450E 145.849.- 12 HP. Án safnara 072R 19.900. 3,75 HP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.