Morgunblaðið - 03.06.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 03.06.1992, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 43 AHimMND OIRKTED B> SÍMI 32075 Eftir höfund myndarinnar "A Nightmare on Élm Street" FÓLKIÐ UNDIR STIGAIMUM MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA „í hverju hverfi er hús sem fullorðnir tala um og börn forðast." I þessari mynd fáum við að kynnast hryllingnum sem leynist innandyra... Aðalhlutverk: Brandon Adams, Everett McGill, Wendy Robie. Leikstjóri: Wes Craven (Nightmare on Elm Street). ★ ★ * ★ L.A. Times Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. - Bönnuð innan 16 ára. STÓRA SVIÐIÐ: m HELGA GUÐRIÐUR eftir Þórunni Sigurðardóttur. Mán. 8. júní, annar í hvftasunnu, kl. 20, síð- asta sýning. LITLA SVIÐIÐ: f Húsi Jóns Þorsteinss'onar, Lindargötu 7 JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju í kvöld kl. 20.30, uppselt, föst. 5. júní kl. 20.30, uppselt, lau. 6. júní kl. 20.30, uppselt, lau. 13. júní kl. 20.30, uppselt, sun. 14. júní kl. 20.30, uppselt. Síðustu sýningar í Reykjavík á leikárinu. LEIKFERÐ ÞJÓÐLEIKHÚSSINS UM NORÐURLAND: SAMKOMUHÚSIÐ Á AKUREYRI: Fös. 19. júní kl. 20.30, lau. 20. júní kl. 20.30, sun. 21. júni kl. 20.30. Forsala aögöngumiða er hafin í miðasölu Leikfélags Akureyrar, sími 24073, opið kl. 14-18 alla virka daga nema mánudaga. Ekki er unnt að hlcypa gestum i salinn eftir að sýn- ing hefst. Miðar á Kæru Jelenu sækist viku fyrir sýn- ingu, ella seldir öðrum. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ: Gengið inn frá Lindargötu ÉG HEITI ÍSBJÖRG, ÉG ER UÓN eftir Vigdísi Grímsdóttur Föst. 5. júní kl. 20.30, uppselt, næst síðasta sýning, lau. 6. júní kl. 20.30 uppselt, síðasta sýning. Ekki er unnt aö hleypa gestum í salinn eftir að sýning hefst. MiÖar á ísbjörgu sækist viku fyrir sýningu ella seldir öörum. Miöasalan cr opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningu sýningardagana. Auk þess er tekiö viö pöntunum í síma frá kl. 10 alla virka daga. Greiöslukortaþjónusta - Græna línan 996160. Hópar, 30 manns eöa fleiri, hafl samband í síma 11204. LEIKHÚSGESTIR ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Elsta málverk- ið boðið upp ELSTA íslenska málverkið sem vitað er til að boðið hafi verið upp hér á landi, verður selt á uppboði sem Gallerí Borg heldur í samráði við Listmunauppboð Sig- urðar Benediktssonar hf. 4. júní nk. Málverk þetta, sem und- anfarið hefur verið til skrán- ingar og rannsóknar á Þjóð- minjasafninu, er að öllum líkindum eftir síra Hjalta Þorsteinsson frá Vatnsfirði en hann var uppi á árunum 1665 til 1750 og var talinn merkasti myndlistamaður landsins á sínum tíma. Mynd hans er af biskupshjónunum Þórði Þorlákssyni (Thorla- cius) og Guðríði Gísladóttur frú hans, þykir hún vel gerð og fágæti á íslenskum lista- markaði. Meðal annarra verka sem upp verða boðin eru stór fantasía, olíumynd eftir Jó- hannes S. Kjarval, Þing- vallamynd eftir Ásgrím Hótel Sögu fimmtudaginn Jónsson, þrjár litógrafíur eftir Pablo Picasso, uppstill- ing eftir Þorvald Skúlason, olíumálverk eftir færeyska málarann S.J. Mikines, olíu- myndin Amina eftir Erró, sjálfsmynd í blómum eftir Sölva Helgason, tvær olíu- myndir eftir Gunnlaug Sche- ving, tvær myndir eftir Kristínu Jónsdóttur, tvær olíumyndir eftir Nínu Tryggvadóttur og olíumynd- in Fuglakomposition eftir Svavar Guðnason. Auk framangreindra mynda verða boðnar myndir eftir Kristján Davíðsson, Jó- hann Briem, danska listmál- arann Egil Jacobsen, Júlí- önnu Sveinsdóttur, Þórarinn íslenskt málverk frá 18. öld. B. Þorláksson, Tove Ólafs- son, Danann Henrey Her- rup, Louisu Matthíasdóttur, Mugg, Gunnlaug Blöndal og Jón Helgason biskup og eru þó margar ótaldar enn því alls verða boðin upp rúmlega 70 verk. Myndirnar verða sýndar í Gallerí Borg við Austurvöll miðvikudag og fimmtudag milli kl. 12 og 18 en uppboð- ið sjálft fer síðan fram á Hótel Sögu á fimmtudags- kvöldið og hefst kl. 20.30. (Fréttatilkynning) Stærðfræðinám- skeið fyrir krakka KROKKUM sem voru í 2.-7. bekk grunnskóla siðastliðinn vetur gefst kostur dagana 10.-12. júní á að taka þátt í fjölbreyttu stærðfræðinámskeiði í Kennaraháskóla íslands. Ymislegt verður á dagskrá svo sem verkefni úti við, verk- efni með vasareiknum og tölvum og sitthvað fleira. Kennslu á námskeiðinu annast íslenskir og sænskir kennarar sem taka þessa viku þátt í sameiginlegu endur- menntunarnámskeiði í Kenn- araháskólanum. Eitt megin- viðfangsefnið þar er hvernig hægt er að kenna stærðfræði á annan hátt en að nota kennslubók og nýta þá um leið betur það sem krakkar eru að fást við og hafa áhuga á. Þetta er í þriðja sinn sem krökkum er boðið að taka þátt í námskeiði fyrir kennara og hefur eftirspurn verið mjög mikil i fyrri skiptin sem voru 1988 og 1990. Stjórnendur námskeiðsins eru Anna Kristjánsdóttir pró- fessor við Kennaraháskóla ís- lands, Bo Rosén við „Instit utionen för ámnesdidaktit“ við Gautaborgarháskóla og Guðný Helga Gunnarsdóttir námsstjóri. Skráning er hafín og eru upplýsingar gefnar í Kennara- háskóla Islands. ------» ♦ ■♦---- Gleraugna- sýning Gleraugnaverslunin Lins- an í Aðalstræti á tuttugu ára afmæli um þessar mundir. í tilefni.af afmæl- inu stendur yfir sýning 4. og 5. júní á Mikli-gleraug- naumgjörðum. Hönnuðurinn sjálfur, Alain Mikli, kemur frá París og verður í versluninni og leið- beinir viðskiptavinum við val á gleraugum. Verslunin verður opin frá 9-19 þessa daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.