Morgunblaðið - 03.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.06.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 37 MargrétD. Odds- dóttír - Minning Fædd 5. sept. 1912 Dáin 26. mai 1992 Margrét D. Oddsdóttir, föðursystir okkar, er látin, 79 ára að aldri. Þótt aldursmunur hafí verið nokkur milli okkar, vorum við vinir frá því munum eftir okkur. Okkur undrar heldur ekki, að við skyldum laðast að henni strax sem börn því hún hafði til að bera þá mannkosti, sem saklaus börn merkja strax. Margrét var hæglát, glaðvær, ljúf í lund og mátti ekki vamm sitt vita. Hjálpfús var hún með eindæm- um og ráðagóð. Magga frænka eins og hún var kölluð höfðaði ekki ein- ungis til okkar sem barna, heldur líka er við fullorðnuðumst. Hún var mikil hannyrðakona og ófáar peys- ur, sokka og vettlinga prjónaði hún á börnin okkar. Magga bjó alltaf með systur sinni, Magdalenu, sem kölluð er Malla, og voru þær alltaf nefndar í sömu andránni. Gott var að koma til þeirra systra því ávallt var heitt á könnunni og stutt í brosið. Er setið var yfir kaffibollunum var ýmislegt skeggrætt og er búið var úr bollunum var þeim hvolft á ofn- inn og síðan lesið úr þeim. Var Magga nokkuð glúrin við það því ýmislegt hefur komið fram af því, sem hún spáði. Á kveðjustund viljum við systkin- in þakka Möggu samfylgdina og samverustundirnar, sem nú verma þegar leiðir skilur. Einnig sendum við börnum hennar, Haraldi og Ragnheiði, börnum þeirra, Möllu frænku og Helga innilegar samúð- arkveðjur. Sigga, Unnur og Gunnar Hljómplata til styrktar Barnaheillum GEFIN hefur verið út hljómplat- an Þegar þið eruð nálægt og er hún gefin út í samráði við félag- ið Barnaheill sem fær allan ágóða af sölunni. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Lögin eru samin af Inga Þór Korm- ákssyni af þessu tilefni og gerð við ljóð sem flest öll fjalla um eða tengj- ast börnum á einhvem hátt. Ljóð og textar eru m.a. eftir Hannes Pétursson, Þórarinn Eldjám, Stein- unni Sigurðardóttur og Ísak Harð- arson. Úrvalslið söngvara og hljóðfæra- leikara kemur fram á plötunni auk leikskóla- og grunnskóiabama; Eg- ill Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Berglind B. Jónasdóttir ljá ljóð- unum söngraddir við undirleik Þóris Baldurssonar, Bjöms Thoroddsen, Matthíasar Hemstock, Gunnars Hrafnssonar og margra fleiri." Lögin em útsett af Stefáni S. Stefánssyni sem var einnig upptök- ustjóri. Hljóðritun fór fram í Stúdíó Stemmu undir stjórn Sigurðar Rún- ars Jónssonar og hann sá líka um hljóðblöndun ásamt Stefáni. Aðalleikarar myndarinnar „Grand Canyon“. Steve Martin í mynd Bíóborgarinnar BÍÓBORGIN hefur hafið sýning- ar á myndinni „Grand Canyon". Með aðalhlutverk fara Steve Martin, Kevin Kline o.fl. Myndin er gerð eftir handriti Lawrence Kasdans. Myndin fjallar um sex persónur, hverra líf fléttast saman í mynd- inni. Myndin reynir að lýsa daglegu lífi venjulegs fólks sem er þó ólík og þarf að glíma við stærri og smærri viðburði í lífum sínum, seg- ir í fréttatilkynningu frá Bíóborg- inni. Brussel: Sendiráð ís- lands flytur í nýtt húsnæði Sigurvegararnir ásamt Helga G. Ingimundarsyni, eftirlifandi eigin- manni Birnu Þórðardóttur. Minningarmót um Bimu Þórðardóttur SENDIRÁÐ íslands í Brussel tók í gær í notkun nýtt húsnæði í borg- inni. Gamla húsnæðið, sem verið hefur í notkun frá því um áramót- in 1986/87 rúmaði engan veginn þá starfsemi sem er á vegum ís- lensku fastanefndarinnar við Evr- ópubandalagið. Nýju skrifstofurnar eru nærri tíu mínútna gang frá höfuðstöðvun EB og steinsnar frá skrifstofum Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) í Brussel. Auk þess að sinna samkipt- um íslands við EB fer sendiráðið og með samskipti Islands við Belgíu og Lúxemborg. Starfsemi íslenska sendiráðsins hefur vaxið mjög á síðustu árum en samningarnir um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) hafa að mestu hvílt á starfsliði þess. Reiknað er með því að í haust hafi starfsmenn a.m.k. þriggja ráðuneyta auk utan- ríkisráðuneytisins starfsaðstöðu í sendiráðinu, þ.e. sjávarútvegsráðu- neytisins, menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins. Ljóst þykir að afskipti utanríkisráðuneytisins af þeim samningum verði fyrst og fremst í gegnum fastanefndina í Brussel en gert er ráð fyrir að allt að eitt hundrað starfsmenn verðir á vegum EFTA í Brussel í tengslum við EES-samninginn. Heimilisfang sendiráðsins í Brussel er rue Marie Therese 1, 1040 Brussel, nýtt síma- númer er 02 219 90 90 eða 90 2 219 90 90 ef hringt er frá íslandi. HALDIÐ var í keilusalnum í Öskjuhlíð sunnudaginn 17. maí sl., Minningarmót um Birnu Þórðardóttur. Var þetta í annað sinn sem mótið var haldið. Sigurvegari mótsins varð Ásdís Steingrímsdóttir, í öðru sæti varð Guðný Helga Hauksdóttir, í þriðja sæti Jóna Gunnarsdóttir, í fjórða sæti Sólveig Guðmundsdóttir, en hún sigraði í mótinu í fyrra og í því fímmta varð Lóa Sigurbjörns- dóttir. t Föðurbróðir minn, OTTÓ WATHNE BJÖRNSSON, Bröttukinn 29, Hafnarfirði, sem lést 27. maí, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. júní kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Gunnhildur B. Þorsteinsdóttir. Þórmundur Guðsteins- son - Kveðjuorð Fæddur 7. nóvember 1914 Dáinn 24. maí 1992 Gamall maður, Þórmundur Guð- steinsson, er genginn á vit feðra sinna eftir langt og ekki alltaf auð- velt ævistarf. Við skulum ekki gráta en við viljum þakka. Þakka fyrir allt sem hann var okkur á uppvaxtarárunum og alla tíð síðan. Á stríðsárunum byggðu þau Mundi og Bogga tvíbýlishús ásamt foreldrum okkar fyrir utan á, eins og það er kallað hér á Selfossi. í þröngri sambúð eins og var á okkar heimili er gott að eiga góða granna til að deila með gleði og sorgum. Mundi var gestrisinn og mjög veitull og minnumst við þá sérstak- lega aðfangadagskvöldanna þegar opnað var á milli og við fengum eins og við gátum í okkur látið af eplum, appelsínum og gosdrykkj- um, sem ekki voru á boðstólum daglega í þá tíð. Það var mikil há- tíð að fara með Munda í kompuna undir stiganum að sækja veislu- föngin. Við minnumst líka ferðanna á „Gömlu skyrtunni" en það var gamall mjólkurbíll sem Mundi og pabbi áttu í sameiningu og á góðum sunnudögum var allri hersingunni safnað í bílinn og ekið í Þrastaskóg með nesti. Við minnumst barn- gæsku Munda og hvað hann var þolinmóður að spjalla við okkur þegar hann var að vinna í garðinum eða dytta að húsinu og við eltum hann hvert fótmál. Það hefðu ekki allir gefið sig í þær samræður eins og hann gerði. Já, margs er að minnast en nú horfum við til fram- tíðarinnar og vonum að þegar okk- ar tími kemur taki Mundi á móti okkur með ávöxtum og gosi. Elsku Bogga og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð. Við kveðjum Munda með virðingu og þökk. Guð blessi minningu Þórmundar Guðsteinssonar. Systkinin Vestrí. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, PÁLMI ÖRN GUÐMUNDSSON, Skriðustekk 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 5. júní kl. 16.30. Anna Pálmadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Skúli R. Guðmundsson, Sigrfður Gústafsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Þórunn Jónsdóttir, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Ólöf Sigurðardóttir, Auður Hrönn Guðmundsdóttir, Eberhard Jungmann. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANDfS INGÓLFSDÓTTIR frá Björk, Akranesi, til heimlilis f Skálagerði 7, Reykjavfk, lést laugardaginn 30. maí í Landspítalanum. Jarðarförin verður auglýst síöar. Kristinn AAalbjörnsson, Ingólfur Aðalbjörnsson, Rósa Aðalbjörnsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILMAR HERBERTTHORSTENSEN, Stigahlfð 16, lést á Vífilsstöðum 25. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Vífilsstaðaspítala fyrir frábæra hjúkrun og hlýhug. Einnig kærar þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug. Guð blessi ykkur öll. Hulda Svanlaugsdóttir Th., Eva Thorstensen, Böðvar Sigvaldason, Erna A. Thorstensen, Ágúst Þ.Oddgeirsson, Óli V. Thorstensen, Anna L. Agnarsdóttir, Svanhildur E. Thorstensen, Lárus A. Pétursson, Baldur P. Thorstensen, Halldóra Georgsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru ték- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.