Morgunblaðið - 03.06.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.06.1992, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 18 Nefnd um atvinnumál námsmanna: Opinberu fé verði varið til atvinnumála skólafólks NEFND um atvinnumál námsmanna telur æskilegt að sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar, verði styrkt til að efla at- vinnu fyrir tiltekna aldurshópa með opinberu framlagi. Áhersla verði lögð á að hvetja til verkefna sem stuðlað geti að varanlegri uppbygg- ingu fyrir viðkomandi staði og þar með atvinnusköpun til lengri tíma. Einnig setur nefndin fram tillögur um beinar aðgerðir til að bæta at- vinnumála námsmanna til lengri tíma. Niðurstöðum nefndarinnar, sem skipuð var af félagsmálaráðherra í nóvember sl., má skipta í skamm- tímamarkmið og langtímamarkmið. í fyrsta lagi gerir hún það að megintillögu sinni fyrir sumarið 1992 að gert verði tímabundið átak til eflingar atvinnu fyrir tiltekna aldurs- hópa á svæðum þar sem ástandið er verst. Sem dæmi um slík verkefni eru 4 eftirtalin atriði nefnd. Upp- bygging ferðaþjónustu, þ.á m. gerð tjaldstæða, gerð og merking göngu- stíga og þjónusta á söfnum. Um- hverfismál, s.s. landgræðsla, skóg- rækt og hreinsun. Landbúnaðarmál, líkt og skógrækt á jörðum bænda, skjólbeltarækt og gerð sumarbú- staðalóða, og félagsmál. í öðru lagi leggur nefndin til 8 eftirfarandi langtímamarkmið. 1. Að stofnaður verði sérstakur sjóður með það að markmiði að styrkja sveitarfélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga einkum til að skapa varanleg atvinnutækifæri fyrir námsmenn í sumarleyfum. 2. Að gerð verði úttekt á möguleik- um til þess að fjölga sumárstörfum fyrir námsmenn, einkum á sviði skógræktar, landgræðsiu og annarra umhverfísmála. 3. Að kannaðir verði möguleikar á því að nýta í auknum mæli starfs- krafta háskólanema í námsleyfum við raunhæf verkefni, rannsóknir og þróunarstörf. 4. Að skattakerfíð verði skoðað Sprengjuhótun í Breiðholti ÓKUNNUR maður hringdi í verslun í Eddufelli i Breiðholti Leitað að stolnum Colt Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir bifreiðnni, LD-526, sem er fjgurra dyra Mitsubishi Colt, ár- gerð 1986, hvít að lit. Bifreiðinni var stolið frá Hlíðar- byggð í Garðabæ að morgni síðastlið- ins sunnudags. Lögreglan biður þá sem orðið hafa bílsins varir að láta sig vita. klukkan tæplega hálfellefu í fyrrakvöld og sagðist hafa komið þar fyrir sprengju sem senn myndi springa. Lögreglunni var gert viðvart og kom hún á stað- inn, gerði leit en fann ekki sprengju. Leitina önnuðust tveir lögeglu- menn sem voru á vakt og hafa feng- ið þjálfun í meðferð sprengiefna í víkingasveit lögreglunnar. Sá sem svaraði í símann þegar hótunin barst lagði á að samtalinu loknu og því var ekki unnt að rekja samtalið til þess sem bar fram hót- unina. með það að markmiði að gera ein- staklingum fýsilegra að ráða náms- fólk til starfa tímabundið til aðstoðar á heimilum. 5. Að nemendur geti valið að stunda nám yfír sumartímann. 6. Að kannaðir verði kostir þess að lengja skólaárið á framhaldsskóla- og háskólastigi og fækka námsárum. 7. Að leitast verði við að auka ásókn nemenda á framhaldsskóla- stigi í hagnýtt starfsnám með auknu námsframboði, endurbættari starfs- menntun og aukinni ráðgjöf við náms- og starfsval. 8. Að grunn- og framhaldsskólar sinni undirbúningi nemenda undir þátttöku í atvinnulífínu á markviss- ari hátt en verið hefur, m.a. með hvatningu og fræðslu í sköpun eigin atvinnutækifæra, t.d. stofnun s.k. nemendafýrirtækja. í skýrslunni segir að atvinnuþátt- taka námsmanna í sumarleyfum hafí verið eitt af sérkennum íslenska þjóð- félagsins. „Þar hafa ungmenni kynnst landinu, atvinnuvegunum og fólki í ýmsum starfshópum og getað í leiðinni skapað sér tekjur til að greina þann kostnað sem hlýst af skóladvölinni að minnsta kosti að hluta til.“ Hins vegar segir jafnframt að undanfarin ár hafí skráð atvinnu- leysi að sumarlagi fyrir aldurshópinn 16-25 ára farið vaxandi og að áber- andi meira atvinnuleysi sé meðal ungs fólks úti á landi en á höfuðborg- arsvæðinu. Alls voru 302 aðilar á aldrinum 17-22 ára skráðir atvinnu- lausir hér á landi í ágúst 1991, þar af 104 á höfuðborgarsvæðinu en 198 á landsbyggðinni. Til samanburðar hafi þeir alls verið 31 árið 1987. í nefndinni sátu Ásgeir Leifsson, formaður, Árni Steinar Jóhannsson, Guðmundur Gylfí Guðmundsson, Jón H. Magnússon og Kristrún ísaksdótt- ir. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Nemendurnir 20 úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. sem unnu til verð- launa og viðurkenninga á vorönn sem verður að teljast vel af sér vikið. Skólaslit Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Tuttugn nemendur hlutu viðurkenningar Keflavík. Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið við hátíðlega athöfn í Ytri- Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 17. brottfararskírteini og þar fengu 20 ingar. Flest verðlaun eða fímm hlaut Magnús Randver Rafnsson frá Sand- gerði en hann lauk stúdentsprófí af eðlisfræðibraut og iðnbraut húsa- smiða - lauk 219 einingum sem er meira en áður hefur þekkst við skól- ann. Verðlaun fékk Magnús fyrir góðan námsárangur í raungreinum, stærðfræði, sögu, þýsku og fyrir góðan árangur á iðnbraut húsasmiða. Aðrir nemendur sem hlutu verð- laun og viðurkenningar voru: Helgi Þór Hjartarson fyrir jarðfræði og og sögu, Sveinbjörg S. Olafsdóttir fyrir efnafræði og þýsku, Heidi Andersen fyrir dönsku og sögu, Daníel Óskars- son fyrir ánægjuleg samskipti á sviði tölvumála og störf að félagsmálum, Sigrún Eva Kristinsdóttir hlaut ís- lenskubikarinn, Hafdís Guðrún Hilm- maí og þá fengu 53 nemendur nemendur verðlaun og viðurkenn- arsdóttir hlaut vélritunarbikarinn, Sigrún Guðmundsdóttir hlaut bók- færslubikarinn og Guðrún Gunnars- dóttir hagfræðibikarinn, Petra Lind Einarsdóttir fyrir hagfræðigreinar, Daníel Guðbjartsson fyrir stærð- fræðikeppni framhaldsskólanna, Friðrika Kristín Stefánsdóttir fyrir frönsku, Einar Jón Ólafsson á iðn- braut húsasmiða, Guðfinnur Þór Newman fyrir framfarir í námi, Thelma Birgisdóttir fyrir félagsmál, Þorbjörg Þóra Jónsdóttir fyrir félags- mál, Kristín Gerður Guðmundsdóttir fyrir félagsmál, Friðrik Friðriksson fyrir félagsmál, Ástríður Helga Sig- urðardóttir og Guðrún Gunnarsdóttir fyrir störf í þágu öldungadeildar. - BB Athugasemd við leiðara í DV - frá stj órnarformanni Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hf. Reykjavík, 2. júní 1992. Til ritstjóra Morgunblaðsins. Hinn 27. maí sl. birti DV leiðara, sem hafði að geyma rangar stað- hæfingar um Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hf. og Verslun- arbankann. Að því tilefni ritaði ég þann 29. maí sl. Ellert B. Schram, ritstjóra, sem er höfundur tilvitnaðs leiðara, meðfylgjandi bréf, sem ég óskaði eftir að hann birti í blaði sínu. Síð- an hafa komið út 3 tbl. af DV og hefur bréfíð ekki féngist birt. Af þeim sökum óska ég eftir að Morgunblaðið birti meðfylgjandi bréf. Virðingarfyllst, Einár Sveinsson. Ellert B. Schram, ritstjóri, Dagblaðið Vísir, Þverholti 11, Reykjavík. Reykjavík 29. maí 1992 „Leiðari þinn í DV miðvikudag- inn 27. maí sl. undir yfirskriftinni „tvö hundruð milljónir" er þess efn- is að ekki verður hjá því komist að senda þér eftirfarandi athugasemd- ir, sem óskast birtar í blaði ykkar. Dagblöð og aðrir fjölmiðlar gegna afar þýðingarmiklu hlutverki í nútíma þjóðfélagi við að koma upplýsingum á framfæri við al- menning. Samkeppni fjölmiðla um það að verða fyrstir með fréttir af tiltekinni atburðarás verður stund- um til þess að fréttamenn vanda ekki skrif sín nægilega vel og efnis- lega ónákvæmar eða jafnvel rangar fréttir birtast af þeim ástæðum. Efnisleg umfjöllun í leiðurum dagblaða um tiltekna atburðarás fer að jafnaði ekki fram fyrr en stað- reyndir liggja ljósar fyrir. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á herðum ritstjóra við leiðaraskrif og umfjöll- ún um efnisþætti mála. Við samningu framangreinds leiðara hefur þú algjörlega vanrækt þessa grundvallarskyldu leiðarahöf- unda og byggt á upplýsingum, sem eru rangar í aðalatriðum. Skulu hér raktar nokkrar staðreyndir málsins og gerðar athugasemdir við þær ályktanir, sem dregnar eru fram í leiðaranum. Verslunarbankinn var viðskipta- banki íslenska sjónvarpsfélagsins hf., en hafði hvorki yfírtekið rekst- urinn né annaðist bókhald þess eins og álykta má af lestri leiðarans. Bankinn hafði undir höndum upp- lýsingar um rekstur sjónvarpsfé- lagsins, en samstarfsfélagið, ís- lenska myndverið hf., var ekki í viðskiptum við Verslunarbankann. í júní 1989 var gerður samningur um sameiningu fjögurra banka þ. á m. Verslunarbankans, sem síðast skyldi taka gildi hinn 1. janúar 1990. Var það gert með stofnun íslandsbanka hf. Á árinu 1989 leit- uðust þáverandi hluthafar í Stöð 2 við að auka hlutafé félagsins, en vegna hraðrar uppbyggingar fé- lagsins og takmarkaðrar Iánafyrir- greiðslu bankans var ljóst að auka þurfí eigið fé stöðvarinnar. Þar sem hluthöfunum tókst ekki að afla við- bótarhlutafjár, gekk bankinn í árs- lok 1989 í að kaupa eða útvega kaupendur að 250 millj. kr. viðbót- arhlutafé, sem var helmingur þess viðbótarhlutaíjar, sem félagið sam- þykkti að leita eftir. Ákyeðið var að útboðsgengi hlutafjárins væri .nafnverð hlutabréfanna, en óheimilt Einar Sveinsson er að greiða lægra verð en það lög- um samkvæmt. Af þessu hlutafé keypti Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans hf. kr. 100 millj., en stofn- endur félagsins lögðu sjálfir fram 150 millj. kr. Hinn 9. janúar 1990 keyptu nokkrir af stofnendum Fjölmiðlunar sf. hlutafé í íslenska sjónvarpsfé- laginu að nafnverði kr. 150 millj. Um kaup þessi stofnuðu þeir ásamt fleiri aðilum síðar félagið Fjölmiðlun sf., sem var skráð hjá fírmaskrá hinn 9. apríl 1991, en félagið er talið stofnað 13. janúar 1990. Kaup þess voru gerð í hreinu fjárfesting- arskyni, en ekki til að bjarga and- liti eða fjáhagsstöðu eins eða neins, eins og haldið er fram í leiðaranum. Eins og hér er rakið er forsaga hlutabréfakaupanna og afskipti Verslunarbankans af Stöð 2 með allt öðrum hætti en fram kemur í leiðaranum. Af aðdraganda kaupanna, svo sem honum er lýst í leiðaranum, dregur þú síðar eftirgreindar þijár ályktanir, sem engin stenst svo sem hér skal rakið: í fyrsta lagi lánaði Verslunar- bankinn Stöð 2 hvorki sjö hundruð milljónir né fímm hundruð milljónir, heldur mun lægri fjárhæð. Ályktun þín um fímm hundruð eða sjö hundruð milljóna króna lánveitingar bankans til fyrirtækisins á sér því enga stoð í veruleikanum. I öðru lagi er því haldið fram að bankinn hafí „týnt“ 200 millj. kr. láni til fyrirtækisins. Er ályktun þessi byggð á þeim meinlega mis- skilningi að þær 150-200 millj., sem matsmenn í máli Fjölmiðlunar sf. telja að hafi vantað upp á áætlað eigið fé stöðvarinnar, hafí verið lán frá bankanum. Eins og fram kemur í matinu er ekki um tiltekið lán að ræða heldur lakari eiginfjárstöðu miðað við fyririiggjandi áætlun. I þriðja lagi segir þú í leiðaranum að rekstur stöðvarinnar hafi verið ■ gjörsamlega vonlaus fram til árs- byijunar 1990, ef ekki hefði komið til „gegndarlausrar" fyrirgreiðslu bankans. „Allur ævintýraljóminn, afrekin og bramboltið í kringum Stöðina hafí verið egótripp á kostn- að annarra." Þessi staðhæfíng er alröng. Um áramótin 1989/1990 hafði tekist að byggja upp sjónvarpskerfi og afla 43.500 áskrifenda, sem er grundvöllur rekstrar fyrirtækisins enn í dag. Að einhver hafí tapað á viðskiptum sínum við stöðina er einnig alrangt. Enginn hefur tapað fé á viðskiptum sínum við fyrirtæk- ið og þaðan af síður hefur orðið tap Tvö hundruð milljónir Upplýst liefur vcrlð af dómkvöddum mntsmönnum aö Verslunarbanklnn þdverandl hafl vantaliö tvö hundruö mllljónlr þegar banklnn seldl hlutabréf I Stöö tvö á slnum tlma. Tlldrög málsins eru þau aö Verslunar- bankinn var viðsklptabankl Stöövar tvö og eflir aö bank- inn tök yflr rekstur stöövarinnar voru hlutabréf 1 sjón- vnrpsstöölnnl seld. Meöal annars var lagt hart aö Fjöl- mlölun hf. að kaupa stóran hluta eöa 37% og fóru þai vlösklptl fram meö hliösjón af þeim upplýsingum Verslunarbanklnn gaf upp um Qárhagsstööu Sti tvö. FJölmlölun hf. er fyrirtœki sem nokkrir af fo . mönnum verslunar- og kaupmannasamtaka stofm en samtök verslunarinnar voru stærstu eignaraöil Verslunarbankans. Þessum samtökum sem og fo mðnnum þeirra var mlklö í mun aö Verslunarbankli I ucmlst aö mestu klakklaust lit ílr þessum viösldptumJ mda stóö þá fyrir dyrum sameinlng Verslunarbankaj önaöarbanka og flelri banka I núverandl lslandsbankn.j bessl kaup fóiufram i þeirri trú aö bókhald bankani og upplýslngar gæfti rétta mynd af skuldum og elgni Stöövar tvö, enda haföi Stööin veriö i gjörgæslu bank- ans um nokkurt skeiö. Var þvi haldiö fram aö skulc StðOvarinnar næmu flmm hundruö mllljónum á hlutabréfakaupum í því. Þannig liggur fyrir af síðustu ársreikning- um félagsins, að hagnaður af rekstri þess á árinu 1991 nam sem næst 100 millj. kr. og sölugengi hlutabréfa í því hefur á síðustu vik- um verið 1,4-1,5 sem sýnir að um góða fjárfestingu hefur verið að ræða. Að lokum skal þetta tekið fram: Stöð 2 var byggð upp á mjög stuttum tíma og hafði þegar um áramótin 1989/1990 náð ótrúlegum fjölda áskrifenda. Má með sanni segja að stöðin hafí náð fótfestu í íslensku þjóðfélagi. Er það fyrst og fremst að þakka áræði þeirra manna sem stofnuðu fyrirtækið svo og ekki síður óvenjulega árangurs- ríku starfí starfsmanna þess frá upphafi. Hjá fyrirtækinu starfar nú vel á annað hundrað manns og um 44.000 áskrifendur njóta þjónustu hennar. Verður ekki betur séð en að hin fjárhagslega endurskipu- lagning stöðvarinnar, sem gerð var með tilstyrk eignarhaldsfélagsins, hafi tekist bærilega. Virðingarfyllst, Einar Sveinsson, stjórnar- formaður Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans hf,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.