Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 25

Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 Davíð Oddsson forsætisráðherra: Áfellisdómur yflr fískveiði- stjórnun síðasta áratugar ttipmM&M Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þorskstofninn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að slæmt ástand þorskstofnsins og tillögur fiskveiðiráðgjafanefndar Alþjóða hafrannsóknaráðsins um 40% samdrátt í þorskveiðum á næsta ári séu áfellisdómur yfir fiskveiði- sljórnun síðastliðins áratugar. Forsætisráðherra segir að efnahagsleg áhrif slíks samdráttar yrðu mjög alvarleg og skoða þurfi hvort nýgerð- ir kjarasamningar standist í ljósi þessara nýju aðstæðna. „Við fórum yfir þetta á ríkisstjórn- arfundinum í dag og ræddum hvað það myndi þýða fyrir tekjur þjóðar- innar, tekjur ríkissjóðs og atvinnu- ástand ef þetta gengi allt fram,“ sagði forsætisráðherra í samtaii við Morgunblaðið. „Allar svona athug- anir eru mjög stutt á veg komnar, en við munum setja þær mjög ákveð- ið í gang til þess að vera viðbúnir þegar hinar formlegu tillögur Haf- rannsóknastofnunar koma 15. júní. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir öðru en að þær verði á svörtum nót- um, því að ályktanir Alþjóða hafrann- sóknaráðsins eru byggðar á upplýs- ingum stofnunarinnar.“ Forsætisráðherra sagði að það myndi kippa grundvellinum undan fjárlagavinnunni fyrir næsta ár ef aflasamdráttur yrði jafn mikill og hinir erlendu vísindamenn leggja til. Til þess að hægt yrði að gera viðeig- andi ráðstafanir í Ijárlagagerðinni yrði ákvörðun um aflamagn að liggja fyrir mun fyrr en 15. ágúst, en þá á að vera búið að ákveða leyfilegan afla næsta árs. Davíð sagði að fara þyrfti mjög nákvæmlega ofan í saumana á öllum atriðum málsins og ræða þau ýtar- lega við helztu hagsmunaaðila. „Við erum nýbúnir að gera kjarasamn- inga, sem byggja á lágri verðbólgu, lágum vöxtum og föstu gengi. Það verður að kanna hvort kjarasamning- ar standist við slíkar aðstæður. Það eru margir óvissuþættir og þetta er mikið reiðarslag," sagði forsætisráð- herra. Forsætisráðherra var spurður hvort niðurskurður ríkisútgjalda hlyti ekki að blasa við ef svo færi, sem horfir, „Það er alveg ljóst að verði ekki skorið niður, eykst hallinn sem þessu nemur. Það er líka ljóst að ef Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Kaupmáttur hlýtur að skerðast Niðurstöður fiskveiðiráðgjafa- nefndar Alþjóða hafrann- sóknaráðsins um stöðu þorsk- stofnsins við íslandsstrendur hafa að vonum vakið ugg meðal þjóð- arinnar. Nefndin mælir með 40% samdrætti í þorskveiðum á næsta ári. í fréttatilkynningu sem Haf- rannsóknastofnun sendi frá sér um þessar niðurstöður segir m.a.: „Ef fram verður haldið óbreyttri sókn í stofninn er ljóst, að hrygn- ingarstofninn mun minnka tals- vert á næstu árum og raunar mun aflinn minnka ár frá ári og stefna í 200 þúsund tonn eftir nokkur ár. Óbreytt sókn mun gefa um 250 þúsund tonna afla á árinu 1993. Þessi leið þykir ACFM bein- línis hættuleg hvað varðar við- komu þorskstofnsins.“ í fréttatilkynningu Hafrann- sóknastofnunar segir ennfremur: „Ef sóknin er minnkuð um 40% á árinu 1993 mun hrygningar- stofninn stækka og að líkindum ná um 300 þúsund tonnum árið 1995. Þetta þýðir, að afli verður takmarkaður við 150 þúsund tonn á árinu 1993 en mun síðar auk- ast hægt og bítandi á næstu árum vegna stækkunar stofnsins. Þetta er sú leið, sem ACFM mælir með, en talið er, að slíkan niðurskurð þurfi til að tryggja, að hrygning- arstofninn stækki, sem aftur minnkar líkurnar á áframhaldi þeirrar lélegu nýliðunar, sem ver- ið hefur undanfarin ár.“ Það eru skynsam.eg vinnu- brögð hjá Hafrannsóknastofnun að fá erlenda aðila til þess að leggja mat á rannsóknir og út- reikninga stofnunarinnar. Það eru einnig eðlileg viðbrögð hjá Þor- steini Pálssyni, sjávarútvegsráð- herra, að leita eftir sjálfstæðu mati annars erlends sérfræðings á þessum niðurstöðum. Raunar væri ekki óeðlilegt að leita til eins eða tveggja aðila til viðbótar til þess að fá meiri breidd í hina erlendu ráðgjöf. Hér er svo mikið í húfí fyrir framtíð þjóðarinnar, að frekari ákvarðanir þarf að undirbúa mjög rækilega m.a. með því að fá mat nokkurra aðila á þeim rannsóknum, sem fram hafa farið hér við land. Verði niðurstaðan á einn veg eða svipuð hjá þremur til ijórum sérfróðum aðilum er hins vegar að því komið, að við horfumst í augu við kaldan veruleika. Hvaða áhrif hefur það á afkomu okkar, ef við förum að ráðum hinna er- lendu sérfræðinga og minnkum þorskveiðarnar eins mikið og þeir mæla með? Hvaða áhrif hefur það fyrir framtíðarhag þjóðarinnar, ef við gerum það ekki? Og með hvaða hætti getum við mildað áhrif svo mikils niðurskurðar í þorskveiðum í tvö til þijú ár, ef við förum þá leið að skera þorsk- aflann niður sem þessu nemur? Á síðustu misserum hefur gætt vaxandi efasemda hjá ýmsum aðilum í sjávarútvegi um rann- sóknir og vinnubrögð Hafrann- sóknastofnunar. Þessir aðilar telja fiskifræðinga okkar á rangri leið. í sjálfu sér getur enginn fullyrt neitt á einn eða annan veg um þær deilur. En það er mikil áhætta fólgin í því að fara að ráðum andmælenda stofnunar- innar. Sennilega er minni hætta fólgin í því að fara að ráðum fiski- fræðinganna og draga verulega úr veiðunum um skeið. Auðvitað er ljóst, að svo mikill niðurskurður á þorskveiðum sem um er rætt næstu 2-3 árin er gífurlegt efnahagslegt áfall fyrir þjóðina. Það er hins vegar álita- mál, hvort það er meira áfall en þjóðin varð fyrir 1967. Og gleym- um því ekki, að nýsköpun fylgir í kjölfar kreppu. Hvað getum við gert ti! þess að milda áhrif slíks niðurskurðar? Líklega getum við aukið loðnuveiðar eitthvað. Aukn- ing á loðnuveiðum um 100 þúsund tonn bætir okkur upp 10 þúsund tonna niðurskurð á þorskveiðum. Líklega getum við aukið rækju- veiði eitthvað. Hugsanlega er hægt að ganga meira á ýsustofn- inn, karfann, ufsann, grálúðu og fleira, sem allt verður til þess að bæta okkur upp skerðingu á þorskveiðum. Þá hefur Morgun- blaðið hvatt til þess, að þegar á þessu ári verði settir peningar í að leita að búra, sem selst á mjög háu verði erlendis. Minni þorsk- eiði við ísland og Nýfundnaland getur hugsanlega leitt til hærra verðs á þorskafurðum. Aðildin að EES færir okkur einhvern fjár- hagslegan ávinning. En hagræð- ing og betri nýting hráefnisins hlýtur ekki sízt að vera svar okk- ar við þeim veruleika sem nú blas- ir við, enda höfum við ávallt nýtt okkur áföll til hins ýtrasta og staðið þau af okkur. Við höfum fyrr staðið frammi fyrir efnahagslegu áfalli af því tagi, sem um er að ræða verði niðurskurður þorskveiða, svo mikill, sem um er rætt. Við getum mildað áhrif þessa niðurskurðar með margvíslegum hætti. En það breytir ekki því, að þjóðin yrði óhjákvæmilega að herða sultaról- ina enn um sinn, sætta sig við lakari lífskjör, minnka kröfurnar og draga úr útgjöldum í von um að slíkum fórnum muni fylgja betri tíð. Þótt allir kostir séu slæmir í þessári stöðu er sá verst- ur að ganga svo á þorskstofninn, að hann eigi sér hugsanlega ekki viðreisnar von. Það er eina leiðin, sem við höfum ekki efni á að fara. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að fari svo að þorsk- afli verði dreginn saman um 40% eins og Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur lagt til, geti það þýtt 4-5 milljarða króna verri afkomu ríkis- sjóðs á næsta ári en vonazt var til. Jafnframt sé Ijóst að atvinnu- Framkvæmdastjórn VSÍ: Aðilar vinnu- markaðarins ræðist við Á FUNDI framkvæmdasljórnar Vinnuveitendasambands Islands í gær kom fram sú skoðun að nauð- synlegt væri að aðilar vinnumark- aðarins hittust til að ræða afleið- ingar tillagna Fiskveiðiráðgjafar- nefndar Alþjóða hafrannsóknar- áðsins um allt að 40% niðurskurð á þorskveiðum á næsta ári. Fundur framkvæmdastjórnarinnar fór að mestu í umræður um niðurstöð- ur Alþjóða hafrannsóknaráðsins en engin ákveðin niðurstaða fékkst á fundinum að sögn Kristins Björnsson- ar, sem þar var kjörinn varaformaður VSÍ í stað Gunnars Birgissonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs við stjórnarkjör fyrir nokkru. „Sú skoðun manna kom mjög skýrt fram á fundin- um að þær gengisfellingarleiðir, sem famar voru hér á árum áður, þættu ekki fýsilegar og mjög eindreginn von manna að þær væru að baki,“ sagði Kristinn. Hann sagði að sú skoðun hefði einnig komið skýrt fram að nauðsyn- legt væri að aðilar vinnumarkaðarins hittust fljótlega og færu yfir' stöðu mála og kanna hvemig menn mætu þau tíðindi sem nú hafa birst og vildu taka á málunum. Aðspurður sagði hann að ekki hefði verið rætt um hvort endurmeta yrði núgildandi samninga í þessu ljósi. „Ég held að enginn láti sér detta það til hugar að slíkt þurfi að gera. Hins vegar eru að koma í ljós ný atriði sem eðlilegt er að samningaðilar ræði sín á rnilli," sagði Kristinn. leysi aukist mjög, verði ekkert að gert, og geti farið úr 3% í 6-7%. Friðrik leggur áherzlu á að sljórn- völdum sé ekki stætt á öðru en að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að viðskiptahalli ijúki upp úr öllu valdi og erlendar skuld- ir hrannist upp. í nýjustu þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að útflutningstekjur sjávaraf- urða verði 72,5 milljarðar króna á árinu. Landsframleiðsla muni minnka um 2,8% og halli verða á viðskiptum við útlönd um 15,2 milljarða. Á þessu ári er leyfilegt að veiða tæplega 270.000 tonn af þorski, en tillögur fiskveiðiráðgjafanefndar Alþjóða ha- frannsóknaráðsins gera ráð fyrir að aðeins verði veidd 150.000 tonn. Frið- rik Sophusson segir að samkvæmt lauslegum útreikningum fjármála- ráðuneytisins hefði 150.000 tonna þorskafli á þessu ári þýtt rúmlega fjórtán milljarða króna minni útflutn- ingstekjur, 7,5% samdrátt í lands- framleiðslu og 25 milljarða króna við- skiptahalla. Þær tölur miðast við að stjórnvöld myndu ekki grípa til neinna aðgerða til að draga úr einkaneyzlu og vega þannig upp á móti vaxandi viðskiptahalla. „Það er alveg ljóst að grípa verður til einhverra aðgerða. Það geta engin stjórnvöld látið það yfir sig ganga að viðskiptahallinn aukist í 25 milljarða, sem þýðir beinlínis stórkostlega skuldasöfnun erlendis. Ef menn ætla að draga úr henni með því að draga úr þjóðarútgjöldunum er ljóst að tekj- utap ríkissjóðs verður allt að 4-5 milljarðar, en væri 2-3 milljarðar miðað við að ekkert væri að gert. Menn sjá þá í hvers konar erfiðleikum við erum, því að á síðasta ári var hallinn á ríkissjóði um tólf milljarðar, sagði Friðrik. Hann sagði að án aðgerða til þess að skapa atvinnu mætti búast við að 1.500-2.000 störf í sjávarútvegi gætu tapazt. Þá tölu mætti tvöfalda vegna starfa, sem tengjast sjávarút- veginum. Þetta myndi þýða að at- vinnuleysi færi að öllu óbreyttu úr 3% í 6-7%. Fjármálaráðherra sagði að færi svo að Hafrannsóknastofnun legði til að þorskaflinn yrði 200.000 tonn eða minna og samþykkti ríkisstjórnin þá ekkert gerist mun viðskiptahallinn aukast verulega. Menn tala um að hann gæti orðið eitthvað á þriðja tug milljarða, sem væri náttúrlega óbæri- legt,“ sagði hann. Davíð sagði að ekki væri auðvelt að ætla að afla þjóðarbúinu aukinna tekna í stað þeirra sem töpuðust vegna aflasamdráttar. „Við erum að tala um næsta ár og varðandi orku- sölu og þess háttar hluti sannar sag- an og sýnir að slíkt tekur langan tíma að undirbúa. Það er auðvitað einnig nauðsynlegt að leita í aðra fisk- stofna, sem eru ónýttir. Það hafa menn verið að gera í nokkrum mæli. Það er líka langtímaverkefni, þótt slíkt aukist eflaust eitthvað við að- stæður eins og þessar." Ráðherra var spurður hvort niður- staða vísindamannanna væri ekki áfellisdómur yfir aflaákvörðunum stjórnvalda undanfarin ár. „Það er athyglisvert að við höfum nú haft um langt árabil ríkisstýrða fiskveiði- stjórnun. Tölur virðast sýna að það hefur verið veitt að meðaltali 30% meira af þorski en fiskifræðingar hafa lagt til. Þar er kannski verið tillögu, dygðu engar venjulegar að- ferðir til að ná endum saman. „Þá þarf að grípa til stórvirkari aðgerða. Það er Ijóst að þar er um slíka kjarar- ýrnun að ræða að hjá því verður ekki komizt að kaupmáttur launa skerðist verulega," sagði hann. Friðrik vildi ekki nefna neinar leið- ir, sem hugsanlegt væri að fara til þess að bregðast við vandanum og koma sjávarútveginum til hjálpar. Hann sagði þó að millifærsluleið væri illfær, þar sem úthlutun úr Verðjöfn- unarsjóði sjávarútvegsins væri þegar ákveðin. Fjármálaráðherra sagði að íslend- ingar væru vanir 4-5% hagvexti á ári, en undanfarin ár hefði verið lengsta niðursveifla í 40 ár. „Þetta áfall kemur til viðbótar því. Við erum að því leyti verr sett en nokkru sinni áður að á undanförnum árum höfum við verið að gera ýmsar nýsköpunart- ilraunir í atvinnulífinu. Þar er til dæmis um að ræða loðdýrarækt, fisk- að tala um eina milljón tonna umfram það, sem lagt hefur verið til. Það samsvarar því að þriggja ára afli hafi verið tekinn á tíu árum, umfram tillögur fiskifræðinga. Það eru marg- víslegar skýringar á þessu. Stundum hafa menn ekki farið eftir tillögum fiskifræðinga og stundum hafa menn ekki getað haldið sig við þær tölur, sem ákveðnar voru. Hlutar kerfisins hafa farið úr böndum, eins og þegar sóknarmark var. Smábátaveiði fór einnig úr böndum. Auðvitað er þetta þungur áfellisdómur yfir fiskveiði- stjórnun undanfarinn áratug. Það er ekki hægt að neita því,“ sagði forsæt- isráðherra. Hann sagði að það hefði verið erf- ið ákvörðun að veiða ekki 315.000 tonn af þorski á yfirstandandi fisk- veiðitímabili heldur 265.000 tonn. Hins vegar væri útlit fyrir að sá afli myndi ekki einu sinni nást, svo dræm væru aflabrögðin. Forsætisráðherra sagði að þegar rætt hefði verið við fiskifræðinga í fyrra hefðu ekki nein- ar upplýsingar komið fram um að svona illa myndi fara, og það væri mikið umhugsunarefni. eldi og ullariðnað. Þessar tilraunir hafa litlu sem engu skilað en kostað milljarða króna, sem hafa fallið á rík- issjóð og eftir er að greiða. Þess vegna er staðan nú þrengri en áður,“ sagði Friðrik. Hann sagði að því fyrr, sem menn gerðu sér ljóst að vandamálið leystist ekki af sjálfu sér, þeim mun betra. Full ástæða væri til að taka tíðindum um hrun þorskstofnsins alvarlega, en ekki mætti þó leggja árar í bát. „Aðr- ar þjóðir hafa lent í öðru eins og við vitum af reynslu þeirra að bezt er að grípa sem fyrst á vandamálinu til þess að.meiri líkur séu á að það leys- ist án stórra skakkafalla. Þess vegna skiptir miklu máli að ríkið, sveitarfé- lögin, fyrirtækin og heimilin kanni strax allar tiltækar leiðir til að draga úr þeim mikla skelli, sem fyrirsjáan- legur er ef farið verður að þessum ráðum,“ sagði Friðrik. „Það er ekkert óviðráðanlegt í þessum efnum, aðeins mismunandi erfitt.“ Skerðingin hefði mikið atvinnuleysi í för með sér - segir Björn Grétar Sveinsson „ÞETTA ERU afar váleg tíðindi ef þau reynast sönn," sagði Björn Grét- ar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Islands, um það mat fisk- veiðiráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknarráðsins, að minnka verði sókn í þorskstofninn um 40% á næsta ári. Björn segist óttast mikið at- vinnuleysi ef skerðing afla verði í samræmi við þessar tillögur og að Ijóst sé að við þær aðstæður þurfi að endurskoða margt, þar á meðal kjör fólks. „Ef þetta mat reynist svo á rökum reist að það verði að fara eftir því er um að ræða mesta áfall, sem ís- lendingar hafa staðið frammi fyrir lengi,“ sagði Björn Grétar Sveinsson. „Skerðing af þessu tagi hefði í för með sér gríðarlegan samdrátt. Fyrst auðvitað hjá þeim sem vinna við at- vinnugreinina en fljótlega líka í öðrum atvinnugreinum. Það þarf ekki annað en að líta á hvernig ástandið yrði í dæmigerðu sjávarplássi, þar sem öll atvinnustarfsemi, bæði í þjónustu og öðru, byggir á afkomu sjávarútvegs- ins, til að átta sig á hvernig ástandið yrði.“ Björn Grétar sagði að ef einhvern tímann hafi verið talin þörf á þjóðar- sátt þá eigi það við, ef ástand af þessu tagi kemur upp. „Ef þetta fer á versta veg þarf sátt um hvernig eigi að mæta þessu. Efnahagskerfið gæti hrunið eins og spilaborg. Afar mörg fyrirtæki í sjávarútvegi þyldu einfaldlega ekki svona mikla skerð- ingu og í kjölfarið myndi fylgja gríð- arlegt atvinnuleysi. Við þær aðstæður þyrfti auðvitað að taka marga hluti til endurskoðunar; þar á meðal kjör fólks. Síðustu samningar voru að vísu á svo hófsömum nótum, að það er kannski samdráttur í vinnu, sem þarf að hafa áhyggjur af,“ sagði Björn Grétar Sveinsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JUNI 1992 25 Mikilvægi þorsksins í útflutningi 55,5 52,4 52,4 Útflutningur vöru og þjónustu 1988-91 (á verðlagi hvers árs) 57,8% 9,7% Hlutur ferðaþjónustu 8,8 8,7 8,8 _. llll Hlutur áls og kísiljárns 12,3 Hlutur sjávar- útvegs 10,8 7,7% 1988 1989 1990 1991 1988 1989 1990 1991 Þorskurinn skilar rúmlega fjórðungi útflutningstekna ÞORSKUR er mikilvægasta út- flutningsvara Islendinga. Á síð- astliðnu ári nam útflutnings- verðmæti þorsks tæpum 34 milljörðum króna, sem er 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu. Miðað við síð- asta ár hefði 40% samdráttur þorskafla því þýtt tæplega 14 milljarða tekjutap fyrir þjóðar- búið, sem svarar til 11% út- flutningsteknanna. Á árinu 1991 skilaði útflutning- ur sjávarafurða 73,3 milljörðum króna eða um 56% af útflutnings- tekjum íslendinga. Þorskurinn er nærri því helmingur af útflutningi sjávarafurða. Hann vegur mun þyngra í útflutningi en aðrar mik- ilvægustu útflutningsvörur, til dæmis var útflutningsverðmæti áls og kísiljáms á síðasta ári að- eins 9,8 milljarðar króna eða 7,7% af heildarútflutningsverðmæti. Aukinheldur skapar þorskurinn í raun ennþá meiri gjaldeyristekjur hlutfallslega en stóriðjuafurðirn- ar, þar sem stóriðjufyrirtækin þurfa að greiða fyrir aðföng sín í erlendum gjaldeyri. Þorskurinn skilar um þrisvar sinnum meiri tekjum en ferðaþjón- usta. Þannig voru tekjur af erlend- um ferðamönnum 12,4 milljarðar á síðasta ári eða um þriðjungur af útflutningsverðmæti þorsks. Fari svo að þorskaflinn verði skertur um 40% eins og fiskveiðir- áðgjafanefnd Alþjóða hafrann- sóknaráðsins hefur lagt til, gæti það þýtt um 14 milljarða tekj- utap, eða eins og ferðaþjónustan væri lögð niður á einu bretti og gott betur. Aflasamdráttur samkvæmt tillögum Alþjóðahafrannsóknaráðsins: Tapið þrefalt meira en ávinningnrinn af EES ÞÓRÐUR Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar telur að Iandsframleiðsla geti dregist saman um 4-5% ef farið verður að ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins um minnkun þors- kveiða um 40%. Til samanburðar má geta þess að Þjóðhagsstofnun hefur metið að ávinningur af þátttöku Islendinga í Evrópska efnahagssvæðinu geti aukið landsframleiðslu um 1,4% og að sá ávinningur væri ekki kominn að fullu fram fyrr en eftir átta ár. Tapið af hugsanlegum afla- samdrætti gæti því orðið þrisvar sinnum meira en ávinningurinn af þátttöku í Evrópska efnahags- svæðinu. Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar um efnahagslegan ávinning af þátt- töku í EES voru gefnar út í riti stofnunarinnar Islenskur þjóðarbú- skapur og Evrópska efnahagssvæð- ið. Þar kemur fram að lækkun tolla á útflutningi íslendinga til EES- landa gæti numið 1.800 milljónum kr. á ári eftir 1. janúar 1996 þegar tollalækkanir samkvæmt samningnum verða að fullu komnar fram. Samdráttur þorskaflans um 40% myndi minnka útflutningstekj- ur þjóðarinnar mun meira en nemur þessum ávinningi, eða 12-15 millj- arða kr. á ári, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í gær. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um EES er reynt að meta ávinning EES-samningsins á tekjur íslend- inga. Þar eru áætluð áhrif ódýrari innflutnings, aukinna tekna af út- flutningi vegna tollalækkana og hagræðing í hagkerfinu vegna auk- innar samkeppni og fleira. Varanleg aukning einkaneyslu um 0,7% eftir 8 ár, sem er lægsta áætlunartalan sem stofnunin gefur sér, þýðir um 24 þúsund kr. tekju- auka á ári á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Sé miðað við hæstu töluna sem Þjóðhagsstofnun miðar við, 3,1% aukningu einkaneyslu eft- ir 8 ár með þátttöku í EES fæst Halldór segir að á undanförnum árum hafi skilyrði í hafinu verið mjög slæm og þótt hrygningar- stofninn hefði verið stærri hefðu verið uppi efasemdir um að seiðin kæmust á legg. Miðað hefði verið við það að ganga ekki á stofninn en hins vegar væri ljóst, að það hafi fyrst verið eftir að núverandi lög um stjórn fiskveiða komust á að hægt hafi verið að hafa stjórn á aflamagninu. „Nú reynir á að viðhalda þessu kerfi, sem búið er varanleg aukning um 107 þúsund kr. á ári fyrir hveija fjögurra manna ijölskyidu í landinu. Þórður Frið- jónsson telur ekki tímabært að fara út í slíka útreikninga vegna væntanlegs samdráttar í veiðum, áhrifin á einkaneyslu færu mikið eftir því hvernig stjórnvöld, fyrir- tæki og heimili brygðust við sam- drættinum. að byggja upp, því það er eina leið- in til að halda veiðunum í skefj- um,“ segir Halldór. Halldór segir að ef íslendingar þurfi að sætta sig við niðurskurð á þorskafla nú, sé mikilvægt að jafna hann út. „Að mínu mati kemur ekki til greina, að skerðingin lendi á þeim einum, sem hafa aflamark í þorski. Ég bendi á að þegar við höfum orðið fyrir áföllum í loðnu- veiðunum hefur það verið mildað þar og þannig hefur loðnuflotanum Sveinn Ingólfsson hjá Skagstrendingi: Eigum að taka þessa skerð- ingu sjálfir „ÉG HEF alltaf álitið að þótt að loðnustofninn skerðist þá eigi ekki að úthluta loðnuflotanum af þorsk- kvóta sem þegar er of lítill fyrir þá sem fyrir eru. Sama álít ég að eigi að gilda núna. Þó að við hér höfum mikinn ráðstöfunarrétt á þorski þá eigum við að taka þessa skerðingu á okkur sjálfir en ekki dreifa henni til annarra. Þessi skerðing á að koma jafnt niður á öllum i hlutfalli við það sem menn hafa verið að byrgja sig upp af og fengið ráðstöfunarrétt á með árun- um,“ sagði Sveinn Ingólfsson, framkvæmdasljóri Skagstrend- ings. Fyrirtæki hans mun missa 1.700 tn kvóta verði aflaheimildir til þorskveiða skertar um 40%. Sveinn sagði að sér þætti sjálfsagt að taka ákvörðun um niðurskurð í samræmi við tillögur alþjóðahafrann- sóknarráðsins um 40% niðurskurð. „Meðan við höfum ekki aðra þekkingu sem við treystum betur þá verðum við að fara eftir þessu. Við verðum bara að taka á okkur erfiðieikana.“ Aðspurður hveiju hann svaraði þeim sem kynnu að vilja leggja til hlutfallslega meiri skerðingu hjá fyr- irtækjum eins og Skagstrendingi sem leggja áherslu á vinnslu afla um borð í frystitogurum, sagði Sveinn: „Ef mönnum finnst skynsamlegt að minnka aflann við þau fyrirtæki sem hafa staðið sig best og skilað bestum hagnaði þá er það náttúrulega ein aðferðin, en hún er þjóðhagslega hættuleg. Við erum að gera meiri peninga úr hvetju kílói sem við drög- um úr sjó heldur en nokkrir aðrir. Ef það á að breyta því þá er bara verið að stofna til atvinnubótavinnu.“ Aðspurður um það hvort hann teldi hugsanlegt að víkja frá hiutfalls- skerðingu vegna byggðasjónarmiða af einhveiju tagi sagði Sveinn: „Auð- vitað verður byggðaröskun núna. Það hefur alltaf verið vitað að byggða- röskun hlyti að verða meðan verið er að vinda ofan.af skipastólnum og fisk- vinnslufyrirtækjunum, sem eru of mörg. Hins vegar er það spurning hvert fólk á að fara og ég held að menn muni nýta sér betur það sem þeir hafa fyrir. Menn geta að vísu ekki farið út á trillunni sinni en ég held að sjálfsþurftarbúskapur muni aukast,“ sagði Sveinn. „Það hefur alltaf verið vitað að „svikull væri sjáv- arafli". Fiskur hvarf frá iandinu árum saman fyrir mörghundruð árum án þess að menn kynnu skýringar og nein ofveiði væri á ferðinni,“ sagði Sveinn. „En menn mega ekki gleyma því að hin hliðin á hrellingunum eru tækifærin, það er fullt af tækifær- um.“ tekist að lifa loðnuleysið af. Að undanförnu hefur verið vaxandi sókn. í úthafskarfa, sem einkum hefur komið frystitogurunum til góða, og þar eru allmiklir möguleik- ar til að jafna áfallið út innan grein- arinnar.“ Hann segir að ljóst sé að skerð- ingin muni koma verst niður á þeim fyrirtækjum, sem sé illa undir áföll búin og því miður séu fyrirtæki í landinu almennt í þeirri stöðu. Hann leggur áherslu á að rannsóknir á hrygningu þorsksins verði efldar og kannaðir verði möguleikar á að ala upp staðbundna stofna. I þessu sambandi sé eðlilegt að íslensk stjórnvöld snúi sér til Norðmanna um samvinnu, en þar í landi sé fyrir hendi talsverð reynsla á þessu sviði, auk þess sem Islendingar hafi ekki yfir að ráða nægiiegu fjár- magni til svona rannsókna. Eðlilegt að jafna áfall- ið út innan greinarinnar - segir Halldór Ásgrímsson HALLDÓR Ásgríinsson, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, segist afar hissa á þeim sjónarmiðum talsmanna ríkisstjórnarinnar, að hugsanlegnr samdráttur á þor- skafla muni einkum koma niður á þeim, sem hafi aflamark í þorski. Slíkt komi að hans mati ekki til greina, heldur sé eðlilegt að jafna áfallið út innan greinarinnar, eins og gert hafi verið þegar áföll hafi orðið í loðnuveiðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.