Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 11

Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 11 Tilfinningin skiptir mestu \ Rætt við rússneska píanóleikarann Shura Cherkassky sem er gestur Listahátíðar Shura Cherkassky MEÐAL helstu gesta Lista- hátíðar að þessu sinni er rúss- neski píanóleikarinn Shura Cherkassky, einn af fáum stórpíanistum aldarinnar sem enn eru á lífi. Shura, sem er á áttugasta og öðru aldursári, er óþreytandi ferðalangur og hef- ur fyrir sið að leita sífellt að nýjum leiðum í túlkun þess grúa tónverka sem hann er með á efnisskrá sinni. Herma fróðir að engir tvennir tónleikar séu eins og næstkomandi laugar- dag fá íslenskir áheyrendur tækifæri á að kynnast þvi í Háskólabíói. Shura Cherkassky hefur lifað tímana tvenna. Hann vann sér snemma orð sem píanóvirtúós með leiftrandi og sérstakan stíl, en á stríðsárunum hneig frægðar- sól hans og hann átti í basli með að framfleyta sér með píanóleik. Snemma á sjötta áratugnum braut hann sér leið inn í sviðsljós- ið að nýju og hefur verið þar meira og minna síðan. Shura þykir sérlundaður og gefur sjaldan færi á sér. Hann hefur illan bifur á allri viðkvæmni og tilgerð og hefur lítinn áhuga á að velta sér upp úr fortíðinni. Fyrirfram álitu þeir sem með hon- um starfa óhugsandi að hann veitti viðtal, en annað kom á dag- inn, þegar hann heyrði að íslend- ingur vildi ná af honum tali. Erfiður uppvöxtur Alexander Isakovitsj „Shura“ Cherkassky er rússneskur gyðing- ur, fæddur í Ódessu 1911, einka- barn foreldra sinna, Isaac og Lyd- iu, en Isaac var tannlæknir og lék á fiðlu í frístundum. Lydia móðir Shuras var aftur á móti píanó- kennari í allmiklum metum. Shura lærði að lesa nótur þriggja ára gamall og sýndi snemma mikla náðargáfu í tónlist. Æskuárin voru stormasöm í umróti millistríðsáranna, og Shura hefur lýst því þegar byssu- kúla þaut við eyra hans þar sem hann stóð úti á svölum heima hjá sér og horfði á bolsévikka og mensévikka beijast á götum Ódessu. 1923 tók fjölskyldan sig upp og flutti til Bandaríkjanna á náðir ættingja sem þar bjuggu. Upp- vaxtarárin í Bandaríkjunum voru Shura erfið, þó hann yrði síðar bandarískur ríkisborgari, enda var hann einrænn og átti erfitt með að samsama sig jafnöldrunum, meðal annars vegna tungumála- erfiðleika. Hann var ekki nema tvo mánuði í skóla í Bandaríkjun- um, því foreldrar hans ákváðu að hann ætti að helga sig píanóinu, þrátt fyrir erfiðleika heima fyrir, því faðir hans fékk ekki leyfi til að stunda tannlækningar í Banda- ríkjunum og vann reyndar aldrei neina vinnu þar. Fyrstu tónleikar Shuras voru í Baltimore 1923. Ári síðar lék hann fyrir tónskáldið og píanó- leikarann Ingacy Paderewsky í Chicago og einnig fyrir Rakhm- anínov, sem ráðlagði honum að láta af tónleikahaldi svo ungur og reyndi að fá hann til að breyta tækni sinni. Móðir Shuras var á öðru máli og kom honum í einka- tíma hjá Josef Hoffmann, sem kenndi Shura í mörg ár eftir það. Fyrstu stóru tónleikaferðina fór Shura Cherkassky 1928; þá í tveggja mánaða för til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Stuttu síðar fluttist fjölskyldan til Evröpu og segja má að hann hafi verið á þriggja ára tónleikaferðalagi um álfuna. Þegar því lauk fluttist hann aftur til Bandaríkjanna og starfaði þá með stjörnum og lista- mönnum úr ýmsum áttum, þar á meðal Bette Davis og Igor Stra- vinskíj. Aðra langa tónleikaferð fór Shura í mars 1935, nokkrum dögum eftir andlát föður hans. Sú ferð var um þver Sovétríkin og Austurlönd fjær og stóð í á annað ár. Við tóku svo stríðsárin, sem voru Shura og móður hans erfið, eins og áður er getið, en hann lék aðeins á einum tónleik- um í Bandaríkjunum öll stríðsárin. Þrotlausar tónleikaferðir Eftir stríð fluttust Shura og móðir hans til Nice og hófust handa við að byggja upp feril hans að nýju. Þar lést móðir hans 1961, en hún hafði mikil áhrif á líf hans. Iðulega ferðaðist hún með honum þá er hann var á tón- leikaferðalagi, en sæti hún heima talaði hann við hana daglega og oft á dag. Var eftir því tekið þeg- ar hann kom hingað til lands í fyrsta sinn, um miðjan sjötta ára- tuginn, að ekki leið sá dagur að hann ekki hringdi í hana. Síðustu misseri hefur Shura Cherkassky aukið við veg sinn með þrotlausum tónleikaferðum og er engan bilbug á honum að finna þrátt fyrir háan aldur. Hann ferðást má segja allt árið, þvi þegar hann er ekki á tónleika- ferðalagi ferðast hann sér til skemmtunar. Shura Cherkassky býr á hóteli í Lundúnum; í tveimur herbergj- um, þar sem fátt annað er að fínna en rúm, tvo stóla og Steinway- flygil. Hann segir reyndar að það sé erfitt að segja hvar hann eigi heima, hann sé það mikið á ferð- inni, en Lundúnir sé einskonar bækistöð. Ekki þarf lengi að spjalla við hann til að finna að það er fróðleiksfýsnin sem rekur hann áfram; hann hefur lifandi áhuga á fólki hvarvetna í heimin- um. „Ég þreytist aldrei á að ferð- ast, í það minnsta ekki á meðan ég hitti áhugavert fólk,“ segir hann. Skyr Ekki fer á milli mála að Shura er spenntur fyrir væntanlegri ís- landsför, því eins og hann segir sjálfur: „Ég hef komið nokkrum sinnum til Islands, en nú ætla ég að láta verða af því að sjá Geysi, mig hefur alltaf langað til þess,“ og um tíma snýst viðtalið við og hann spyr mig í þaula um ísland og íslendinga. Upp úr kafinu kem- ur að hann þekkir býsna vel til lands og þjóðar, þó sumar upplýs- ingar séu úreltar, en einna eftir- minnilegast hefur honum orðið íslenskt skyr, sem hann segist hlakka til að smakka að nýju. í beinskeyttum spurningum spegl- ast vel leitandi forvitni Shuras og reyndar á hann það til að skjóta inn spurningum öðru hvoru sem eru á skjön við það sem rætt er þá stundina, en greinilega eitt- hvað sem hann verður að fá svar við, hvort sem það er efnahags- ástand á íslandi, veðurfar í júní eða útisundlaugar. Við ræðum reyndar ekki mikið um tónlist, því ég finn á honum að hann langar lítið til þess. Inn á milli umræðna um íjarlæg lönd, sem hann virðist öll hafa heimsótt, og flest nokkr- um sinnum, kðma þó molar um tónlist, og til að mynda segist hann ekki eiga sér uppáhaldsland að leika í, „ég get ekki gert upp á milli, það eru svo mörg lönd sem gott er að leika í“. Sé gengið á hann kemur þó upp úr kafinu að hann kann vel við að spila í Jap- an, sem hann heimsækir árlega, og hann kann einkar vel við sig í Suðaustur-Asíu sem ferðamað- ur. Ekki segist hann hafa mis- munandi efnisskrá fyrir lönd, eða álfur. Tilfinningarnar skipta mestu Á áttunda áratugnum hóf Shura samstarf við Nimbus- útgáfuna bresku, sem hefur unnið sér orð fyrir einkar vandaðar út- gáfur. Hjá því fyrirtæki hljóðrit- aði hann fram á síðasta áratug og á áttræðisafmæli Shuras gaf Nimbus út sérstaka viðhafnarút- gáfu á átta geisladiskum. Síðustu ár hefur hann ekki tekið upp í hljóðveri, en Decca-útgáfan hefur gefið út með honum tónleikaupp- tökur. Hann segist ekki áfjáður í að fara í hljóðver aftur, þó hann hafi kunnað því þolanlega. „Það gæti farið svo að ég færi í hljóð- ver aftur, en ég kann svo miklu betur við það að taka upp á tón- leikum. Þú ert svo meðvitaður um það sem þú ert að gera í hljóðver- inu. Ef þú slær feilnótu þá tekur þú upp kafla aftur og aftur, en þegar þú ert að spila á tónleikum þá getur þú leyft þér miklu meira og prófað miklu meira. Áheyrendur vilja frekar túlkun og tilfinningar en tækni. Ég held að tilfinningarnar skipti mestu máli, þó fólk vilji hafa tækni með. Stundum breyti ég útaf í hita augnabliksins, án þess að það sé fyrirfram ákveðið. Stundum er það eitthvað í fari fólksins sem ég hef hitt fyrir tónleikana, eða eitthvað við landið." Shura hefur gríðarstóra efnis- skrá á valdi sínu, leikur allar gerð- ir tónlistar, og segist alltaf vera að bæta nýjum og nýjum verkum á efmsskrá sína og felli þá önnur út. „Ég þreytist þó ekki beint á verkum, því ég reyni alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í þeim.“ Hann segist ekki eiga uppáhalds- tónverk, „það er til svo mikið af góðri tónlist að það er ekki hægt að gera upp á milli". Hann rifjar upp að hann spilaði fyrsta píanókonsert Tsjaíkovskíjs síðast þegar hann var á íslandi, „en ég var orðinn leiður á honum þá og var sífellt að leita nýrra leiða í túlkuninni. Núna leik ég hann á einfaldari hátt og kann betur við hann.“ Hann segist líka hafa kynnst mörgum á íslandi, sem honum fannst drekka full- mikið. Hræðast frelsið í auglýsingum ert þú kallaður sá síðasti af gömlu píanóleikurun- um. „Já, af hveiju ætli þeir segi það? Ég skil það ekki. Hver er síðastur?" Þar er vísast átt við að þú leik- ur í öðrum stíl en yngri píanóleik- arar. „Já. Líklega er það vegna þess að ég er ekki hræddur við að reyna að fara nýjar leiðir. Mér finnst stundum að ungu mennimir séu hræddir við að gera eitthvað rangt; að túlka ekki rétt. Þeir halda sig um of við tónlistina. Þeir eru hræddir við að vera frjáls- ir. Ég æfi daglega og það er mik- il vinna að skipuleggja hvað ég á að æfa og hvað ekki, því ég er að leika svo mismunandi tónverk. Til að mynda á ég að leika fjórða píanókonsert Beethovens í New York í júlí og fimm dögum síðar á ég að leika fyrsta píanókonsert Tsjaíkovskíjs á sérstökum við- hafnartónleikum í Carnegie Hall, 101 ári eftir að hann heyrðist fyrst í Bandaríkjunum, einmitt í Camegie Hall. Það er erfitt að vera alltaf feti framar en áheyr- endurnir, sem eru alltaf að vonast eftir einhveiju nýju, en það er iíka gott að vera undir listrænni pressu sem heldur manni við efnið.“ Eftir að hafa rætt við þig fer ekki á milli mála að þú er afskap- lega forvitinn maður. „Það er rétt hjá þér, ég ferðast svona mikið vegna þess að ég er forvitinn, þó oft sé ég forvitinn um eitthvað sem aðrir sýna ekki áhuga. Ég er síður forvitinn um tónlist, satt best að segja, ég er frekar forvitinn um fólk og lífið almennt; ég er forvitnari um tón- listarmenn en tónlist.“ Þegar ég slit talinu við svo búið spyr Shura hissa hvort ég ætli ekki að spyija hann meira um tónlist og lætur í ljós ánægju þegar ég neita því: „Ég er svo ánægður með að þú skulir ekki hafa spurt mig um tónlist, ég er orðinn svo leiður á að svara öllum þessum spurningum um sömu hlutina aftur og aftur. Mér finnst miklu skemmtilegra að kynnast fólki og ég kann að meta það að einhver vilji kynnast mér.“ Viðtal: Árni Matthíasson **»/*'* FLÍSAR fhífeil: Stórhöfða 17, við GuIIinbrú, sími 67 48 44 Rauðilækur - sérhæð 87 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérirmgangi og sérhita. Mikið endurnýjuð. Laus 15. júní. Verð 5,9 millj. Lítið áhvílandi. Einkasala. E Fasteignasalan S41S00 EIGNABORG sf. jp Hamraborg 12 - 200 kópavogur ■■ Garðabær - Faxatún Höfum í einkasölu fallegt einbhús á einni hæð 132,7 fm ásamt 38 fm bílskúr. Húsið skiptist í stofur, 3 góð svefnherb., fallegt marmaralagt baðherb., eldhús, þvottaherb. og forstofu. Fallegur garður. Hús á mjög rólegum og veður-_ sælum stað. Verð 12,8 millj. &

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.