Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 12

Morgunblaðið - 03.06.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 Leikhús er gleði og ánægja Q LARS Rudolfsson er einn af eftirtektarverðustu leikstjór- um Svía um þessar mundir. Hann er einn af stofnendum Orionleikhússins í Stokkhólmi og aðalleikstjóri þess. Undan- farin ár hefur hann stjórnað hverri sýningunni á fætur annarri sem vakið hefur mikla athygli. Hann fékk Stóru gagnrýnendaverðlaunin sænsku 1990 fyrir leikstjórn sína á uppfærslu leikhússins á Draumleik Augusts Strind- bergs en einnig fyrir framlag sitt til leiklistar allan síðasta áratug. Draumleikur verður sýndur í Þjóðleikhúsinu 5. og 6. júní næstkomandi í sam- starfi Listahátíðar og Nor- rænu leiklistardaganna. Lars Rudolfsson var aðeins sextán ára gamall þegar hann hóf feril sinn í leikhúsinu um miðjan sjöunda áratuginn. í fyrstunni starfaði hann sem leik- ari en fljótlega tók leikstjómin yfiijiöndina og hann hefur leik- stýrt víða í Svíþjóð. Árið 1983 stofnaði hann, ásamt hópi úr Módelleikhúsinu í Eskilstuna, Orienleikhúsið í gömlu stóru smíðaverkstæði í lista- og menntamannahverfínu Söder í Stokkhólmi. Á þessum árum hafa ýmsar eftirtektarverðar sýningar litið dagsins ljós á smíðaverkstæðinu, má þar nefna Pygmalion eftir Shaw, Til Dam- askus eftir Strindberg, Vojtsek eftir Buchner að ógleymdum Draumleik. Rudolfsson hefur einnig unnið við Alþýðuóperuna í Stokkhólmi og sett upp verk eins og Carmina Burana eftir Carl Orff. Orionleikhúsið þykir gott dæmi um leikhús sem brotið hefur sér nýja braut og Rudolfs- son verið óragur að fara nýjar leiðir í uppsetningum sínum en hvað er leikhús í huga Lars Rudolfssons? „Leikhús getur verið ein leið til þess að lýsa samtímanum, að skilja samfélagið. Leikhús getur líka verið ein leiðin til þess að hafa samskipti við annað fólk. Leikarinn á sviðinu er mjög mikilvæg persóna sem, í gegnum tilfínningar sínar og kunnáttu, færir fólki heim boðskap um það sem gefur lífínu gildi.“ Leiklistin er tungumál Hveijar eru þá skyldur leik- hússins? „Leikhús má ekki staðna, það verður alltaf að leita að nýjum leiðum. Leikhús verður að vera í takt við tímann, síbreytilegt og kalla stöðugt á nýja hugsun og nýjar aðferðir. Annars hljómar það leiðinlega að tala um skyldur og leikhús í einu, leikhús er gleði og ánægja. Leikhúsið er þrá til þess að geta tjáð sig og löngun til þess að ná sambandi við manneskjur af holdi og blóði. Leiklistin er tungumál og í leik- húsinu nást oft töfrandi og ein- stæð samskipti við annað fólk, samskipti sem eru engu öðru lík.“ Hvert -er hlutverk þitt sem leikstjóri? „Að veita innblástur, kveikja hugsanir, hlusta. Ég vinn mikið með spuna, við ræðum verkið en ég segi ekki fyrirfram hvernig mér fínnist að sýningin eigi að vera því það get ég ekki vitað. Vinna við leiksýningu er ákveðin þróun og það er ekki hægt að forrita leikarann fyrirfram. Vinna við sýningu er nokkurs konar ferðalag sem við förum í saman og í lokin er það svo hlut- verk leikstjórans að ná saman í eina heild þeim hugsunum og túlkunum sem við höfum farið í gegnum á þessu ferðalagi." Vinnan við sígild verk? „Maður verður að fínna hjá sér persónulega hvöt til þess að sýna klassískt verk og þá á ég við tilfínningalega ástæðu þess að ákveðið verk talar til manns á einhvem hátt. Það getur jafn- vel verið einungis ein persóna í verkinu sem kallar á mann að fást við það. Það er mjög mikil- vægt fyrir leikhús að setja upp klassísk verk en það verður allt- af að segja þau upp á nýtt. Það er hvorki rétt né sönn uppfærsla að setja leikritin upp eins og gert var þegar þau voru samin. Það er hins vegar ekki nóg að klæða það í nútímabúning, mað- ur verður að fínna eitthvað í verkinu sem hefur þýðingu fyrir samtímann. Að mínu mati verður maður líka að semja sjálfur með höfundinum. Þetta er mín samtíð en það eru níutíu ár síðan Strind- berg skrifaði Draumleik. Strind- berg var mjög nútímalegur, kom með nýjar hugmyndir um það hvernig leikhús ætti að vera og mín skylda er að taka þessar hugmyndir alvarlega og hjálpa honum að koma þeim á fram- færi. En ef ég setti sýninguna upp eins og gert var á hans tíma yrði hann örugglega fúll út í mig og spyrði: Af hveiju ert þú að setja upp níutíu ára gamla sýn- ingu? Állt er breytingum undir- orpið og mér fínnst leikstjórar oft sýna takmarkalaust ósjálf- stæði við uppsetningu á klassísk- um verkum. Sýningar þeirra eru oft safngripir og leikstjórar fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum sem í verkinu standa. En leikhús er í stöðugri þróun sem og að- ferðir okkar og leiðir í leikhús- vinnunni." Voðaverk í samtímanum Inn í sýningu Orionleikhússins á Draumleik er fléttað hroðaleg- um atburðum úr sænskum sam- tíma. Árið 1984 hvarf ung vændiskona í Svíþjóð, Catrine da Costa, og síðar fundust líkam- sleifar hennar í mörgum plast- pokum út í skógi. Böndin bárust fljótt að tveimur læknum sem höfðu verið viðskiptavinir henn- ar. Réttarhöld í málinu hófust í ársbyijun 1988. Réttarhöldin vöktu gífurlega athygli í Svíþjóð en læknamir voru sýknaðir af morðákærunni þar sem ekki var hægt að sanna dánarorsök kon- unnar en aftur á móti taldi dóm- arinn að hafíð væri yfír allan efa að læknamir hefðu limlest líkið en það afbrot var hins vegar fymt og læknarnir voru fijálsir Morgunblaðið/KGA Lars Rudolfsson, leikstjóri Draumleiks; „leiksljórar sýna oft takmarkalaust ósjálfstæði við uppsetningu á klassískum verkum". menn. Síðar var þó læknaleyfíð tekið af þeim. Niðurstaðan vakti mikil blaðaskrif og einkum var grein Hönnu Olsson, ritara nefndar sem rannsakar morð á vændiskonum, til þess að vekja upp nýja umræðu. í greininni heldur Hanna því meðal annars fram að málsmeðferð hafí litast af því að fórnarlambið var úr neðstu stigum þjóðfélagsins en hinir ákærðu tilheyrðu yfírstétt. Þegar Orionleikhúsið hóf æfíng- ar á Draumleik var mál lækn- anna enn til umfjöllunar hjá dómstólum og fjölmiðlum. í sam- starfí við Hönnu Olson og Kerst- in Klein-Perski var ákveðið að skrifa þessa samtímaviðburði inn í sýninguna. En hvers vegna að taka þetta ljóta morðmál inn í sýningu á Draumleik? „Okkur fannst mörg atriði í þessu máli geta rímað við leikrit Strindbergs og það var erfítt að hugsa sér ef Agnes hefði komið til jarðarinnar á þessum tíma að hún hefði ekki komist við vegna þessa atburðar því hún vildi kynnast öllu, komast að sann- leikanum um lífíð. Með þessu móti bregst leikhúsið einnig við þessum ógeðfellda atburði. Stundum fínnst manni leikhúsið vera svo lokað í sínum eigin heimi, ekki það að taka eigi sam- tímaviðburði inn í öll verk en í þetta skipti fannst okkur það óhjákvæmilegt ef á annað borð ætti að setja Draúmleik upp. Þannig gefst fólki innsýn í draumaveröld sem jafnframt er mjög raunsæ lýsing á Stokk- hólmi nútímans.“ Mennirnir eiga ekki bágt Á Lars Rudolfsson einhveija lærifeður? „Það eru þá helst menn í öðr- um listgreinum, eins og til dæm- is Edward Munch. Hann var mjög fijáls í listsköpun sinni og var allan tímann að gera tilraun- ir með form. Hann helgaði líf sitt listinni og tókst á við erfiðar spurningar eins og ástina og dauðann. Ég hef einnig sótt mik- inn innblástur í sirkus, alþýðu- leikhús og götuleikhús. Leikhús þarfnast ekki svo mikillar yfir- byggingar eða tækni og það er nauðsynlegt að það geti starfað á þennan einfalda hátt sem ein- kennir til dæmis götuleikhúsið.“ Rýmið skiptir Lars miklu máli og telur hann það ráða miklu um andblæ hverrar sýningar. Smíðaverkstæði og stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu eru ólík leikrými og segir Lars að sýningin sem íslendingar fái að sjá verði því að sumu leyti nokkuð ólík þvl sem var í Stokkhólmi en sviðs- myndin er þó byggð að nokkru á sömu hugmyndum og notaðar voru á Söder. „Sviðið hér hefur sinn sjarma og karakter og það verður spennandi að sjá hvemig sýningin kemur út hér.“ Að lokum fínnst þér að menn- irnir eigi bágt? „Nei, mér fínnst mennimir ekki eiga bágt. Við eigum þá gjöf sem lífíð er og við reynum að gera það besta úr henni. Agnes gat nú ekki sagt svo mik- ið annað en að hún stakk af aft- ur til himna en jafnvel hún getur ekki skilið allt. Hún vildi áreiðan- lega sýna mannkyninu samúð sína og það getur verið gott þeg- ar manni líður illa en það er ekk- ert sem maður byggir líf sitt á.“ Viðtal: Guðrún Þóra Nemendur Tónmenntaskólans í Reykjavík. Tónmenntaskólan- um í Reylgavík slitíð TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur er nú að ljúka 40. starfsári sínu. í skólanum voru um 500 nemendur og kennarar voru tæplega 50. FIÐLULEIKUR Meðal annars störfuðu við skól- ann tvær hljómsveitir með rúmlega 60 strengjaleikurum og tvær lúðra- sveitir með um 60 blásurum. Auk þess var starfrækt léttsveit í skólan- um. Mikið hefur verið um tónleika- hald í vetur og vor, ekki síst vegna fertugsafmælis skólans. Fyrrverandi nemendur skólans, sem flestir eru atvinnumenn í tónlist og fyrrverandi og núverandi kennar- ar við skólann, mynduðu 100 manna hljómsveit sem Iék á afmælis- tónleikum í Háskólabíói 25. apríl sl. Einleikari með hljómsveitinni var Þorsteinn Gauti Sigurðsson og stjómendur voru Guðmundur Óli Gunnarsson og Sæbjöm Jónsson. Þá hefur skólinn pantað söng- leik/ópem fyrir skólann hjá þeim Hjálmari H. Ragnarssyni og Böðv- ari Guðmundssyni og er hann nú senn fullbúinn og verður fluttur til kynningar I Borgarleikhúsinu nk. haust. Úr skólanum útskrifuðust að þessu sinni alls 21 nemandi, þar af tóku 14 nemendur inntökupróf í Tónlistarskólann í Reykjavík. (Fréttatilkynning) _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Við upphaf Listahátíðar finnur Hildigunnur Halldórsdóttir fiðlu- leikari lausan dag og heldur sína „debut“-tónleika í Hafnarborgum. Tónleikamir fóru fram sl. mánu- dag og henni til samleiks var ung- ur bandarískur píanóleikari, Mich- ael Munson að nafni. Á efnis- skránni vom verk eftir Bolcom, Brahms, Fauré og Ravel. Tónleikarnir hófust á sónötu eftir William Bolcom (1938), bandarískt tónskáld og píanista. Sónatan er skýr í formi og nefnist fyrsti kaflinn Sumardraumur. Hann er að nokkru tví-tónal, þar sem undirspilið er byggt á einföldu tónferli „mí-fa-so-fa-mí“ en á móti er fíðlulínan að mestu óháð undirleiknum, bæði hvað tón- og hrynskipan varðar. Eftir skemmti- legan miðkafla heyrist aftur mí-fa- so-fa-mí-stefið, svo að þátturinn er I klassísku A-B-A formi. Sí- endurteknar tónmyndir era áber- andi í öllu verkinu og í síðasta þættinum, þar sem heyra má til- vitnun I djassfiðluleik, er undirleik- urinn aftur byggður á mí-fa-so-fa- mí-stefinu. Sónatan er þekkileg tónsmíð og var mjög fallega leikin. í d-moll fíðlusónötunni op. 108, eftir Brahms reyndi ekki aðeins á tækni flytjendanna, heldur og túlkun. Hildigunnur Halldórsdóttir og Michael Munson eru bæði góð- ir tónlistarmenn og var leikur þeirra vel yfirvegaður og fram- færður af miklu öryggi. A-dúr sónatan, op. 13 eftir Fauré, samin 1876, er hárómantísk tónsmíð og má gera ráð fyrir að Cesar Franck hafi haft þetta verk til fyrirmynd- ar 1886, er hann samdi sína A-dúr fíðlusónötu. Leikur Hildigunnar og Munsons var góður í Fauré-sónötunni, þó að greina mætti þreytu í loka- kaflanum. Eins og fyrr segir var leikur Hildigunnar mjög yfirveg- aður, túlkun hennar traust og tónninn sérlega þéttur. Lokaverk- efni tónleikanna var Tzigane eftir Ravel, er það meiri háttar leik- tæknisýningarverk, frábærlega útfært og minnir oftlega á ung- versku rapsódíumar eftir Liszt. Að því leyti til á Tzigane margt sameiginlegt með La Valse, sem er verk margvíslegra tilvitnana. Tzigane er leikfang „virtúósa" og var margt vel gert hjá Hildigunni, Hildigunnur Halldórsdóttir þó að eitt og annað smálegt tæk- ist miður, var leikur hennar í heild nokkuð góður. Það er ljóst að Hildigunnur Halldórsdóttir er góður fíðluleik- ari, sem kom einkar vel fram í sónötunum eftir Brahms og Fauré og samleikari hennar, Michael Munson, er góður píanóleikari og var leikur hans einkar sannfær- andi í sónötu Bolcoms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.