Morgunblaðið - 03.06.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992 15 virðist samt hafa horfið að mestu leyti úr húsum almennings. Stöku athafnamenn verða þó öðru hveiju uppvísir að ójögmætri sam- keppni við ríkið. A landaöldinni gerðu menn mysu af sykri, rúsínum og pressugeri, sem aðeins þeir sem þekktu bakara gátu náð í. Mysan var soðin í landa. Hann var lengi með sérstöku skítabragði, sem kall- aðist íslendingur. Svo uppgötvuðu menn filterana og síðan fínna menn ekki mun á íslendingi og vodka úr ríkinu. Verðum við ekki að banna filterinnflutning líka? Skyldu þeir frumvarpsmenn vita það fyrir víst, að sé sölubann á brugg- efnum, þá muni menn hætta að fínna sér aukabúgreinar í atvinnuleysinu í landinu og ömurleika hversdagslífs- ins? Sem þingmönnum gengur heldur illa að ráða fram úr, þrátt fyrir yfír- lýst ágæti sitt og væntingar kjósenda fyrir kosningar. Skyldu þeir vita að framleiðendum landa fækki með tilkomu inn- flutningsbanns á bruggefnum og tækjum? Slökkti bannið í byijun ald- arinnar ekki þorstann hjá landanum og útrýmdi brugginu? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði að afnema bæri einkasölu ríkisins á áfengi. Nú leggur ríkis- stjóm Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins fram lagafnimvarp um að lögbinda útsölutíma Áfengisverzl- unar Ríkisins frá kl. 10-18 alla daga og Þorláksmessu líka. Sjálf er ÁTVR líka lögbundin til frambúðar skv. 10. gr. Þar með er þessu eftirlæti þjóðarinnar, einka- sölu ríkissjóðs á áfengi, borgið frá villutrú fijálshyggjustrákanna. Og Sjálfstæðisflokknum væntanlega líka borgið frá sjálfum sér. Hags- munir þeirra sem ætla að lifa á áfenginu eru svo tryggðir í 4-9 gr. frumvarpsins og víst er að í þeim greinum eru flóðgáttir fyrir margan góðan bitlinginn. 18.-32. gr. fjalla svo um það, hvernig áfengisfíklarnir (þessir þurru), sem ætla að lifa á ríkissjóði í gegnum drykkjuskap hins fávísa ijölda, geta beitt lögregluvaldi til þess að fylgja sérskoðunum sínum eftir. „Að fenginni tilkynningu um útkall lögreglu á heimili vegna of- notkunar áfengis .. . gerir félags- málanefnd ráðstafanir til þess að rannsakað sé hvort hlutaðeigandi sé haldinn áfengissýki eða annarri vímuefnasýki, og að honum sé kom- ið í meðferð við henni.“ Niðurlag 19. greinar. Og 32. greinin tryggir frumvarps- höfundunum svo 2% af áfengisgróða ÁTVR til fijálsrar ráðstöfunar. Verðum við ekki að senda frum- varpið til Brussel í þeirri von að það geti orðið að Evrópustaðli í áfengis- málum? Það er ekki sanngjamt að við höfum þetta útaf fýrir okkur eina. Ég bið íslenzku þjóðinni Guðs bless- unar fyrir það lán, að eiga þá forystu- menn, sem geta upphugsað slíka speki, sem felst í þessu stjómarfrum- varpi. Aðdáun minni og virðingu fæ ég ekki með fleiri orðum lýst. Höfundur er verkfræðingvr. ★ nCROPRINT TIME RECORDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútfð og framtíð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sfmar 624631 / 624699 Við bjóðum MAZDA 323 í 4 misstórum útgáfum, sem hafa gjörólíkt yfirbragð, útlit og eiginleika. Þær eru allar með vökvastýri og ríkulegum staðalbúnaði. Hægt er að velja um 4 mismunandi vélar, sem eru með bensíninnspýtingu og mengunarvörn, sjálfskiptingu eða handskiptingu og flestar gerðir fást nú með ALDRIFI. RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50 MAZDA 323 kostar frá 885 þúsund krónum. (3 dyra hlaðbakur LXi, staðgreiðsluverð með ryðvöm og skráningu.) MAZDA endist lengur! auto motor sport Hið virta þýska bílatímarit AUTO MOTOR UND SPORT hefur verið með MAZDA 323 í langtímaprófun síðastliðin 2 ár. Nú nýlega hafði honum verið ekið 100.000 kílómetra og reyndist hann hafa lægstan rekstrar- og viðhaldskostnað allra þeirra bíla, sem tímaritið hefur tekið í slíka prófun. Ennfremur var haft samband við fjölda eigenda og luku þeir einróma lofi á bílinn, einn sagði m.a.: „Ánægðari getur maður ekki verið!“ ■■■B. MAZDA323 ÓDÝRASTUR í REKSTRI! Lambakjöt á lágmarksverbi, abeins499 kr./kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.