Morgunblaðið - 05.11.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 05.11.1992, Síða 7
Landssöfnun til styrktar Sophiu Fjórar millj. hafa safnast TÆPLEGA 4 milljónir höfðu safnast í landssöfnun til styrkt- ar málarekstri Sophiu Hansen í Tyrklandi um kaffileyti í gær. Aætlað er að sýna myndband með dætrum Sophiu frá 16. maí sl. í sjónvarpinu í næstu viku. Sigurður Pétur Harðarsson, sem unnið hefur að söfnuninni, sagði að á myndbandinu lýstu dætur Sophiu Hansen, Dagbjört og Rúna, aðstæðum sínum í Tyrk- landi. Myndbandið var tekið í Ist- anbúl 16. maí síðastliðinn. Þeir sem vilja styðja Sophiu með ijárframlagi geta hringt í síma 684455 til miðnættis og gefið upp númer á Visa- eða Euro-greiðslu- korti, eða fengið gíróseðil sendan heim með upphæð gjafarinnar. Merkja- og bolasala í tengslum við söfnunina, sem gengur undir slag- orðinu Bömin heim, hefst í næstu viku. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar Breytt verk- lag við end- urskoðun FULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokksins í bæjarráði Hafnar- fjarðar hafa lýst sig samþykka tillögu meirihluta bæjarráðs um breytt verklag við endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna ársins 1992. Tillagan felur í sér að fulltrúar allra flokka í bæjar- stjórn fari sameiginlega í vinnu- hóp um endurskoðunina á frum- stigi hennar. í fundargerð bæjarráðs kemur fram að með þessu verklagi eigi að freista þess að ná víðtæku sam- komulagi um endurskoðun fjár- hagsáætlunarinnar, en fram hafi komið vilji margra bæjarfulltrúa í þá veru. Fyrsti fundur vinnuhóps- ins verður næstkomandi mánudag, en stefnt er að því að leggja fram tillögur að endurskoðaðri áætlun á aukafundi bæjarstjórnar 10. nóvember. Háskóli íslands Italskur sendi- kennari tek- ur til starfa ÍTALSKUR sendikennari, dr. Donatella Baldini, kemur til starfa við Háskólann innan skamms. Gert er ráð fyrir að ít- ölskukennsla geti hafist í heim- spekideild á næsta misseri. Utanríkisráðuneytið hefur gert samkomulag við ítölsk stjórnvöld um að dr. Donatella Baldini verði skipuð sendikennari við Háskóla íslands frá 1. nóvember. Baldini er frá Flórens og stundaði framhalds- nám í bókmenntum við háskólann í Virginíaríki í Bandaríkjunum frá 1985-87. Hún hóf doktorsnám sitt við Feneyjaháskóla 1988 og varði á þessu ári doktorsritgerð um amer- ískar 18. aldar bókmenntir. Dr. Baldini er fyrsti ítalski sendikennar- inn við Háskólann, þar hefur ítalska ekki verið kennd hingað til nema á endurmenntunarnámskeiðum, sem haldin hafa verið í nokkur ár. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NQVKMpER,1992 7 NYR ÓEYMPlUMElSTURU HOLIDAY INN < ' ý * ’ ' ' - •'V: w ’ ■ X.' « « % •-*•.• %. . ; • ■■-• X;:■ :"■;■ ’'T'v■ ■•' -‘ : ,,nC«^St ‘,>T. 1%. a Ou1 ,<^r"s ^ . rí^s ■u9«r J ic so» efo'®* ■' ' ;4'." >. ■. -*■: • , - '. • • •••' -as; ' v • -■". ' í;,;.- / , .; ' s * * • • . . atth'S INTERNATIONALE KOCHKUNST-AUSSTELLUNG fur cCie Xatego rKAN’KfUKTAXI MAI Olympíuleikar matreiðslumanna voru haldnir í Frankfurt 11. - 16. október sl. íslendingar tóku þátt í þessum Olympíuleikum ífyrsta sinn og unnu til bronsverðlauna. Þrír úr íslenska keppnisliðinu eru matreiðslumeistarar á Holiday Inn. Þeir bjóða nú gestum Setursins upp á nýjan matseðil og nýja rétti af ábatisvagni frá og með fóstudeginum 6. nóvember. SETRIÐ, hinn glasilegi veitingastaður Holiday Inn, er opið öll kvöld. KAFFIHLAÐBORÐ I Linda Wessman, conditor úr Olympíuliðinu, sér um kaffi- hlaðborð á Holiday Inn alla sunnudaga í nóvember og desember. f DE DER KOCHE ni R\v>RR.\ur\!>r.R u:tsTi ^NATJOXAU: Rt\\XRTUSG$KO\Í J\sgeir :H. Trfínasson téNationaCTeam IcefandC V k~ OHTR 19» a’s--;Jfci ■ m M Sigtúni 38, sími; 91-689000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.