Morgunblaðið - 05.11.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.11.1992, Qupperneq 39
—MORGUNBLAÐIB FIMMTUDAGUR-5rbtóVBMBBR-i9&2—; ----------------------------------- 39 ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar sjóði Sophiu Hansen og varð ágóðinn 3.012 krónur. Þau heita Bjarki Þór Jónsson, Katrín Sif Jónsdóttir, Ingi Karl Hafþórsson, Kristinn Þrastarson og Árni Sigurgeirsson. ÞESSIR ungu drengir héldu hlutaveltu til styrktar fjársöfnun Rauða krossins: Hjálpum þeim, og varð ágóðinn 2.000 krónur. Þeir heita Baldur, Kormákur, Haukur og Gauti. ÞESSAR ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.805 krónur. Þær heita Ragnheiður Bjarna- dóttir og Díana Jóhannsdóttir. Á myndina vantar þær Söru Pálsdótt- ir, Sif Pálsdóttur og Berglindi. Ljósmyndaslofa Narmynd. HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 17. október Margrét K. Bjöms- dóttir og Sigurður Kristjánsson af sr. Pálma Matthíassyni í Bústaða- kirkju. Þau eru til heimilis í Vestur- bergi 78, Rvík. bjósmyndir Rut. HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 29. ágúst Árdís Olga Sigurðar- dóttir og Árniann Ólafsson af sr. Sigurði H. Guðmundssyni í Víði- staðakirkju. Þau eru til heimilis í Blómvangi 18, Hafnarfirði. Windows 3.1 • PC grannur Nauðsynlegur undirbúningur fyrir alla sem þurfa að nota PC tölvur. Vandað námskeið sem skilar þér vel á leið. < hk-92B1 Tölvu- og verkfræöiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Krisljánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 © Kennarasamband Islands Skorað á stjómvöld að auka fjárveit- ingu til fjarkennslu EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar Kennarasambands íslands 16. október síðastlið- inn.: „Innan skamms hefst við Kenn- araháskóla ístands almennt kenn- aranám til B.Ed.-prófs með fjar- kennslusniði. Mikil áhersla var lögð á að hrinda í framkvæmd kennaranámi með fjarkennslusniði, ekki síst af yfírvöldum menntamála, enda hef- ur alvarlegur kennaraskortur háð mjög skólastarfi á undanfönrum árum. Kennarasamband íslands fagnaði hugmyndinni og hefur tekið þátt í undirbúningi með Kennaraháskóla íslands. Nú sýnir sig að mjög mikill áhugi er á þessari nýjung. Nálægt 200 manns sækja um inngöngu í námið. Kennaraháskólinn telur nálægt 150 þessara umsækjenda uppfýlla öll skilyrði til inngöngu, en fjárveitingar gera aðeins ráð fyrir 50 nemendum Samkvæmt upplýsingum Kenn- araháskólans væri hægt að taka fleiri nemendur inn í námið ef fjár- veitingar yrðu auknar. Kennarasamband íslands skor- ar á yfírvöld menntamála að auka fjárveitingar til kennaranáms með fjarkennslusniði samkvæmt tillög- um Kennaraháskólans og gera skólanum þannig kleift að sinna þessu mikilvæga verkefni. Þannig er von til þess að dregið verði úr þeirri alvarlegu meinsemd í ís- lensku skólastarfí sem kennara- skorturinn er.“ Þú svalar lestrarþörf dagsins y ásíöum Moggans! FÖTIN SKAPA STARFSMAN NIN N Sérhönnuð föt fyrir vinnandi fólk eru aðalsmerki Fristads. Gott orð fer af duglegum starfsmanni, starfsmanni sem velur vinnuföt með sömu nákvæmni og verkfæri. Fristads vinnufötin tryggja hámarks hreyfifrelsi og hafa pláss fyrir verkfærin á réttum stað. Skemmuvegur 6L • Pósthólf 9330 • 129 Reykjavík Sími 670 880 • Fax 670 885 Gæði • Vellíðan • Notagildi HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.