Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 Kjartan Jóhannsson sendiherra á fundi Alþjóða verslunarráðsins Nýfrjáls ríki sækjast eftir aðild að EFTA ÍSLENDINGAR gætu fyrirvaralítið staðið frammi fyrir því að taka afstöðu til áhuga nýfrjálsra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu á EFTA- aðild, að sögn Kjartans Jóhannssonar sendiherra í Genf á hádegis- verðarfundi landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins í gær. Hann benti á að EFTA-ríki á leið í EB væru líkleg til að sýna þessu vax- andi áhuga eftir því sem aðild nálgaðist vegna þess að með því drægi úr þrýstingi á aðild þessara landa að EB. Kjartan benti á að yfirlýst þróun í átt til markaðsbúskapar væri mis- vel á veg komin í Mið- og Austur- Evrópu. Lýðræði hefði náð að þró- ast og stæðu vonir til að það efld- ist og festist í sessi. Ríkin teldu stöðu sína hins vegar að ýmsu leyti ótrygga. Þróunin hjá grannanum stóra í austri væri kenjótt og ein- kenndist af óvissu. „Svonefndar austur- og mið-evrópskar þjóðir sækja því mjög á um efnahagslegar og pólitískar tengingar við Vestur- Evrópu sem veiti þeim vernd og öryggi gegn óhagstæðri þróun í Rússlandi eða fyrrum Sovétríkjun- um. Þær sækjast því eftir aðild að EB og aðild að NATO. Sá hængur er á að efnahagslega er ástandið í þessum löndum þannig að aðild að EB er óframkvæmanleg og pólitísk- ar aðstæður gera einkar erfitt um vik með aðild að NATO,“ sagði Kjartan. Afstaða EB lykilatriði Kjartan sagði að aðrir valkostir, þ.e.a.s. þeir sem rúmuðust innan EFTA með eða án hluta af EES, ættu að vera til athugunar fyrir umrædd ríki. Eins og sakir stæðu væri hins vegar ekki ólíklegt að það sem helst þætti standa í veginum fyrir EFTA-biðtíma væri óttinn við að það tefði fyrir aðild að EB. Hann varpaði næst fram þeirri spurningu hvort EFTA myndi veita einhvetju þessara ianda aðiid og taldi ekki ólíklegt að EFTA-lönd á leið í EB sýndu þessu vaxandi áhuga eftir því sem aðild nálgaðist vegna þess að með því drægi úr þrýstingi á EB-aðild þessara ríkja. „íslendingar þurfa að fara að velta þessu fyrir sér því að ákvörðunar- efnið gæti komið upp fyrirvaralít- ið,“ sagði Kjartan. Hann sagði síðar að í vangavelt- um um þetta efni væri vert að hafa hugfast að EFTA snerist fremur um samband EFTA-ríkja við EB en innbyrðis viðskipti EFTA-ríkj- anna. Þess vegna væri lykilatriði hvort EB teldi að þessi skipan myndi gefast vel í framtíðinni. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 5. JANUAR YFIRLIT: Við vesturströnd Skotlands er 980 mb lægð og önnur álika um 300 km vestar, báðar á austurleið. Yfir Norðaustur-Grænlandi er JdlÍivosí? norðaustanátt á landinu. Hvassast norðan- og austan- lands. Bjart verður sunnanlands en él í öðrum landshlutum. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Suður- og Suðvesturdjúpi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg austan- og norðaustan- átt og frost 4-14 stig. Él norðaustanlands en annars víðast þurrt. Létt- skýjað um sunnan- og vestanvert landið. HORFUR Á LAUGARDAG: Allhvöss eða hvöss sunnan- og suðaustan- átt og hlýnandi veður. Slydda eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu norðanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. Heiðskirt r / r / / / / / Rigning Léttskýjað * / * / / * / Slydda Hálfskýjað * * '* * * * * * Snjókoma Skýjað V ý Skúrir Slydduél Alskýjað V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnlr vindstefnu og fjaðrimar vindstyrir, heil fjöður er 2 vindstig., 10° Hitastig v Súld = Þoka riig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Góð færð er yfirleitt á þjóðvegum iandsins, þó er á Vestfjörðum þung- fæ,t um Klettsháls og Breiðadalsheiði, en ófært um Dynjandis-, Hrafns- eyrar- og Botnsheiðar. Austanlands er þungfært á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði, en ófært um Breiðdalsheiði. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 ígær Akureyri Reykjavfk hiti *3 +2 UM HEIM að fsl. tíma veður alskýjað skýjaö Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Óeló Stokkhólmur Þórshöfn +10 +1 +2 +1 +6 +2 léttskýjað skýjað vantar skafrenningur skafrenningur alskýjað skýjað vantar Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrki Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madelra Róm Vín Washington Wlnnipeg 15 lóttakýjað 7 skýjað 15 ekýjað 7 léttskýjaö +3 snjókoma þokumóða jkwað mistur 6 skýjað 6 rigning 12 skýjað 6 skýjað 9 léttskýjað 13 skýjað 17 skýjað +15 snjókoma +1 ískorn 11 heiöskfrt 8 skýjað 15 skýjað 16 hálfskýjað rigning rigning +26 heiðskírt / DAG kl. 12.00 Morgunblaðið/RAX Hádegisverðarfundur KJARTAN Jóhannsson á fundi landsnefndar Alþjóða verslunarráðs- ins í hádeginu í gær. Borgarstj órnarkosningarnar í vor Magnús L. Sveinsson gefur ekki kost á sér MAGNÚS L. Sveinsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hef- ur ákveðið að gefa ekki kost á sér til borgarstjómarkosninga í vor. Magnús segir tíma til kominn að hvíla sig og gefa öðrum möguleika á að komast að. Hann hafi verið í borgarstjóm í 20 ár og átta ár þar á undan sem varamaður. Hann hafi lengst af verið í borgarráði og síð- ustu níu ár forseti borgarstjórnar þar að auki. „Ég tók ákvörðun um að hvíla mig. Þetta hefur verið gífurlega mikil vinna með mínu starfi sem for- maður í svo stóru stéttarfélagi sem VR er. Ég hafði ekki hugsað mér að verða elliær í starfí, vildi hafa fulla skynjun á því sjálfur hvenær rétt væri að hætta. Eg hef lengst af verið í forystusveit sjálfstæðis- manna í borgarstjóm og tel rétt að ég fari nú að hafa fleiri stundir fyrir sjálfan mig en um þær hefur verið ansi lítið fram að þessu,“ sagði Magnús. Bllll m FasteianatfBid á liöfuðborgarsvæðinu DðBÍTlÍ 1" Fasteignamat íbúðar og lóðar 7 milljónir kr. Fasteigna- Vatns- Holræsa- Sorphirðu- Lóðar- skattur skattur gjald gjald leiga ALLS Kópavogur 26.250 13.300 9.100 6.300 1.563 56.513 Garðabær 26.250 10.500 4.900 6.200 3.750 51.600 Hafnarfjörður 26.250 14.000 7.000 2.800 9 50.059 Mosfellsbær 26.250 10.500 7.000 3.000 435 47.185 Seltjarnarnes 26.250 10.500 - 6.800 - 43.550 Reykjavík 29.470 9.100 - 1.000 435 40.005 ru Dæmi 2: Fasteignamat íbúðar og lóðar 18 milljónir kr. Fasteigna- Vatns- Holræsa- Sorphirðu- Lóðar- skattur skattur gjald gjald leiga ALLS Kópavogur 67.500 34.200 23.400 6.300 3.647 135.047 Garðabær 67.500 36.000 18.000 2.800 21 124.321 Hafnarfjörður 67.500 27.000 12.600 6.200 8.750 122.050 Mosfellsbær 67.500 27.000 18.000 3.000 1.015 116.515 Seltjarnarnes 67.500 27.000 6.800 - 101.300 Reykjavík 75.780 23.400 - 1.000 1.015 101.195 Fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu Lægst gjöld í Reykjavík SAMANBURÐUR á fasteignagjöldum, sem lögð era á íbúðarhús- næði í sex stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, sýnir að þau eru lægst í Reykjavík samkvæmt útreikningum sem lagðir hafa verið fram í borgarráði. Auk Reykjavíkur nær samanburður- inn til Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Tekið er dæmi af fasteignum sem metnar em á 7 millj. og þ'ar af er fasteignamat lóðar 300 þús. en ióðarstærð er 300 fermetrár. í Reykjavík erú fasteignagjöld kr. 40.005 fyrir eignina. A Seltjamar- nesi eru gjöldin næst lægst eða kr. 43.550 fyrir sömu eign, í Mos- fellsbæ eru þau kr. 47.185, í Hafn- arfirði kr. 50.059, í Garðabæ kr. 51.600 og í Kópavogi eru þau hæst eða kr. 56.513. Fyrir fasteign sem metin er á 18 millj. og þar af er fasteignamat lóðar 700 þús. en lóðarstærð er 700 fermetrar, eru fasteignagjöldin i Reykjavík kr. 101.195. Á Seltjarn- amesi eru gjöidin kr. 101.300 fyrír sömu eign, í Mosfellsbæ eru þau kr. 116.515, í Hafnarfírði kr. 124.321 og í Kópavogi kr. 135.047 en þar eru þau hæst. Gjalddagar Gjalddagar fasteignagjalda eru mismargir eftir bæjarfélögum eða tíu í Kópavogi, fimm í Garðabæ og Mosfellssveit, fjórir í Hafnar- fírði og þrír í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi. Rétt er að taka fram að lóðaleiga er ekki reiknuð á Sel- tjamamesi en flestar lóðir utan Eiðistorgs eru eignarlóðir. Fram kemur að samanburðurinn er miðaður við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.