Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 45 bréfabindi Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar 688476 og 688459 • Fax: 28819 ■ ÁSGEIR Hannes Eiríksson gengst fyrir nárnskeiði_ um Reglu- iegt mataræði í húsi Iþróttasam- bands íslands í Laugardal laugar- daginn 8. janúar. Námskeiðið byrjar kl. tíu um morguninn og lýkur um fjögurleytið. I fréttatilkynningu segir að farið verði eftir kerfinu í bókinni Það er allt hægt vinur frá Almenna bókafélaginu eftir Ásgeir Hannes. Verð fyrir námskeiðið er 5.000 krónur á mann og bókin kost- ar 1.000 krónur fyrir þá sem eiga hana ekki fyrir. Morgunblaðið/SHÞ Þátttakendur í nemendamótinu i Klúkuskóla eru hér staddir fyrir framan mötuneyti skólans. Að baki þeim má sjá Einar Ólafsson, slfólasljóra Drangsnesskóla, Sigurð H. Þorsteinsson, skólastjóra Klúkuskóla, Maríu og Hrafnhildi frá Hólmavíkurskóla og Torfhildi úr Klúkuskóla. Bjarnarfjörður Mikil starfsemi á Lauöfarhóli Laugarhóli. ^ ^ ÞAÐ hefur verið mikil starfsemi í íþrótta- og skólahúsnæðinu á Laugarhóli í haust. Þarna hafa verið haldnir margir fundir, meðal annars kjörfundir um sameiningu sveitarfélaga. Þá hefur verið íþróttastarfsemi í húsnæðinu um það bil þrisvar sinnum í viku, það sem af er vetri. Þá var einnig haldið mót fjórðu og fimmtu bekk- inga úr þrem skólum þarna eina helgina í nóvember. Fjölmenni var mikið þegar fjórðu að þetta hafí verið bæði gagnleg og fimmtu bekkingar úr þremur grunnskólum sýslunnar héldu mót sitt í Klúkuskóla og komu saman þar til náms, leikja og starfs. Þetta voru nemendur úr áðurnefndum bekkjum úr grunnskóia Hólmavíkur og báðum grunnskólum Kaldrana- neshrepps, Drangsnesskóla og Klúkuskóla. Var komið saman á föstudegi og sá dagur nýttur til sunds og samveru, sem og laugar- dagur og svo var haldið heim á sunnudeginum eftir hádegi. Voru laugin og íþróttaaðstaðan í hinu stóra íþróttahúsi óspart notuð. Það var samdóma álit allra þátttakenda og ánægjuleg dvöl. Þetta var fyrsti liður í samstarfsáætlun skólastjór- anna í Strandasýslu, sem þeir sam- þykktu á fundi sínum í upphafi skólaárs'. Þá koma meðlimir úr ungmenna- félögunum á Drangsnesi og Hólma- vík sem og úr sundfélaginu í Bjarnafirði saman allt að þrisvar sinnum í viku til boltaæfinga sem og annarra íþróttaæfinga. Það að snjóalög hafa verið hag- stæð það sem af er vetri hefur vitan- lega hjálpað til að svona góð nýting hefur verið á húsnæðinu. - SHÞ Nýjar reglur um til- kynningaskyldu skipa FRÁ og með áramótum verða öll skip að tilkynna reit og undir- reit þegar skyldan er send til strandstöðvar, samkvæmt þeim kortum sem gefin voru út síðast- liðið vor. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Kortin eiga að vera komin í flest skip, þeir sem ekki hafa fengið kortin geta nálgast þau á hafnar- vogum, strandstöðvum, hjá flestum sjókortasölum eða fengið þau send í pósti. Skyldunar eru sem fyrr kl. 10-13.30 á daginn, en á kvöldin kl. 20-22. Skipstjómarmenn eru sem fyrr minntir á að senda tilkynningar sín- ar í upphafi skyldutímanna til að flýta fyrir úrvinnslu. Ennfremur að senda tilkynningar um brottför og komu í höfn. Viltu auka þekkingu þínai öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í fjölmörgum greinum, fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri. Innritun á vorönn fer firam dagana 4.-6. jan. kl. 8.30-18.00 og 7. jan. kl. 8.30-16.00. í boði verða eftirfarandi áfangar: Bókfærsla Skattabókhald Bókmenntir Stærðfræði Danska Stjómun Enska Sölu- og markaðsfræði Farseðlaútgáfa Tölvubókhald fslenska Tölvufiræði Landafræði og saga íslands Tölvunotkun Lífíræði Verslunarréttur Milliríkjaviðskipti Vélritun Ritun Þjóðhagfræði Ritvinnsla Þýðingar Saga Þýska Áfbngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og Iáta mynda eftirtalin prófstig: • Próf af bókhaldsbraut • Próf af ferðamálabraut • Próf af skrifstofubraut • Verslunarpróf • Stúdentspróf Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofú skólans, Ofanleiti 1. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.