Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 Jón Þorvaldsson, Keflavík — Minning Fæddur 25. júní 1930 Dáinn 26. desember 1993 Skugga bar á jólin er sú fregn barst að látinn væri vinur okkar Jón Þorvaldsson langt fyrir aldur fram, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á öðrum degi jóla. Jón eða Jonni eins og við kölluð- um hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin misseri, en við sem þekktum hann vonuðumst til að lífdagar hans yrðu fleiri en raun varð á. ' Jonni var fæddur í Keflavík hinn 26. maí 1930. Foreldrar hans voru Guðbjörg Jónsdóttir frá ísafirði og Þorvaldur Guðjónsson innfæddur Keflvíkingur. Þau eru bæði látin. Guðbjörgu og Þorvaldi fæddust þrjú börn, Guðbjörg, en hún lést í barnæsku, Jón og Theodór stöðvar- stjóri. Að loknu barnaskólanámi í Keflavík stundaði hann nám í tvö ár í Héraðsskólanum á Laugar- vatni. Ung að árum felldu þau hugi saman móðursystir mín Jane Petra Gunnarsdóttir og Jón. Þau voru jafnaldrar og gefin saman í hjóna- band hinn 24. febrúar 1952. Jonni og Beta eins og móðursyst- ir mín er kölluð eignuðust fimm börn: Gunnar Þór, fæddur 1952, skólastjóri, kvæntur Ingu Maríu Ingvarsdóttur fóstru og eiga þau tvö börn, Ingva Jón og Jane Petru; Theodór Guðjón, fæddur 1953, tækjastjóri, kvæntur Ragnheiði Thorarensen húsmóður og eiga þau þrjú börn, Skúla, Thelmu og Andreu. Einnig átti Theodór son, Davíð, fyrir hjónaband; Guðbjörg Irmý, fædd 1956, húsmóðir, gift 'Róbert Þór Guðbjörnssyni raf- virkjameistara og eiga þau þrjú börn, Tryggva Þór, Guðna Frey og Irmý; Örn Stefán, fæddur 1961, eftirlitsmaður, kvæntur Ásu K. Margeirsdóttur kennara. Þau eiga soninn Jón Örn. Örn átti Nönnu Ýr fyrir hjónaband; Rúnar Már, fæddur 1965, verkamaður, ókvæntur og barnlaus, býr í for- eldrahúsum. Fyrstu árin bjuggu Jonni og Beta á Suðurgötu 41 hjá foreldrum Betu, Gunnari Emilssyni og Þóru Carlsdóttur, en þau eru bæði látin. Þau hófust handa við að byggja hús yfír ört vaxandi fjölskyldu sína, á Tjarnargötu 28, Keflavík, í sam- vinnu við afa minn Gunnar. Á byggingartíma hússins bjuggu þau einnig á Sólvallagötu 26 hjá Þor- valdi og Guðbjörgu, foreldrum Jóns. Ungur vann Jón við ýmis störf bæði til sjós og lands. Síðan lá leið- in upp á Keflavíkurflugvöll. Fýrst vann hann hjá verktakafyrirtækinu Hamilton, síðan hóf hann störf hjá íslenskum aðalverktökum við ýmis störf á þungavinnuvéladeild. Árið Fædd 24. júní 1937 Dáin 21. desember 1993 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Þessar ljóðlínur komu í huga minn er ég frétti af láti Gerðu, eins og hún var ávallt kölluð, þar sem hún lést um aldur fram. Hennar tími er kominn, þó að erfítt sé að skilja það hvers vegna kona á besta aldri sem á svo margt ógert er hrif- in burt frá ástvinum sínum. En við ráðum víst engu um það, fátt er um svör. 1965 hóf hann störf sem bruna- vörður hjá Slökkviliði Keflavíkur- flugvallar. Þegar slökkvilið tók við snjóruðningsdeild varnarliðsins fluttist Jón yfir í þá deild og bar ábyrgð á birgðahaldi snjóruðnings- deildar allt til dauðadags. Samhliða störfum sínum hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar starfaði hann á milli vakta í nokk- ur ár í varahlutadeild verslunarinn- ar Stapafells í Keflavík. Jón hafði afburðaþekkingu á öllu sem varðaði varahluti í bifreiðar og þungavinnuvélar. Á sínum yngri árum var hann sendur til Banda- ríkjanna á vegum íslenskra aðal- verktaka til að kynnast framleiðslu og afgreiðslu á varahlutum til þungavinnuvéla og bjó hann vel að þeirri þekkingu. Flestir þeir sem störfuðu í slökkviliði á Keflavíkur- flugvelli og bjuggu í Keflavík eða Njarðvík voru skipaðir í slökkvilið Keflavíkur, sem var útkallsslökkvi- lið og starfaði Jón á annan áratug við það. Fyrr á árum urðu hér margir brunar og lögðu menn sig í töluverða hættu til að bjarga verð- mætum, en góð stjórnun og þjálfun slökkviliðsmanna varð þess vald- andi að engin stór óhöpp urðu á mönnum. Leiðir okkar Jóns lágu saman í gegnum árin í Stapafelli, Slökkvi- liði Keflavíkurflugvallar og Slökkviliði Keflavíkur, einnig starf- aði hann í trésmiðju hjá okkur nokkur misseri með vaktavinnunni. Jón vann öll sín störf af mikilli natni, nákvæmni og snyrti- mennsku. Það var hans takmark að gera allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Á mínum uppvaxtarárum var mikill samgangur á milli fjöl- skyldna okkar og var gaman að spjalla við Jonna um allt milli him- ins og jarðar og alltaf hafði hann tíma til að miðla okkur af þekkingu sinni. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum. Hann stundaði sund regiulega alla tíð og fylgdist vel með framgangi ÍBK á knattspyrnu- vellinum. Jonni og Beta störfuðu í skáta- hreyfingunni frá unglingsárunum og nú seinni árin með St. Georgs- gildi, sem er félagsskapur eldri skáta. Mér eru í minni margar góðar sögur af ferðum þeirra um byggðir og óbyggðir íslands. I nokkur undanfarin ár hefur Jane Petra átt við veikindi að stríða. Hefur Jonni að mestu leyti séð um heimilishaldið og stutt við bakið á henni svo að aðdáunarvert er. Mik- ill kærleikur hefur ríkt á milli þeirra svo að missir hennar er mikill. Þau hafa sinnt fjölskyldu sinni af um- hyggju og alúð og barnabörnin sóttu til hans. Þegar við kvöddumst á aðfanga- dag jóla átti ég ekki von á að það yrði síðasta skipti sem við hittumst Nú þegar Gerða mín er látin, lang- ar mig að rita örfáar línur. Ekki ór- aði neinn fyrir að svona færi. Hún gekkst undir mikla aðgerð sem hún átti ekki afturkvæmt úr, þó að allir byggjust við því, en margt fer víst öðruvísi en ætlað er. Kynni okkar Gerðu hófust er ég var tæpra 12 ára. Þá var ég send í sveit til Gerðu og Óskars í Neðri- Lækjardal, eftir að hafa nauðað í móður minni um að komast í sveit, mér væri sama þó að ég færi tií ókunnugra, bara að ég kæmist í sveit. Mér er það enn minnisstætt er hún kom beint úr sauðburðinum að taka á móti mér við hliðið. Hve vel hún tók á móti mér, og var sem hún hefði þekkt mig lengi. Var ég síðan hjá þeim í Neðri-Lækjardal í í lifanda lífi. Handtakið var hlýtt og traust. Ég hef hér í nokkrum fátækleg- um orðum minnst Jóns Þorvalds- sonar og verður lífshlaupi hans ekki að fullu gerð skil í stuttri grein sem þessari. Við Sigríður og börnin viljum þakka samveruna og sendum öllum aðstandendum Jóns okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sú ást og umhyggja sem Jón sýndi fjölskyldu sinni og vinum lif- ir í hjörtum okkar. Blessuð sé minning hans. Þorvaldur Olafsson. í dag er til moldar borinn vinur minn Jón Þorvaldsson, er lést að morgni annars dags jóla. Jón var fæddur í Keflavík og voru foreldrar hans hjónin Guð- björg Jónsdóttir og Þorvaldur Th. Guðjónsson er þá bjuggu á Tjarn- argötu 15, en síðar á Sólvallagötu 26 J>ar í bæ. Eg átti því láni að fagna að eign- ast Jón að vini fljótlega eftir að ég fluttist til Keflavíkur árið 1945 og hefur sú vináttá haldist æ síðan þótt hin síðari ár höfum við ekki sést eins oft og skyldi og er það frekar mín sök en hans. Jón stundaði hin ýmsu störf á þessum árum, var t.d. í símavinnu upp í Borgarfirði, sjómennsku á togaranum Keflvíkingi eftir að hann var keyptur til Keflavíkur og sigldi þá með honum út til Þýska- lands eftir seinna stríð. Man ég þá hvað ég öfundaði hann af að hafa komist til útlanda og séð part af hinum stóra heimi, en það var nú ekki að Þýskaland þess tíma væri eitthvað glæsilegt að sjá, allt var í rúst og mikil eymd, og er Jón sagði mér frá ferðunum þá var þetta ekki eins fýsilegt og ég hafði í fyrstu haldið. Við Jón áttum margt saman að sælda á þessum ungdómsárum með stórum hópi af ungu fólki. Það var leikinn handbolti og fót- bolti á gamla vellinum þar sem skrúðgarðurinn er núna og á ég gamlar myndir af keppnisliði er fór út í Garð og lék við heimamenn þar, en ekki man ég hvort liðið vann þá viðureign. Bíóferðir í bíóið hjá Ásberg voru tíðar og á skemmtanir í Ungó og Krossinum um helgar. Mikið var líka gengið um plássið og upp í heiðar. Kefla- vík var ekki stór þá, en mér líkaði vel þar. Allir þekktust á þessum árum, elskulegt fólk sem gaman var að tala við og eiga að vinum. Reikar hugur minn oft þangað nú á síðari árum. Við Jón unnum saman á Vellin- um og keyrðum þá Bussana og fleiri bíla fyrir Kanann, vorum þá í Motorpool eins og sagt var og unnið var á vöktum daga og næt- ur. Og mörgu fróðlegu kynntist maður á þessum næturkeyrslum, en það er nú önnur saga. Jón ílent- ist á Vellinum en fór fljótlega í slökkviliðið og var þar góður sex sumur og passaði flest börnin þeirra, ásamt því að sinna öðrum störfum. Alltaf var gaman hjá þeim, og mikið hlegið og gamnað enda þau bæði mjög gamansöm og létt. Hún var alltaf svo góð við mig, skildi mig svo vel, ég gat sagt henni það sem mér bjó í brjósti. í Lækjardal leið mér alltaf vel og þangað kom ég í flestum páskafríum þegar ég var í skóla. Mikil og sterk tengsl hafa í gegnum þessi kynni skapast á milli minnar fjölskyldu og þéirra. Það var nú ekki að ástæðulausu að ég skírði elstu dóttur mína í höfuðið á þeim. Nú er hún 16 ára og saknar sárt nöfnu sinnar. Mikil var gleði okkar er Gerða gat komið í fermingu hennar og þá spjölluðum við margt. Sumarið 1967 steig Gerða sitt stærsta gæfuspor og giftist Óskari Axelssyni frá Litla-Felli á Skaga- strönd, en þau höfðu hafið búskap nokkru áður í Neðri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi. Þar bjuggu þau svo til ársins 1974, er þau fluttust til Skagastrandar. Öll börnin fædd- ust í Neðri-Lækjardal nema það yngsta sem fæddist á Skagaströnd. starfskraftur, samviskusamur og ósérhlífinn svo að af bar. Hann vann þar fram á síðasta vinnudag fyrir jól sárþjáður, en ekki vildi hann gefast upp þótt hann vissi að hverju drægi. Á þessum ungdómsárum er ég hef hér áður lýst fór það ekki fram- hjá neinum að Jón átti sína æsku- ást og var það ein úr hópnum úr Stóru-Milljón, Jane Petra eða Abeta eins og hún var oft kölluð, dökk á brún og brá og falleg, og allir voru skotnir í henni. En það var eins og ætlað væri að þau ættust, svo samrýnd voru þau og hjónasvipurinn mikill og gat því ekki á annan veg farið en hjóna- band yrði þar úr og þegar tánings- árin voru liðin gengu þau í hjóna- band það er batt þau saman ævi- langt. Það var í mars 1952 sem brúð- kaupið fór fram og haldin veisla mikil í Ungó með glæsibrag. Hljómsveit spilaði fyrir dansi og man ég alltaf eftir þeim degi, kven- fólk var í meirihluta og þegar dans- inn byijaði kom Abeta til okkar Svenna Sæm. og sagði að nú yrð- um við að standa okkur og dansa við allar konurnar, ekki bara velja það sem hugurinn leitaði til. Við Svenni játuðum þessum tilmælum og er annar fór af stað, þá fór hinn einnig og svona var það með- an dansað var, en aldrei held ég að ég hafi verið þreyttari eftir dans en þá, þó að oft hafi verið dansað stíft á þessum árum. Þau Jón og Jane Petra byijuðu sinn búskap í kjallaranum á Suður- götu heima hjá foreldrum hennar og þar bjuggu þau þar til flutt var í húsið sem þeir byggðu saman, Jón og Gunnar tengdafaðir hans, við Tjarnargötu. Síðan áttu þau hús við Faxabraut, Norðurgarð og nú síðast að Nónvörðu 10. Þau komu sér upp fallegu heimili sem gaman var að koma á og áttu þau mikið af fallegum munum sem þau höfðu keypt á ferðalögum sínum og safnað saman með árunum. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru uppkomin, mikið myndar- fólk. Elstur er Gunnar, síðan Theó- Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi, þau eru: Björn Ingi, f. 1963, kvæntur Árdísi Indriðadóttur og eiga þau tvo syni, en einn son átti hún áður; Óli Axel, f. 1965, ókvæntur; Vilhelm Steinar, f. 1967, ókvæntur; Guðmundur Sigurbjörn, f. 1968, kvæntur Drífu Kristjáns- dóttur og eiga þau einn son en dóttur átti hún áður; Óskar Þór, f. 1972, í foreldrahúsum; Gígja Heið- rún, f. 1973, í sambúð með Jakobi Th. Hinrikssyni; og loks Jóhannes Ægir, f. 1975, í foreldrahúsum. Öll eru börnin sem farin eru að heiman búsett á Skagaströnd, og það held ég að Gerðu og Óskari hafi þótt vænt um, að hafa þau svona ná- lægt sér. Gummi og Ingi voru mjög iðnir að koma með barnabörnin til ömmu og afa, sem nú sakna ömmu sinnar sárt. Hún talaði svo oft um barnabömin sín við mig er ég hringdi í hana. Þegar börnin fóru að vaxa úr grasi fór Gerða að vinna utan heim- ilis, vann lengi hjá Kaupfélaginu, síðar í Hólanesi og Rækjuvinnsl- unni, og þar held ég að hún hafi verið vel liðin, enda atorkukona og Þorgerður Björk Guð- Jaugsdóttir, Asholti, Skagaströnd - Minning dór, Guðbjörg, Örn og Rúnar Már sem er enn í heimahúsum. Barna- börnin eru mörg og mannvænleg. Foreldrar Jóns eru nú bæði látin og vil ég þakka þeim trygga vin- áttu við mig til loka þeirra jarðvist- ar. Þetta er leið okkar allra, en er að lokum kemur er það alltaf jafn sárt fyrir þá nánustu er hérvist lýkur. Elsku Jane Petra, ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur öllum dýpstu samúð við lát Jóns og yitum um leið, að vel verður tekið á móti honum af elskandi móður og föður. Ásvaldur Andrésson. Á jóladag barst undirrituðum sú sorgarfregn að Jón Þorvaldsson væri látinn. Við kölluðum hann oft „Nonna Guggu“ okkar á milli, gælunafn sem notað var af hlýju um þennan góða dreng. Jón hóf störf í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli 1965 sem brunavörður. Árið 1973 gerðist hann verkstjóri í þotugildrudeild pg síðan brunavarnaeftirlitsmaður. í maí 1977 fluttist Jón á milli deilda innan slökkviliðsins og gerðist verkstjóri í flugþjónustudeild, og nú síðustu árin vann hann við öflun tækniupplýsinga, bókhald og út- vegun varahluta í hin margbrotnu tæki sem notuð eru. Það sem hér er upp talið er hvergi nærri tæmandi um þann skerf sem Jón Þorvaldsson lagði þessari stofnun til. Hann vann öll störf af ótrúlegri nákvæmni, og höfðum við oft á orði að þegar Jón kæmi með það sem vantaði, væri það rétt og öruggt. Um tíma vann Jón sem símtæknir slökkviliðsins og þótti mönnum mikið til koma hversu vel og nákvæmlega allt var unnið sem Jón gerði. Ég undirritaður naut samstarfs með Jóni frá fyrstu tíð, bæði sem félagi og yfirmaður og án þess að halla á nokkurn mann, er að mínu viti vandfundinn vandaðri maður og betri drengur en Jón Þon'alds- son. Sama má segja um son Jóns, Theódór, sem hefur unnið með okkur líka um tíma, samviskusam- ur og heiðarlegur maður, sínu fólki til sóma, og veit ég að Jón vildi að Teddi stæði sig vel. Nú síðustu árin hefur okkur ekki dulist að Jón hefur átt við erfiða heilsu að stríða, en ekki kvartaði hann né lét sig vanta í vinnuna þótt bersýnilega væri hann illa haldinn, slík var sam- viskusemin og dugurinn. Dóttir mín, hjúkrunarfræðingur þar sem Jón dvaldist fyrir stuttu, átti ekki orð til að lýsa ágæti þessa manns sem hún kynntist meðan hann dvaldist hjá þeim. Með þessum orðum kveð ég vin minn og starfsfélaga Jón Þorvalds- son, „Nonna Guggu“, og sendi eig- inkonu hans og öllum hans ástvin- um samúðarkveðjur. Haraldur Stefánsson. samviskusöm, gerði allt sem best úr garði sem hún gat. Að lokum vil ég þakka Gerðu minni öll góðu sumrin sem við áttum saman og allar góðu samverustund- irnar í Ásholti er ég kom í heim- sókn. Alltaf var jafn gaman að koma og spjalla við hana í eldhús- inu yfir kaffibolla. Einhvern veginn finnst mér að hún verði til staðar i eldhúsinu þegar ég kem næst, enda þótt ég viti að það verður ekki, því miður. Óskar minn, þinn harmur er mik- ill og ekki síst barnanna, og bið ég algóðan Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Móður henn- ar Ingibjörgu Karlsdóttur, er býr á Blönduósi og bræðrunum Ellerti og Jakobi og íjölskyldum þeirra sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þokk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ásthildur Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.