Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994 Aldís Eyrún Þórð- ardóttir - Minning Fædd 23. október 1916 Dáin 26. desember 1993 Aldís amma mín og nafna var mjög sjálfstæð kona, sérlega gjaf- mild og hress. Hún var alla tíð mjög heilsuhraust. Aðeins núna síðustu ár fór að bera á heilsubresti. Hún var ekki að íþyngja öðrum með sjúkdóm- um sínum og það voru fáir sem vissu að hún átti í stríði við augnsjúkdóm sem hefði líklega gert hana blinda innan fárra ára. Mér þykir erfitt að sjá hana fyrir mér blinda og öðrum "Tiáða því það var ekki að hennar skapi að vera upp á aðra komin og geta ekki bjargað sér sjálf. Hún lést eftir stutta sjúkrahúslegu en fram á síðustu stundu sá hún um sig sjálf og rak sitt heimili með stakri prýði og myndarbrag. Aldís Eyrún Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1916 þar sem hún bjó alla sína ævi. Hún var þriðja í röðinni af alsystrum sínum. Elst er Súsanna og næstelst var Svanborg sem er látin. Þórður Yngvarsson söðlasmiður, kennari og skrautritari frá Húsavík, faðir hennar, var giftur áður og átti nokkur börn fyrir. Þau fluttust öll til útlanda, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Sambandið við þau " rofnaði í mörg ár en amma kynntist nokkrum systkinum sínum og af- komendum þeirra þegar hún fimm- tug dvaldist hjá dóttur sinni Sigrúnu í Kalifomíu. Þessi systkini eru nú öll látin. Hún var átta ára þegar Þórður faðir hennar lést og var um fermingu þegar móðir hennar, Sig- ríður framreiðslukona frá Eyrar- bakka, giftist Runólfi Stefánssyni frá Holti. Þau eignuðust þijú böm, Trausta, Einar, búsettur í Bandaríkj- unum, og Þóru. Runólfur var alltaf kallaður Runólfur afí á mínu heimili. Aldís amma var tvítug þegar hún giftist Hallgrími Oddssyni útgerðar- manni frá Stykkishólmi. Þau byggðu sér heimili á Vífilsgötu 4 og síðar á Miklubraut 44. Þau eignuðust fjögur böm: Lilju Guðrúnu, fædda 1937, Sigrúnu, fædda 1938, Gylfa Harald, fæddan 1941, og Áslaugu, fædda 1948. Sigrún og Áslaug em búsettar í Bandaríkjunum. Barnabörnin eru fimmtán og bamabarnabömin eru orðin 19. Eftir að amma og afi skildu 1955 byijaði hún að vinna úti. Hún vann við verslunarstörf alla sína starfsævi. Verslanirnar voru fjórar, fyrst í Markaðinum, svo í Parísartísk- unni, síðan í Rammagerðinni og síð- ast í versluninni Rosenthal. Á öllum þessum vinnustöðum eignaðist hún góða vini og vinkonur. Aldís amma var með eindæmum sjálfstæð kona. Það mátti aldrei eða sjaldan hjálpa henni, allt skyldi hún gera sjálf. Sem dæmi má nefna þeg- ar hún skildi við afa. Þá einsetti hún sér að eignast íbúðina á Miklubraut. Það voru líklega erfíðir tímar því að hún var ein með sjö ára bam og 14 ára ungling. Hún dó ekki ráðalaus. Leigði út herbergi, eitt og stundum fleiri, og litla íbúð í risinu í mörg ár og fékk þannig peninga upp í íbúð- arkaupin. Það var sama með leigj- endurna eins og vinnufélagana. Hún eignaðist margar góðar vinkonur í þeirra hópi og nokkrar þeirra héldu tryggð við hana alla tíð. Ánnað dæmi um sjálfstæði hennar og rausnarskap var þegar hún ákvað að bjóða öllum afkomendum sínum og mökum þeirra út að borða þegar hún varð 75 ára. Allir mættu sem gátu í Hall- argarðinn í höfðinglega veislu sem verður lengi í minnum höfð. Aldís amma var alla tíð í sauma- klúbbi-sem hefur verið í rúm 50 ár. Hún var næstyngst í hópnum og er sú fyrsta sem kveður þennan heim. Þessar saumaklúbbsvinkonur voru ömmu mikils virði. Klúbburinn var reyndar stofnaður á stríðsárunum eftir dvöl í sveit þar sem reykvískum mæðrum gafst kostur á að dvelja með börn sín um tíma. , Amma hafði ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og öðrum málefnum. í fyrstu kaus hún alltaf sama flokk- inn, en í seinni tíð hætti hún því og kaus þá sem henni fannst hafa eitt- hvað að segja og fram að færa. Hún tók málefnalega afstöðu en ekki flokkspólitíska. Maðurinn minn Arn- ar Páll og hún gátu oft setið lengi og þrefað og skipst á skoðunum um síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eða borgarstjórnarinnar. Hún fylgd- ist vel með öllu og var alla tíð ung í huga. Aldís amma var sérlega gjafmild kona. Hún elskaði að gefa gjafir sem voru alltaf mjög rausnarlegar. Ég skil reyndar ekki hvernig hún fór að þessu því að ekki hafði hún úr miklu að moða, sérstaklega ekki eftir að hún varð ellilífeyrisþegi. Aldís amma var mjög minnug kona. Við af yngri kynslóðum gátum oft skammast okk- ar fyrir hve skammt minni okkar náði í samanburði við ömmu. Amma var einnig mjög góð í tungumálum, talaði dönsku, ensku og þýsku, sem hún lærði síðari ár á námskeiðum í Háskóla Islands. Aldís amma var mjög lagleg kona og hafði þá fallegustu húð sem ég hef séð. Ekki sást ein hrukka í and- litinu þó að baki væru 77 ár. Margar ungar stúlkur gátu öfundað hana af húðinni. Það sem stendur upp úr í minning- unni um Aldísi ömmu er að hún var alltaf svo ánægð og glöð. Hún tók alltaf fagnandi og með opnum örm- um á móti mér og fjölskyldu minni. Það var sama hvernig stóð á hjá henni þegar við litum inn án fyrir- vara. Oddur Árni og Atli Haukur, strákarnir mínir, eiga eftir að sakna heimsóknanna til hennar á Klepps- veginn, en þar bjó hún síðustu ár. Aldís amma var sú mesta „selskaps- kona“ sem ég hef kynnst. Hún var oft með „matargilli" eins og hún kallaði það. Allri „famelíunni" var boðið og það var oft kátt á hjalla, sérstaklega hjá þeim yngstu sem þótti ekki ónýtt að hlaupa hringinn í íbúðinni á Miklubraut. Það var henni mikilvægt að fjölskyldan kæmi Minning Sylvía Elíasdóttir Fædd 26. nóvember 1945 Dáin 29. desember 1993 í dag kveðjum við systur okkar og frænku, Sylvíu Elíasdóttur, sem lést eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Silla var einstaklega góðhjörtuð og hjálpsöm og það var mjög þægilegt að vera nálægt henni þvi að hún var svo brosmild og glaðvær. Er hún veiktist skyndilega var það öllum mjög þungbært, en hún barðist eins -9g hetja allt til dauðadags. Guð gefur og guð tekur en það er alltaf erfitt að kveðja ástvin og skarð hennar verður seint fyllt. Við munum ávallt sakna hennar og nú síðastliðna daga höfum við fundið sárt til í hjörtum okkar. Við gleymum því ekki að í löndum guðs er ljúft að vakna og nú líður henni eflaust vel. Við geymum ávallt minninguna um hang, um þessa góðhjörtuðu og glaðværu konu, og biðjum guð al- máttugan um að styrkja eiginmann hennar og börn í þeirri sorg sem þau ganga í gegnum nú. Aldís Elíasdóttir og fjölskylda. Elsku Silla, okkur langar að kveðja þig með þessum fátæklegu orðum og þakka þér samfylgdina. Hún var, er og verður það blað í lífsins bók, sem best er unað við að lesa og skrifa og vepa hennar margir á veginn leggja krók, vaða eld og snjó og björgin klífa. Og jafnvel þó hún sýnist ei stórvaxin né sterk, hún styrk sinn á í fegurð, ást og blíðu, því hún er drottins útvalda, æðsta listaverk, þótt efnið væri rif úr mannsins síðu. Því hyllum vér nú konuna sem mannsins leiðarljós, . sem lýsir honum móti straumi og vindi. saman. Því það var ugglaust erfitt fyrir hana að tvær dætur hennar settust að í Bandaríkjunum. Þrjár dótturdætur hennar eru fluttar til íslands aftur með fjölskyldur sínar og kunni hún því vel. Aldísi ömmu þótti líka afar gaman að vera boðin í veislur og mannfagn- aði þar sem hún skemmti sér manna best. Þannig vil ég muna eftir henni sem hrók alls fagnaðar og með bros á vör. Aldís M. Norðfjörð. Mig langar til að minnast tengda- móður minnar, Aldísar Þórðardóttur, nokkrum orðum. Kynni okkar Aldís- ar hófust fyrir 30 árum, þegar ég kynntist manni mínum. Áldís tók mér með miklum kærleika og vorum við miklar vinkonur alla tíð. Aldís var óvenju hreinskilin og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, sem oft skapaði líflegar umræður um hin ýmsu mál, hvort heldur var úr stjórn- málum eða bókmenntum. Aldís hafði gott Iundarfar, sem kom sér oft vel, því oft átti hún erf- itt, en lét aldrei bugast þótt á móti blési. Fjölskyldan var orðin stór og lét Aldís sér mjög annt um hana og þótt börn og barnabörn væru mörg búsett erlendis hafði hún gott sam- band og var alltaf reiðubúin að rétta þeim hjálparhönd ef á þurfti að halda. Heimili Aldísar var alltaf myndar- legt og var hún mikið fyrir fallega hluti, sem prýddu heimili hennar og gerðu það hlýlegt. Aldís var alltaf svo þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert, en ætlaðist aldrei til neins af öðrum og reyndi alltaf að bjarga sér sjálf, þótt það hafi verið orðið henni erfitt hin síðari ár. Ég vil þakka Aldísi samfylgdina og bið góðan guð að vernda hana og blessa. Votta ég ættingjum hennar nær og fjær mína dýpstu samúð. Valgerður Ása Magnúsdóttir. Ein af mínum elstu minningum tengjast saumaklúbbi móður minnar: Ég sit í rútu og það er bjart sumar- kvöid, allir í rútunni eru að syngja „Kvöldið er fagurt sól er sest og sefur fugl á grein“. Svo stansar rút- an við hlið og við mér blasir stórt og reisulegt hús. Fleiri myndbrot flögra um í huga mínum: Það er annað hús uppi í sveit og hlæjandi konur og kátir krakkar að leik og stundum koma feðurnir í heimsókn með pakka og þá ér nú gaman. Löngu seinna er ég á ferð um Borgar- fjörðinn og kem að Arnbjargarlæk, þá þekki ég strax stóra húsið. Það var líklega sumarið 1941 að við systurnar fórum ásamt móður okkar í sumardvöl að Arnbjargarlæk, en það tíðkaðist þá að mæður færu með börnin sín út á land tii öryggis vegna stríðsins. Þar kynntist hún nokkrum konum sem einnig voru þar með börnin sín og myndaðist með þeim góður félagsskapur og næsta sumar leigðu þær skólahúsið á Stór- ólfshvoli. Síðan stofnuðu þær með sér saumaklúbb og hafa haldið hóp- inn síðan eða í rúm 50 ár. Þegar ég lít á gamla mynd sem tekin var af þessum hóp, líklega á Stórólfshvoli, þá rifjast ýmislegt upp. Þarna sé ég Jenný og Axel með Ómar son sinn, Önnu og Gunnar með Gullu dóttur sína og Jón son sinn, Laufey og Guðmund með Helgu dóttur sína og Odd son sinn, Dídí (Guðfinnu) og Kalla með Jón Rób- ert, son sinn, Immu og Þórð með Mumma og Inga syni sína, mömmu og pabba með okkur Sjöfn, og svo Aldísi og Hallgrím með fallegu dæt- urnar sínar Lilju og Sigrúnu og lík- lega er það Gylfi sem er í barnavagn- inum. Árin eru orðin mörg síðan þessi mynd var tekin, sumir horfnir úr þessu lífi, og margar eru minning- arnar til að orna sér við. Ég minnist afmælisboðanna heima hjá hveijum og einum, og þannig héldum við krakkarnir einnig kunnigsskap hvort Bára Sigurbjörns- dóttir — Minning Fædd 8. febrúar 1912 Dáin 28. desember 1993 Víst eru örlaganornirnar misjafn- lega örlátar þegar þær deila út vögg- ugjöfum sínum til okkar mannanna bama. Öllum var það Ijóst að þær voru sérstaklega örlátar við Báru frænku og kunni hún vel að vinna úr því sem henni var gefið. Hjarta- hlýjan, örlætið, skemmtilegheitin, greindin, af öllu þessu hafði hún ríku- iega sjóði, sem hún jós ósparlega úr og hirti aldrei um skiptimynt. Við bömin átta í Snekkjuvogi 21 nutum þess að eiga tvær mömmur Og hver með sínu nefi skal henni syngja hrós, því hún er mannsins draumur, líf og yndi. (Ármann Dalmannsson) Kæri Beggi, EIli, Ragga, Kæja, Fannar, barnabörn, tengdaböm og aðrir ættingjar, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Elísabet og Kolbrún. er báðar sinntu okkur. Við erum sjö bömin þeirra Halldóm og Friðfinns en Minna er dóttur Báru og Matta. Mamma og pabbi og Bára og Matti bjuggu saman alla tíð. Hvert okkar átti því ekki aðeins eitt sett af for- eldrum heldur tvö og það er nú meira en margir geta sagt. Bára kenndi okkur systrunum hannyrðir og ýmislegt annað. Frá því að við vorum krakkar hefur saumaskapur Ieikið í höndunum á okkur — Minna málar. — og við hin- ar getum líka ýmislegt. Bræðrum okkar var ekkert hægt að kenna, þeir eru nú bara eins og þeir eru. Nema kannski að þeir geta svarað fyrir sig — blessaðir. Bára frænka sagði okkur sögur af stórkostlegri ferð hennar og pabba hennar til Frakklands. Frá Grímsey drifðu þau sig til Sorbonne þar sem hún brilleraði í efnaverkfræði. Líf þeirra í París var engu öðru líkt. Við sem jafnvel sém börn vissum að engin slík ferð hafði verið farin reyndum allt til síðasta dags að rengja þetta hjá henni — en ekkert gekk. Það er nú®orðið þannig að við höldum jafnvel að hún hafi verið í Sorbonne og veislurnar miklu hafi verið haldnar. Þannig að næsta víst er að sögum- ar hennar Báru frænku munu lifa, því vitanlega segjum við bömum okkar og barnabömum þær sem sannleikurinn væri, þannig upplifð- um við þær. Vinir okkar barnanna í Snekkju- voginum öfunduðu okkur af því að búa þarna með öllum þessum mömm- um, pöbbum og óteljandi systkinum, frændum og frænkum og ekki átti Bára minnstan þátt í því að lífið gekk oftast nokkuð snurðulaust fyrir við annað, misjafnlega mikið eins og gerist og gengur. Við Helga höfum verið að rifja upp þessi ár og var þá sérstaklega minnst á grímubaliið sem Aldís hélt fyrir okkur krakkana, lík- lega hefur það verið á Miklubraut- inni. Einnig bar okkur saman um að þegar mömmur okkar áttu að halda saumaklúbb þá var mikið í vændum, allt átti að vera hreint og glansandi, lagt á borð með fekínandi postulíni og kristalsdiskar hlaðnir kræsingum og síðan mættu allar í sínu fínasta pússi. Við krakkarnir áttum að vera stillt og geri ég ráð fyrir að svona hafí það verið á öllum bæjunum, en mikið hlakkaði ég til að verða fullorðin og komast í svona sauniaklúbb því að það var svo óskaplega gaman hjá þeim, og yfír hlátrasköllunum þeirra sofnaði mað- ur vært og hlakkaði enn meir til að vakna og borða afgangana. Aldís var ákaflega falleg kona, hressileg og hispurslaus. Eg man hvað mér þótti flott hjá henni á Víf- ilsgötunni en þangað kom ég oft þegar við Sigrún dóttir hennar vorum saman einn vetur í bekk í Austurbæj- arskólanum. Svo fluttust þau á Mi- klubrautina og_ fannst manni það vera heil höll. Ég átti bágt með að skilja hvernig hún gat unnið úti allan daginn og séð um sitt stóra heimili, en það var ekki alvanaiegt í þá daga, en svarið sem ég fékk hjá mömmu var það að Aldís væri svo dugleg, og svo sannarlega var hún það. Hún vann í mörg ár í miðbænum við af- greiðslustörf, fyrst í Markaðnum svo í Parísarbúðinni og seinna í Ramma- gerðinni og leit ég oft inn í þessar búðir á þeim árum og var alltaf hressandi og gaman að spjalla við Aldísi. Saumaklúbbsvinkonurnar vilja þakka henni fyrir hálfrar aldar vin- áttu og samleið. Þær áttu góða daga saman, og halda enn hópinn. Tvisvar sinnum hafa þær haldið saumaklúbb í vetur og mætt allar glæsilegar að vanda og setið eins og drottningar kringum hlaðið kaffiboðið og skelli- hlegið saman. Nú er komið að kveldi. „Kvöldið er fagurt, sól er sest“ og Aldís er sofnuð hinzta svefni. Vin- konurnar sakna hennar og votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð sína, en minningin lifir. Hviíi hún í friði. Heba Guðmundsdóttir. sig. Bára frænka var fötluð á fæti og haltraði nokkuð. Eitt barnabarnanna, Hildigunnur, var í pössun hjá ömmu Halldóru þeg- ar hún var á þeim aldri að fara að ganga. Uppgötvaðist þá að barnið haltraði sem því væri illt í fætinum. Hófst nú ganga milli lækna með barnið en ekkert fannst að því, það bara haltraði. Sá þá einhver snilling- urinn í fjölskyldunni að barnið gengi bara eins og uppáhaldsfyrirmyndin — nefnilega Bára frænka. Þar með var engin ástæða að gera nokkuð í hlutunum, barnið myndi finna þetta út sjálft þegar það vitkaðist. Og það gekk eftir. Þar sem við systumar sitjum hér og rifjum upp minningar frá upp- vaxtarárum okkar hrannast upp sög- ur og atburðir sem eiga kannski stærstan þátt í að gera okkur að þeim mapneskjum sem við erum í dag og éinhvern veginn er erfitt að hugsa sér framtíðina án þess að hafa Báru til að taka þátt í gleði og sorgum sem við eigum eftir að upp- lifa, þvi að þannig hefur það alltaf verið. Að endingu viljum við þakka Báru frænku yndislega samfylgd. Guðríður, Sigrún Bára og Elín Þóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.