Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 13 ► ) ) ) > í » I I I- Morgunblaðið/Kristinn Við styrkveitingu Visa. F.v. Sigríður Eyþórsdóttir, Þóra Einarsdótt- ir, Jón G. Friðjónsson og Ingibjörg Hauksdóttir eiginkona Hannesar Péturssonar. Styrkþegar menn- ingarsjóðs Yisa STYRKIR úr menningarsjóði Visa voru afhentir í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar 30. desember. Þeir sem þá hlutu eru Hannes Péturs- son skáld, Jón G. Friðjónsson dósent, Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona og Perlan, leikhópur þroskaheftra. Alls nema verðlaunin einni og hálfri milljón króna. Þau voru nú veitt í annað sinn. Menningarsjóðurinn var stofnað- ur 1992 á aðalfundi Visa íslands — Greiðslumiðlunar hf. Stjórn hans skipa Jóhann Ágústsson aðstoðar- bankastjóri, Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri og Jón Stefáns- son organisti og kórstjóri. Verð- launin eru veitt á fjórum sviðum: Á sviði rit- og ljóðlistar, vísinda og fræða, tónlistar og loks leiklistar og líknarmála. í umsögn sjóðsstjórnar segir að Hannes Pétursson hafí í nærfellt fjóra áratugi staðið í fremstu röð íslenskra ljóðskálda. Hann hafi á meistaralegan hátt brúað bilið milli hins hefðbundna ljóðforms og nú- tímaljóða, en fá íslensk ljóðskáld hafí náð eins fögrum samhljómi við landið sitt og hann. Djúpar tilfinn- ingar hafi líka verið honum yrkis- efni og nefna megi einlæg og hríf- andi trúarljóð hans. I haust sendi Hannes frá sér ljóðabókina Eldhyl. Um Þóru Einarsóttur segir að hún hafí verið ein fárra útlendinga sem inngöngu hlutu í „Guildhall School of Music and Drama“ í Lund- únum. Á fímmta hundrað hafí þreytt próf en tuttugu nemendur verið teknir inn 1991. Og fyrir ári hafí hún hlotið inngöngu í óperu- deild skólans, yngst þeirra sem það hefur tekist. Þóra er fædd 1971, stúdent af tónlistarbraut MH og nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðar- dóttur í Söngskólanum í Reykjavík. Hún söng með kór íslensku óper- unnar og Kór Langholtskirkju, oft einsör.g, auk smærri hlutverka í óperunni áður en hún hélt utan. Kennari hennar þar er Laura Sarti. Jón G. Friðjónsson hlaut verðlaun á sviði vísinda og fræða fyrir orða: tiltækjabókina Mergur málsins. í umsögn sjóðsstjórnar segir að meira en tíu ára vinna búi að baki verk- inu, fjallað sé um yfir 6.000 orðatil- tæki og nærri láti að tveir þriðju- hlutar þeirra hafí ekki verið áður skýrð með þessum hætti. Hér sé um að ræða stórverk á sviði málvís- inda og íslenskra fræða. Um leikhópinn Perluna segir að þessi hópur þroskaheftra, sem æft hafí leikþætti og sýnt opinberlega undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur leiklistarkennara, hafi hvervetna vakið athygli og aðdáun á undan- förnum árum fyrir einlæga og fagra túlkun. í Perlunni sem fyrst hafí komið fram 1982 séu 13 manns, hópurinn hafí komið fram á ýmiss konar samkomum, útvarpi, sjón- varpi og listahátíðum, að ógleymd- um sýningum á leikferðum til út- landa. Sigríður hafi í ellefu ár stjórnað Perlunni af þrautseigju og alúð. Fyrir það verðskuldi hún lof og leikhópurinn virðingu og viður- kenningu. Örn Árnason og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir í hlutverkum sínum. Kjaftagangur á fjal- irnar í Þjóðleikhúsinu NÚ ERU aftur að hefjast sýning- ar á gamanleiknum Kjaftagangi, sem frumsýndur var í Þjóðleik- húsinu í vor. í sýningunni taka þátt allir helstu gamanleikarar leikhússins af yngri kynslóðinni, þau Sigurður Sigur- jónsson, Öm Árnason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Halldóra Björns- dóttir og Ingvar E. Sigurðsson, auk Randvers Þorlákssonar og Þóreyjar Sigþórsdóttur. Asko Sarkola, sem er einn af þekktustu leikhúsmönn- um Norðurlanda, setti Kjaftagang á svið. Kjaftagangur er eftir þekktan Nbandarískan gamanleikjahöfund, Neil Simon, en Þórarinn Eldjárn þýddi og staðfærði verkið og lætur það gerast á íslandi. Þetta er farsi með tilheyrandi misskilningi, flækj- um og ærslum. Fyrirhugað er að sýna Kjafta- gang til loka janúarmánaðar, þann- ig að sýningum fer nú fækkandi. Næstu sýningar á Kjaftagangi eru laugardaginn 8. janúar og fimmtudaginn 13. janúar. Um karla veró frá ocg meö 1. febrúar: 2.850 -en fynip konup og karfa fæst í næstu bókabúó Karlmenn hafa löngum verið tregir til að spyrja spurninga sem varða karlmennskutákn þeirra: kynfærin. Hvað er eðlilegt? Hvað hefur farið úrskeiðis þegar kynlífsvandamál láta á sér kræla? Hvers vegna eru sumir menn ófrjóir og hvað geta læknar gert við því? Hvernig skal túlka varnaðarmerkin? Karlafræðarinn svarar þessum spurningum og ótalmörgum öðrum sem allt of sjaldan koma upp á yfirborðið. Höfundurinn hefur lagt stund á „karlalækningari* um árabil og lýsir reynslu sinni á beinskeyttan, spaugsaman og notalegan hátt. Hann fjallar um kynfæri karlmannsins, m.a. þýðingu þeirra í sögunni, um goðsagnirnar, kynhvötina, sjúkdómana og frjósemina - og slær aldrei af kröfum um fræðilega nákvæmni, þótt hann leyfi sér að færa í stílinn. Þetta er bók fyrir karla á öllum aldri, og konur sem vilja kynnast karlkyninu út í hörgul. O Ft A G I M A L O G M E N N I N G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.