Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994 Hagvöxtur í Evrópu nú hvergi meiri en í nýfrjálsu Póllandi Fjölgun nýrra einkafyr- irtækja skiptir mestu - segir Leszek Balcerowicz, fyrrum fjármálaráðherra HAGVÖXTUR verður á þessu ári hvergi meiri í Evrópu en í Póllandi, að sögn Leszek Balcerowicz, fyrrum fjármálaráðherra Póllands og þekktasta hagfræðings landsins. Balcerowicz segir í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að þessi umskipti í pólsku efnahagslífi beri fyrst og fremst að þakka aukinni verð- mætasköpun í einkageiranum en þegar kommúnisminn leið undir lok í Austur-Evrópu hleyptu Pólverjar af stað djarfri áætlun um einkavæðingu og fráhvarf frá miðstýringu sem nú er tekin að skila áþreifanlegum árangri. Balcerowicz, sem er 47 ára, stýrir nú rannsóknarstofnun í hagfræði í Varsjá en á árunum 1989 til 1991 var hann fjármála- ráðherra Póllands og var áætlun sú sem þá var gerð um snögga markaðsvæðingu efnahagslífsins jafnan kennd við hann. Auk rann- sóknarstarfa sinna ritar Balc- erowicz dálka og vikulega heldur hann erindi í útvarpi þar sem hann kemur sjónarmiðum sínum á framfæri. „Það er hægt að hafa áhrif án þess að gegna opinberu embætti," segir hann. Pólverjar urðu fyrstir ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu til að hrinda í framkvæmd róttækum breytingum á efnahagsh'finu sem bundið hafði verið á klafa kommúnisma og miðstýringar áratugum saman. Nú kveðst Balc- erowicz sjá teikn á lofti um veru- legan efnahagsbata. Gert er ráð fyrir að Iandsframleiðsla Pólverja hafi aukist um fjögur prósent á nýliðnu ári; hvergi í Evrópu er að finna sambærilegar tölur. Balcerowiez segir að aldrei hafi komið til álita að velja „þriðju leiðina" svonefndu sem margir jafnaðarmenn og fyrrum komm- únistar boðuðu árið 1989 er kommúnisminn hrundi. Þessi öfl boðuðu eins konar blöndu mið- stýringar og markaðshagkerfis; hægfara leið sem fara átti til að viðhalda félagskerfinu á sama tíma og varfærin skref yrðu stig- in í átt til opins hagkerfis. Balcerowicz minnir á að út- gangspunktar manna í vestri hafi verið allt aðrir en í Póllandi. í raun hafi aðeins snögg og algjör umskipti verið hugsanleg þó svo vitað hafi verið að þau myndu krefjast fórna af pólsku þjóðinni. „í Austur-Evrópu var ekki til þró- að kapítalískt hagkerfi líkt og í vestri; verkefni okkar var að skapa ný og arðbær störf. Við hefðum aldrei getað fjármagnað slík umskipti. Kommúníska hag- kerfið átti að tryggja velferðarrík- ið, málið var hins vegar að það var gjaldþrota." Þrýstihópum hafnað Fjármálaráðherrann fyrrver- andi segir að Pólverjar hafi verið búnir að fá sig fullsadda af til- raunum og því hafi ein slík í nafni „þriðju leiðarinnar" í raun aldrei verið valkostur. „Þegar við höfð- um tryggt okkur pólitískt frelsi fyrir tilstilli Samstöðu taldi ég að okkur bæri að nýta það besta úr reynslu þjóða heims. Og þetta þýddi að við kæmum okkur upp kerfi sem byggði á stöðugu gengi, einkaeign, fijálsum markaði, fullri þátttöku í heimsviðskiptum og sem minnstum áhrifum þrýsti- hópa.“ Mistök Rússa Balcerowicz kveðst þeirrar hyggju að Rússum hafi þegar orð- ið á afdrifarík mistök á þessum vettvangi. Stjórnvöld hafi bilað í trúnni er áætlun um efnahagsum- skipti mætti mikilli mótstöðu árið 1992. Þá hafi rússnesk stjórnvöld einungis að mjög takmörkuðu leyti gefið verðlag í landinu fijálst. „Það sem er sérlega athyglis- vert við reynslu Pólveija er eink- um tvennt. í fyrsta lagi reyndist einkafyrirtækjum ljolga mun hraðar en við áttum von á og í annan stað reyndist sú þróun vega mun þyngra en einkavæðing ríkis- fyrirtækja,“ segir Balcerowicz. „Fyrsta áfallið reið yfir árið 1991 er Sovétríkin hrundu og þar með viðskipti okkar í austri. Engu að síður jókst verðmætasköpun í Leszek Balcerowicz. einkageiranum þetta árið um heil 33%!“ Leszek Balcerowicz telur að sigur vinstriaflanna í þingkosn- ingunum í Póllandi á sl. ári feli ekki í sér ógnun við umbótastefn- una. „Umbæturnar munu halda áfram vegna þess að stefnan sú hefur skapað grundvöll til að við- halda sjálfri sér. Seðlabankinn er að flestu leyti óháður og honum er gert samkvæmt lögum að stuðla að stöðugleika í efnahags- málum. Að minnsta kosti 60% af öllum umsvifum í pólsku efna- hagslífi eru nú í höndum einkafyr- irtækja og pólitísk áhrif þessa fólks munu fara vaxandi. Konurn- ar hafa hagnast mest vegna þess að biðraðirnar hurfu nánast sam- tímis og markaðsumbæturnar voru innleiddar 1. janúar 1990. Húsmæðurnar eyða ekki lengur hundruðum klukkustunda í bið- röðurn. Við erum á góðri leið með að verða eðlilegt ríki,“ segir Lesz- ek Balcerowicz. NY STUNDATAFLA byrjar í dag hjá MÆTTI! Við óskum landsmönnum gleöilegs árs og þökkum samstarfiö á liðnu ári. Ný stundatafla tekur gildi frá og meö deginum í dag með eftirtöldum námskeiðum: • MORGUNLEIKFIMI • PALLALEIKFIMI • ÞOLFIMI • VAXTAMÓTUN • KVENNALEIKFIMI • PALLAHRINGIR • ÞREKHRINGIR • STYRKING M - R - L Ása Fönn Gillian Jenny Guðmundur Hlynur Vel menntaðir kennarar, með mikla reynslu, sjá um dagtímana. Frí barnagæsla er á staðnum. FAXAFENI 14, REYKJAVÍK, SÍMI 689915 Rannsóknir á hitakærum örverum Kviknaði fyrst líf í iðrum jarðar? New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins MARGIR vísindamenn telja nú líklegt að líf kunni að finnast miklu dýpra í jörðu niðri en áður var talið og að heildarmassi þessa neðan- jarðarlífríkis kunni jafnvel að vera meiri en þess sem við þekkjum á yfirborðinu. Það voru rannsóknir á hitakærum örverum í hverum á Islandi sem fyrst sýndu vísindamönnum fram á að líf gæti þrifist við ótrúlega erfið skilyrði og opnuðu leiðina fyrir byltingarkenndar tilgátur um líf í iðrum jarðar. Þetta kemur fram í fréttum bandaríska blaðsins The New York Times, sem segir athuganir þýska vísindamannsins Karls 0. Stetters árið 1981 hafa verið „tímamót" í rannsóknum á hitakærum örverum. Stetter og samstarfsmenn hans fundu hveraörverur á Islandi, sem geta þolað hita um og yfir 90 gráð- ur á Celsíus, eða meira en áður var talið lífvænlegt. Överurnar eru óskyldar gerlum og teljast til sér- staks ríkis, sem á latínu nefnist Archea, og sumir telja þær vera beina afkomendur fyrstu lífveranna á jörðinni. Á síðustu árum hafa slíkar örver- ur fundist í eldfjallagígum, á jarð- hitasvæðum djúpt á hafsbotni og í olíulindum á þriggja kílómetra dýpi. Sumar þola allt að 110 gráðu hita að jafnaði og hugsanlega upp að 370 gráðu hita í stuttan tíma. Þetta þykir renna stoðum undir tilgátuna um að áður óþekkt lífhvolf þrífíst í örsmáum holum og sprungum í berginu niður á allt að nokkurra kílómetra dýpi, þar sem áðúr var aðeins talin vera dauð klöpp. Vís- indamenn víða um heim hyggja nú á boranir og aðrar rannsóknir til að kanna hve djúpt niður rætur lífs- ins ná. Sé efri hluti jarðskorpunnar ið- andi af öiverum eru þær væntan- lega flestar í grennd við rekhryggi eins og ísland er á, þar sem bergið er gljúpt og vatnsósa og jarðhiti er nægur. Tilvist slíks neðanjarðarlífríkis — sem er enn ekki fullsannað — gæti breytt mörgum hugmyndum manna um lífið á jörðinni og jafnvel á öðr- um hnöttum. The New York Times vitnar í nokkra vísindamenn sem telja líklegt að lífið kunni að hafa kviknað fyrst neðanjarðar, en ekki í sjónum, þar sem skjól var frá loft- steinahríð og hættulegri geislun. Þetta frumlíf hafi verið óháð sólar- orku, sem er driffjöður nær alls lífs sem við þekkjum á láði og legi. Þannig kynnu allt að tíu reikistjörn- ur og tungl í okkar sólkerfi að hafa fætt af sér frumstætt líf, sem nærð- ist á jarðhita en ekki sólarljósi. Windows 3.1 • PC gninnur hk-9281 Nauðsynlegur undirbúningur fyrir alla sem þurfa að nota PC tölvur. Vandað námskeið sem skilar þér vel á leið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan VeiWræðlstofa Halldórs Krístjánssonar Grensásvegl 16 • stofnuð 1. mars 1986 CDU styð- ur Herzog KRISTILEGIR demókratar (CDU) hvöttu í gær Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, til að útnefna Roman Herzog, for- seta þýska stjórnlagadóms- stólsins, sem næsta forseta- frambjóðanda flokksins. Stef- fen Heitmann, fyrrum fram- bjóðandi flokksins, dró sig í hlé í nóvember sl. Sendiherra Súdans vísað úr landi BRETAR vísuðu í gær sendi- herra Súdans úr landi til að svara fyrir brottvísun breska sendiherrans frá Súdan í síð- ustu viku. Súdanir vísuðu Bret- anum úr landi vegna heimsókn- ar George Carey, erkibiskups- ins af Kantaraborg, til kristinna svæða í suðurhluta Súdan en þar ráða uppreisnarmenn lög- um og lofum. Lucy eldri en talið var BANDARÍSKIR vísindamenn segjast hafa komist að því að ein elsta beinagrind sem fund- ist hefur af manni, sé enn eldri en talið var. Beinagrindin, sem nefnd hefur verið Lucy, fannst árið 1970 í Eþíópíu. Hún var rannsökuð með nýrri leysigei- slatækni og komust vísinda- mennirnir að þeirri niðurstöðu að Lucy væri yfir 3 milljón ára gömul. Vopnahlé í Afghanistan? ÍRANSKA útvarpið sagði frá því í gær að nokkrir þeirra hópa sem barist hafa í Kabúl, höfuðborg Afghanistan, hafi fallist á vopnahlé. Var haft eft- ir talsmanni utanríkisráðuneyt- isins að fulltrúar Burhanuddins Rabbanis, forseta, og Gulbudd- ins Hekmatyars, forsætisráð- herra, hefðu fallist á friðartil- boð írana frá því á mánudag. Yeo neitar að segja af sér TIM Yeo, aðstoðarumhverfis- ráðherra Breta, neitaði í gær að segja af sér, þrátt fyrir mik- inn þrýsting flokkssystkina sinna í íhaldsflokknum. Fyrr- verandi hjákona Yeos fæddi honum barn í fyrra en hann er kvæntur. CIA rannsaki geislatilraunir BANDARÍSK stjórnvöld ákváðu í gær að Bandaríska leyniþjónustan (CIA) skyldi taka þátt í rannsóknum á til- raunum sem gerðar voru á mönnum á tímum kalda stríðs- ins og leiða áttu í ljós hvert geislunarþol þeirra var. Hefur jafnvel verið talið að CIA liafi stjómað hluta tilraunanna. Færeyingar vilja auk- inn kvóta FÆREYINGAR hafa farið fram á við Norðmenn, að þorsk- og ýsukvóti þeirra í Barents- hafi, norska hlutanum, verði aukinn um 1.400 tonn á næsta ári en hann var samtals 2.550 tonn á þessu. Kjartan Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir, að Færeyingar krefjist aðeins þeirrar hlutfallslegu aukningar, sem orðið hafi á heildarkvóta þessara fískteg- unda í Barentshafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.