Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 Stutt pils og síð í ís- lenskri hrossarækt Reykur frá Hoftúnum fékk aðeins tvær hryssur annað gangmálið í sumar vegna lélegra sæðisgæða sem nú eru komin í lag að sögn. Hver vill nota Reyk á næsta ári? Segja má að útför Þengils frá Hóli hafi farið fram á Kaldármelum 1992. Sauðárkróki. Það má kannski segja um þá Goða og Þengil að þar sann- ist máltækið að svo bregðist kross- tré sem aðrir raftar því báðir eru þeir stórættaðir. Því ekki voru síður bundnar vonir við Goða en Þengil. Goði fór eins og Þengill á stóðhesta- stöðina og biðu margir með öndina í hálsinum eftir að beija hann aug- um á sinni fyrstu sýningu fjögra vetra gamlan. En til að gera langa sögu stutta þá varð Goði aldrei fugl né fiskur í þeim sýningum sem hann kom fram í og náði aldrei neinum vinsældum. Hér mætti einn- ig nefna til sögunnar þá Höð frá Hvoli sem stóð efstur fjögra vetra stóðhesta á landsmóti ’82 og Topp frá Eyjólfsstöðum sem glansaði svo flott í gegnum tvær stóðhestastöðv- arsýningar en fékk svo hormónasj- okk á landsmóti 1990 að mati hrossaræktarráðunauts. Síðar kom fram að hann var síðubrotinn en ekkert sannað hvort það væri ástæða slakrar frammistöðu þrátt Hestar Valdimar Kristinsson TÍSKUSVEIFLUR hafa öðru fremur sett mark sitt á íslenska hrossarækt síðustu árin sem komið hefur fram í snarlega breyttu áliti fjöldans á einstökum stóðhestum. Hrossaræktarsam- böndin hafa ekki farið varhluta af þessum sveiflum og sum hver tapað miklum fjármunum vegna þeirra. í seinni tíð hafa stjórnar- menn sambandanna reynt að fara eftir breytilegum vilja aðild- arfélaga um val á hestum til kaups eða með öðrum orðum eftir tískusveiflunni hveiju sinni. Það má því segja að ekki sé leng- ur eftirsóknarvert að fá sæti í stjórn í hrossaræktarsambands þar sem ríkir oft hálfgert „haltu mér slepptu mér“ ástand. Goði frá Sauðárkróki með sterka ætt að baki er föngulegur hestur á velli en í framgöngu ekki eins og vonir stóðu til, er hann lítils- virði fyrir hrossaræktina? Telja má upp marga stóðhesta sem komið hafa fram síðustu árin og risið snögglega sem skærar stjömur en hrapað jafn hratt niður í ystu myrkur skömmu seinna. Flest samböndin hafa fengið að upplifa slíkt stjörnuhrap hests í sinni eigu en sér í lagi á það þó við um stærri samböndin þar sem helst í hendur meiri kaupgeta og stífari kröfur félagsmanna og jafnvel annarra. Það kann að vera viðkvæmt mál að fara að telja upp þessar fölnuðu stjörnur en réttlætanlegt vilji menn halda sig við raunveruleikann. Fyr- ir nokkrum árum keypti Hrossa- ræktarsamband Suðurlands Kára frá Grund sem vakið hafði athygli fyrir góðan fótaburð, tölt og klár- gang sér í lagi. Varla hefur blekið á ávísun sambandsins verið þomað þegar vaskleg framganga Kára á sýningu stóðhestastöðvarinnar eitt árið fór að fölna í hugum manna og ári seinna þótti hesturinn bæði óalandi og óferjandi. Eðall frá Hól- um skipaði þriðja sætið í flokki fimm vetra stóðhesta á Landsmót- inu á Vindheimamelum 1990 með góðri umsögn, vel ættaður og allt það, en tveimur árum seinna var hann orðinn hálfgerður vandræða- gripur hjá Hrossaræktarsambandi Suðurlands. Skagfírðingar töldu sig hafa himin höndum tekið þegar þeir höfðu klófest Sikil frá Stóra Hofi fyrir framan nefið á Sunnlend- ingum og töldu sig þar með hafa framlengt erfðir föður hans Sörla frá Sauðárkróki. Sunnlendingar sátu eftir með sárt ennið því mikill áhugi var meðal þeirra að fá hest- inn á Suðurlandið til kynbóta. En ekki leið á löngu þar til Skagfirðing- ar uppgötvuðu að Sikill frá Stóra Hofi væri lítils nýtur og engan veg- inn föðurbetrungur. Sunnlendingar tóku við honum fegins hendi og töldu Skagfirðinga hafa hlaupið á sig en nú er Sikill í pragtuglegheit- um suður á Ítalíu og spurningin stendur um það hver græddi og hver tapaði. Líklega hafa ítalir grætt mest eða þá tapað minnst því hesturinn fór þangað á mjög vægu verði í samanburði við það verð sem hafði verið greitt fyrir þennan fyrrum kostagrip. Góðir eða slæmir erfðavísar Atakanlegast er þó dæmið um Þengil frá Hólum sem af mörgum var talinn best ættaði stóðhestur landsins. Framan af var hljótt um gæði hans þegar hann var taminn á ijórða vetur á Hólum en Norðlend- ingar höfðu fengið þá tilfinningu að stóðhestar hlytu best brautargengi á stóðhestastöðinni í Gunnarsholti og var hesturinn því sendur þangað. Ekki sló hann þar í gegn þótt margir teldu hann mjög vænlegan til kynbóta, hann þyrfti bara eitt ár enn til að sanna sig, öfugt við móður sína sem hlaut himinháar einkunnir strax fjögra vetra gömul og stóð alveg undir þeim að því er heyra mátti á hestaunnendum árið ’82. En eitthvað fór þetta úrskeiðis með Þengil því segja má að útför hans sem kynbótahests hafi farið fram á fjórðungsmóti á Kaldármelum 1992 þar sem hesturinn steig vart hreint töltspor allt mótið. Varð af því mikið stjörnuhrap og klárinn sem var í eigu þriggja hrossaræktarsambanda var umsvifalaust settur á söluskrá. Einhver útlendingur hreifst af þessum ættfræðilega gullklumpi en dýralæknisskoðun fyrir útflutning leiddi í ljós spatt á báðum afturfótum og er þar líklega komin skýring á slæmri frammistöðu á áðumefndu íjórðungsmóti. Eftir stendur spurningin hver sé ástæðan fyrir spattinu og í framhaldi hvort þama sé hætta á erfanlegum veikleika. Spumingunni verður svarað á næstu flórum árum á að giska. En nú er Þengill kominn í eigu norðlensks bónda sem mun spila úr þeim góðu eða slæmu erfðavísum sem Þengill hefur að geyma. Krosstré og aðrir raftar En ekki er öll sagan sögð hjá þessum þremur hrossaræktarsam- böndum því þau keyptu tvo aðra stóðhesta í pakka með Þengli og virðist annar þeirra lofa góðu og ætla að sigla veg vinsælda og far- sælda en hið sama verður ekki sagt um þann þriðja sem er Goði frá BALLETT Kennsla hefst áný 10. janúar Nemendur mæti á sömu tímum og áður Endurnýjun skír- teina fer fram í skól- anum laugardaginn 8. janúar kl. 12-14 BALLE TTSKÓLI Guðbjargar Björgvins, Iþróttahúsinu, Selljarnarnesi. Ath. Kennsla fyrir eldri nemendur byrjendur og lengra komna. Innritun og allar upplýsingar í síma 620091 kl. 10.00- 16.00 daglega. Félag ísl. listdansara. MUSIKHIKFIMI Við hjá íþróttafélagi kvenna viljum bjóða stelpur á öllum aldri velkomnar í músíkleikfimi okkar í Austurbæjar- skólanum. Kennsla hefst fimmtudag- inn 6. janúar og fer fram mánudaga og fimmtudaga ki. 18-19. Nánari upplýsingar í símum 870253 og 666736. Hef opnað lækningastofu i Domus Medica. Tímapantanirdaglega ísíma 631051. Stefán Dalberg, sérgrein bæklunarskurðlækningar 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.