Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Orri styður Pétur „Er sáttur við niður- stöðuna“ ORRI Vigfússon, framkvæmda- sljóri, segist vera sáttur við þá niðurstöðu sem varð á aðalfundi íslandsbanka í fyrrakvöld, en Orri féll úr stjórn bankans og Pétur Blöndal kom í hans stað. „Ég er mjög vel sáttur við þessa niðurstöðu. Það voru hluthafamir sem réðu þarna ferðinni og þeir eiga að ráða. Ég tel að tekið hafi verið tillit til minna sjónarmiða þetta eina ár sem ég sat í bankaráð- inu og ég er viss um að Pétur á eftir að fylgja þeim eftir þama og gera enn betur,“ sagði Orri. „Ég er eins og allir afar óánægð- ur með afkomu bankans, en held að við séum komnir yfir versta hjall- ann. Við erum með reksturshagnað eins og er og þegar við náum tökum á þessum útlánavanda þá sýnist mér þetta stefna í að verða mjög vænlegt fyrirtæki." Pétur Blöndal gagnrýndi harð- lega ýmislegt í rekstri íslandsbanka á aðalfundinum í fyrradag. Orri sagðist geta tekið undir sumt í gagnrýni Péturs og annað ekki eins og gengur. „Ég held að Pétur sé afar fær og góður maður og mjög heppilegt að hafa hann í bankaráð- inu,“ sagði Orri. Kinstján formaður bankaráðs NÝKJÖRIÐ bankaráð íslands- banka kom saman til fyrsta fundar strax að loknum aðal- fundi bankans í fyrrakvöld og var þar gengið frá verkaskipt- ingu bankaráðsmanna. Kristján Ragnarsson verður áfram formaður bankaráðsins og Guðmundur H. Garðarsson verður áfram varaformaður. Næsti fundur bankaráðsins hef- ur verið boðaður 10. maí næst- komandi. í dag Viðskipti Ávöxtunarkrafa húsbréfa er komin niður í 5,02% og hefur ekki áður verið lægri 20 Jqpqn________________________ Minnihlutastjórn virðist vera eina leiðin út úr stjómarkrepp- unni í Japan 24 Fjölmiðlar Dregið hefur úr blaðalestri und- anfarið 4 Leiðari Samtakamáttur litlu hluthaf- anna 26 rtUimtni'httnfr Wú*VER!NUk Stmui um Sjávarutveo ► Þorskeldi í PatreksFirði - Marel selur fiæðilínu til Fær- eyja - Franskir toghlerar ► Dregið í páskagetraun - Ljóð - Þrautir - Pennavinir - Svipmynd af ungu tónlistar- fólki Aðalstræti 16 Reykjavíkurborg kaupir Aðalstræti 16 BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup borgarsjóðs á fasteigninni Aðalstræti 16 og er kaupverðið 40 milljónir króna. Talið er að elsti hluti hússins sé frá tímum Innréttinganna eða frá árinu 1762. Útlit hússins er friðað samkvæmt þjóðminjalögum. í erindi Hjörleifs Kvarans, framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar, til borgarráðs er vitnað til samþykktar borgar- ráðs frá árinu 1992. Þar kemur fram að stefnt er að því að Reykjavíkurborg eignist lóðirnar Aðalstræti 14 og 16 með það fyrir augum að reisa á þeirri fyrri hús samkvæmt teikningum frá tímum Innréttinganna. Á þeirri síðamefndu verði fomleifaupp- gröftur og eftirlíking af skála iandnámsbæjar til minningar um Ingólf Arnarson og Hallveigu Fróðadóttur, fyrstu íbúa Reykja- víkur. í skálanum verði minja- safn tengt landnámi íslands og fyrstu byggð í Reykjavík. Ingi Björn Albertsson, alþingismaður Framboð til borg- arstjómar kannað Bjöm S. Stefánsson undirbýr framboð L-lista „MÁLIÐ er á því stigi í dag að það er ekki hægt að fullyrða hvort af framboði verður, en það skýrist fyrir helgina, því framboðsfrestur rennur út á laugardag," sagði Ingi Björn Albertsson, alþingismaður, i samtali við Morgunblaðið. Hann er í hópi manna sem hefur rætt möguleika á framboði til borgarstjórnar, en segir óvíst hvort hann muni leiða listann ef af yrði. Ingi Bjöm sagði að í þeim hópi, sem nú væri að ræða möguleikann á framboði, væru menn sem hefðu áður átt í viðræðum við föður hans, Albert heitinn Guðmundsson, um hugsanlegt framboð. Hann staðfesti að Björgólfur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, og Jón Magnússon, lögmaður, væru í þessum hópi. „Við erum að velta þessu fyrir okkur og höfum tíma fram að helgi ti! að komast að niðurstöðu,“ sagði Ingi Björn. „Á meðan við höfum ekki ákveðið að fara í framboð er auðvitað of snemmt að ræða stefnu- mál, en við teljum nauðsynlegt að bjóða fram valkost við þau tvö fram- boð sem nú eru í gangi. Þeir kostir sem nú bjóðast eru ágætir til síns brúks, en ég held að það sé gott fyrir kjósendur að hafa fleiri kosti. Ég hef fundið skýrt að það er vilji fólksins í borginni að fá fram nýtt og ferskt framboð." L-Iistinn í framboð? Björn S. Stefánsson, hagfræðing- ur, undirbýr nú framboð til borgar- stjórnar undir nafni L-lista, eða Lýð- ræðisframboðsins. Helsta stefnumál hans er að sú meginregla verði sett í samþykktir borgarinnar, að þriðj- ungur borgarfulltrúa í Reykjavík geti'skotið málum til almennrar at- kvæðagreiðslu borgarbúa í aðhalds- skyni fyrir meirihluta í borgarstjóm. Einnig er lagt til að stofnuð verði hverfisráð sem borgarfulltrúar til- nefni í grunnskólahverfum borgar- innar, sem þjóni sem vettvangur er greiði fyrir aðgangi borgara að full- trúum sínum í borgarstjórn. Björn segir að ekki sé um skipulögð sam- tök að ræða, en aðstandendum sé full alvara um að bjóða fram fullskip- aðan lista. „Við viljum fyrst og fremst knýja aðra, fremur en leggja undir okkur borgina, og lítum svo á að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkurlistans séu vel not- hæfar," segir Björn. Hann segir að koma muni í ljós á hádegi á laugar- dag hvort af framboði verði. Með Bimi hefur starfað að undirbúningi framboðsins Halldóra Einarsdóttir, húsmóðir og amma. Ríkisendurskoðun telur söluverð SR-mjöls of lágt og bæði tilboðin í fyrirtækíð ógild Hefði verið rangt af okkur að selja fyrirtækið Haraldi — segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra SKÝRSLA Ríkisendurskoðunar um sölu á hlutabréfum rikisins í SR- n\jöli var kynnt alþingismönnum í gær. Þar er sett fram margvísleg gagnrýni á undirbúning og framkvæmd sölu fyrirtækisins. Ríkisendur- skoðun telur að hvorugt þeirra tilboða sem bárust í hlutabréfin, ann- ars vegar frá Haraldi Haraldssyni og hins vegar frá þeim sem keyptu fyrirtækið, hafi uppfyllt skilyrði útboðsskilmála og að endanlegt sölu- verð fyrirtækisins hafi verið of lágt. í niðurstöðum skýrslunnar segir að sú ráðgjöf sem stjórnvöld nutu við sölu hlutabréfanna hafi ekki verið eins vönduð og æskilegt hafi verið og er átalið að sérstakur sölu- hópur hafi verið iátinn sjá um söluna í stað þess að nýta þá sérþekk- ingu sem Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafi aflað sér og láta hana annast undirbúning málsins. Eftir að skýrslan var lögð fram ritaði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra bréf tii VÍB og Starfs- hóps um sölu hlutabréfa ríkisins í SR-mjöli og óskaði eftir að þessir aðilar skiluðu greinargerðum um þær athugasemdir sem þar komi fram og einnig ritaði ráðherra fjárlaganefnd Alþingis bréf þar sem þess er óskað að VIB og söluhópnum muni gefast tækifæri til að skýra sjónarmið sín þegar greinargerðir þeirra liggi fyrir „Mér sýnist skýrslan staðfesta að Haraldur Haraldsson hafí ekki sýnt fram á að hann hefði þann fjárhags- lega styrk sem krafist var til þess að kaupa verksmiðjumar. Deilan sem Hrútafjörður Borgarverk baud best BORGARVERK hf. í Borgarnesi átti lægsta tilboð í lagningu Norðurlandsvegar hjá Staðar- skála í Hrútafirði í útboði Vega- gerðar ríkisins á dögunum. Kostnaðaráætlun fyrir verkið var 4,1 milljón kr. Borgarverk hf. bauð tæpar 2,5 milljónir og eru það 60% af kostnaðaráætlun. Sjö önnur til- boð bárust í verkið. staðið hefur undanfama mánuði um að við hefðum átt að selja honum er skýrð með þessum hætti. Það hefði beinlínis verið rangt af okkur að selja honum,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, þegar hann var spurður um skýrsluna. Þorsteinn sagði að meginatriðið væri að þeir sem keyptu SR-mjöl hefðu staðist þær kröfur sem til þeirra voru gerðar. Þar að auki hefði tekist að tryggja dreifða eignaraðild, aðild starfsmanna og heimamanna. Þorsteinn sagði að endalaust sé hægt að deila um söluverð fyrirtæk- isins. Dómur markaðarins hljóti þó að ráða hér ferðinni. VÍB hefði met- ið fyrirtækið á 695-1.011 milljónir króna. Það hefði síðan verið selt fyr- ir 725 milljónir. Þorsteinn sagði að þó að verðið sé í lægri kanti verðbils- ins þá sé það innan þess. Þorsteinn tók ekki undir gagnrýni Ríkisendurskoðunar á framkvæmd sölunnar, en sakaði stofnunina um óvönduð vinnubrögð og rangfærslur. Meðal niðurstaðna í skýrslu Ríkis- endurskoðunar er að verklagsreglum sem ríkisstjórnin hafí samþykkt að fylgja skyldi við framkvæmd einka- væðingar hafí ekki verið fylgt sem skyldi við undirbúning og sölu hluta- bréfanna og ráðgjöf sem stjórnvöld nutu hafí ekki verið að öllu leyti eins vönduð og æskilegt hefði verið. Þá sé ólíklegt að Landsbréf sem átti lægsta tilboð í sölu bréfanna yrði talið vanhæft til að annast söluna og eðlilegt hefði verið að láta reyna á tilboð Landsbréfa sem var 9,5 millj- ónum lægra en tilboð VÍB, sem ann- aðist söluna samkvæmt munnlegum samningi og telur Ríkisendurskoðun aðfínnsluvert og ekki í samræmi við lög og ekki hafi verið gerður skrifleg- ur samningur um þjónustu VÍB við söluna. Einnig gagnrýnir Ríkisendurskoð- un m.a. að skilyrði þau sem sett voru fyrir samþykki útboða hafí ekki verið kynnt í áberandi auglýsingu um útboð bréfanna, og grunnupplýs- ingar um fyrirtækið hafí ekki verið veittar fyrr en við afhendingu út- boðsgagna. Einnig hafí verið sett óeðlileg skilyrði fyrir þátttöku í út- boðinu þar sem bjóðendum var skylt að veita ýmsar upplýsingar um fjár- mögnun, fjárhagsstyrk og lánveit- ingar, áður en grunnupplýsingar um fyrirtækið lágu fyrir. Sjá bls. 18: „Söluverð..." JÓNAS R. Jónsson, dagskrár- stjóri Stöðvar 2, lét af störfum lyá fyrirtækinu í gær. Morgunblaðið innti Pál Magnús- son, sjónvarpsstjóra, eftir því í gær hvort rétt væri að Jónasi hefði verið sagt upp störfum. „Ég get staðfest að Jónas lét af störfum frá og með deginum í dag, en að öðru Ieyti svara ég ekki til um málefni einstakra starfsmanna,“ sagði Páll. Hann sagði þó aðspurð- ur að nýr dagskrárstjóri hefði ekki verið ráðinn. Samkvæmt heimildum Morgun- í dag fylgir Morgunblaðinu auglýsingablað frá Happ- drætti DAS, sem nefnist „Das- skrá“. blaðsins munu ástæður uppsagnar Jónasar R. Jónssonar vera þær, að hann sat ekki i ferðamannarými (Tourist Class) þotu, sem hann ferðaðist með á vegum Stöðvar 2. Fyrirtækið hafði útvegað honum farseðil í viðskiptarými (Business Class eða Saga Class) með fyrir- mælum um að hann óskaði eftir að sitja í ferðamannarými. Þegar Jónas var staðinn að því að sitja í viðskiptarými leit yfirmaður hans á Stöð 2 svo á, að hann hefði rof- ið fyrirmæli og sagði honum upp störfum. Dagskrárstjóri Stöðv- ar tvö lét af störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.