Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 STÆRSTA TJALDIÐMEÐ Einn aösóknar- mesti vestri fyrr og síðar í Banda- ríkjunum. ★ ★ ★Ó.H.T., Rás 2. Sýnd kl. 4.40,6.50,9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. FRA LEIKSTJORA „ROCKY“ OG „KARATE KID“ Luke Perry (úr Beverly Hills þáttunum), Stephen Baldwin og Cynthia Geary Byggð á sannri sögu um Lane Frost, sem varð goðsögn í Banda- rikjunum. Lane varð ríkur og frægur og var líkt við James Dean. Konur elskuðu hann, menn öfunduðu hann og enginn gat sigrað hann. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BLEKKIIMG SVIK MORÐ Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. Metsölublad á hverjum degi! isnwaHlMt SIMI: 19000 $ „...fyndin «g skcmmtileg og hjarlnæm og harmræn í scnn...mannvæn í kómískri frásögn sinni...hrífandi mynd...Montand cr 8tórkostlegur...“ 4.1. Mbl. Sami leikstjóri og leikstýrði „Betty Blue“. Stórskemmtileg og fyndin spennumynd um ótrúlegt ferðalag þremenninga, sem fátt virðast eiga sameiginlegt. Aðalhlutverk: Yves Montand (síðasta kvikmynd þessa vinsæla leikara), Oliver Martinez og Sekkou Sall. Leikstjóri: Jean-Jacques Beineix. Sýnd kl. 5 og 9. PÍANÓ Þreföld Óskarsverðiaunamynd. Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.05. Far vel frilla mín Sýnd kl. 9 Bönnuð innan 12 ára. KRYDDLEGIN HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndln í Bandaríkjunum frá upphafl. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hetjan Toto Sýndkl. 5og7 Bönnuð innan 12 ára. LÆVÍS LEIKUR Pottþéttur spennutryllir Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Mikil aukning í heimahjúkrun Heilbrigðisráðherra skipar nefnd um framtíð heimahjúkrunar í Reykjavík „ÞESSI þjóð virðist vera að fara sömu leið og margar aðrar þjóðir að draga úr stofnanavistun aldr- aðra en bjóða í staðin upp á aukna heimahjúkrun þannig að fólk geti dvalist lengur í heimahús- um,“ sagði Ragnhildur Haralds- dóttir, skrifstofusljóri í heiibrigð- is- og tryggingaráðuneytinu. í síðustu viku var haldin ráð- stefna á vegum Landssamtaka heilsugæslustöðva þar sem fjallað var um stöðu og horfur í heima- hjúkrun. Gífurlegar breytingar hafa átt sér stað í þessari þjónustu á síð- ustu árum. Víða um land hefur hún aukist um tugi prósenta. Árið 1987 var tekin upp sóla- hringsþjónusta í heimahjúkrun í Reykjavík. Við það jókst umfang þessarar þjónustu gífurlega. Fjöldi sjúklinga hefur á síðustu fimm árum aukist um 40-50% og vitjanafjöldi um 70-80%. Margrét Þorvarðardótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri við Heilsuvemdarstöðina í Reykjavík, sagðist ekki sjá fram á annað en að þessi þróun haldi áfram og um- fang heimahjúkrunar aukist á kom- andi árum. Þessi þróun á sér eðlileg- ar skýringar. Búið er að skera mik- ið niður á spítölunum, fólk er út- skrifað fyrr heim en áður og sjúkl- ingar vilja gjarnan vera heima frek- ar en að dveljast á sjúkrahúsum. „Persónulega fínnst mér þetta jákvæð þróun, en stjórnvöld verða náttúrulega að átta sig á því að það þarf pening í þetta eins og allt ann- að,“ sagði Margrét. Hún sagði að á allra síðustu ár hefði fjármagni ekki verið veitt til þessarar þjónustu í takt við þá miklu aukningu sem orðið hefði í henni. Hún sagði að ekki væri við því að búast að hægt sé að loka stofnunum, senda sjúkl- ingana heim og láta hjá líða að veita fjármagni til að hjúkra þeim heima. 140 þúsund vito'anir í Reykjavík Á síðasta ári nutu um 1.600 manns heimahjúkrunar í Reykjavík. Starfsmenn í heimahjúkrun fóru í um 140.000 vitjanir. Um 80% af skjólstæðingum heimahjúkrunar í Reykjavík er gamalt fólk. „Þetta er þjónusta sem fer hljótt, en er gífur- lega umfangsmikil. Við erum sem dæmi að fara 3-4 sinnum á sólar- hring til sumra sjúklinga." Á undanförnum misserum hefur verið aflað mjög mikilla upplýsinga um kostnað við ýmsa þætti heilsu- gæslu alls staðar á landinu. Heil- brigðisráðuneytið hefur t.d. borið saman kostnað við heimahjúkrun og innlögn á mismunandi stofnanir. Tilgangurinn með þessum saman- burði er að meta hvaða meðferðar- úrræði er hagstæðast í hveiju tilviki. Nefnd um heimahjúkrun Heilbrigðisráðherra sagði á ráð- stefnunni að hann ætli sér að skipa á næstunni nefnd til að fara ofan í þessi mál með það fyrir augum að samræma þjónustu heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu. í dag sinna nokkrir aðilar þessari þjónustu. Auk Heilsuverndarstöðv- arinnar og heilsugæslustöðvanna sinna sjálfstætt starfandi hjúkrun- arfræðingar heimahjúkrun. Einnig hafa ýmsar sjúkrastofnanir áhuga á að fara út í heimahjúkrun með það að markmiði að sinna sjúkling- um sem útskrifaðir hafa verið af sjúkradeildum. Þetta eru t.d. krabbameinsdeildir og barnadeild Landspítalans. Ragnheiður sagði að með nefndarstarfinu væri fyrirhug- að að reyna að samræma þetta starf, t.d. vaktafyrirkomulag og fleira, en eins að reyna að koma með tillögu um hvert menn vilji stefna með heimahjúkrun í Reykja- vík. N \Ja Ib : HHmk m . l ■ mm fiív . i 1 W i r W |i HBKr-H .JH L. —á —.—.—L—— - Á Staða heimahjúkrunar krufin Morgunblaðið/Sverrir annað hundrað manns sóttú ráðstefnu Landssamtaka heilsugæslustöðva um heimahjúkrun. Fyrirlestur fyrir verð- andi hund- eigendur GUÐRÚN R. Guðjohnsen, for- maður Hundaræktarfélags íslands, heldur fyrirlestur um hundahald í Gerðubergi í kvöld, miðvikudag. Fyrirlest- urinn er einkum ætlaður þeim sem hug hafa á að fá sér hund. Fjallað verður um uppruna hundsins, meðferð hans og þarf: ir, atferli og tjáningarform. í fréttatilkynningu frá HRFÍ seg- ir að ennfremur verði rætt um reglur og skyldur hundeigenda, hreinrækaða hunda, blendinga, meðalævi þeirra og annað sem viðkemur hundahaldi. „Hundaræktarfélag Islands er 25 ára á þessu ári. Þetta er hagsmunafélag allra hundeig- enda, hvort sem hundar þeirra eru hreinræktaðir eða ekki. Fé- lagið veitir einnig ýmiskonar fræðslu varðandi hundahald, rekur m.a. hundaskóla og skipu- leggur hundasýningar." Fyrirlestrar verða haldnir næstu miðvikudagskvöld í Gerðubergi kl. 20. Aðgangur er ókeypis. ■ ÞINGSTÚKA Reykjavíkur, sem er sameiginlegur vettvangur þeirra átta stúkna sem starfa í borginni, hélt aðalfund sinn laugar- daginn 9. apríl. Á aðalfundinum var gerð grein fyrir starfí liðins árs og þessar ályktanir samþykktar. 1. Þingstúka Reyjavíkur skorar á Alþingi og stjórnvöld að veita stór- auknu fé til forvarnastarfs í vímu- efnamálum og tryggja um leið að það fé nýtist til hins ítrasta til virks og raunverulegs fornvarnastarfs í umsjá þeirra aðila sem ráðuneyti heilbrigðismála felur yfirstjórn þeirra fjármuna. 2. Þingstúka Reykjavíkur skorar á Alþingi og • stjórnvöld að standa fast gegn öll- um einkavæðingsáformum varð- andi áfengissölu og hamla sem best gegn ásókn áfengisauðvaldsins í auknar tilslakanir á öllum sviðum. Hver slík tilslökun kallar á aukna neyslu áfengis með alvarlegum og kostnaðarsömum afleiðingum í kjöl- farið. Aðhald sem virkast í áfengis- málum er ótvírætt þjóðhagslega hagkvæmt sem og gæfuauki ein- staklingunum. Núverandi þing- templari er Helgi Seljan fv. alþing- ismaður. ■ MYNDAKVÖLD Kínaklúbbs IJnnar Guðjónsdóttur, ballett- meistara, verður í kvöld, miðviku- dagskvöld, á heimili hennar, Reykjahlíð 12, kl. 21. Þar verða sýndar litskyggnur úr fyrri ferðum Kínaklúbbsins til Kína. Þar sem húsrýmið er takmarkað þarf að til- kynna þátttöku. ■ FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæð- isflokksins í sameinuðu sveitarfé- lagi á utanverðu Snæfellsnesi 28. maí er þannig skipaður: Páll Ing- ólfsson, framkvæmdastjóri, Ólafs- vík, Ásbjöm Óttarsson, sjómaður, Rifí, Pétur Pétursson, útgerðar- maður, Breiðuvík, Ólafur Rögn- valdsson, framkvæmdastjóri, Hellissandi, Björn Arnaldsson, skrifstofumaður, Ólafsvík, Mar- grét Björk Björnsdóttir, hús- freyja, Böðvarsholti, Staðarsveit, Jóhannes Ólafsson, prentari, Ól- afsvík, Örn Arnarson, stýrimaður, Hellissandi, Jónas Kristófersson, húsasmíðameistari, Ólafsvík, Sig-j urbjörg Kristjánsdóttir, banka- maður, Ólafsvík, Jóhann Kristins- son, útgerðarmaður, Hellissandi, Ólína Gunnlaugsdóttir, bóndi, Ökrum, Breiðuvík, Gunnar Berg- mann Traustason, verkstjóri, 01- afsvík, Kolbrún ívarsdóttir, verkakona, Rifi, Þórður Stefáns- son, framkvæmdastjóri, Ólafsvík, Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir, hús- freyja, Lýsuhóli, Staðarsveit, Sig- urlaug Egilsdóttir, bókari, Ólafs- vík og Margrét Vigfúsdóttir, stöðvarstjóri, Ölafsvík. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.